Alþýðublaðið - 09.10.1987, Qupperneq 5
Föstudagur 9. október 1987
5
LABYLTINGUNA
mér viö að bera fram á þenn-
an hátt, eöa svipaðan.
Ástæðan er oftast röng önd-
um.
Þriðji flokkur: Framburður
með ítarlegum þögnum: „í
dag. Ætlum við. Að heim-
sækja. Dóttur Jóns Jónsson-
ar. Og konu hans. En hún.
Hefur að sérgrein. Að smiða
öskutunnur. — Ætlar hún að
geyma. Tamdar köngulær I
öskutunnu? Við fáum svar.
Við því í dag.“
Þá er hægt að nefna f ram-
burð, sem er blanda af öllu
þessu.
Lesendum finnst ugglaust
ég taka of djúpt í árinni. En
hlustið vandlega og metið
sjálf hvort ekki felist í þess-
um fullyrðingum mfnum
sannleikskorn. — Ég er ekki i
minnsta vafa um það, að í
mörgum tilvikum er þessi
sérkennilegi framburður sótt-
ur til erlendra plötusnúða. Ég
kannast við hljóðfallið úr
amerískum og breskum út-
varpsstöðvum.
Én takið ekki orð mín svo,
að ég vilji staðla svo fram-
burð, að allir tali eins. Slíkt
getur aldrei gerst. Hver mað-
ur hefur sín sérkenni. Ég er
hins vegar á móti því, að (s-
lenskt mál, íslenskur fram-
burður, sé afbakaður viljandi.
Við megum ekki víkja svo
langt frá málhefðinni sjálfri
að úr verði nýtt tungumál.
Útvarp hefur áhrif
Ég er sannfærður um, að
allir hér inni eru þess fýs-
andi, að í útvarpi heyrist
hljómfagurt mál, að útvarps-
menn hafi lipurt tungutak og
vald á orðasjóði, sem gerir
talað mál að ferskum og ið-
andi straumi. Ég er lika sann-
færður um, að það þarf ekki
verulega mikið átak til að
breyta ástandinu til batnaðar.
Svo margir góðir og hæfir is-
lenskurnenn starfa hjá út-
varpsstöðvunum, að sameig-
inlegt átak þeirra gæti mörgu
breytt til betri vegar.
í þessum hugleiðingum
mínum felst gagnrýni, sem
ég vona að þið lítið ekki á
sem neikvætt nöldur. Ég hef
sagt, að útvarþsmaður axli
verulega ábyrgð. Á hann er
hlustað, málfar hans hefur
áhrif, einkum á yngri kyn-
slóðina. Ég vil að útvarps-
menn hafi þann metnað til að
bera, aö áhrif þeirra verði góð
en ekki vond. Það á að vera
hverjum útvarpsmanni keppi-
kefli, að tala góða og lýta-
lausa íslensku. Að öðrum
kosti getur hann vart talist
góöur útvarpsmaður. Að
koma hugsunum sinum á
framfæri á hnitmiðaðan hátt
er vandaverk. Hvernig til
tekst getur haft umtalsverð
áhrif á þróun tungunnar á
hverjum tima.
Ég hygg að íslensku út-
varpsstöðvarnar ynnu vart
þarfara verk á þessum vett-
vangi en að koma á fót nám-
skeiði eða vísi að skóla, þar
sem kennd yrði íslenska og
íslenskur framburður. Þegar
ég var í forystu fyrir Blaða-
mannafélag íslands, var eitt
helsta baráttumál félagsins,
að stofnuð yrði deild í blaða-
mennsku eða fjölmiðlun við
Háskóla íslands. Úr því hefur
enn ekki orðið. Mér býður í
grun, að forráðamenn Há-
skólans hafi talið þjóðfélags-
fræðideild geta komið í stað
hennar. Þetta er mikill mis-
skilningur, og raunar skiln-
ingsleysi á starfi fjölmiðla-
fólks.
Skólakerfið hefur
brugðist
Ég vil einnig lýsa þeirri
skoðun minni, að skólakerfið
hafi ekki staðið sig sem
skyldi í kennslu íslensks
máls. Þar skortir mest á
kennslu í tjáningu, — í því að
tjá hug sinn blaðalaust
frammi fyrir kennara og nem-
endum. Þessi mikilsverði
þáttur hefur verið vanræktur.
Ég nefndi áðan námskeiða-
hald eða vísi að skóla. 30. júlí
1964 var stofnuð íslensk mál-
nefnd. Samkvæmt lögum er
hún málræktar- og mál-
verndarstofnun, sem á að
vinna að eflingu íslenskrar
tungu og varðveislu hennar í
ræðu og riti. í bréfi, sem þá-
verandi menntamálaráðherra
ritaði vegna stofnunar nefnd-
arinnar, segir um meginverk-
efni hennar:
1. „Að annast nýyrðastarf-
semi þá, sem hingað til
hefur farið fram á vegum
ráðuneytisins með atbeina
orðabókanefndar Há-
skólans.
2. Að gegnasvipuðu leið-
beiningar- og málverndar-
hlutverki og málnefndirnar
annars staðar á Norður-
löndum og hafa samstarf
við þær.“
Samkvæmt þessu ætti það
að vera auðveldur leikur fyrir
útvarpsstöðvarnar að snúa
sértil íslenskrar málnefndar
og óska eftir leiðbeiningum
og aðstoð við hugsanlegt
námskeiðahald.
Aó lokum þetta: Ég nefndi
ábyrgð löggjafarvalds og
stjórnmálaflokka, og síðast
en ekki síst nefndi ég okkar
eigin ábyrgð gagnvart ís-
lenskri tungu. Við höfum ekki
leyfi til þess að fara illa
með hana eða misnota. Ég
ftreka ábyrgð fjölmiðlafólks,
sem getur verið áhrifa- og ör-
lagavaldur tungumálsins
okkar, islenskunnar. — Þessa
tungu talar lítil þjóð, aðeins
um 250 þúsund manns. Hún
verður fyrir stöðugu áreiti frá
öðrum málheimum milljóna
manna. Aldrei sem nú þurf-
um við að standa vörð um
hana, gæta hennar — því
hún er verðmætasta eign
þjóðarinnar.
(Greinin byggist að hluta
til á fyrirlestri sem greinar-
höfundur hélt á ráðstefnu út-
varpréttarnefndar um út-
varpsmál þ. 3. okt. s.l.)
SÉRFRÆÐINGUR MINN
Guðmundur Einarsson
skrifar
„Sérfræðingur minn i ríkisstjórnum, sagði að i landinu væri ekki ein rikisstjórn við völd heldur þrir flokkar og
þeirra ráðherrar," skrifar Guðmundur Einarsson m.a. í grein sinni.
Athugun á ríkisstjórn
Sérfræðingur minn í mann-
réttindum sagði mér nýlega
frá rannsóknum sínum á
mannréttindabrotum i land-
búnaði. Fyrst rakti hann fyrir
mérdæmi um bændur, sem
ekki fengu að vita hvað þeir
mættu framleiða mikið fyrr
en þeir voru búnir að fram-
leiða það. Svo sagði hann
mér dæmi um bændur, sem
höfðu verið hvattir til að
framleiða feitt kjöt þangað til
þeim var sagt í upphafi slát-
urtíðar eitt haust að feita
kjötið yrði verðfellt. En skelfi-
legasta sagan var af bónda,
sem á örfáum árum hafði
hrakist frá velsæld til ver-
gangs. Hann lenti í niður-
skurði og ýmisskonar nátt-
úrulegri óáran. En þau nátt-
úruöfl, sem trúlega riðu hon-
um að fullu voru blýantsnag-
arar í bændaforsjárkerfinu.
Meðan afkomu hans hrak-
aði stöðugt sendi hann ítar-
legt bréf i Bændahöllina og
fékk aldrei svar. Hann hringdi
suðurog fékk aldrei úrlausn.
Hann talaói við búnaðaryfir-
völd í sinni sveit og fékk lítil
svör og loðin.
Sagan af efnahagslegu
hruni heillar fjölskyldu og
blómlegs bús var fólgin i
einu bréfi, sem aldrei var
svarað og símtölum sem
hvergi voru skráð.
Lærdómurinn er þessi:
Bóndinn kunni að bregðast
við duttlungum dýranna, veð-
urs og moldar. En gagnvart
duttlungum velgjörðarmanna
sinna stóð hann ráðþrota.
Sérfræðingur minn í þing-
störfum spurði mig um dag-
inn hvort Alþingi yrði ekki
sett hálfum mánuði fyrren
venjulega úr því að nýjar að-
stæður leyfðu. Ég kannaðist
ekki við neinar „nýjar að-
stæður" sem vörðuðu sam-
komudag Alþingis. Þá sagði
hann að sauðfjárslátrun yrði
trúlega hálfum mánuði fyrr á
ferðinni en venjulega.
Þá áttaði ég mig strax á
málinu. Það hefur alltaf legið
fyrir að starfstími Alþingis
markast af hormónastarfsemi
sauðkindarinnar.
Þing hefst ekki á haustin
fyrr en búið er að slátra, jóla-
leyfi þingmanna miðast við
fengitíma fjárins og á vorin
er þinginu slitið fyrir sauð-
burð.
Þetta hefur valdið því að
starfstími þingsins hefur ver-
ið alltof stuttur. En nú horfir
þetta semsagt til bóta með
þingsetningu á haustin.
Lærdómurinn er þessi:
Næsta stórbreytingin á
þingsköpum Alþingis verður
trúlega þegar hormóna-
svampar og tæknisæðingar
gera styttingu jólaleyfis
mögulegar.
Sérfræðingur minn í rikis-
stjórnum sagði mér nýlega
frá athugun sinni á rikis-
stjórn Þorsteins Pálssonar.
Hann sagði það hafa komið í
Ijós að í landinu væri ekki
ein ríkisstjórn við völd heldur
þrír flokkar og þeirra ráðherr-
ar. Máli sínu til sönnunar
rakti hann nokkurdæmi.
Þegar Steingrímur Her-
mannsson var lokaður inni á
hóteli í Kanada, svo að menn
gætu leyst hvalveiðideiluna í
friöi fyrir honum, var talað
um sigur Steingríms í máiinu
en ekki ríkisstjórnarinnar.
Þegar Jón Baldvin fór að
framfylgja ríkisstjórnarsátt-
málanum var talað um matar-
skatta Jóns Baldvins en ekki
ríkisstjórnarinnar. (Hér vantar
dæmi um ráðherra Sjálfstæð-
isflokks, en sérfræðingurinn
gat ekki fundið að þeir hefðu
gert neitt.)
Hann sagði ennfremur að
þótt í rikisstjórninni væru
þrír talsmenn, þá ætti stjórn-
in sjálf engan talsmann. Jón
Baldvin talar fyrir hönd krata,
Steingrímur fyrir hönd Fram-
sóknar og ef Þorsteinn segði
eitthvað, taldi sérfræðingur-
inn trúlegast að það yrði fyrir
hönd jsess hluta Sjálfstæðis-
flokksins, sem lifði af deil-
urnar um forseta sameinaðs
þings.
Þannig taldi sérfræðingur-
inn augljóst að í raun væri
ekki forsætisráðherra í land-
inu, heldur sérstakur fundar-
stjóri með ráðherratign og
bílstjóra.
Lærdómurinn er þessi:
Til að koma í veg fyrir að
menn gleymi hver er forsæt-
•isráðherra, er öruggast að
kjósa hann beinni kosningu.