Alþýðublaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. október 1987
7
Utlönd
Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir
Bróðurleg faðmlög Anker Jörgen-
sen og Ingvar Carlson, eru tákn-
ræn fyrir samstöðu sósíaldemó-
krata beggja vegna Eystrasalts.
Olof Palme og margir aörir
hinna „stóru“ í sænska jafn-
aðarmannaflokknum eru
horfnir og ný öfl tekin við.
Hvert stefnir flokkurinn nú?
Á nýafstöðnu flokksþingi í
Stokkhólmi kom ekkert skýrt
svar við því.
Eins og stjórnmálum er
háttaö í Svíþjóð í dag, virðist
enginn grundvöllur fyrir borg-
aralega ríkisstjórn gegn jafn-
aðarmannaflokknum I ríkis-
stjórn, vegna ósamlyndis I
borgaraflokkunum. Það þýðir
þó ekki að jafnaðarmenn hafi
allt á hreinu.
Ingvar Carlsson er ekki
gæddur þeim persónutöfrum
sem Olof Palme hafði í svo
ríkum mæli. Sem flokksleið-
togi og forsætisráðherra nýt-
ur hann þó mikillar virðingar
og menn hafa samúð með
honum. Ingvar Carlsson er
hógvær og starfsamur leið-
togi.
Flokksþing sósíaldemó-
krata i Svíþjóð eru vel skipu-
lögð og fjölmenn. Það er eft-
irtektarvert, að það sem
flokksstjórnin leggurtil, er
yfirleitt samþykkt og ber
óneitanlega vott um að
flokksstjórnin hafi öll völd í
hendi sér. Sænski stjórn-
málasérfræðingurinn Gunnar
Fredriksson skrifaði grein (
Aftonbladet á meðan flokks-
þingið stóð yfir, og kom ein-
mitt inn á þessi mál. Hann
iét I Ijós þá von, að flokkur-
inn yrði hreyfing frelsis og
endurbóta en sú von rættist
ekki að öllu leyti. Að visu
voru ýmis viðkvæm mál
rædd þar sem ekki voru allir
á einu máli. Yfirleitt enduðu
þær umræöur með málamiðl-
un eða „athugist seinna".
Dæmi um þetta var spurning-
in um tlttnefndar Eystrasalts-
samgöngur, það mál hafði
samgöngumálaráðherrann,
Sven Hulterström sett á odd-
inn, en varð að láta ( minni
pokann.
Bofors hneykslið
Mikið var fjallað um utan-
rlkis- og hlutleysispólitlk (
Fagrar minningar duga ekki lengur:
SÆNSKIR KRATAR ÞURFA
NÝTT BLDÐ í FLOKKINN
Ijósi Bofors hneykslisins,
þegar Bofors braut vopna-
sölulög. Formaður samtaka
ungra sósíaldemókrata, (SSU)
Anna Lindh lýsti því yfir, að
henni fyndist flokksstjórnin
ekki hafa tekið nægilega fast
á því máli. Hún krafðist þess,
að vopnaútflutningurinn yrði
takmarkaður að verulegu
leyti og að lokum algjörlega
lagður niður. Þessu voru
margir ósammála þar á með-
al Sten Andersson utanríkis-
ráðherra. Þótti mörgum gæta
óraunsæis í þessum tillögum
og sögðu það mundu verða
erfitt til dæmis, að hætta
vopnasölu til Singapore. For-
maður SSU, Anna Lindh
sagði það engum érfiðleikum
bundið en Sten Andersson
utanríkisráðherra hélt fram
hinu gagnstæða. í þessu
máli eins og svo mörgum
öörum var gerö málamiðlun.
Út frá þessu má álykta að
ríkisstjórnin hefur frjálsar
hendur í ákvaröanatöku um
hvernig pólitík ríkisstjórnin
ætlar sér að reka.
Áöur en flokksþingiö hófst,
hafði verið talsveröur kurr hér
og þar í flokknum. Mörgum
finnst efnahagspólitík Kjell-
Olof Feld fjármálaráðherra
þjóna hagsmunum Kapítal-
ista.
Ekki var minnst á ósam-
komulag flokksins og LO, og
formaður LO Stig Malm lét
Ktið á sér bera. Þessi kúvend-
ing hefur verið kölluð „rósar-
friðurinn" ( stað „rósarstrfð",
og Stig Malm er ekki lengur
kallaður „uppreisnarhani" nú
er hann kallaður „friðardúfa"!
Flokksþingið, sem er þri-
tugasta flokksþing sem hald-
ið hefur verið, fékk margar
heimsóknir. Gömlu kempurn-
ar Willy Brandt og Anker
Jörgensen voru meðal gesta.
Ekki komu fram neinar ný-
stárlegar uppástungur og
reynt var að fela ósamkomu-
lagið (flokknum svo ímynd
hans útávið væri ímynd
flokks, þar sem samstaða
ríkti. Þingkosningar verða (
september 1988 og þá verður
yfirborö flokksins að vera
slétt og fellt. Það er hins veg-
ar vafamál hvort ekki sjóði
upp úr pottinum þegar þrýst-
ingurinn undir lokinu verður
oröinn of mikill og ekki við
hann ráðið!
Sósíaldemókratar er eini
flokkurinn sem hefur tök á að
mynda ríkisstjórn í Sviþjóð,
eins og málin standa í dag.
Það er ný gerð stjórnmála-
manna sem er að taka við
stjórn flokksins, og þó þeirra
Palme og Tage Erlander sé
fallega minnst, þýðir ekki til
lengdar að reyna að fleyta
flokknum á minningum um
hæfileika þeirra og glæsi-
mennsku.
Menn geta vissulega byggt
mikið á þeim góða grunni,
sem Palme og Erlander
lögðu, en menn verða að
horfa fram á við og gera allt
sem mögulegt er, til að fjölga
flokksmeðlimum. Einmitt
með því er hægt að fá nýtt
blóð í flokkinn og gera hann
virkari.
(Det fri Aktuelt)
Flokksstjórn
Alþýðuflokksins
Fundur flokksstjórnar Alþýöuflokksins sbr. 43. gr.
flokkslaga verður haldinn laugardaginn 17. október
n.k. kl. 10—14 á Hótel Loftleiðum.
Dagskrá:
1. Stjórnmálin i þingbyrjun.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra.
2. Starfsemi þingflokksins.
Eiður Guðnason formaður þingfiokks.
3. Ráðherraspjall.
Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra,
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra.
4. Málefni Alþýðublaðsins.
Ingólfur Margeirsson ritstjóri
og Valdimar Jóhannesson framkvæmdastjóri.
5. Almennar umræður og fyrirspurnir.
Formaður Alþýðuflokksins.