Tíminn - 08.09.1967, Síða 7

Tíminn - 08.09.1967, Síða 7
FÖSTIJDAGUR 8. sept. 1967. TÍMINN ■ZIIXŒEMMH BJARNISVEINSSON Fæddur 7. júní 1886. „Ekkert manniegt er mér óviSkomandi" Síðasta viðtalið við Ilja Ehrenburg — þó að það séu þolnir menn þeir koma bráðum að — Gr. m Bjarni Sveinsson frá Borgarfirði eyetra andaðist á sjúkrahúsinu á Norðfirði, en Iþar hafði hann dval ið tæp tvö s. 1. ár, fardnn að heilsu, en sjaldnast mikið þjáð- ur. Hafði heiisu hans farið linign andi hin síðari ár heima, en þar naut hann þá umönnunar sinnar ágætu konu. Bjarni Sveinsson var fæddur að B'árðarstöðum í Loðmundarfirði, elztur barna hjónanna Sveins Bjarnasonar og Sigríðar Ámadóttur. Vom þau bæði af góðum og traustum aust firzkum ættum, þrekmikil og glæsileg í sjón og raun, vel gefið manndómsfólk, og þótti Sigríður engin eftirbátur bónda síns í þeim efnurn. Börn Sveins og Sigríðar vom fimm, þrír drengir og tvær dætur og líktust þau for eldrum sínum um allt atgervi. Þeg ar Bjarni var 10 ára fluttist fjöl skyldan frá Loðmundarfirði til Hiúsarvíkur við Borgarfjörð og það an til Borgarfjarðar nokkrum ár um síðar. Sveinn og Sigríður voru þá eins og flestir aðrir í byggðum Borgarfjarðar, félítil og því ekki megnug þess að sjá sínum vel gefnu bömum fyrir meiri fræðslu en krafizt var til fermingar, enda þá ekki margra kosta völ í þeim efnum. Yngri systirin, Arnbjörg, gekk þó síðar í Kvennaskólann í Reykjavík og þótti ágæt náms- kona og yngsti bróðirinn Jón réðist í langskólanám og varð hann síðar þekktur maður sem bæjarstjóri á Akureyri um fjölda ára. Eldri börnin urðu hinsvegar, eins og flestir jafnaldrar þeirra, að láta sér nægja hina almennu fermingarfræðslu og þess, sem Dáínn 30. ágúst 1967. þau gátu aflað sér með sjálfs- námi og lestri góðra bóka. Bjarni vár snemma hæglátur og dulur í skapi og fjarri því að vilja láta á sér bera, eða að ryðja sér til rúms í samfélaginu, sem jafnaldrar hans og félagar viðurkenndu að hann væri borinn til, vegna mannkosta og hæfi- leika. En menn komust ekki hjá því að veita athygli hinni skörpu dómgreind hans og óhlutdrægni í ályktunum um menn og mál- efni. \fi!di hann gjaman halda sig við sína niðurslöðu, en þó manna fúsastur til að laka til greina rök annarra, ef honum fundust þau styojast við stað- reyndir. Það hlaut því að fara svo sem varð að ýmsir framá- menn í Borgarfjarðarhreppi, sér- staklega hinir framsýnni og frjálslyndari, fengu smátt og smátt áhuga á starfshæfni Bjarna og völdu hann til ýmissa Kramhalrl a ms \y 1 fréttabréfi frá Moiskvu 2. september segir, að frétta- stofnanir hafi nú flutt fregn- ina um dauða Ilja Bhrenbuig um víða veröld. Hann hafi til hins síðasta verið reiðubú- inn að gera skyldu sína. í frétta bréfinu segir, að fréttaritari APN, Inna Vasilkova, hafi verið síðasti blaðamaðurinn, sem ræddi við hinn 76 ára gamla rithöfund. Um þennan fund sinn með Ehrenburg seg- ir Inna Vasilkova: Fyrir mjög skömmu síðan íheim sótti ég, ásamt brazilískum fé iaga minum, Ilja Ehrenburg í íbúð hans í Moskvu. þar sem við áttum við hann tveggja klukkustunda viðtal. í samræð unum komum við fljótlega að heilsufari skáldsins og við spurðum, hvernig honurn liði yfirleilt. — Mér líður líkt og búast má við á mínum aldri, ekki oetur og ekki verr En fyrir því getið þér ekki gert yður grein, því að það er svo langt þangað til þér komizt á minn aldur. — Að hverju vinnið þér um Dessar mundir? — Sjöunda bindi endurminn inga minna, sem nær yfir árin 1954—1964. — Getið þér sagt nokkuð frá efni þessa bindis? — Ég er dálítið hjátrúar- fullur og vil helzt ekki tala um það, sem ég ekki er búinn með. Samtalið tók að snúast frekar um vinnuaðferðir Ehrenburgs. Hann kaus helzt að vinna reglu lega yfir daginn og sofa á næt- urnar ein.s og annað fólk. Hann skrifaði alltaf á ritvél — því að, eins og hann sagði sjálfur: Rithönd mín er ómöguleg. Oft get ég ekki einu sinni sjálfur kdmizt í gegn um það. sem ég hef skrifað. Við spurðum Ehrenburg, hvað hann vildi segja um sjálf- an sig sem rithöfund. — Ef ég á að svara í stuttu máli, vil ég segja, að ég álít mig vera í meðallagi góðan rithöfund. Það leit ekki út fyrir að Ghrenburg segði þetta af tómri hæversku. Á bak við þetta virt ist fremur liggja, að hann gerði mjög miklar kröfur til sjálfs sín og verka sinna. Þetta sama virtist einnig gægjast fram, er nann sagði. að hann myndi ekki nú kæra sig um að setja nafn sitt undir allt, sem hann hefði látið frá sér fara í öll þessi ár. Mikili hluti ritstarfa Ehren burgs flokkast undir blaða- mennsku, og það liggur í aug- am uppi, að með köflum a.m.k. hlýtur hann að hafa lesið mik- ið af blöðum. — Hvaða blöð lesið þér dag- lega nú? — Einungis Pravda og franska blaðið Le Monde. Hverjum hafið þér mest álit á af vestrænum rifhöfund- um? - Stendhal, Eluard. Joyce, Hemingway og Steinbeck. Varð andi Steinbeck vil ég þó í þessu sambandi fúslega taka fram, að afstaða hans til stríðsins í Vietnam hefur valdið mér ákaf legá mikilli gremju og undrun. Ég dái hann mjög sem rithöf und. En mér virðist það, sem hann gerir. vera í frekleeri mótsögn við það, sem kann skrifar. — Takið þér stöðugt beinsn þatt í starfi heimsfriðarráðs- ins? — Já, það geri ég, og ég tek hka þátt í starfi ýmissa annarra alþjóðlegra ráða og stofnana, t.d. má þar nefna ..Hringborð Evrópu“. Þýðingarmesta starfs- svið mitt á opinberum vett- vangi er þó staða mín sem meðlimur Æðsta ráðsins. — Þér fáið væntanlega mörg bréf. Um hvað skrifar fólk yður? — Ég fæ eitthvað um 30 bréf daglega, og venjulega er helm- ingur þeirra frá fólki, sem hef- ur lesið eitthvað af því. sem ag hef skrifað, og finnur hjá sér hvöt til að skýra frá áliti sínu. sem er ýmist lof eða gagnrýni. Svo kemur fjöldi bréfa frá ungum rithöfundum og allmörg frá kjósendunum í kjördæmi mínu. Loks kemur alltaf talsvert af bréfum frá fólki sem þjáist af ritræpu og getur ekki stillt sig um að skrifá, stundum nánast á sjúk- iegan hátt um allt mögulegt. Með undantekningu að því er varðar þessi síðastnefndu bréf, svara ég alltaf bréfunum. — Er ekki erfitt að vera svona frægur? — Jú, að sjálfsögðu. Það er einungis á meðan maður er ungur, sem maður er hreykinn Framhald a bls 12 Ættfræðin sieppir ekki þeim, sem eitt sinn hefur sökkt sér niður í hana Stutt spjall við Jóhann Eiríksson, ættfræðing, sem sent hefur frá sér fyrra bindi um Fremra- Hálsætt í Kjós. Niýlega er komið út stórt ætt- frœðirit á vegum LeiftuTs, og nefnist það Fremra-Háls-ætt i Kjós, eða niðjatal Jóns Árna- sonar bónda á Fremra-Hálsi ár in 1733—1751. Rit þetta hefur Jóhann Eiríksson, ættfræðing- ur, tekið saman. Þó að ritið sé á sjötta hundrað blaðsiðna, er þetta aðeins fyrra bindi. Timinn ‘hitti Jóhann Eiríks- son að máli fyrir nokkrum dög um og spurði hann um efni og tiildrög bókarinnar, svo og önn ur ættfræðistörf hans og út- gáfu' slíkra bóka frá hans hendi. — Þetta rit er niðjatal frá þeim Jóni Árnasyni á Fremra- Hálsi og Guðrúnu Magnúsdótt- ur, konu hans, en þau áttu 13 börn og hafa orðið mjög kyn- sæl, svo að út af þeim er kom- inn mikill fjöldi fólks dreifð- ur um Borgarfjörð, Gullbringu' og Kjósarsýslu, Reykjavík og Suðurland einkum, en að sjálf sögðu er ættboginn um allt land. — Hver er ástæða þess, að þú fónst að taka saman þessar ættarskrár, Jóhann? — Ástæðurnar eru að sjálf- sögðu margar, en fcannski sú helzta sé, að ég er kominn af þessum hjónum, og ég byrjaði fyrir alilöngu að rekja þessar slóðir. — Eru einhver sérstök og skýr ættareinkenni sterk í þessari ætt? — Ekki get ég sagt það, en þetta er yfirleitt dugmikið myndarfólk. — Þú hefur lengi lagt stund á ættfræði, Jóhann? — Já, áhuginn lifnaði nokk- uð snemma, og hefur farið vaxandi með aldrinum, eins og títt er. Ég á einum manni sér staklega mikið að þakka í þess um efnum, en það var Hannes Þorsteinsson. Hann opnaði mjög augu mín fyrir góðum vinnubrögðum í ættfræði, og hann benti mér á mjög mikil- vægar heimildir einmitt um þær ættir, sem þessi bók fjall- ar um. — Er ekki aðstaða ættfræð- inga alltaf að batna? — Jú, hún hefur batnað mjög á síðustu árum. Kemur þar einkum til útgá'fa ættfræði- rita með nafnaskrám og að- gengilegri niðurskipan, og einn ig hitt, hve allar upplýsingar er nú hægt að fá fljótt og greið lega frá þjóðskránni. — Hve margra manna er get ið í þessu' síðasta riti þlnu? — Nöfnin munu vera 7—8 þúsund. Síðara bindið er að mestu tilbúið frá minni hendi, og vonandi kemur það fljótlega. — Hvaða ættfræðirit önnur hefur þú tekið saman og gefið út, Jóhann? Jóhann Eiríksson — Þessi rit munu vera fimm en þrjú þeirra fjölrituð. Má fyrst nefna Niðjatal Kjartans Jónssonar í Króki, síðan Niðja- tal Gísla Helgasonar frá Reykj um og Sifjaskrá Einars Þor- steinssonar, skipstjóra frá Eyri í Skötufirði. Fjórða bókin var prentuð og kom út fyrir tveim ur árum, allmikið rit um Vig- fús Árnason, lögréttumann ag afkomendur hans, en Vigfús var hál'fbróðir Jóns Árnasonar á Fremra-Hálsi svo að þessi tvö rit eru raunar tvær greinar á sama stofni. — Þetta er aðeins tómstunda starf, Jóhann? — Já, svo hefur það verið. Ég vinn enn fullan vinnudag, svo að stundirnar vcrða slitrótt ar. — Heldurðu, að ættfræðin falli í dá með næstu kynslóð- um? — Nei, áreiðanlega eaki. Þetta fræðaefni tekur hugi ís- lendinga sífellt fangna, og jafnvel ungir menn eru til meðal þeirra, sem þessu sinna. Hitt er þó tíðara, eins og eðli- legt er, að álhugi á ættfræði aukist með aldri, og svo mun enn verða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.