Tíminn - 08.09.1967, Síða 9

Tíminn - 08.09.1967, Síða 9
FÖSTUDAGUR 8. sept. 1967. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæœdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgaspn og IndriSi G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gísiason Ritstj.skrifstofur « Eddu- kúslnu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasiml 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands — t lausasölu kr 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA a. í. Hvers vegna vill Gunnar selja? / ÞaS hefur verið kunnugt um nokkurt skeið, að eitt stærsta og fullkomnasta hraðfrystihús landsins, Sænska frystihúsið í Reykjavík. hefur verið til sölu. Hingað til mun enginn kaupandi hafa gefið sig fram. Af tveimur ástæðum hefur þessi fregn vakið athygli- í fyrsta lagi vegna þess, að aðaleigandi og framkvæmda- stjóri Sænska frystihússins er formaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Gunnar Guðjónsson. Gunnar er þekkt- ur sem harðduglegur og framsýnn atvinnurekandi. Mönn íim kemur því einkennilega fyrir sjónir, að hann skuli vilja hætta við þennan atvinnurekstur, sem ætti að vera einn hinn arðbærasti á íslandi, ef allt væri með felldu. í öðru lagi vekur svo þessi fregn athygli vegna þess, að ekki er kunnugt um, að enn hafi gefið sig fram kaupandi að Sænska frystihúsinu. Þó vantar ekki dugandi menn á fslandi, sem vilja reyna sig við slík verkefni. Hvað er það, sem veldur því, að einn dugmesti at- vinnurekandi landsins vill selia Sænska frystihúsið og enginn af hinum mörgu þróttmiklu atvinnurekendum landsins gefur sig fram til að taka við rekstri þess? Skýringin er ekki mjög flókin, þegár nánara er gætt. Stjó'rnarstefna undanfarinna ára hefur búið svo að þessari atvinnugrein, hraðfrvstihúsarekstrinum, að menn hafa ótrú á honum, enda þótt hann ætti að vera hinn eftirsóknarverðasti á íslandi, ef allt væri með felldu. Það hefur ekkert verið hirt um að skipuleggja svo sjávar- útveginn, að hraðfrystihúsin hefðu nægilegt hráefni, heldur allt kapp lagt á aðrar veiðar. Það hefur verið bætt á atvinnureksturinn nýjum og nýjum sköttum. Lánsfé hefur verið skammtað í eins smáum stíl og hægt er. Dýrtíð hefur verið mögnuð 1 landinu, svo að laun- þegar hafa orðið að knýja fram nýjar og nýjar kaup- hækkanir, þar sem þeim hefur verið synjað um kjara- bætur í öðru formi. Við þetta hefur svo bætzt, að ráðherrar hafa við flest tækifæri sýnt óbeint vantrú sína á hraðfrystihúsa- rekstrinum eins og flestum öðrum atvinnurekstri, sem fyi’ir er í landinu. Þeir hafa — a.m.k. sumir hverjir — talið, að allan vanda mætti leysa með byggingu álverk- smiðju. Nú virðast þeir álíta að það leysi allan vanda # b.yggja olíuhreinsunarstöð- Þetta eru ástæðurnar fyrir því trúleysi, sem nú ríkir á hraðfrystihúsarekstrinum. Þess vegna vill Gunn- ar Guðjónsson selja Sænska frystihúsið og enginn gefur sig enn fram tilað kaupa það. Það er slík vanfrú á þýðingarmestu atvinnugreinarn- ar, sem er hættulegust efnahagslegri afkomu hverrar þjóðar. Slíkri vantrú verður ekki útrýmt nema með breyttri stjórn og stjómarstefnu. Svo er nú komið, að Alþýðublaðið er farið að vara við oftrú á atvinnurekstur útlendinga á íslandi. Tilefnið er hinn hóflausi áróður Mbl., er jafnframt speglar van- trúna á íslenzka atvinnurekendur. Það má segja um þessi viðbrögð Alþýðublaðsins, að bragð er að þá barnið finnur. TÍMINN 9 MORGENS CAMRE: Þaö er veriö aö myröa Andreas Papandreou hægt og hljððiega NATO verður að beita sér fyrir endurreisn lýðræðisins í Grikklandi. LÍK Mandilaras eins hinna virtu verjanda í Aspida-málinu haust ið 1966, fannst á floti í sjónum við Rhodos í byrjun maí, og var með skotsár á höfði. Þetta hefur mjög aukið á þann ógna- blæ, sem umlokið hefur málið allt. Enn er þetta morð með öllu óupplýst. Fyrir fáum vik- um lézt Lambrinidis allt í einu sn hann var annar málafærslu- maður Andreasar Papandreous. Opinberlega var lýst yfir, að sólstingur hefði orðið honum að bana. ágúst í sumar sneru mála færslumenn Andreasar Papan- dreous sér til dómsmálaráðlherr ans og gengu eftir ákæruskjal- inu. Svarið var, að það væri ekki tilbúið. Pattakos innan- ríkisráðheira boðaði til blaða- mannafundar 14. ágúst og til- kynnti þar, að Andreas Papan- dreou hefði allt í einu veikst al varlega af lugnaberklum. Papan dreou hafði farið fram á að fá að ræða við Pattakos og bera fram óskir um að réttarrann- sókninni yrði hraðað vegna sjúkleika hans. Þeir ráðherrarn ir Pattakos og Totomis, sem fer með þau mál, er varða röð og reglu á almannafæri, höfðu heimsótt Papandreou i klefa hans í Averoff-fangelsinu. En er ekki í raun og veru ó- heyrilegt að maður með bráða lugnaiberkla sé ekki fluttur á sjúkrahús? Pattakos lét svo um- mælt á blaðamannafundinum, að líf Andreasar Paþandreous væri ekki í bráðri hættu að áliti lækna. Kvaðst ráðherrann ekkert geta aðhafzt til þess að hraða réttarrannsókninni. ÞARNA er einmitt það að gerast, sem herforingjaklíkan hefur helzt óskað eftir. Papan- dreou fékk lugnaberkla ári áð- ur en byltingin var gerð. Vegna þess var hann undir stöðugu eftirliti lækna. En heilsu hans er einnig hætta búin vegna blóðsjúkdóms, sem við sjálft Lá að riði honum að fullu árið 1961. Þetta veit herforingjastjórn- in. Henni er einnig ljóst, að sé maður með falda lugnaberkla, hnepptur inni í litlum fapga- klefa í sumarhituum í Aþenu og meinaður aðgangurv að hreinu lofti og sviptur öllum möguleikum til hreyfingar, eru allar líkur á að sjúkdómurinn taki sig upp að nýju. Sennilega hefur herfoi;ingja- stjórnin fyrir löngu gert sér Ijóst, að hin boðuðu réttarhöld vektu hneyksli ef erlendir lög- fræðingar fengju að fylgjast með þeim. Þá yrði ljóst, — að minnsta kosti utan Grikklands, — að Aiidreas Papandreou væri saklaus af landráðaákærunni, sem á hann hefur verið borin. Ekki þyrfti annars með en að /eita frest á frest ofan. Líkam legt og sálrænt farg innilokun- arinnar hlyti að leiða tjl þess, að berklarnir tækju sig upp að nýju. Framfarasamtökin i demó- krataflokknum bandaríska Andreas Papandreou (Americans for Democratic Action, AD'A) vöktu athygli á pessu þegar í fyrstu vikunni eftir byltinguna. en John Kenneth Galbraith prófessor er formaður þessara samtaka. Her íoringjastjórnin lét í það skína pegar i júní, að hún væri því ekki andsnúin. að Andreas Papandreou fengi að hverfa til Bandarikjanna að afstöðnum réttarhöldunum. Þetta virðist illskiljanlegt nema því aðeins að því væri ætlað að milda ióma manna útífrá um tilgang herforingjastjórnarinnar. ÞAÐ veldur hvað mestum kvíða i sambandi við ástand mála í Grikklandi, hve auðvelt er að segja fyrir um, hvað gerast muni, án þess að unnt sé með nokkru móti að koma í veg fyrir það. Augljóst var þegar í febrúar 1967 að til byltingar hlyti að koma ef horf ur væru á, að framfaraöflin vnnu sigur í kosningunum 28. maí. Andreas Papandreou sagði við mig í síma í marz: „Sumir hlutar stjórnarskrárinnar verða nuimdir úr gildi og þingið leyst app. Ég verð efalaust settur í fangelsi“ Því ber ekki að neita, að spennan lækkaði nokkuð í SIÐARI GREIN apríl og grískum lýðræðissinn- um jókst bjartsýni að mun. Einnig verður að viðurkenna, að byltingin gerðist ekki að öllu leyti með þeim hætti, sem gert hafði verið ráð fyrir, en spáin rættist í öllum höfuð- dráttum eigi að síður. Á sama hátt virðist nú mega teljast nálega fullvíst. ef ekki verður gripið í taumana með einhverjum óvenjulegum hætti, að réttarhöldunum yfir Andre asi Papandreou verði frestað æ ofan í æ, og herforingja- stjórnin tilkynni síðan einn goðan veðurdag, að hún harmi, að sjúkleiki hans hafi ágerzt cil muna, en hinir færustu lækn ar líti eftir honum o.s.frv. Að lokum verður svo birt tilkynn- mg um, að hann hafi ekki ■•eynzt fær um að veita sjúkdóm num viðnám. Að nokkrum ■nánuðum liðnum, ef til vill nisseri eða rúmlega það, verð ur borgaraleg bráðabirgða- stjórn látin leysa herforingja- stjórnina af hólmi og banda- ••ísku hernaðaraðstoðinni verð- ur komið í fullan gang að nýju. Síðan verða látnar fara fram oírjálsar kosningar og í þeim taka aðeins þátt hægriflokkur- inn ERE og hægrihluti gamla Miðflokkasambandsins, sem fá- anlegur verður til að fallast a slíka lausn. Þá er aftur komið á sams konar ástand og ríkti árið 1955, þegar Karamanlis kom til valda. og um;t er að Dyrja hinn gríska harmleik að nýju. VESTURVELDIN verða að nreyta stefnu sinni ef unnt a að reynash að koma i veg fyrir þessa þróun mála. Það var aðildarher að Atlantshafs- bandalaginu, sem framkvæmdi grísku byltinguna og naut við /opna bandalagsins og annars útbúnaðar. Þetta er í raun og veru í eina skiptið sem her bandalagsinc; hefur verið beitt í átökum, þó ekki væri í nafni bess. Engum þarf að koma á óvart þó að þær þjóðir, sem hafa álitið höfuðhlutverk banda lagsins að vernda lýðræðið, ger ist nokkuð uggandi um sinn iap begar þær sjá með eigin að bandalagsher var bem :il bess aö svipta grísku bjóðina frelsi sínu. Bandaríkin gegna forusrtuhlut verki í Atlantshafsbandalaginu — og Grikklandi um leið, — og þetta forustuhlutverk legg- ur þeim á herðar sérstaka skyldu. Ekki er fullnægjandi að Bandaríkjamenn knýi her- foringjaklíkuna til þess að láta öorgaralega bráðabirgðastjórn taka við og koma á sýndar- lýðræði. Beiti Bandaríkjamenn ekki áhrifum sínum til þess að koma á raunverulegu lýðræði í Grikklandi hljóta þeir að 'ærða að líta á Grikkland sem enn eitt dæmi um mistök John sons forseta * utanríkismálum. Þá geta þeir einnig dregið Grikki i dilk þeirra þjóða. sem hafa misst traustið á lýðræðis- viðleitni bandarísku ríkisstjórn arinnar. •Þó að Johnson forseti hafi til kynnt Kollias forsætisráðherra að hann telji Andreas Papan- ireou undir vernd Bandaríkja nanna, er það engin viðhlftandi vörn gegn því. sem er að ger- ast. Vilji bandariska .ríkisstjórn in i alvöru vernda Papandreou verður hún að krefjast þess, að hann sé tafarlaust fluttur í sjúkrahús i næstu stöðvum Bandaríkjamanna og réttarhöld tn fari fram undir alþjóðlegu af tirliti. Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.