Tíminn - 17.09.1967, Side 3

Tíminn - 17.09.1967, Side 3
SUNMJDAGUR 17. sept. 1967. TÍMINN .15 Fimmtugur á morgun; Einar G. £ Sæmundsen skógarvörður Fimmtugiur verður á morgun 18. september Einar G.E. Sæ- mundsen skógarvörður og fram kvæmdastjóri Skógræktarfélags íteykjavíkur. Fundum okkar Dar fyrst saman fyrir rúmlega 32 ár um, þegar ég kom heim til ís- lands eftir margra ára dvöl í öðrum löndum. Á þessum árum voru að hefjast þáttaskil í skógrækt hér á landi. Skógræktarfélag íslands, sem stofnað var á 1000-ára Al- þingishátiðinni á Þingvöllum, við mikla og almenna hrifningu var fimm ára gamalt og riýr skóg- ræktarstjóri ungur og áhugasam- ur hafði verið skipaður. Einar, sá sem nú er að verða fknmtugur, fæddist að Þjótanda við Þjórsá og ólst upp með for- eldrum sínum, Einari E. Sæmund sen skógarverði, sem látinn er fyr ir allmörgum árum, og konu hans Guðrúnu, sem nú dvelst á 'heimili dóttur sinnar í nátoýli við Einar son sinn. Einar yngri var þegar hér var komið sögu, þegar farinn að starfa að skógrækt á sumrin, og man ég enn, að mér þótti hann, er ég sá hann einhver fal legasti unglingur, sem ég hafði séð. Hann lauk gagnfræðaprófi við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, og nokkru síðar fór hann til skóg- ræktarnáms til Danmerkur og Noregs. Árið 1940 var hann skipaður skógarvörður á Vögl- um í Fnjóskadal og dvaldist þar þangað til síðari hluta árs 1947, að hann fluttist til Reykja- víkur. Skógræktarfélag Reykjavíkur var þá nýstofnað, og hófust þá fyrir alvöru kynni okkar og sam- starf. Skógræktarfélag Reykjavík ur spratt fram svo að segja full skapað í einni sviþan við það, að sú skipulagsbreyting var gerð á Skógræktarfélagi íslands, að það var gert að sambandi héraðs- S'kógræktarfélaga víðs vegar um landið. Og Skógræktarfélag Reykjavíkur fékk í vöggugjöf, þau viðfangsefni sem Skógrækt- arfélág íslands hafði haft með höndum í Reykjavdk og nágrenni: Skógræktarstöðina í Fossvogi og Rauðavatnsstöðina, og Heiðmörk var á næsta leiti. Stórkostleg verk efni — í hyllingum. En stundum tekst að seiða loftkastala niður á jörðina. Og er skemmst frá að segja, að vandræði sem blöstu við í byrjun, við það að ekki virtist í bráð völ á hæfum manni til þess að stjórna framkvæmdum, leystust svo farsællega sem verða mátti, er Einar Sæmundsen réðst til hins unga félags sem rram- kvæmdastjóri í ársbyrjun 1948, jafnframt því, sem hann gerðist skógarvörður á Suðvesturlandi. Og það var hafizt handa án tafar. Græðireitir í Fossvogsstöðinni sem aðeins var vísir að þegar Ein ar tók við stjórn voru brátt stækk aðir til mikilla muna, og plöntu- uppeldi þar með stóraukið, bæði að tegundafjölda og magni. Ný verkefni í Fossvogsstöðinni köll- uðu að, hvert á fætur öðru, ráð izt var í aðvbyggja nýtt hús, sem nokkrum árum sdðar var stækk að til muna. Heiðmörk var girt 'haustið 1948, og þvd verki lokið fyrir áramót við erfiðar aðstæð ur. Því næst kom skipulagning landnáms og skógræktar á Heið mörk, mæling og úthlutun á spild um til hinna ýmsu félaga sem gerð ust „landnemar". leiðbeining við gróðursetningu . . . Upptalning á verkefnum og afrekum gæti orðið margfalt lengri, en hér •skal látið staðar numið. Tuttugu árin hafa liðið fljótt og Einar er orðinn fimmtugur. Það sem fyrir 20 árum sást , hyll ingum, tekur með hverju ári smátt og smátt á sig mynd veru I leikans, jafnvel með stærri skref rnm en bjartsýnir álhugamenn gátu búizt við. En starfið, við- fangsefnið, hefur notið stuðnings og velvildar ráðamanna, og Skóg ræktarfélagið á því láni að fagna að eiga „starfsmenn glaða og prúða". Og síðast en ekki sízt á félagið því láni að fagna að hafa um 20 ára skeið notið öruggrar forystu Einars Sæ- mundsen, við fjölþætt störf, og margvísleg vandamál, sem þurft hefur að leysa á þessu tímabili. Og það væri félaginu mikil gæfa að fá að njóta þeirrar forystu í önnur 20 ár og gjarnan lengur. Persónuleg kynni og vinátta okkars Einars eru að sjálfsögðu okkar einkamál, en þau hafa mynd azt og þróazt við samstarf okkar að málefnum Skógræktarfé lags Reykjavíkur, og þvd hlýtur mér að leyfast að geta þess, að failegi unglingurinn, sem stend- ur mér enn lifandi fyrir hugskots sjónum, hefur reynzt mér einhver ágætasti maður, sem ég hef fynr hitt. Samstarfið við. hann er eins og bezt verður á kosið, og undir það munu vissulega taka allir meðstjórnendur mínir í félagi okkar. Ég mun hlífast við að telja upp alla þá kosti, sem prýða Ein- ar Sæm. Slík upptalning væn honum ekki að skapi, er ég hrædd ur um. En einlægar hamingju- óskir og kveðjur okkar hjóna er þessum línum ætlað að flytja afmælistoarninu, svo og konu hans, Sigríði ' Vilhjálmsdóttui, og heimilisfólki á „báðum bæj- umum.“ Guðmundur Marteinsson. BRIDGE Vetrarstarfsemi Tafl og Bridge klúbbsins hófsit á tvímennings- keppni, og er nú tveimur umferð um lokið. Spilað er í fjórum 12 para riðlum og er staðan þessi hjá efstu pörunum. nr. 1 Júlíus —Tryggvi. 2. Ingunn—Gunnþór- unn. 3. Aðalsteimn—Tryggvi. 4. Guðlaugur—Guðmundur. 5. Sig- urður—Sigurbjörn 6. Böðvar — Hiafsteinn. Spilað er i Domus Mediea á fimmtudögum kl. 18. Það er mjög áríðandi ef einhver forföll verða hjá keppendum að þeir láti vita strax í síma 42289. (Frá Tafl og Bridgeklúbbnum) HÖIDUMHE.IM: SKARST MUN SiNAi KíllÚ AÐ KOúA HiÁ ÓO VAn ÁTJÁN ÁáA „Country and Western music,“ en hún hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá íslendingum. Þor- valdur syngur af mikilli prýði, og þau Helena og Finnur að- stoða hann á smekklegan máta. Textinn bráðfyndinn en höfund- urinn er Krlstján frá Djúpalæk. Það er ekki of sterkt til orða tekið að.segja, að þeir Þorvaldur og Kristján bjargi þessu lagi frá því að ienda í neðsta klassanum. Aftur á móti er það álitamál, hvort að það sé ekki vafasamur bjarnargreiði Þó undarlegt megi virðast er síða B áberandi betri hlið plöt- unnar, en þar eru tvö lög eftir Þorvald. Fyrra lagið heitir „Ég var átján ára,“ bráðskemmtilegt hratt lag, frábær útsetning, sem mikið er byggð upp á bassagit- arnum. Það er ekkert vafainal, að þetta er bezta lag plötunnar og um leið eitt athyglisverðasta íslenzka lagið, sem komið hefur á hljómplötu nú síðustu árin. Textinn er eftir Örn Bjarnason hnyttinn og haglega saminn. Það er frekar erfitt að syngja berrn- an texta við þetta mjög svo hraöa lag, þannig að allt komist ti! skila. En Þorvaldur kemst auð- veldlega í gegnum þá eldraun o_a hjálpar honum mikið hin harð mælta norðlenzka „í nótt“ er milt og íallegt iag og sama er að segja um textann, en hvorutveggja er frumsmiði söngvarans. Bæði oessi löe sín syngur Þorvaldui ákaflega vel ag er auðheyrt að hann er i mik- illi framför Bassarödd er löntí- um erfið viðfangs, en ÞorvaMm virðist hafa betur • þeirri viður- eign og má rrða bað svo u hann sé búinn að beizla rödd ina og má örugglega væntá • ils af honum í framtíðinni Þótt hlutur hljómsveitarinnai a pe • ari plötu sé drjúgur og góðu þá hverfur hann í skuggann i mjög eftirtektarverðum tiiþr'j»>i, söngvarans í flutningi, og sem lagasmiður — til hamingju Þor- valdur. Benedikt Viggósson. ugt er, máttarstólpar undir vin- sældum lagsins og tryggði ím leið sölu plötunnar svo um mun- aði. Að mínum dómi hefur þessi „endurvakning" mistekizt. Text- inn er að visu góður, en höf- undurinn er Ómar Ragnarsson, en textinn fellur engan veginn við lagið - til þess er það og ,‘ó- legt. Það ei eins og Þorvaldur skynji þetta þvi hann nær sér aldrei virkilega ve1 á strik í þessu lagi. „Skázt mun sinni kellu að kúra njá“ minnir mann óneitanlega á - híí&mpt«tu!r i í HLJÓMPLÖTUNIARKAÐI Út er koimin plata frá S.G. J hljómplötum, að þessu sinni með hljómsrveit Ingimars Eydal. Þetta er fjórða plata þeirra norðan- manna og jafnframt sú athyglis- verðasta að mínum dómi. Síð- asta plaitam, sem kom á markað- inn með hljómsveitinni var L.P. og á henni söng Þonvaldur Hall- dórsson 12 sj-ómannalög, sem síð- an hafa heilaþvegið margan unn- anda slíkra laga. Þökk sé óska- lagaþætti sjómanna, „Á frívakt- ínni.“ Plata þessi var sízt af útkomn- um plötum með hljómsveit Ingi- mars Eydal og kom þar ýmislegt til, sem ekki er ástæða til að rekja hér.' Þess í stað skulum við snúa okbur að hinni nýútkomnu plötu, en á henni ber Þorvaldur allan hita og þunga af söngnum, en það er rétt að geta þess, að um leið og þessi fjögur lög voru hljóðrituð með Þorvaldi, söng Helena Eyjólfsdóttir önnur fjög- ur inn á hljómplötu, sem kemur út síðar. Þorvaldur Halldórsson er einn af þessum söngvurum, sem öðl- azt hefur miklar vinsældir á ótrú lega skömmum tíma, en það er eitt lag öðrum fremur, sem Þor- valdur á vinsældir sínar að þakka, en það er „Á sjó“. Vinsældir lagsins urðu slíkar, að fá dægur- lög komast þar nærri, nema e.t.v. „Einsi kaldi úr Eyjunum“. sem annar norðlenzkur söngvari gerði geysilega vinsælt á sínum tíma, en það var Óðinn Valdimarsson. „Höldem heim“ er lagið, sem útgefandinn leggur hvað rnesta áherzlu á á nýju plötunni. Með því á augsýnilega að endurheimta „Á sjó-kveðjurnar“ í sjómanna þættinum, en þær voru sem kunn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.