Alþýðublaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 4. nóvember 1987 SMÁFRÉTTIR Georg Renz frá Castolin sýnir starfsmönnum Málmtæknideildar ITI hvernig tækin eru notuö. Málmtækni- deild fær gjöf Málmtæknideild Iðntækni- stofnunarinnar fékk nýlega að gjöf, frá svissneska fyrir- tækinu Eutectic-Catolin, vandaðan tækjabúnað til málmhúðunar. Gjöfin var færð til tilefni 50 ára afmælis rannsókna í þágu íslenskra atvinnuvega. Þær hófust með stofnun Atvinnudeildar Há- skólans 1937. Tækin eru tvennskonar sprautbúnaður, sem sprautar bráðnum málmdropum yfir yfirborð málma og annarra efna. Við það myndast yfir- borðslag, sem getur haft allt aðra eiginleika en undirefnið. Notkunarsvið tækjanna er aðallega húðun slitþolins lags, bæði til viðgerða og framieiðslu. Með gjöfinni fylgdi einnig aðgangur að áratugalangri þekkingaruppbyggingu Cast- olin með ráðgjöf og gagna- banka. Það var staðfest meö viðurkenningarskjali, sem einn forstjóri Castolin, dr. Rothenbyhler, afhenti dr. Hans Kr. Guðmundssyni, deildarstjóra Málmtækni- deildar ásamt tækjabúnaðn- um við sérstaka athöfn. Námskeið í loðdýrarækt Bændaskólinn á Hólum heldur námskeið í mati á pelsgæðum minka dagana 6.- 9. nóvember. Föstudaginn 6. nóvember veróur í samvinnu við Búnaðarfélag íslands, námskeið fyrir ráöunauta og aðra sem starfa við flokkun á mink. Starfandi bændum gefst slðan kostur á slíku námskeiði 7.-9. nóvember ásamt nemendum og starfs- mönnum skólans er sinna loðdýrarækt. Leiðbeinendur verða tveir danskir flokkunar- menn. Á þessum tíma er pels minka almennt ekki orðinn fullþroskaður og því voru á annað hundrað minkar af skólabúinu settir í myrkvun til að flýta fyrir pelsmyndun þeirra. Þátttakendum gefst því kostur á að handleika dýr með fullþroskaðan pels áður en minkar í landinu hafa al- mennt náð því stigi. Aðallundur Fé- lags skólastjóra og yfirkennara Félag skólastjóra og yfir- kennara, sem er félag stjórn- enda I grunnskólum landsins, hélt aðalfund sinn 16. og 17. október sl. Helstu mál fund- arins voru: Framhaldsnám skólastjórnenda og skóla- stefna Kennarasambands ís- lands. Dr. Friðgeir Börkur Hansen flutti erindi sem fjall- aði almennt um stjórnun i skóla og i hverju hún væri frábrugðin stjórnun annarra stofnana og Jónas Pálsson rektor Kennaraháskólans ræddi fyrirhugað nám við Kennaraháskóla íslands. Hann gerði m.a. grein fyrir til- högun nefndar er Sverrir Her- mannsson fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði og lagðar verða til grundvall- ar þessu námi. Birna Sigur- jónsdóttir, formaður Skóla- málaráðs K.í. skýrði skóla- stefnuna sem nú kemur í fyrsta sinn fram sem heildar- stefnumörkun Kennarasam- bandsins um skólamál. Á að- alfundinum var einnig kjörin ný stjórn og er formaður hennar Kári Arnórsson skóla- stjóri. Landsfundur Kvennalistans Landsfundur Kvennalist- ans verður settur föstudag- inn 13. nóvember kl. 20.30 i Menningarmiðstöðinni Gerðubergi i Breiðholti. Meg- inviðfangsefni fundarins verða: Staða Kvennalistans í dag. Hvernig getum við mark- að okkur enn meiri sérstöðu innan þings og utan og við- horf kvenna til þróunar at- vinnu- og byggðamála. Gestur fundarins verður Anna Guðrún Jónasdóttir og flytur hún erindi um konur og vald. Landsfundurinn stendur til 15. nóvember og eropinn öllum konum. Sinfóníuhljóm- leikar í grunn- skólum Reykjavíkur Þessa viku heldur Sin- fóníuhljómsveit íslands tón- leika í nokkrum grunnskólum Reykjavíkur, með þátttöku ungra tónlistarnemenda sem leika einleik með hljómsveit- inni og barnakóra úr Austur- bæjarskóla og Breiðagerðis- skóla. Fyrstu tónleikarnir voru i gær, þriðjudag í Réttarholts- skóla og í Fossvogsskóla. í dag leikur hljómsveitin í Breiðagerðisskóla kl. 10.00 og I Laugarnesskóla kl. 11.30. Á morgun verða tvennir tón- leikar I Austurbæjarskóla á föstudaginn lýkur þessum heimsóknum með tvennum tónleikum í Hliðarskóla. Á efnisskrá eru verk eftir Brahms, Mozart, föður Moz- arts Leopold Mozart, Anders- son og Strauss, og er stjórn- andi Páll P. Pálsson. Nemendur skólanna eru undirbúnir fyrir tónleikana þvl þau hafa undanfarnar vik- ur hlustað á upptölur af þessum verkum, og fjallað um þau. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráöa starfsfólk til bréfberastarfa. Um er að ræðaheilsdagsstörf og hálfsdagsstörf fyrir eðaeftir hádegi. Laun eftir starfsaldri fyrir fullt starf með álagi frá kr. 33.726.00 til kr. 43.916.00. Upplýsingar á skrifstofu póststofunnar sími 687010 Ármúla 25, 108 Reykjavík. Póststofan í Reykjavik. Skátar í Duus-húsi Jazzklúbburinn „Heiti pott- urinn“ heldur tónleika í Duus- húsi á hverju sunnudags- kvöldi i vetur. Þeirfyrstu voru sunnudaginn 1. nóvember og þeir næstu verða sunnudag- inn 8. nóvember. Þá munu Skátar skemmta gestum. Það eru þeir Kjartan Valdimars- son, píanó, Pétur Grétarsson, trommur, Birgir Bragason, bassi og Friðrik Karlsson, gítar. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Tónleikar í íslensku óperunni Ágústa Ágústsdóttir sópr- ansöngkona og Agnes Löve, píanóleikari halda söng- skemmtun i íslensku óper- unni 14. nóvember n.k. Tón- leikarnir hefjast kl. 14.00 og eru hinir fyrstu í röð hljóm- leika á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar. Á efnisskránni eru óperu- aríur, sem sjaldan hafa verið fluttar hérlendis. Þar á meðal er Draumur Elsu úr óperunni . Lohengrin og BallaðaZentu úróperunni Hollendingurinn fljúgandi eftir Wagner. Auk þess verða á efnisskránni ís- lensk sönglög eftir þá: Sigfús Einarsson, Skúla Halldórs- son, dr. Hallgrím Helgason, Eyþór Stefánsson, Árna Björnsson, Karl O. Runólfs- son, Þórarinn Guðmundsson og Ragnar H. Ragnar. Agnes Löve pianóleikari og Ágústa Ágústsdóttir sópransöngkona. ■œ&’ Munið að greiða happdrættismiðana í ferðahappdrætti krata. Ðregið 10. nóvember 1987. Skrifstofa Alþýðuflokksins Afmœliskaffi Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 60 ára Afmæliskaffi í Holiday-lnn klukkan 15.00 sunnudaginn 8. nóvember. Nýir og gamlir félagar halda stutt ávörp. — Frjálsar umræður. — Heiðraðir verða gamlir félagar. — Skemmtidagskrá. Dagskráin verður kynnt nánar síðar. FUJ í Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.