Alþýðublaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. nóvember 1987
7
UTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
HERNAÐARSINNI
TIL NATO?
Manfred Wörner, varnarmálaráðherra og vestur-þýskur fram-
bjóðandi í stöðu aðalritara NATO, vill að hersveitir NATO
verði látnar gœta vestrænna hagsmuna í Mið-Austurlöndum
og Afríku. „Eitt af aðalverkefnum NATO hlýtur að vera, að
tryggja sér hráefni og olíubirgðir “ sagði hann á öryggismála-
ráðstefnu í Bonn nýlega. Wörner, heldur því fram, að
landfrœðilegar takmarkanir NATO séu ekki tímabœrar
lengur. Ef þessar skoðanir hans ná fram að ganga er það
þvert á hugsjónina að baki NATO, og gœti orðið til þess að
grafa undan varnarbandalaginu.
Þegar Wörner gaf þessa yf-
irlýsingu sína, var hann tals-
maður kristilegra demókrata,
í öryggis og varnamálum.
„Árum saman hefi ég látið
það í Ijós, að NATO sem varn-
arbandalag hins vestræna
heims, þyrfti að vera annað
og meira en varnarbandalag,"
sagði Manfred Wörner, „árum
saman hefi ég taliö að þaö
sé ekki nóg að verja Vestur-
löndin og innri Afríku, heldur
ætti NATO einnig að láta til
sín taka i þeim lykilhluta
heimsins, sem er olíulindirn-
ar í Mið-Austurlöndum.“ Og
hann hélt áfram: „Það hlýtur
að vera eitt af aðalverkefnum
NATO, að tryggja sér hráefnin
og olíuna þar um slóðir.“
Á ráðstefnunni kom Wörn-
er inn á það, að NATO ætti að
vernda þau lönd „sem er sér-
staklega ógnað“. „Þá hef ég
sérstaklega í huga ríki eins
og Pakistan, Saudi-Arabiu,
Egyptaland, ísrael og einnig
Tyrkland, sem var í NATO.“
(Þetta var áriö 1980, þegar
ógnirnar í Tyrklandi voru upp
á það versta.)
Köld stríð
Þessar óskir Manfred
Wörner hafa fengið lltinn
hljómgrunn I öllum flokkum
að hans eigin flokki meðtöld-
um. Þar sem herstyrkur
NATO er undir sameiginlegri
stjórn aðildarríkja, og NATO
hefurekki „einka“ herlið, ber
að líta á þessar hugmyndir
Wörner þannig, að þýskur
herafli yrði sendur á þá staði
sem hann nefndi.
Franz Josef Strauss hefur
sagt þvert nei við þvi að
þýskur herafli sé að vasast
utan við umráðasvæði NATO.
Manfred Wörner er fylgj-
andi aukinni hergagnafram-
leiðslu, og efasemdarmaður
þegar rætt er um fækkun
vopna og slökunarstefnu í
stjórnmálum.
„Slökunarstefna í stjórn-
málum er vissulega óskatak-
mark, en má ekki verða
stjórnmálastefna án val-
kosta,“ er haft eftir Wörner í
blaðinu Die Welt. Aftur og
aftur hefur Wörner ráðist
harkalega á „svonefndar frið-
arhreyfingar". „Þessar fráleitu
friðarumræður í Vestur-
Þýskalandi verða að taka
enda,“ sagði hann í fyrir-
lestri, og seinna: „Viö þurfum
ekki að óttast stríð.“ Útnefn-
ing Manfred Wörnertil aðal-
ritara NATO hefur mætt mik-
illi andstöðu í flokki sósíal-
demókrata SPD. Talsmaður
SPD í öryggismáluni, Horst
Jungmann segir: „Á tímum
viðræðna um slökunarstefnu
og fækkun vopna þarf NATO
forsvarsmann sem er sam-
mála þeirri stefnu, ekki hern-
aðarlega sinnaðan pólitíkus,
sem vill efla vopnavaldið.
Frekar kýs ég að fá Willoch
fyrrverandi forsætisráðherra
Noregs, sem ég treysti full-
komlega til að gæta hags-
muna aðildarríkja NATO.
Manfred Wörner er fæddur
í Stuttgart árið 1934. Hann er
lögfræðingur að mennt, var
kosinn á Sambandsþingi
1965 31 árs gamall og yngst-
ur þingfulltrúa. Hann gekk í
herinn 1966 og er útlærður
herflugmaður með 1200 tíma
að baki, við stýrið á Starfight-
er. Það hefur verið haft eftir
honum að: „Ég vil frekar sitja
í Starfighter í 10 klukku-
stundir en á þingi í eina,“ og
þykir þetta lýsa vissri fyrir-
litningu á pólitik, en áhugi
hans beindist að völdum í
varnarmálum. Það tækifæri
fékk hann, þegar Helmut
Schmidt afhenti Helmut Kohl
völdin árið 1982.
í starfi varnarmálaráðherra
hefur hann litið á það sem
áríðandi verkefni að banna
skólum að kynna bækur, sem
hann telur „fjandsamlegar
vamarmálum". Meðal þeirra
bóka sem hann vill ekki hafa
í skólunum, er bók hans
Magnus Erzenberger, um
fjöldamorð bandarískra her-
manna í My Lai í Vietnam.
Sömuleiðis bók Erich Maria
Remarques „Tíðindalaust á
Vesturvigstöðvunum", sú bók
var ein af mörgum á bóka-
brennu Josef Göbbels árið
1933.
Það er greinilegt að Man-
fred Wörner nýtur þess að
vera ráðherra, með öllu því
pompi og pragt sem því fylg-
ir. Fyrirrennarar hans Helmut
Schmidt og Hans Apel virt-
ust aftur á móti fara hjá sér,
þegar þeir þurftu að kanna
heiðursverði og ganga á
rauðum dregli.
Wörner situr fast í ráð-
herrastólnum, sem að vísu
hreyfðist dulítið undir honum
f „Kiessling hneykslinu" áriö
1984.
Af gjörsamlega ósönnuð-
um grun um homma-tilhneig-
ingar, rak Wörner, Gunter
Kiessling hershöfðingja úr
starfi. Þetta gerði Wörner op-
inberlega, en Kiessling var
næst æðsti yfirmaður NATO í
Brussel. Seinna kom í Ijós að
.öll málsmeðferð var óafsak-
anleg og ekki fótur fyrir
sögusögnunum. Ábyrgð á
þessu ömurlega málið varð
leyniþjónustan að taka á sig.
Hlutur Wörner í öllu saman
var samt svo áberandi og
vafasamur, að sterk öfl heimt-
uðu afsögn hans.
Wörner lifði hneykslið af
pólitískt séð, vegna þess að
Helmut Kohl mannaði sig
ekki upp í að taka á málinu.
„Það er hápunktur smekk-
leysu, að ætla sér að senda
Wörner á sama stað, og mað-
ur sá var staösettur i hárri
stöðu, sem Wörner rak úr
embætti, alsaklausan,1' segir
Horst Jungmann.
Manfred Wömer, vestur-þýskur varnar-
málaráðherra, herflugmaöur, mótfallinn
fœkkun vopna, er talinn sterkastur fram-
bjóðenda i starf aðalritara NATO,