Alþýðublaðið - 06.11.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 06.11.1987, Page 1
Umrœður í bœjarstjórn Vestmannaeyja: VESTMANNAEYJAR BORGRÍKI? — Bœjarráðið hefur ákveðið að skipa nefnd sem kanni gjaldeyrisöflun í Eyjum. Bœjar- fulltrúinn sem bar fram tillöguna vonast til að niðurstöður kalli á stjórnlagabreytingar sem feli í sér að Vestmannaeyjar verði sjálfstœtt borgríki. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að skipa nefnd sem geri faglega könn- un á gjaldeyrisöflun í Vest- mannaeyjum. Bæjarráðið vill með þessu fá sem nákvæm- ustu upplýsingar um hve mikil verðrriæti skili sér til baka af þeim sem Vest- mannaeyingar leggja til þjóðarbúsins. Andrés Sig- mundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem bar tillöguna fram, segist vonast til að niðurstöður nefndarinnar kalli á stjórn- iagabreytingar sem leiði til þess að Vestmannaeyjar verði sjálfstætt borgríki i lýð- veldinu ísland. í samtali við Alþýðublaðið f gær sagði Andrés, að sér virtist vera mikil samstaða um þessar hugmyndir í Eyj- um. „Það hefur oft verið talað um fríríki og nú viljum við fá blákaldar staðreyndir á borð- ið svo hægt verði að knýja á um stjórnlagabreytingar. — Þessu máli verður fylgt eftir,“ sagði Andrés. Þorbjörn Pálsson bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins sagði i samtali við blaðið, að biða yrði niðurstöðu nefndar- innar áður en bæjarstjórnin sendi frá sér nokkrar yfirlýs- ingar. „En það er hægt að sjá það fyrirfram, að það yrði auðveldara fyrir okkur að standa á eigin fótum og losna við ykkur. — Það má gera ráð fyrir að þegar við sendum fráokkur 10 milljón- ir, þá þurfum við að fara suður og betlum í mesta lagi eina milljón til baka.“ Þorbjörn sagði að það færi ekki á milli mála að Vest- mannaeyingar væru orðnir ansi leiðir á þessum betli- ferðum til Reykjavíkur. „Við erum einnig orðnir leiðir á sifelldum loforðum sem standast ekki. í því sambandi er skemmst að minnast hita- veituloforðanna fyrir kosning- ar.“ Alþýðublaöið spurði Andrés hvort hann væri ekki hræddur um að Vestmanna- eyingar yrðu rukkaðir um Vestmannaeyjagosið, ef þeir næðu fram kröfunni um sjálf- stæði: „Við báðum ekki um þetta gos.“ Stundin runnin upp: FORMANNSSPENNA I HAMARKI METIÐ FOKIÐ Landsfundur Alþýðubanda- lagsins hófst í Reykjavfk, seinnipartinn i gær. Þávoru saman komnir yfir 350 fulltrú- ar viðs vegar af landinu, til að funda um stefnumál flokks- ins í fjóra daga, auk þess sem allir bíða spenntastir eft- ir, nefnilegar að kjósa Al- þýðubandalaginu nýjan for- mann. Fyrir fundinum liggja viða- miklar tillögur Varmalands- nefndarinnar svonefndu, sem starfaö hefur ( sumar að þvf aö endurskoða bæöi stefnu- mál og starfshætti innan flokksins. Formannskjörið verður kl. 11 á laugardagsmorguninn og þá mun væntanlega ráðast hvort Sigrfður Stefánsdóttir eða Ólafur Ragnar Grfmsson, verður næsti formaður flokksins. Myndina tók Róbert, Ijós- myndari Alþýðublaösins við upphaf landsfundarins sfð- degis f gær. Verslunarrekstur: FORMAÐUR KAUPMANNASAMTAKANNA VILL MUN STRANGARI REGLUR — „Það er engin stjórnun á þessu í dag, “ segir Guðjón Oddsson formaður Kaupmanna- samtaka íslands. Innflutningsmetið á bif- reiðum frá því í fyrra slegið. Aldrei eins mikið fiutt af bíl- um til landsins. Afskráningar fyrstu 10 mánuði ársins þeg- ar orönar nærri helmingi fleiri en allt árið i fyrra. Frest- ur til að afskrá gamla bíla vegna bifreiðagjalds fram- lengdur til 10. nóv. Aukning nýskráninga frá sept.—okt. 11%. í fréttatilkynningu frá Bif- reiðaeftirliti rfkisins kemur f Ijós að innflutningur á bflum fyrstu tfu mánuði ársins er orðinn meiri en allt árið f fyrra. Árið ’86 voru fluttar inn 15.895 bifreiðar, en fyrstu tfu mánuði þessa árs eru bflarnir orönir 20.302. Guðjón Oddsson fgrmaður Kaupmannasamtaka íslands segir óeðlilegt, að hver sem er skuli geta stundað versl- unarrekstur og segir brýnt að settar verði strangari reglur fyrir veitingu verslunarleyfa. „Við lifum auðvitað í frjálsu landi, en við verðum Ifka að spyrja okkur hvert stefnir f þessum málum,“ sagði Guð- jón í samtali við Alþýðublað- ið f gær. Hann sagðist telja fjölgun verslana að undan- förnu óraunhæfa og sagði eðlilegt að sett yrðu strang- ari skilyrði varðandi verslun- arrekstur. „Það er engin stjórnun á þessu f dag. Hvorki af hálfu bæjaryfirvalda eða stjórn- valda. Það væri þvf tvfmæla- laust rétt spor að hafa strangari reglur um veitingu leyfanna. Það væri t.d. ekki óeölilegt að mfnu mati, þótt við þyrftum að leggja fram einhverjar tryggingar," sagði Guðjón Oddsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.