Alþýðublaðið - 06.11.1987, Side 2

Alþýðublaðið - 06.11.1987, Side 2
2 Föstudagur 6. nóvember 1987 MmillKIIDll) Slmi: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Ritstjórnarf ulltrúi: Blaðamenn: Umsjónarmaður helgarblaös: Ingólfur Margeirsson. Jón Danlelsson. Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Þorlákur Helgason. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson. Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir^ Eva Guðmundsdóttir, Þórdís Þórisdóttir, Olöf Heiður Þorsteinsdóttir og Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Setning og umbrot: Prentun: Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681RR6 Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60 kr. um helgar. AF HROLLVEKJU FJÁRMÁLARÁÐHERRA Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra flutti fjár- lagaræöu sína á Alþingi í gær. Það var langur lestur sem tók áþriðjatíma. Formaður Borgaraflokksins, Albert Guð- mundsson kallaði ræðuna „lengstu hrollvekju sem nokk- ur fjármálaráðherra hefur flutt“. En ræðan var áhugaverð fyrir alla þá sem láta sig fjárhag og afkomu ríkisins ein- hverju varða. Fjárlagafrumvarpið hefur verið nefnt tíma- mótafrumvarp og það með réttu. Þar er í fyrsta skipti um árabil gerð tilraun til að breyta kúrsinum; stöðva glóru- lausaeyðslu og boðað aðhald. Með fjárlagafrumvarpi sínu gerðist Jón Baldvin Hannibalsson hreingerningarmaður í fjármálaráðuneytinu og sópaði flórinn eftir gengdarlausa vanstjórn þar á bæ. Slík hreingerning kallar ekki alltaf áj vinsælar aðgerðir eða þægilegar. Sjálfur orðaði fjármála-' ráðherra hlutverk sitt með eftirfarandi orðum í ræöu sinni í fyrradag: „Engum — allra síst fjármálaráðherra — kemur til hugaraðþessaraðgerðirskapi mönnum vinsældir. Ein- ar og sér skipta þær ekki sköpum. Með þeim er lagður grunnursem byggjaverðuráí komandi kjarasamningum." I ræðu sinni ítrekaði fjármálaráðherra ennfremurað fjár- lögin og efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar dygðu ekki einarséraðnájafnvægi í þjóðarbúskapnum og ítrekaði að rlkisstjórnin vænti þess að geta átt samleið með verka- lýðshreyfingu og atvinnurekendum. Fjármálaráðherra benti ennfremur á að þótt nýir starfshættir, eða svonefnd þjóðarsátt, hefðu skiiað miklum árangri, væri Ijóst að mis- gengi hefði orðið í launaþróun og einstakir hópar launa- fólks í litlum mæli notið launaskriðs eða sérsamninga. Fjármáiaráðherrasagði í ræðu sinni að fjárlagafrumvarp- ið endurspegli með skýrum hætti þá stefnu í ríkisfjármál- um sem lýst er í starfsáætlun ríkisstjórnarinnar. Hver eru þá markmið ríkisstjórnarinnar í rlkisfjármálum? í stuttu máli: Að ná jafnvægi (ríkisfjármálum þegará næstaári að Ijúkaheildarendurskoðun átekjuöflunarkerfi ríkisins fyrir mitt kjörtímabil þannig að skattakerfið verði einfaldara, réttlátara og skilvirkara. Þá er markmið ríkisstjórnarinnar að endurskoða útgjöld ríkisins þannig að skatttekjur nýt- ist sem best til verkefna á vegum hins opinbera og að bætaframkvæmd og eftirlit með skattalögum samkvæmt tillögum um aðgerðir gegn skattsvikum. Fjármálaráð- herra sagði réttilega að forgangsröð viðfangsefna verði þannig að skatttekjur nýtist sem best í þágu almennings. Sú grundvallarstefna sem fjármálaráðherra boðaði í fjár- lagafrumvarpinu og áréttaði í ræðu sinni á Alþingi í fyrra- dag, byggist á aðhaldssemi í ríkisfjármálum og jöfnuð í rfkisrekstri. Fjármálaráðherra sagöi í lok ræðu sinnar að menn verði að hafa pólitlskt þrek til að vera sjálfum sér samkvæmir: „Það stoðarekki að gjaldajáyrði við nauðsyn aðhaldsaðgerða en setja síðan ótal fyrirvara og flytja til- lögur um hundruð milljóna aukaútgjöld sem ekki verða fjármögnuð nemameð auknum lántökum. Hérdugaengir fyrirvarar, undansláttur eða pólitískt kjarkleysi. Lykilorðin eigaað vera ráðdeild og aðhaldssemi, hvarsem því verður við komið, án þess að reiða öxina að rótum trésins, sem er það veiferðarríki fólksins sem við viljum öll festa í sessi.“ Það er ekki nema von að formaður Borgaraflokks- ins, Albert Guðmundsson kalli sllk orð hrollvekju. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Náttúrulögmálin eru fleiri en ætla mætti í fljótu bragöi og svo virðist sem þeim sé sifellt að fjölga. Hér um daginn vorum við að velta fyrir okkur náttúrulögmálum hagfræðinnar og spurning- unni um það, hvers vegna þau virðast ekki gilda á ís- landi eins og annars staðar. Að þessu sinni höldum við athuguninni áfram og höld- um okkur a.m.k. nálægt hag- fræðinni. Svo virðist sem nýtt nátt- úrulögmál hafi litið dagsins Ijós — og án þess að við vit- um fyrirfram, hvernig hag- fræðingar heimsins muni taka þessari nýju kenningu, skulum við flokka þetta nýja náttúrulögmál undir hag- fræði, — svona til að byrja með. Málið snýst um það, að Stefán Ingólfsson, verkfræð- ingur og starfsmaöur menntamálaráðuneytisins, hefur komið auga á ákveðnar sveiflur í fasteignaverði hér- lendis, allt frá stríðslokum. Stefán Ingólfsson er reynd- ar sennilega sá maður sem einna mest hefur kynnt sér íslenska fasteignamarkaðinn og hann ætti því að vita um hvað hann er að tala. Stefán birtir grein um þessar efna- hagssveiflur fasteignamark- aðarins i DV i gær og við og við skulum gefa honum orö- ið: „Söluverð fasteigna fylgir reyndar enn meiri reglu en notuð var til að segja fyrir um verðþróunina 1983 til 1986. Ef verðþróunin síðustu tvo áratugi er athuguð kemur í Ijós að hún fylgir ótrúlega mikilli reglu. A fjögurra ára fresti skiptast á hámark og lágmark á söluverði íbúðar- húsnæðis. Þannig var sölu- verð mjög hátt 1966. Það var í lágmarki 1978. Síðasta sveifl- an hófst 1982. Þá náði verðið hámarki og féll i lágmark 1986. Árið 1973 er það eina sem fellur ekki fyllilega að þessari reglu. Það ár var Vestmannaeyjagosið og fylgdi því mikil verðþensla eins og menn muna. Þeir tveir áratugir, sem hér er lýst, eru eina tímabilið sem upp- lýsingar liggja fyrir um fast- eignaverð. Ef gerð verður könnun á fasteignaverði eins og það var árin fyrir 1966 leiðir hún í Ijós hvort reglan hefur qilt lengur." Stefán heldur áfram og bætir við lista yfir mögru árin á húsnæðismarkaðnum, þeg- ar söluverð eigna var i lág- marki. Þar skiptast reyndar á „slæm“ og „mjög slæm“ ár. Listinn er þannig: 1951 mjög slæmt. 1959 slæmt. 1967 mjög slæmt 1975 slæmt. Samkvæmt þessu ætti ástandið að verða býsna slæmt árið 1991 og þá trú- lega mjög slæmt 8 árum síð- ar eða árið fyrir aldamót. Kannski væri athugandi fyrir þá sem enn hafa ekki farið út í það ævintýri að fjárfesta i Stefán. Hann hefur uppgötvað nýtt náttúrulögmál á sviði hag- fræðinnar. þaki yfir höfuðið, að bíða eft- ir þessum árum. Ef við vitum fyrirfram hvenær húsnæði verður ódýrt næst, þá gæti það kannski verið á sig leggj- andi að hirast á leigumark- aðnum þangað til. Alþýðubandalagið hefur lagt undir sig þennan dálk að miklu leyti siðustu dagana, enda ekki nema von, þar sem fátt vekur meiri athygli þessa dagana en landsfundur flokksins sem stendur einmitt yfir fram á sunnudag. Formannskjörsins er auðvitaö beðið með mikilli eftirvæntingu, en útslitin f þvf ráðast á laugardaginn. Landsfundurinn hófst síð- degis í gær og að sjálfsögðu birtu öll Reykjavfkurblööin fréttaskýringar um átökin í flokknum og horfur i for- mannskjörinu. Fréttaskýringar birtust líka f blöðunum fyrir nokkrum vik- um, þegar Alþýðubandalags- menn i Reykjavik höfðu kjör- ið sér fulltrúa á landsfund. Sennilega er athyglisveröasti munurinn á fréttaskýringum þá og nú, sá að færri spá því aö flokkurinn muni klofna eftir landsfundinn. Við skul- um grfpa aðeins niður f tveimur af þessum fréttaskýr- ingum. Sigurdór Sigurdórsson, gamalreyndur blaðamaður sem þekkir Alþýðubandalag- ið út og inn, segir ( DV f gær: „Þeir eru ófáir sem spá því aö flokkurinn klofni á þess- um landsfundi. Þeir hinir sömu segja að það sé alveg sama hvort Ólafur eða Sigrið- ur beri sigur úr býtum, þeir sem tapi muni ekki una því og flokkurinn klofni. Aðrir segja að hinn almenni flokks- maður sé oröinn svo þreyttur á þeim átökum sem verið hafi í flokknum að fólk muni una úrslitum á hvorn veg sem þau verða, fylkja sér að baki sigurvegara í tilraun hans til að rifa flokkinn upp úr þeirri lægð sem hann er í nú. Vera má að ummæli Svavars Gestssonar, for- manns flokksins, eftir lands- fundarfulltrúakjörið í Reykja- vík og þau þungu og stóru orð sem hann lét falla hafi verið sögð i sárindum taps- ins. Ef ekki og hann og fleiri toppar i flokkseigendafélag- inu standa við það sem þeir sögðu þá gæti svo farið að flokkurinn klofnaði ef Ólafur Ragnar ber sigur úr býtum. Ólíklegt er að Ólafur segi sig úr tengslum við flokkinn þótt hann tapi. Aftur á móti er full ástæða til að ætla að fjöl- margir stuðningsmanna hans muni annaðhvort segja sig úr flokknum eða hætta afskipt- um af flokksstarfinu og beri við uppgjöf sinni í tilraunum til að breyta flokknum til nú- tímalegs horfs.“ I Morgunblaðinu í gær er alllöng fréttaskýring eftir Árna Johnsen. Hann er Ifkt og aðrir fréttaskýrendur hafa verið síðustu vikurnar, á þeirri skoðun að mjótt verði á mununum í formannskjörinu. Árni segir: „Sigriður Stefánsdóttir er ekki mjög þekkt utan Alþýðu- bandalagsins, en menn eru sammála um að hún hafi staðið sig vel í þeim verkefn- um sem hún hafi tekið að sér fyrir flokkinn. Hún á enga harða andstæðinga eins og Ólafur Ragnar. Slíkur for- mannsslagur sem nú stendur yfir er nýr af nálinni hjá Alþýðubandalaginu, því venjan hefur verið sú að einn sé í framboði og hljóti um 90% atkvæða. Þannig var með Lúðvík og Svavar. For- maður hefur verið kjörinn með minnst 75% atkvæða hingað til. Gamla gengið segir Ijóst að ef Ólafur Ragnar ynni formannskjörið með liðlega 50% fylgi þá yrði hann býsna einangraður, því andstæðingar hans væru i harði andstöðu við hann. Sumir þessir andstæðingar eru grónir hugsjónamenn í kommúnisma og sósíalisma, en það orð hefur verið látið falla að Ólafur Ragnar sé kynlaus pólitíkus að því leyti að hann eigi aðeins eina hugsjón í stjórnmálum og hún heitir Ólafur Ragnar Grímsson. Þeir segja einnig í gamla genginu að það setji hroll að þeim við tilhugsun- ina um það hvert Ólafur Ragnar myndi fara með flokk- inn, því þótt menn væru ef til vill til í einhverjar æfingar þá vildu þeir hafa kjölfestu i flokknum sínum. Nafn Sigríðar er nefnt mun sjaldnar i samtölum manna um þessi mál vegna þess að hún er í sjálfu sér ekki á- greiningsefni, en Alþýðu- bandalagið rambar nú á barmi þess að vera eða vera ekki með mismunandi for- merkjum þó. Sveigjan til samkomulags virðist i al- gjöru lágmarkiog langt undir frostmarki á köflum, því það er hatur í rótinni og allt bend- ir til þess að kosning for- manns klukkan 10 næst- komandi laugardag verði meira spennandi en báðir liðshópar gerðu ráð fyrir.“ Munið að gera skil í ferðahappdrættinu Dregid verður 10. nóvember Framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.