Alþýðublaðið - 06.11.1987, Síða 6

Alþýðublaðið - 06.11.1987, Síða 6
6 Föstudagur 6. nóvember 1987 SMÁFRÉTTIR Frá afhendingu verðlaunabilsins. Stjörnuleikur Stjörnunnar Nýveriö var dregiö úr Stjörnuleik Stjörnunnar í beinni útsendingu úr Kringl- unni. Vinningshafinn var ekkja úr Breiðholtinu, Hall- dóra Helgadóttir og hlaut hún í vinning bifreið .af gerö Suzuki Swift, árgerö 1988. Bílinn er að andvirði 329.000 króna. Þátttaka í Stjörnu- leiknum var mikil og bárust alls um 25-30 þúsund lausnir. Ný umferðarljós Tvenn ný umferðarljós verða tekin í notkun n.k. laug- ardag, 7. nóvember, kl. 14.00. Önnur Ijósin eru á mótum Bitruháls, Bæjarháls og Hraunbæjaren hin á mótum Höfðabakka og Stekkjar- bakka. Á sama tíma verða umferðarljósin á mótum Höföabakka og Bæjarháls tekin aftur í notkun. Þennan sama dag verður gatan Strengur tengd beint við þessi gatnamót, þannig að úr verða kross-gatnamót í stað ' T-gatnamóta áður. Til aö minna vegfarendur á hin nýju umferðaljós verða þau látin blikka gulu ( nokkra daga áður en þau verða endanlega tekin í notkun. Fundur Kvenréttindafélag íslands heldur fund á Hallveigarstöð- um, á morgun kl. 11.00. Aðal- umræðuefni fundarins verður: Er nauðsynleg að samræma vinnudag skólabarna og for- eldra? Málið verður rætt frá ýmsum hliðum m. a. skólahlið- inni, foreldra og frá sjónarhóli vinnumarkaðsins. Framsögu- erindi verða fimm. Þau flytja: Dr. Alda Möller, matvælafræð- ingur, Áslaug Friðriksdóttir, skólastjóri, Ólafur Davíðsson, hagfræðingur og framkvæmd- arstjóri félags íslenskra iðn- rekenda, Guðrún Agnarsdóttir, læknir og alþingismaður og Guðmundur Magnússon að- stoðarm. menntamálaráð- herra. Djassdagar RÚV Ríkisútvarpið efnir til Djassdaga 7.—14. nóvember. Ætlunin er að kynna hlust- endum djasstónlistar af ýms- um toga. Djasstónlist og djasstónlistarmenn verða til umfjöllunar og blöðum djass- sögunnar verðurflett. Einnig verða djasstónleikar í beinni útsendingu alla daga þessa viku. Þetta er í fyrsta skipti sem Ríkisútvarpið gengst fyr- ir dögum sem þessum en framvegis verða þeir fastur liður í starfsemi stofnunar- innar á hverju ári. í tilefni af Djassdögum kemur hingað til lands sænska tónskáldið og bás- únuleikarinn Mikael Ráberg. Hann mun vinna með nokkr- um að þeim hljómsveitum er koma fram á Djassdögum. Stórsveit RÚV opnar Djass- ■dagana með stórtónleikum á Hótel Borg laugardaginn 7. nóvember. Tónleikarnir hefj- ast kl. 17.00 og þeim veröur jafnframt útvarpað á Rás 2. Tónleikar í Duus húsi Stórsveit Kópavogs undir stjórn Árna Schevings heldur tónleika mánudaginn 9. nóvember i Heita pottinum, Duus húsi. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21.30 og verða þeir teknir beint upp af RÚV. Námstefna fyrir stjórn- endur björg- unaraðgerða Landsstjórn björgunar- aðgerða gengst, núna um þessa helgi, fyrir námstefnu fyrir stjórnendur björgunar- aðgerða á landi. Námstefna verður haldin í húsi Slysa- varnafélags íslands og verður sett kl. 10.00 á laugardags- morgun. Landsstjórn björgunar- aðgerða er sameiginleg stjórn björgunarsamtakanna þriggja, Landssambands hjálparsveita skáta, Slysa- varnafélags íslands og Landssambands Flugbjörg- unarsveita. Landsstjórnin er með yfirstjórn allra björg- unaraögerða á landi sem sveitir þessara samtaka taka þátt í. Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fundinum sem átti að vera 10. nóv. er frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Næsti fundur verður boðaður í Alþýðublaðinu og með bréfi. Skrifstofa Alþýðuflokksins Lausar stöður Lausarerutil umsóknareftirtaldarstöðurvið lækna- deild Háskóla íslands: Hlutastaða lektors (37%) í geðsjúkdómafræði, hlutastaða dósents (37%) í þvagfæraskurðlækning- um og hlutastaða dósents (37%) í háls-, nef- og ey rn as j ú kd óm af ræð i. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember n. k. Menntamálaráðuneytið, 4. nóvember 1987. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd borgarverkfræðingsins í Reykjavíkóskareftirtilboði í stálþil. Helstu magntölur c. a. 650 tonn, ca 4650 m2. Útboðsgöng eru afhent á skrifstofu vorri Fríkikju- vegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. nóv. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavik RARIK Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-87009: Aflstrengir, stýristrengirog berkopar- vír. Opnunardagur Fimmtudagur 2. desember 1987, kl. 14:00. Tilboðum skal skilaáskrifstofu Rafmagnsveitna rík- isins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunar- tíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 5. nóvember 1987 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 3. nóvember 1987. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1988 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1988. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka(t. d. íbúasamtaka), ervakin áað óskir, tillögurog ábendingarvarðandi gerð fjárhags- áætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrir 24. nóvember n. k. 4. nóvember 1987. Borgarstjórinn í Reykjavík. Afmœliskaffi Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 60 ára Kl.03.00 Húsið opnað og boðið er upp á kaffi og meðlæti. Kl.03.30 Bjarni R Magnússon veislustjóri setur afmælið. Afmælisræður: Fulltrúi F.U.J. Valgerður Halldórsdóttir Fulltrúi S.U.J. Erlingur Kristensen. Fulltrúi eldri félaga Sigurður E. Guð mundsson Kl.04.30 Veislugestum gefið orðiö. Kl.05.00 Jóhanna Linnet syngur með undirleik. Kl.05.30 Útnefning Heiðursfélaga. Kl.05.45 Veislulok. Afmælisnefnd FUJ. Afmælishátíð kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður haldin í Skútunni 21. nóvember n.k. kl. 20.00. Dagskrá: Húsið opnað kl. 19.00 með fordrykk Hátíðin sett Matur Nokkrar góðkunnar Alþýðuflokkskonur flytja sögu félagsins Einsöngur: Kristín Viggósdóttir, undirleikari Sigurður Jónsson Hátíðarræða: Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra. Gamanvísur: Sérstaklega ortar um fimmtugar krata- konureftir HörðZophaníasson sungnar af Guðmundi Einarssyni Ávörp gesta Dans: Hljómsveitin Kaskó, leikur til kl. 02.00. Tryggið ykkur miða þeir eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Skrifstofu Alþýðuflokksins, sími 29244. Vala sími 51920, Bára sími 651515, Maggý sími 651529, Jonný sími 50967, María Ásgeirsdóttir, 51527. Miða- verð kr. 2.300.00. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.