Alþýðublaðið - 06.11.1987, Page 8

Alþýðublaðið - 06.11.1987, Page 8
fmiiiiiíiniiii Föstudagur 6. nóvember 1987 Erlendar lántökur: Straumur inn um bakdyrnar — Meirihluti heildarskuldbindinga ríkissjóðs er vegna skráðra og sjálfvirkra ríkisábyrgða. ’j -*v» Erlendu lánin koma líka í gegnum bankakerfið, t.d. veðdeild Landsbankans. FRETTASKYRING Kristján Þorvaldsson skrifar Á þessu ári hefur ríkissjóð- ur orðið fyrir gífurlegum á- fölium vegna skuidbindinga annarra sem rikið hefur geng- ið i ábyrgð fyrir. í því sam- bandi muna menn helst eftir 800 milljónum vegna Útvegs- bankans og útlit er fyrir nokkur hundruð miiljóna króna áfalli vegna Sjóefna- vinnslunnar. A siðasta ári þurfti Ríkisábyrgðarsjóður ennfremur að leysa til sín 636 milljónir króna, sem er hærri fjárhæð en nokkru sinni til þessa. Stærsti hluti þeirrar fjárhæðar var vegna Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnað- arins, en afurðardeild sjóðs- ins mjöl og lýsi, gat ekki staðið skil við Seðlabankann. Skuldarar náðu í þvi tilfelli að greiða 356 milljónir til baka, þannig að nettóútgjöld ríkis- ins urðu um 280 milljónir. Fjármagn inn um bakdyrnar í fjáriagafrumvarpinu fyrir árið 1988 er í fyrsta skipti sýnt fram á ítarlega skiptingu heildarskuldbindinga ríkis- sjóös eftir skráðum og sjálf- virkum ábyrgðum. Að sögn Gunnars Hall hjá fjárlaga- og hagsýlsustofnum fór mikil vinna I þetta starf, við flokk- un og sundurgreiningu lána. Sú vinna skilar sér nú í fjár- lagafrumvarpinu og hefur opnað augu margra, bæði stjórnmálamanna og almenn- ings. „Menn skilja þetta ekki sem vandamál fyrr en menn sjá tölurnar" sagði Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Versiunarráðs í samtali við blaðið, en hann og fleiri lærðir menn I peningafræð- um hafa oft gagnrýnt hve auðveldlega megi koma er- lendu fjármagni bakdyrameg- in inn, tryggt með sjálfvirkum ríkisábyrgðum. í frumvarpi til lánsfjárlaga og lánsfjáráætlun fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir að draga úr áhættusömum ábyrgðum ríkissjóðs. Þar er ekki gert ráð fyrir ríkisábyrgðum á nýj- um skuldbindingum atvinnu- vegasjóða frá árslokum 1987. Þessir sjóðir eru Fiskveiöa- sjóður, Iðnlánasjóður, Iðnþró- unarsjóður og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Lántökur umfram áætlun í fjárlagaræðu sinni benti Jón Baldvin Hannibalsson á að rlkissjóði hafi til langs tlma veriö legið á hálsi fyrir óvarfærna fjármálapólitík sem birtist öðru fremur I er- lendum lántökum langt um- fram áætlun. „Þegar betur var aö gáð kom hins vegar I Ijós að allan þorra hinnar auknu erlendu lántöku mátti rekja til atvinnullfsins. Opin- berir sjóðir voru milligöngu- aðilar um lánsfjár útvegum, en ekki lánnotendur.“ Heildarskuldbindingar ríkisins námu I árslok 1986 um 115 milljörðum króna eða um 70 prósent af landsfram- leiðslu. Þegar litið er á flokk- un þessara skuldbindinga eins og nú er gert I fjárlaga- frumvarpinu má sjá að þar af eru beinar skuldir rlkissjóðs ekki nema 44 milljaröar, en ríkisábyrgðir um 71 milljarðar. Ríkisábyrgöir eru þvl stærsti hluti skuldbindinganna. Skráðar ríkisábyrgðir í frumvarpi til lánsfjárlaga er yfirlit sem sýnir flokkun skráðra rlkisábyrgða I grófum dráttum eftir þeim aðilum sem vega þyngst I veittum rfkisábyrgðum. Þar segir m. a., að komi til vanskila á sllkum lánum með sjálfskuld- arábyrgð geti lánveitandi gengið að ábyrgðaraðila, rík- inu, og krafið um greiðslu án þess að fullreynt sé hvort skuldari geti staðið í skilum. Ef ábyrgðin er hins vegar ein- föld þarf lánveitandi að reyna til hlýtar hvort skuldari geti innt greiöslu af hendi. Stærstu liðir skráðra ríkis- ábyrgða eru Framkvæmda- sjóður með um 12 milljarða I árslok 1986, Veðdeild Lands- bankans meö 5,3 milljarða, Landsvirkjun með 718 millj- ónir og 4,7 milljarðar falla undir flokkunina „Aðrir“. Samtals nema skráðar á- byrgðir um 22,7 milljörðum. í slðast nefnda flokknum er tal- ið að áhætta ríkissjóðs af vanskilum sé einna mest, en þar er um að ræða ýmis rlkis- fyrirtæki. Talsverð vanskil hafa orðið innan þess hóps. Rlkisábyrgðasjóður varð t. m. a. að leysa til sín um 636 milljónir vegna Verðjöfn- unarsjóðs fiskiðnaðarins, eins og nefnt er hér að fram- an. Sjálfvirkar ábyrgðir Ríkissjóður er skuldbund- inn af sjálfvirkum rikisábyrð sem eigandi rlkisbanka og opinberra fjárfestingalána- sjóða. Skuldbindingar ríkis- sjóðs vegna sjálfvirkra ábyrgða námu í árslok 1986 um 48 milljörðum. Áhætta ríkissjóðs af sllkum ábyrgð- um er yfirleitt talin mjög ó- Ijós, en þegar hafa áföll dun- ið yfir sem leitt hafa menn til umhugsunar. í starfsáætlun rikisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir að draga úr ábyrgðum ríkisins og afskiptum þess af banka- og lánastarfsemi. í lánsfjár- lögum og lánsfjáráætlun er stigið skref í þá átt með því að ekki er gert ráð fyrir rikis- ábyrgðum á atvinnuvegasjóð- um. „Oft hefurverið þörf en nú er nauðsyn,“ sagði fjármála- ráðherra m. a. I fjárlagaræðu sinni, þegar hann tíundaði þá auknu áherslu sem lögð er á þann þátt I ríkisfjármálunum. Vltin hafa sannarlega verið til að varast þau upp á slðkastið, eins og nefnt er að framan með dæmunum um Útvegsbankann og Sjóefna- vinnsluna, enda sagði fjár- málaráöherra að þessi aukna áhersla væri ekki síst tilkom- inn vegna áfalla að undan- förnu. Aðgátar er ekki síst talið þörf nú, vegna þess að mjög hefur færst I vöxt að einka- fyrirtæki leiti til opinberra lánastofnanna um milligöngu áerlendum lántökum. Þannig hefur t. d. Framkvæmdasjóð- ur íslands tekið erlend lán fyrir hótelbyggjendur upp á 76 milljónir króna á þessu ári og 150 milljóna króna lán vegna Arnarflugs. í flestum tilfellum er auðvitað um trygg veð að ræða en gera má ráð fyrir að ýmsilegt sé áfátt I þeim efnum. Áhættuþóknun Vilhjálmur Egilsson segir eðliegt að rfkiö taki áhættu- þóknun vegna ábyrgðar á lán- um ýmissa aðila. Svo kallaö ríkisábyrgðargjald er mjög óverulegt og hefur engin áhrif á það hvort menn vegi og meti lántökuna svo eðli- legt geti talist. Magnús Pét- ursson hagsýslustjóri sagði í samtali við blaðið að eðlilegt væri að slíkar spurningar kæmu upp. Þannig mætti hugsa sér breytilegt gjald, eftir að faglegt mat hefði far- ið fram á áhættunni. Magnús benti á að vfða er- lendis færi rlkisvaldið mjög varlega I veitingu ábyrgða, þannig hefðu t. d. Svlar sett hámark á hverja atvinnugrein, þannig má gera ráð fyrir að meira mat verði lagt á gildi lántökunnar, hvort lánið sé eðlilegt miðað við áhættuna og væntanlega arðsemi. Þaö er líklegt að töluvert verði fjallað um rlkisábyrgðir á næstunni og ríkisstjórnin hefur raunar þegar boöað að fljótlega verði næsíu skref stigin I þá átt að draga úr ábyrgðum rlkisins og afskipt- um af banka- og lánastarf- semi. Póitlskar ákvarðanir eiga að geta orðið mun auó- veldari en áður, vegna þess að nú liggur I fyrsta skipti frammi yfirlit sem flokkar á raunhæfan hátt skuldbind- ingar rlkissjóðs, með tilliti til rlkisábyrgðanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.