Alþýðublaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. desember 1987 3 FRÉTTIR Um 6000 manns eru á biðlista eftir lánsloforðum frá Húsnæðisstofnun. Útgefin lánsloforð: NÁ TIL FLESTRA IBUÐARKAUPA A NÆSTA ARI — segir Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, telur að lánsloforð sem stofnunin hefur þegar gefið út eigi að duga til vel- flestra íbúðakaupa á næsta ári. Þrátt fyrir það bíða um 6000 manns eftir afgreiðslu lánsloforða, en þau hafa ekki verið afgreidd frá því um miðjan mars sl. í samtali við Alþýðublaðið sagði Sigurður E. Guðmunds- son að enn væru aðeins tæp- lega þriðjungur af lifeyris- sjóðunum búnir að undirrita samninga við Húsnæðis- stofnun ríkisins um skulda- bréfakaup á árinu 1989 og '90. Það er að segja um 26 sjóöir af 80. Vegna þess bíða um 6000 manns enn eftir lánsloforð- um en þau hafa ekki verið afgreidd slðan 13. mars. Hús- næðisstofnun er þó búin að lofa allmörgum lánum langt fram (tímann og ná þau til velflestra íbúða sem keyptar verða á næsta ári. Sagði Sigurður það mikið öryggi fyrir fólk að vita vissu sína svona langt fram í tím- ann og geta þá gert sínar ráðstafanir í samræmi við það. „Það sem gerist núna á næstunni er væntanlega það að Alþingi afgreiðir lagafrum- varpið. Að svo búnu myndi reglugerö vera gefin út og strax I kjölfar þess yrði haf- inn undirbúningur að útgáfu lánsloforða," sagði Siguröur E. Guðmundsson. Ef allt fer eins og best verður á kosið, sagöi Sigurður, ætti þetta að geta gerst upp úr miðjum janúar. íslensk atvinnumiðlun RAÐUNEYTI EKKI KUNNUGT UliH AUGLYSINGARNAR — segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra „Ráðuneytinu er ekki kunnugt um að fyrirtækið ís- lensk atvinnumiðlun hafi auglýst eftir starfsfólki á Norðurlöndum og aðspurður neitar forstöðumaður fyrir- tækisins því,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir féiagsmálaráð- herra m. a. í svari sinu vegna fyrirspurnar frá Guðrúnu Agnarsdóttur og Málfríði Sigurðardóttur kvennalista- konum um erlent vinnuafl á íslandi, á Alþingi í gær. Sagði ráðherra að fyrirtækið íslensk atvinnumiðlun hf. hefði óskað eftir samstarfi við félagsmálaráðuneytið varðandi samskipti við vinnu- markaðsyfirvöld I öðrum norrænum löndum. Ráðu- neytið hafnaði þessu að sinni hálfu, þar sem slíkt hefði ekki samræmst samningum um sameiginlegan norrænan vinnumarkað, sem ísland er aðili að. Félagsmálaráðherra sagð- ist ekki vita til að önnur fyrir- tæki sem þetta hafi verið sett á stofn hérlendis en hins vegar er vitað að innlend fyrirtæki auglýsa stundum eftir vinnuafli erlendis. Atvinnurekandi sem hyggst ráða erlendan starfskraft í þjónustu sína, verður að sækja um fyrirframleyfi áður en ráðning fer fram. Enginn útlendingur má koma til landsins, sagði ráðherra, í at- vinnuskyni án sllks leyfis. Á árinu sem er að líða hafa nú verið veitt 624 ný atvinnu- leyfi, þar af eru flest í októ- ber. KVOTAFRUMVARPIÐ Á HREYFINGU Matthias Bjarnason al- þingismaður segir fráleitt að framlengja núverandi lögum um stjórn fiskveiða. Hann segir ennfremur að það eigi að vera hægur vandi að gera breytingar svo samstaða geti tekist um frumvarpið sem nú er til umfjöllunar hjá sjávar- útvegsnefnd efri deildar. Karvel Pálmason sem sæti á í nefnd segist bjartsýnn um að frumvarpið fari út úr nefndinni í dag. Matthías og Karvel hafa lagt fram svipaðar tillögur um breytingar á stjórnarfrum- varpinu. Að sögn Karvels varða þær breytingar m. a. smábátana, kvóta vegna skipa sem hafa farist, rækju- kvóta, samráðsnefndina og ákvæðin til bráðabrigða. „Þetta mál hefði þurft að vera búið að undirbúa fyrir lögnu síðan. Það eru I raun vitaverð vinnubrögð að keyra þetta I gegn eins og gert hef- ur verið,“ sagði Matthías Bjarnason. Karvel sagðist ekki hafa myndað sér skoðun um það hvort ráðlegt væri að fram- lengja núgildandi lög um stjórn fiskveiða. „Ég hef reyndar ekki heyrt neina al- vöruumræðu um það,“ sagði Karvel. Stjórnendur hjá Granda vilja fá reynslu af nýja bónusfyrirkomulaginu á Vestfjörðum áður en ákvörðun verður tekin um slikt kerfi hjá fyrirtækinu. Starfsfóikið virðist hins vegar lítið spennt. A-mynd/Róbert. Grandi hf: ÓVÍST MEÐ HÓPBÓNUS Stjórnendur fylgjast með því sem verið er að gera fyrir vestan, en starfsfólkið er lítið spennt. Stjórnendur Granda hf. eru aö fylgjast meö hvernig hóp- bónus fyrirkomulagið gengur á Vestfjörðum. Að sögn Svavars Svavarssonar fram- leiðslustjóra kæmi til greina að taka upp slikt kerfi ef reynslan af þvi verður góð fyrir vestan. Auður Ingvars- dóttir trúnaðarmaður segir að litill áhugi sé hjá starfsfólk- inu fyrir sliku bónuskerfi. í samtali við Alþýðublaðið sagði Auður Ingvarsdóttir trúnaðarmaður hjá Granda hf. að ekki hafi komið til tals að koma á hópbónuskerfi hjá fyrirtækinu. „Við erum ekkert ógurlega spenntar fyrir honum." Þær hefðu að vlsu ekki kynnt sér hann ítarlega og hann væri mismunandi eftir húsum. Sagði Auður að fljótt á litið þætti sér að of mikið væri hlúð að meðalmanneskjunni í hópbónusnum og hann skapaði ófrjálsræði. í ein- staklingsbónusnum réði hver slnum tíma, en með hóp- bónuskerfinu yröi starfsfólk- ið mun háðara hvert öðru. Sér virtist sem hann kæmi ekki nógu vel út. „Við viljum bara fá kauphækkun og ein- hvert annað fyrirkomulag en hópbónusinn." Varðandi einstaklings- bónuskerfið sagði hún að ekki ríkti ánægja með það. Þar væri ýmislegt sem þyrfti að breyta. Svavar Svavarsson fram- leiðslustjóri hjá Granda hf. sagði er blaðið bar þetta und- ir hann að þeir væru að fylgjast meö hvernig gengi Mati á Haffjarðará og jörð- unum í kring er lokið og verð- ur niðurstaðan kynnt mats- beiðendum í dag. Eins og kunnugt er fóru ábúendur á jörðum erfingja Richards Thors í Kolbeins- staðahreppi og Eyjahreppi fram á að jarðirnar og eignir yrðu metnar. Er í athugun að nýta þann forkaupsrétt sem hrepparnir og ábúendur hafa á undan þeim Páli Jónssyni vestur á Flateyri. „Við lítum svo á að það sé tilraun í gangi fyrir vestan og ekki vist að það sé heppilegt að margir séu að byrja á þvi um leið.“ Sagði hann að ef út- koman yrði góð þar sem ver- ið er að reyna þetta, þá væru þeir jákvæðir fyrir að taka þetta upp. og Óttari Yngvarssyni sem hafa boðið 118 milljónir I jarð- irnar. Matsmenn voru þeir Karl Ómar Jónsson verkfræð- ingur og Gísli Kjartansson lögfræðingur. I samtali við blaðið sagði Gísli að mati væri lokið og yrði þeim er fóru fram á mat- ið kynntar niðurstöður þess seinna í dag. Ekki vildi hann gefa neitt upp hverjar þær væru. Haffjarðará: NIÐURSTÖÐUR MATS KYNNTAR í DAG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.