Alþýðublaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 18. desember 1987
SMÁFRÉTTIR
Ferðir SVK um
hátíðarnar
Nú þegar svo stutt er til
jóla eykst bjlaumferð að mikl-
um mun. Fólki er því ráðlegt
að skilja bílana eftir heima,
ferðast fótgangandi um
bæinn og notfæra sér siðan
strætisvagna. Af því tilefni
hefur verið ákveðinn breyttur
áætlunartími strætisvagna
Kópavogs.
A Þorláksmessu veröur
ekið samkvæmt áætlun
virkra daga og eru síðustu
ferðir frá Skiptistöð kl. 00.30,
frá Lækjargötu kl. 00.41 og
frá Hlemmi kl. 00.47. Á
Aðfangadag verður ekið sam-
kvæmt áætlun virka daga til
kl. 13.00 og eftir það á 30
mínútna fresti. Síðustu ferðir
frá Skiptistöðinni til Reykja-
víkur verður um kl. 16.30.
Akstur hefst síðan aftur kl.
13.45 á jöladag innan Kópa-
vogs og kl. 14.00 á milli
Kcpavogs og Reykjavíkur.
Síðan verður ekið á 30
mínútna fresti. Á annan í jól-
um verður ekið samkvæmt
helgaráætlun þ.e.a.s. ferðir á
30 mínútna fresti. Næstu
hátiðisdaga á eftir, gamlaárs-
dag og nviársdag verður ekið
eins f. g ö iðfangadag og
jóladag.
Árásir ríkis-
stjórnarinnar
Á fundi framkvæmdar-
stjórnar Alþýðubandalagsins
14. desember si. var gerð
samþykkt er gagnrýnir haró-
lega stöðugar og síauknar
árásir ríkisstjórnarinnar á
launafólk. Árásirnareru tald-
ar hafa byrjað meö ákvörðun-
um um auknar skattaálögur
síðasta sumar og 10% matar-
skatt 1. ágúst. Um áramót
mun svo keyra um þverbak,
segir í samþykktinni, er 25%
matarskattur mun leggjast
þyngst á þá sem eyða mest-
um hluta launa sinna í lífs-
nauðsynjar. Tollabreytingar
munu síðan ganga í sömu átt.
Framkvæmdarstjórn Al-
þýðubandalagsins telur að
ríkisstjórn Þorsteins Pálsson-
ar auki skattlagningu á
landsmenn um milljarða
króna. Nýir skattar ríkis-
stjórnarinnar nema
8.500-9.000 milljónum króna
og verulegur hluta þessa,
eða um 5.750 milljónir leggst
á matvörur.
Framkvæmdastjórn Al-
þýðubandalagsins vill því
taka fram að nú um áramótin
blasi óhuggulegar staðreynd-
ir við almenningi. Staöreyndir
sem segja m.a. að skattbyrði
sem hlutfall af launum aukist
verulega, fasteignaskattar
muni hækka um mörg hundr-
uð milljónir króna, almennar
neysluvörur hækka verulega,
verðbólga fer vaxandi og
vextir eru hærri en nokkru
sinni fyrr. í niðurlagi sam-
þykktarinnar segir svo: „Það
er óhjákvæmilegt að launa-
menn um land allt búi sig
undir baráttu gegn stjórnar-
stefnunni sem í heild er
fjandsamleg launamönnum.
Alþýðubandalagiö mun ekki
liggja á liði sínu í þeirri bar-
áttu og hvetur feiaga sina til
að hefja umræður um r auð-
syn aðgerða á vinnustööum, í
samtökum launafólks og
annarsstaðar þar sem færi
gefst.“
Ársskýrslu-
verðlaun 1987
Johan Rönning hf. hlaut
nýverið verðlaun fyrir bestu
ársskýrsluna 1986. Það er
Ársskýrslunefnd Stjórnunar-
félags íslands sem veitir
verðlaunin. Viðurkenningu
fyrir vandaða ársskýrsju
hlutu Samvinnubanki íslands
hf., Iðnlánasjóður, Olíufélagið
Skeljungur og Siglufjarðar-
bær.
Þetta er í sjötta sinn sem
efnt er til ársskýrslusam-
keppni og hefur þátttaka
aldrei verið meiri, alls sendu
25 fyrirtæki inn ársskýrslur.
Skýrsla Johan Rönning hf.
þótti frábærlega vel gerð og
framsetning reikningsyfirlita
skipulögð og skýringar
greinargóðar. Allar aðrar upp-
lýsingar um fjárhag og af-
komu félagsins þóttu til fyrir-
myndar.
Dómnefndina, sem ákvað
hver hlyti verðlaunin, skipuðu
þeirStefán Svavarsson lektor
og lögg. endurskoðandi, Árni
Vilhjálmsson prófessor og
Helgi Bachmann fram-
kvæmdarstjóri.
Jólatónleikar
í Krossinum.
Krossinn gengst fyrir jóla-
tónleikum á sunnudaginn, 20
desember kl. 20.30 i húsa-
kynnum sínum við Auð-
brekku 2, Kópavogi. Hinir
ýmsu tónlistarmenn koma
fram og má þar nefna: flytj-
endur á plötunni „Á kross-
götum“, Takkdúettinn, Hjalta
Gunnlaugsson, Helgu og
Arnór frá Vestmannaeyjum
og Helgu Óskarsdóttur.
Stóreignaskatt
í stað
söiuskatts á
matvörur
Verslunarmannafélag
Árnessýslu hefur sent frá sér
ályktun þar sem harðlega er
mótmælt framkomnum tillög-
um stjórnvalda um söluskatt
á matvörur, svo og þeim álög-
um sem þegar hafa tekið
gildi. Ályktunin var samþykkt
á almennum fundi á Selfossi,
þann 10. desember. Fundur-
inn telur að með söluskattin-
um á matvörur sé vegið að
afkomu heimilanna og eðli-
legra hefði verið að afla ríkis-
sjóði aukinna tekna með
skattlagningu stóreigna og
fjármagnstekna.
Jóhann á sí-
gildum nótum.
Skífan h.f. hefur nú gefið
út hljómplötu með lögum og
textum nokkurra íslenskra
skálda. Hljómplatan hefur
hlotið nafnið „Kvöld við Læk-
inn“. Lögin eru eftir Jóhann
Helgason og syngja þau
Kristinn Sigmundsson, Halla
Margrét Árnadóttir og Jó-
hann sjálfur lögin, við texta
margra þekktustu skálda
þjóðarinnar s.s. Halldórs
Laxness, Kristjáns frá Djúpa-
læk og Jónasar Hallgríms-
sonar.
í frétt frá Skífunni segir að
„Kvöld við Lækinn" sé að
mörgu leyti timamótaplata.
Þetta sé i fyrsta skipti sem
Jóhann Helgason reynir fyrir
sér á sviði sígildrar tónlistar
og að margir færustu tón-
listarmenn þjóðarinnar leggi
honum lið. Ennfremur segir
að platan sé sérlega vel unn-
in og m.a. tekin upp með
stafrænni tækni. (Digital)
„Kvöld við Lækinn" er að
mestu tekin upp í Norræna
húsinu í október sl. en upp-
töku annaðist HalldórVík-
ingsson og um útsetningar
og tónlistarstjórn sá Árni
Harðarson.
Byrjendabækur
Örn og Örlygur hefur
hleypt af stokkunum bóka-
flokki fyrir byrjendur i lestri
sem bera samheitið „Byrj-
endabækur." Fyrsta bókin er
endurútgáfa bókarinnar
„Dagfinnur dýralæknir og
sjóræningjarnir" umskrifuð
fyrir byrjendur í lestri. Á
bókarkápu segir m.a. um
„Byrjendabækumar": Þessa
bók getum við lesið sjálf, eru
einkunnarorð Byrjendabök-
anna. Tii grundvallar liggur
sá skilningur að það sé börn-
um mikilvægt að hafa metn-
að og löngun til að lesa sjálf.
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Skólaslit verða í Bústaðakirkju laugardaginn 19.
desember og hefjast þau kl. 13.30.
Allirnemendurdagskólaog kvöldskólaer lokið hafa
prófum á þriggja og fjögurra ára brautum eiga að
koma þá og taka á móti prófskírteinum.
Um er að ræða nemendur, er lokið hafa áföngum
sjúkraliða, snyrtifræðinga, matartækna, sveins-
prófs svo og sérhæfðu vers/unarprófi og stúdents-
prófi.
Nemendur, er lokið hafa eins og tveggja ára braut-
um, fá skírteini sín afhent í Bústaðakirkju eftir skóla-
slitin (um kl. 15.00) og síðan á skrifstofu skólans frá
4. janúar 1988.
Foreldrar, aðrir ættingjar svo og velunnarar skólans
eru velkomnir á skólaslitin.
Skólameistari.
„Byrjendabókunum" er
ætlað að höfða beint í hugar
heim barnanna, með tilstyrk
efnis og útlits. Glettin og
gáskafull ævintýri með
fallegum boðskap eru auð-
skilin og auðlesin og hinar
litriku teikningar eru þannig
úr garði gerðar aö þær
„segjá' jafnvel ólæsum börn
um söguna, segir í frétt frá
forlaginu.
PÓST- OG
SfMAMÁLASTOFNUNIN
Rafeindavirkjanám
Samkvæmt heimild menntamálaráðuneytisins getur
Póst- og símamálastofnunin nú boðið rafeinda-
virkjanemum, sem lokið hafa 4. önn í iðnskóla, til
náms á 5. önn á fjarskiptasviði í rafeindavirkjun. Ot-
skrifast þeir þá með sveinspróf í rafeindavirkjun frá
Póst- og símaskólanum eftir 7. önn og eftir að hafa
lokið starfsþjálfun.
Ennfremur er hægt að bæ<ta við nemum er lokið hafa
6. önn en þeir munu eftir nám og starfsþjálfun út-
skrifast með sveinspróf í rafeindavirkjun eftir 13
mánuði.
Starfsþjálfun, sem er fólgin í uppsetningu og við-
haldi á mörgum og mismunandi tækjum og kerfum,
ferfram í ýmsum deildum stofnunarinnarí Reykjavík
og víðsvegar um landið.
Laun eru greidd á námstímanum.
Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af
því, berist Póst- og símaskólanum fyrir 8. janúar
1988.
Gert er ráð fyrir að nám hefjist eigi síðar en 20. janúar
1988.
Nánari uþþlýsingar eru veittar í Póst- og símaskólan-
um í síma 91-26000.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Póst- og síma-
skólanum, hjá dyravörðum Landssímahússins' við
Austurvöll og Múlastöðvar við Suðurlandsbraut og
ennfremur á póst- og símstöðvum.
Reykjavík, 16.12. 1987
Skólastjóri
KRATAKOMPAN
Jólakrataplata
Skrifstofa Alþýðuflokksins selur nú jólalagasafnið
„Gleöileg jól“ með 24 lögum sem eru flutt af mörg-
um góðum söngvurum svo sem Björgvini Halldórs-
syni, Þuríði Sigurðardóttir og Þóri Baldurssyni.
Lögin eru til á kasettu eða tveimur plötum í umslagi.
Verðið er kr. 1.000.-.
Hringið eóa komið. Við tökum vísa og eurocard.
Jólabingó
Skrifstofa Alþýðuflokksins verður með glæsileg-
asta bingó ársins í glæsilegasta samkomuhúsi
landsins, Hótel íslandi, við Ármúla þriðjudaginn 29.
desember kl. 20.00.
Aðalvinningur verður splunkuný LANCIA bifreið, að auki
verður fjöldi heimilistækja í vinninga. Nánar auglýst síðar.
Takið þennan dag frá á almanakinu.
Skrifstofa Alþýöuflokksins.
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
£
IUMFEBOAR
RÁÐ