Alþýðublaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.12.1987, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 18. desember 1987 MNMJiBII) Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siöumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virkadaga, 60 kr. um helgar. SMEKKUR FYRRUM HEILRRIGÐISRÁÐHERRA Ragnhildur Helgadóttir, fyrrum heilbrigöisráðherra hef- ur undarlegan smekk. í umræðum á Alþingi um fjárfram- lög til byggingaráD-álmu Sjúkrahúss Keflavíkur, fór Ragn- hildurhörðum og niðrandi orðum um frétt Alþýðublaðsins sl. þriðjudag, þess efnis að heilbrigðisráðherrann fyrrver- andi hafi gefið út „gúmmíloforð" þegar hún samþykkti 30 milljón króna lántökuheimild til byggingarinnar þann 15. apríl sl. þrátt fyrir að fjármálaráðherra hafi neitað slíkri umleitan þremur vikum áður. Ragnhildur Helgadóttir seg- ir eftir á að þetta hafi verið yfirlýsing fagráðuneytis en ekki loforð um peninga. Fullyrðingu Alþýðublaðsins segir hún „gersamlega villandi" og afar ósmekklega". Olafur Björnsson, formaður stjórnar Sjúkrahúss Kefla- víkur fullyrðir í samtali við Alþýðublaðið sem birtist í gær, að enginn stjórnarmanna hafi áttað sig á því að 30 milljón króna lántökuheimild sem Ragnhildur Helgadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra, samþykkti fyrirsitt leyti í vor, hafi ekki haft neina þýðingu. „Áttum við aó giska á það? Það hefði verið lágmarkskurteisi af Ragnhildi að taka fram í bréfinu til okkar að frjármálaráðuneytið hafi neitað. Það þegir hún um. Það hefði líkamátt takafram í bréfinu að hennar heim- ild skipti engu máli varðandi leyfi til lántöku," segir for- maður stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkur við Alþýðublaðið. Þessi orð tala sínu máli. Það má vel vera að Ragnhildi Helgadóttur þyki það „afar ósmekklega" sagt að hún hafi gefið út „gúmmíloforð". En það er einnig Ijóst að stjórnar- mönnum Sjúkrahúss Keflavíkur þyki „afar ósmekklegt11 af fyrrum heilbrigðisráðherra að samþykkja fjárveitingu „fyr- ir sitt leyti“ vitandi að lánsveitingin fékkst ekki frá fjár- málaráðuneytinu, og taka það ekki fram í bréfi sínu. Og „gersamlega villandi“. Það var ennfremur „afar ósmekklegt" og „gersamlega villandi“ af flokksbræðrum heilbrigðisráðherra fyrrver- andi að nota lántökuheimild Ragnhildar Helgadóttur óspart í kosningabaráttunni á Suðurnesjum í kosninga- baráttunni í vor. Kjósendur vissu ekki betur en lántöku- heimildin væri traust. Ragnhildur Helgadóttir sýndi enga tilburði til að upplýsa kjósendur í Reykjaneskjördæmi um að lántökuheimildin væri „gúmmíloforð". Aðgerðarleysi hennar var bæði „gersamlega villandi" og í raun „afar ósmekklegt". Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum fyrirsíðustu alþingiskosningareraðfáásig heildarljós sem er „afar ósmekklegt" og „gersamlega vill- andi“. Aukareikningur vegna Flugstöðvarinnar hljóðar upp á tæpan milljarð. Sá aukareikningur hefur þegar fengið á sig pólitískan kosningaþef. Nú hefur komið I Ijós að kosn- ingaloforð um lántökuheimild handa byggingu D-álmu Sjúkrahúss Keflavíkur var innihaldslaust loforð; marklaus yfrlýsing, með öðrum orðum „gúmmíloforð". Slík kosn- ingabaráttaer„afarósmekkleg“og „gersamlegavillandi". Viðbrögð Ragnhildar Helgadóttur við upplýsingum Al- þýðublaðsins verða að teljast furðuleg. Aðför hennar að blaðinu í þingsölum er ekki máli hennar til framdráttar, heldur bæði „afar ósmekkleg" og „gersamlega villandi". Fullyrðingar Ragnhildar Helgadóttur, að í bréfi sínu hafi ekki falist neitt loforð um peninga, að menn hefðu átt að vita að opinbert fé komi frá fjármálaráðuneyti og að bréf hennar hefði fyrst og fremst verið yfirlýsing til styrktar framkvæmdum við D-álmu sjúkrahússins, verða að teljast mjög loðnar og veikar í Ijósi þeirrar fullyrðingar stjórnar- formanns sjúkrahússins að enginn stjórnarmanna hefði áttað sig á því að samþykkt Ragnhildar Helgadóttur hefði ekki haft neina þýðingu. Kjósendur, stjórnarmenn og þeir sem afskipti höfðu af málinu á Suðurnesjum virðast ekki hafa haft hugmynd um að yfirlýsing um samþykki fyrrum heilbrigðisráðherra hafi verið „gúmmíloforð“. ÖNNUR SJÓNARMIÐ ÞÁGUFALLSSÝKIN er ef til vill einn alvarlegasti munnsjúkdómur íslendinga. Og menn þjást af honum líkamlega sem andlega. Dag- blaðiö Dagur á Akureyri tók þennan sjúkdóm fyrir nýlega á skemmtilegan hátt. í lok greinarinnar skrifar blaða- maður Dags eftirfarandi: „Ég leyfi mér að halda því fram að meirihluti þjóðarinn- ar sé „þágufallssjúkur" en það er mismunandi á hve alvarlegu stigi „sýkin“ er hjá einstaklingunum. Sumir segja „mig langar“ þegar frumlagið breytist gleymist þessi regla og þeir segja „Agli langar“ eða „henni langar“ í staðinn fyrir „Egil langar“ eða „hana langar“. Á að senda þjóðina í meðferö? Nú langar mig til að höfða til máltilfinningar ykkar. Hvað eru margar villur í þessum texta, sem gæti verið eðlilegt talmál: „Ég verð að hringja í laekn- irinn því Gunna er lasin. Ég veit að henni finnst þetta hinn mesti óþarfi og henni langar ekkert til læknis en hún neyðist til að leita sér hjálpar. Ha, kvíðir þig fyrir? Nei, láttu ekki svona. Grími vantar hvort eð er alltaf fleiri sjúklinga og mig hlakkar til að sjá þér batna.“ Hvað er athugavert við þennan texta? Jú, þarna eru 5 áberandi beygingarvillur eins og flestir sjá vonandi eins og skot. Ef ekki þá hlýt- ur beygingakerfi málsins að vera á leiðinni til andskotans. Lýk ég nú þessu eintali mínu en vona þó að einhverjir hafi haft af þvi nokkurt gaman og jafnvel gagn.“ Jú, þetta var skemmtilegur lestur úr Degi. Maður hlakkar bara til að sjá meira af þessu tagi. NÝR ritstjóri er tekinn við Mannlífi, Svanhildur Konráðs- dóttir, sem tekur við af Árna Þórarinssyni sem er á leið yfirtil Morgunblaðsins. Helgarpósturinn hefurviðtal við Svanhildi af þessu tilefni og spyr meðal annars út frá eigin reynslu hvort ekki sé erfitt að finna forsíðuefni til að selja. Lesum spurningu HP og svar hins nýja rit- stjóra: Hefurðu áhyggjur af því að þurfa að finna tíu for- siðuefni á ári til að selja blaðið? „Vissuiega. Þetta er lítið þjóðfélag og það er tæplega hægt að ætlast til þess að tímarit komi meö tíu sprengj- ur á ári. Ég vil ekki blekkja lesendur. Það verður að vera kjöt á beinunum. Maöur veifar ekki tómri beinagrind nema einu sinni. Ég ber virð- ingu fyrir lesendum og geri ráð fyrir að þeir hafi skýra dómgreind og vilji fræðast um eitthvað nýtt. Hins vegar virðist svo vera sem að for- síður þurfi að höfða til ein- hvers sem fólk þekkir vel fyrir. Það er oft verið að kvarta yfir því að við skrifum bara um „jat-settið“ í Reykja- vík, af hverju skrifum við ekki um hvunndagshetjuna, en staðreyndin er sú að það nennir enginn að lesa það. Þetta er ákveðinn tviskinn- ungur og ég lit á það sem illa nauðsyn að selja blaðið út á einhverja „sensasjón““ Jahá. Það verður fróðlegt að fylgjast með „jet-settinu“ og beinagi'indunum í Mann- lífi. MARGRÉT Guðnadóttir prófessor hélt ræðu á full- veldissamkomu stúdenta í Háskólabíói þann 1. desem- ber s.l. Þar komu fram mörg athyglisverð sjónarmiö. Les- um til að mynda hvað Mar- grét hefur að segja um svo- nefnt „ríkisbákn:" „Ríkisstofnanir okkar eru heldur ekki af hinu illa, og óþarfi að tala um þær sem ,,ríkisbáknið“ eða „kerfið“ í óijósri og niðrandi merkingu. Þetta eru heilbrigðisstofnanir okkar, sem viö viljum gjarna að séu í góðu lagi, þegar við verðum veik, skólarnir okkar, sem við viljum að veiti börn- unum okkar hina bestu menntun, og ýmis önnur menningar- og þjóðþrifafyrir- tæki, sem við getum miklu síður verið án, en margs þess, sem við eyðum í pen- ingum frá degi til dags. Starfsmennirnir í þessum ríkisstofnunum eru heldur ekki neinn sérstakur afætu- iýður, eins og oft er látið í skína heldur oftast nær vand- að og samviskusamt fólk, sem vinnur störf sín eftir bestu getu, oft við hin erfið- ustu skilyrði. Reynum heldur að skilja gildi sameiginlegra stofnana okkar fyrir heil- Svanhildur: Maöur veifar tómri beinagrind bara einu sinni. Margrét: Menningarverömætum er sýnt tómlæti brigði, sjálfstæði og menn- ingu þjóðarinnar, og reynum að bæta þær, svo að þær megi betur gegna hlutverki sinu. Hættum að stela frá þeim, og setjum heidur stolt okkar í að styðja það starf, sem þar fer fram. Við getum lagt þeim til meiri peninga, ef við viljum, rétt eins og is- lenskarkonur gerðu, þegar Landspítalinn reis af grunni. Verðmætamat islensku þjóðarinnar breyttist ótrúlega mikið eftir að hún varð rík þjóð. Menningarverðmætum er nú sýnt þvílíkt tómlæti, að erfiðlega gengur að fá stjórn- völd til að leggja til þeirra lögboðnar fjárveitingar, jafn- vel þá skatta, sem sérstak- lega eru lagðir á vegna til- tekinna verkefna. Við, börn góðu áranna, skulum reyna að muna, að rikissjóður var líka tómur á kreppuárunum, þegar ísiensk þjóð tók sam- an höndum og reisti þær menningar- og sjúkrastofnan- ir, sem við búum að enn þann dag í dag. Af fátækt sinni bætti almenningur við því, sem til vantaði. Nú er öldin önnur. Síðan við urðum rík, sér enginn út fyrir askinn sinn, og hug- myndaflugið hjá þeim, sem eiga afgang peninga, er ótrú- lega fábreytt og oftast nær skaðlegt. Jafnvel Hitaveita Reykjavíkur, þetta þjóðþrifa- fyrirtæki, sem fremst hefur gengið í nýtingu jarðhita til hagsbóta fyrir landsmenn, hefur ekkert þarfara viö fé sitt að gera þessa dagana en að huga að glerhöll ofan á hitaveitugeymana á Öskju- hlíð, glerhöll fyrir tugi miilj- óna, segja fjölmiölar“ Einn me8 kðffinu Eins og lesendur þessa dálks hafa eflaust tekiö eftir er ekki alltaf hlaupið að því að vera fyndinn í dagblöðum. Saga í því tilefni: Dagblað eitt fékk sent þykkt umslag. Þegar ritstjórinn opnaði bréfið ultu út nokkrirtugir brand- ara á litlum miðum. Bröndurunum fylgdi bréf fá höfundi brandaranna sem taldi sig nokkuð snjallan í sinni grein og bað um að sér yrði send greiðsla hið fyrsta fyrir birtingu brandaranna. Nokkrum dögum síðar fékk höfundurinn bréf frá ritstjóranum. Höfundurinn hélt að ávísun væri í bréfinu og reif það upp. Enginn tékki var í bréfinu en lltill miði frá ritstjóranum. Á honum stóö: „Þakka þér fyrir brandarana. Eg hef séð suma en suma ekki.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.