Alþýðublaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 24. desember 1987
mBUBLMÐ
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helgarblaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsiminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakió virka daga, 60
kr. um helgar.
AÐ GLEYMA EKKIFOLKINU
I dag er aöfangadagur jóla. í tæpan aldarfjórðung hefur
Alþýöublaöiö ekki verið gefiö út á aðfangadag. Sú útgáfu-
hefö er nú rofin meö vaxandi Alþýöublaöi. Á þessum dög-
um er fátt sem minnir á jól eöa hátíðahald. Veðurfar hefur
veriö meö eindæmum og jólin í ár eru ekki aðeins rauó
heldur er tíðarfarið eins og aö vorlagi. Umsvifin og átökin
í þjóðfélaginu eru ennfremur þess eölis að þjóöin hefur
varla tíma til að rýmkatil fyrir jólahaldi, hvað þá njóta þess
friðarog samverustundameö fjölskyldu og ástvinum sem
þessirdagarársins bjóöa upp á samkvæmt hefö og venju.
Streituafgreiösla frumvarpa og málþóf á Alþingi setur
svip sinn á þessi jól og nú er Ijóst aö halda verður þing
milli jóla og nýárs.
Þaö er öllum hollt aö doka vió á jólunum og verja hluta
þeirra til hugleiöslu um þessa hátíðardaga kristninnar.
Hvaöa þýöingu hefur fæöing frelsarans fyrir íslendinga í
dag? Hvaða hlutverki gegnir kirkjan í dag? Þaö er ekki síst
hollt fyrir jafnaöarmenn aó lítayfirfarinn veg og spyrjasig
hvort þeir séu sáttir viö þá farvegi sem jafnaðarstefnan
hefur grafið sig í, bæði almennt í stefnumálum Alþýöu-
flokksins og í ríkisstjórnarsamstarfi viö Sjálfstæöisflokk
og Framsóknarflokk. Þaö er hart sótt að Alþýðuflokknum
þessa dagana. Menn spyrja: Samræmist það jafnaöar-
stefnu aö leggja matarskatt á almenning? Samræmist
þaö hugjón jafnarstefnunnar aö leggja auknar álögur á al-
þýöuheimilin? Er hávaxtastefnan að verða aöall jafnaðar-
stefnunnar? Erdeyfö og áhugaleysi á örlögum og veruleik
þriója heimsins í anda jafnaöarstefnu? Eru afvopnunar —
og friðarmál ekki lengur áhugamál jafnaöarmanna? Eru
jafnréttismál, dagvistunarmál og heilbrigðismál ásamt fé-
lagsmálunum öllum að heltast úr lest jafnaðarmanna?
Þaö er von aö fólk spyrji. Jafnaöarstefnan er nefnilega í
eðli sínu alheimsstefna lýöræðis og jafnréttis, hún er
hreyfing frelsis og bræðralags sem neitar ofbeldi, kúgun
og óréttlæti. Jafnaöarstefnan íslenska hefur hins vegar
fjarlægst uppruna sinn vegna aukinnar áherslu á lögmál
hagfræói og markaðar með þeim afleiöingum aö skrif -
finnskuleiðireru farnaraö einkenna Alþýðuflokkinn. Ríkis-
stjórnarsarnstarfið hefur einnig reynst Alþýöuflokknum
þungt i skauti.endaflokkurinn klemmdurmilli hagsmuna-
gæsluflokkanna tveggja. Engu aó síöur hefur Alþýðu-
flokkurinn verið drifaflið í þessari ríkisstjórn og átt allt
frumkvæöi, bæði við gerö stjórnarsáttmálans og við fram-
lagningu nýrra stjórnarfrumvarpa sem fela í sér jákvæðar
breytingar fyrir íslenskt þjóðfélag. En forystumenn Al-
þýðuflokksins veröa einnig að gera sér grein fyrir því aö
þeir eru að fjarlægjast fólkið. í dægurbaráttu frumvarpa,
málsþófs, ráöuneytaranghala og efnahagsaðgerða má
forystusveit jafnaöarmanna aldrei gleyma fólkinu í land-
inu. Afkoma þeirra og heill byggist ekki einungis á hag-
fræðitölum og stuðlum. Forystusveit jafnaöarmanna má
aldrei gleyma því að fólk finnur til og er lifandi verur, en
ekki dauöar tölur.
Kjarni allrar sannrar jafnaðarstefnu er að skilja mann-
eskjunaog brotalamir hennar, eflasamstööu og rétta hlut
þeirrasem minnamegasín. Jafnaöarstefnan erekki bund-
in við eitt land, helduralheimshreyfing, lifandi og rík, sem
réttir hendur sínar til hinna þjáðu, kúguöu og fátæku. Al-
þýöublaöið óskar lesendum sínum og öllum landsmönn-
um gleöilegra jóla.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
HELGARPÓSTURINN ■
birti í gær afar athyglisveröar
qreinar um ofsóknir banda-
riskra yfirvalda á McCarthy-
tímanum gegn Halldóri Lax-
ness rithöfundi og Nínu
Tryggvadóttur listmálara. Of-
sóknirnar voru skipulagöar af
stórum hluta frá bandaríska
sendiráðinu á íslandi í byrjun
sjötta áratugarins. Skjálftinn
gagnvart Nóbelsskáldinu var
greinilega mjög mikill þegar
Atómstöðin kom út. Helgar-
pósturinn birtir skeyti frá
bandaríska sendiráöinu í
Reykjavík til utanríkisráöu-
neytisins i Washington. Þar
segirorörétt skv. Helgarpóst-
inum:
„Sendiráðinu sagt, að
tónninn i henni sé heiftar-
lega and-ameriskur og haldið
sé fram þeirri kenningu, að
við íslandi blasi tortíming í
styrjöld, sem Bandaríkin séu
að undirbúa (og ástæðan sé)
tilvist herstöðvar á íslensku
landsvæði."
Og Helgarpósturinn skrifar
í beinu framhaldi af þessu:
„í framhaldi af þessu segir
Trimble, að orðspor Halldórs
Laxness myndi biða veruleg-
an hnekki, ef við (Bandaríkja-
menn) létum þaö vitnast, að
Halldór væri skattsvikari. í
samræmi við þetta gerir
Trimble það að tillögu sinni,
að hafin verði rannsókn á
höfundargreiðslum til Hafl-
dórs, að iikindum vegna
Sjálfstæðs fólks, sem búið
var að gef út í Bandaríkjun-
um.
í skýrslu frá sendiráðinu í
Reykjavík er minnt á það, aö
Sjálfstætt fólk hafi verið val-
in Bók mánaðarins í hinum
þekkta „Book-of-the-Month
Club“ og fyrir vikið hafi
Halldór og útgefandi hans
fengið $80 þúsund.
Í athugasemdum dr.
George H. Reese, starfs-
manns sendiráðsins i Reykja-
vík, þar sem hann lætur í Ijós
i skýrslu skoðanir á kommún-
ískum áhrifum á íslandi og
hvernig megi draga úr þeim,
nefnir hann sérstaklega
Halldór Laxness og kveðst
fagna öllum hugmyndum,
sem gætu komið kommúnist-
um í bobba. „Mér dettur í
hug „hlutlaus“ grein skrifuð í
Bandarikjunum, þar sem
Halldór Laxness væri lofað-
ur...“ Síöan minnir hann á,
að Sjálfstætt fólk hafi verið
valin Bók mánaðarins, sem
tákni að $80 þúsund skiptist
á milli höfundar og útgef-
anda, auk höfundarlauna
handa Laxness og séu þetta
tekjur að undanskildum tekj-
um frá Bretlandi.
Dr. Reese gengur svo
langt, að stinga upp á fyrir-
sögn að greininni: „Lítil þjóð
auðug að menningu fæðir af
sér rithöfund sem gerir það
gott í listrænu og fjárhags-
iegu tilliti.“ Síðan segir Dr.
Reese: „Laxness er vel stæð-
ur kommúnisti. íslendingar
myndu kunna vel að meta
meinhæðni greinarinnar. Nat
Halldór: Átti að klina á hann skatt-
svikum.
Óskar: Gestur ekki sammála hon-
um að Ólafur sé jafn stór og
Hannibal og Héðinn.
Barrows hjá Chicago News
gæti gert þetta.“
Ekkert kom þó fram sem
hægt var að nota gegn Hall-
dóri Laxness. Þessar upplýs-
ingar Helgarpóstsins eru
ekki aöeins óhugnanlegar,
heldur kasta svörtu Ijósi á
starfsemi bandaríska sendi-
ráösins á þessum myrku tím-
um kalda stríðsins. En jafn-
framt hljóta slíkar uppljóstr-
anir aö vekja upp spurningar
um eðli, tilgang og markmið
sendiráða stórveldanna og
umsvif þeirra hérlendis.
ÓSKAR Guömundsson
ritstjóri og blaðamaður hefur
vakiö talsverðar umræöur
með nýrri bók sinni „Alþýöu-
bandalagiö — Átakasaga."
Dómar eru nú farnir að birt-
ast um bókina og sýnist sitt
hverjum. Athyglisvert er aö
þegar Þjóöviljinn loks birtir
ritdóm, þá eru ekki hinir hag-
vönu gagnrýnendur kallaöir
til leiks eins og Árni Berg-
mann sem les þó bækur ská-
hallt fyrir jólin og var I Tíman-
um kallaöur „Sjömyndamað-
ur í jólabókastuði". (Þar sem
Árni átti sjö ritdóma í einu
tölublaði Þjóöviljans). Nei,
fram á sviðið er kallaóur
merkisberi 68-kynslóöarinnar,
Gestur Guðmundsson, sem
reyndar situr í stjórn Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík.
Gestur, sem er ungur að ár-
um, er þó ekki sammála Ósk-
ari í söguskoðun hans á alla-
böllum. Grípum niöur í dóms-
glefsu:
„Óskar hefur valið að tak-
marka sjónarhorn sitt við at-
burða- og persónusögu.
Hann er fáorður um samfé-
lagslegan bakgrunn þess
valdaspils sem hann lýsir og
gerir vanda Alþýðubanda-
lagsins í stefnumótun ekki
skipuleg skil. Þó koma eftir-
farandi viðhorf mjög skýrt
fram í bókinni: ASÍ-hluti
verkalýðshreyfingarinnar er
ekki lengur vettvangur fjölda-
baráttu né baráttutæki verka-
lýðs, heldur þunglamalegt
skriffinnskuapparat. Alþýðu-
bandalaginu ber að temja sér
sjálfstæði gagnvart bæði
verkalýðsforystu og flokki.
Undirtóni skrifanna er
kannski hægt að lýsa með
hugtakinu „anarkókratismi". í
efnahags- og atvinnumálum
mælir Oskar með litlum
rekstrareiningum, og geta
lenínistar þar með stimplað
Óskar sem „talsmann smá-
borgaralegra viðhorfa." Óskar
færir ekki mikil rök fyrir
þessum viðhorfum enda er
það ekki efni bókar hans.
Hins vegar má segja að hann
færi allsterk söguleg rök að
gagnrýni sinni á starfshætti
Alþýðubandalags og ASÍ-for-
ystunnar. Sá málflutningur
hefði þó orðið sterkari ef
hann hefði verið studdur ein-
hvers konar vísi að úttekt á
þróun islensks samfélags.
Skorturinn á slíkri greiningu
verður til þess að ýmsar nið-
urstöður og túlkanir eru ansi
hæpnar. Þannig er þaö held-
ur grunnfærið að líkja hlut-
verki Ólafs Ragnars i Alþýðu-
bandalaginu við hlutverk
Héðins og Hannibals. Sam-
félagsaðstæður eru ger-
breyttar og verkefni og staða
sósialísks flokks þar með.“
Þaö er greinilegt aö Ólafur
Ragnar á enn erfitt uppdrátt-
ar sem hinn eini, sanni,
sterki leiðtogi.
Einn
með
kaffinu
Jólabjöllurnar glymja í dag. Engu aö síður eru margir
að hugsa um nýju skattkortin sín og við birtum einn
léttan í því tilefni. Niðurbrotinn maður kom til deildar-
stjóra hjá Gjaldheimtunni og sagðist ekkert botna í
þessum nýju skattkortum. Deildarstjórinn var greinilega
stressaður vegna jólanna og álagsins sem fylgir hinu
nýja skattkerfi, og hafði ekki mikinn tíma til að útskýra
skattkortin fyrir manninum. Að lokum sagði maðurinn:
— Ég er búinn að sitja hjá endurskoðandanum mín-
um í allan dag og hef enn ekki fattað þetta nýja stað-
greiðslukerfi.
— Það er ekki mér að kenna, svaraði deildarstjórinn.
— Endurskoðandinn gaf mér þó heilræði, sagði
maðurinn.
— Hvaða bölvaða, heimskulega ráð var það?
— Að leita ráða hjá þér, svaraði maðurinn.