Alþýðublaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. desember 1987 3 FRÉTTIR Húsnœðisfrumvarpið og lífeyrissjóðirnir: BIÐUM EFTIR REGLUGERÐINNI segir Hrafn Magnússon, framkvœmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða. Við munum biða eftir regiugerðinni og ráðfæra okkur siðan við lífeyrissjóð- ina um næstu skref í málinu sagði Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands almennra lifeyrissjóða, SAL, er Alþýðublaðið spurði hann um næstu aðgeröir í samn- ingaumleitunum lífeyrissjóð- anna og Húsnæðisstofnunar, nú þegar Húsnæðisfrumvarp- iö er orðið að lögum. Búist er við að reglugeröin komi út mjög fljótlega og sagði Hrafn að auk þess að bíða eftir henni mundu þeir kanna viðbrögð Alþýðu- sambandsins og Vinnuveit- endasambandsins til lag- anna. Hver einstök Iifeyrissjóöa- stjórn tekur sjálfstæða ákvörðun, sagði Pétur, en ég hef trú á því að menn vilji bera saman bækur sínar áður en nokkuð annað er gert. Sagði Hrafn að ekki mætti þó skilja orð sin á þann veg að verið væri að leggja stein í götu húsnæðiskerfisins heldur vildu þeir hjá SAL ekki brenna sig á sama soðinu. „Við mæltum með undirskrift i haust vegna þess að við stóðum i þeirri trú að það ætti aö afgreiða lánsloforð eins fljótt og auðið var. Síðan ákváðu stjórnvöld að fresta útgáfu lánsloforða þar'til breytingar yrðu gerðar á lög- um“ sagði Hrafn Magnússon. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: KVÓTAFRUMVARPIÐ AB LÖGUM FYRIR ÁRAMÓT — Efnisrök þurfa að vera mikil til þess að breyta frumvarpinu á þessu stigi, segir sjá varútvegsráðherra. Bubbi Morthens. Nýtt íslandsmet: BUBBIí 20 ÞÚSUND EINTÖKUM FYRIR JÓL Útlit er fyrir aö yfir 20 þús- und eintök seljist fyrir jól af hljómplötunni Dögun með Bubba Morthens. „Önnur eins sala er óþekkt í allri íslandssögunni,11 sagði Hjört- ur Jónsson hjá Gramminu í samtali við Alþýðublaðið i gær. Hjörtur sagði að fyrir gærdaginn hefðu tæplega 19 þúsund eintök verið farin í dreifingu og í gær dreifði Grammið 1600 eintökum til viðbótar, en platan var þá víða uppseld. Dögun virðist því ætla að verða langsöluhæsta hljóm- platan í ár, því talið er að aðrar hljómplötur seljist und ir 10 þúsund eintökum. Sið- asta hljómplata Bubba Morthens, Frelsi til sölu, hef- ur selst í um 17 þúsund ein- tökum. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra á von á því að kvótafrumvarpið verði sam- þykkt fyrir áramót og segir að efnisrök þurfi að vera mikil til að breyta frumvarp- inu á þessu stigi. Hann telur að hlutur smábátasjómanna sé aö mörgu leyti betri en annarra sjómanna, og segist ekki gera sér grein fyrir hvers vegna þeir séu óánægðir enda hafi það aldrei verið skýrt fyrir sér. I samtali við Alþýðublaðið sagði Halldór að hann gerði sér ekki almennilega grein fyrir því hvað menn vildu þegar þeir væru að gagnrýna 10. gein kvótafrumvarpsins, en hún fjallar um smábáta. „Þeir bátar sem stunda línu og handfæri hafa tiltölulega mikið frelsi og ég tel þeirra kost vera góðan miðað vió aðra.“ Þeir sem stundi neta- veiðar fái kvóta sem nemi 90% af bestu tveimur af sl. þremur árum, og þar að auki sé helmingur af línuafla í nóvember til febrúar utan kvóta. „Ég get ekki séð betur en að viðkomandi aðilar geti verið ánægöir með það.“ Ákveðið verður í reglugerð hver verður meðaltalsafli þeirra sem ekki hafa róið sl. þrjú ár. Sagðist Halldór telja hlut þessara aðila á margan hátt betri en margra annarra sjó- manna og eftir því sem veiði- heimildir þessa flokks væru rýmkaðar, því meiri yrði ó- samræmið. „Ég átta mig ekki á því hvar öll þessi ósann- girni kemur fram, enda hefur Halldór Ásgrimsson. hún ekki verið skýrð fyrir mér.“ Sagði hann að kvótafrum- varpið hafi verið rætt ítarlega og ýmsar breytingar hafa verið gerðar á því. „Ég tel að það þurfi að vera mikil efnis- leg rök til aö gera breytingar á frumvarpinu þegar það er komið svona langt.“ Þá sagói Halldór mjög brýnt að af- greiða frumvarpið fyrir ára- mót oy það hafi verið Ijóst allan tímann. Afgreiðslan verði þó að tryggja að inn- byrðis samræmi sé með veið- ar allra skipa í flotanum, uppistaða aflans sé hluti annarra skipa en smábáta. — Áttu von á að frumvarp- ið verði samþykkt fyrir ára- mót? „Já, ég á von á því.“ Skúlagata: SÓTT IIM LEYFI FYRIR BYGGINGU ÍBÚÐAHÚTELS Byggingafélagiö Dögun hefur sótt um aö fá aö byggja íbúöahótel á Laugavegi 148 eöa á Klapparstíg 1. Yröu þaö notað sem hótel á sumrin, en gæti nýst sem námsmanna- íbúöir á veturna. Eins og Alþýðublaðið greindi frá I fyrradag hafa átta aðilar sýnt áhuga á að fá að byggja á Klapparstíg 1 (Völundarlóð) eða Laugavegi 148 (Timburverslun Arna Jónssonar). Meðal þeirra eru Dögun og Steintak. Hjörtur Aðalsteinsson hjá Dögun sagði í samtali við Al- þýðublaðið að þeir hefðu meiri áhuga á lóðinni á Laugavegi, en sóttu um Völ- undarlóðina til vara. Vitað væri aö mun fleiri hefðu áhuga á henni. Sagði hann að byggt yrði íbúðahótel á lóðinni ef hún fengist. Fyrirmyndin að íbúðahóteli er sótt erlendis og yrðu fyrir- komulagið þannig að íbúðirn- ar yrðu seldar með húsgögn- um. Þær yrðu notaðar sem hótel á sumrin, en á veturna væri hægt að nota þær sem námsmannaíbúðir. Sveitarfé- lög gætu t. d. keypt eina íbúð hvert. „Þetta bætir mjög úr brýnni þörf fyrir Iausar leigu- íbúðir." Bifreiöageymsla yrði niðurgrafin og yrðu 60—70 íbúðir i húsinu og yrói hæð hússins í samræmi við húsin í kring. Sagðist Hjörtur ekki vera mjög bjartsýnn á að fá aðra hvora lóðina. Vignir Benediktsson hjá Steintaki hf. sagði að þeir hefðu áhuga á Völundarlóð- inni og hefðu verið fyrstir byggingafyrirtækja til að sækja um hana. Yrðu þetta nokkur hús sem mynduðu eins konar kjarna og væri gert ráð fyrir um 100 ibúðum og væri meðal stærð þeirra um 97 fermetrar. Sagði Vignir að sér þætti spennandi þessi frumraun að byggja nýtt hverfi inn í gamalt hverfi. „Það verður gaman að sjá hvort fólk nær því að sjá Skúlagötu öðruvísi en verksmiðjuhús og sjávar- löður.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.