Alþýðublaðið - 24.12.1987, Page 4

Alþýðublaðið - 24.12.1987, Page 4
4 Fimmtudagur 24. desember 1987 Aldaslóð Aldaslóð Bókaútgáfa Máls og menn- ingar hefur gefiö út bókina „Aldaslóö" eftir Björn Th. Björnsson. Þar rekur hann ýmsa þætti úr sögu myndlist- ar meö hliðsjón af því um- hverfi og þeim tíöaranda sem verkin eru sprottin úr. Rætt er m.a. um almanakið „Gullnu stundirnar“, hiö fræga mál- /verk „Arnolfini og brúöur hans“ eftir Jan van Eyck, „Höggmyndir dagsstuna- anna“ eftir Michelangelo og barrokkverkin „Dómur Paris- ar“ eftir Rubens, „Batseba" eftir Rembrandt og „Mjólkur- stúlkan" eftir Vermeer. Frá 19. öld eru nokkur verk tekin og skoðuð og í nokkrum köflum fjallar Björn um form mynd- listarinnar. Bókin er 157 bls. að stærö og prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Spennubók í hæsta gæða- flokki ísafold hefur gefiö út bók- ina „Aö tjaldabaki" eftir Frederick Forsyth í þýöingu Ásgeirs Ingólfssonar. „Aö tjaldabaki“ er njósna- saga í alqjörum sérflokki, segir í frétf frá forlaginu. Hún gerist í Bretlaridi og Sovétrikjunum á þessu ári og eftirvæntingin sem hún vekur er sögð ótrú- arleg. „Aö tjaldabaki" hefur veriö kvikmynduð meö Michail Caine í aöalhlutverki og er kvikmyndin væntanleg til sýningar í Regnboganum á næstunni. Óskabækur Námsgagnastofnun hefur nú hafið útgáfu á nýjum bókaflokki sem nefnist Óska- bækurnar. Bækurnareru ætl- aðar til þjáítunai í lestri fyrir börn sem eru búin aö ná tök- um á undirstöðuatriðum í lestri. Fyrsta bókin í þessum flokki er eftir Iðunni Steins- dóttur og nefnist „Iðunn og eplið“. Sagan byggir á frá- sögn í Snorra Eddu. Búi Kristjánsson mýndskreytti bókina. „Sköpunin" er önnur Óska- bókin sem kemur út. Hún hefur aö geyma endursögn og myndskreytingu Ragn- heiðar Gestsdóttur á sköpun arsögunni í 1. kafla 1. Móses- bókar. „Sköpunin" hlaut verö- laun í samkeppni Náms- gagnastofnunar um bækur fyrir 6—9 ára börn. SMÁFRÉTTIR Fjölbrautaskóli Akraness 10 ára. Á þessu ári eru liöin tíu ár frá því aö Fjölbrautaskólinn á Akranesi var stofnaður. Fyrsta veturinn voru um 180 nemendur í framhaldsnámi í skólanum og jafnframt því haföi hann meö höndum kennnslu í 7., 8. og 9. bekkj- um grunnskóla. Síðan þá hef- ur nemendum fjölgaö ört og hafa, síöan 1982, aö jafnaöi verið um eöa yfir 500 nem- endur viö nám i dagskóla og allt aö 190 í öldungadeild. Ólafur Ásgeirsson var fyrsti skólameistari skólans og gegndi því starfi til ársins 1984 og var Þórir Daníelsson þá til þess ráðinn. Fyrstu nemendurna braut- skráöi skólinn í lok vorannar 1978 og fyrsta stúdentinn haustiö 1979. Á þeim tíu ár- um sem liðin eru frá stofnun skólans hafa 740 nemendur lokiö þaöan burtfararprófi. í tilkynningu frá Fjölbrauta- skólanum segir m.a. aö leik- listarstarf nemenda sé öfl- ugt. Þeir hafa m.a. tekiö þátt í leiklistarhátíð í Finnlandi og sýndu þar leikrit Péturs Gunnarssonar, „Grænjaxla". í fyrra var ennfremur frumsýnt leikrit Steinunnar Jónsdóttur „Kitlur." Á fyrsta starfsári skólans hófst samstarf viö aöra fram- haldsskóla um námsskrár og skipulagsmál. Hefur það leitt til útgáfu Námsvísis fjöl- brautaskóla sem varó siðar námsskrá fyrir Fjölbrauta- skóla Akraness, Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og Flens- borgarskóla í Hafnarfiröi auk framhaldsskóla á Suöur- og Austurlandi. Shakespeare í Sjónvarpinu Ríkissjónvarpiö hefur nú fest kaup á sýningarrétti á sjónvarpsuppfærslu áöllum leikritum Shakespeares. Nær hann yfir 12 ára tímabil og er gert ráö fyrir aö á þeim tima veröi aö jafnaði sýnd þrjú leikrit á ári. Jafnframt kaup- um á sýningarrétti tryggöi Innkaupa- og markaðsdeild sjónvarpsins sér einnig rétt til þess að selja verkin á myndsnældum til mennta- stofnana þ.e.a.s. skóla bóka- safna o. fl. Nú er unnið aö undirbúningi þeirrar dreifing- ar og veröa leikritin seld 6—7 saman i flokki. Áformað er aö sala hefjist á miöju næsta ári. Breska sjónvarpið (BBC) hóf árið 1979 aö láta gera sjónvarpsuppfærslur á öllum leikritum Shakespeares, 37 aó tölu. Verki þessu lauk 1985 og eru leikritin í 6 flokk- un þar sem blandað er sam- an harmleikjum, gamanleikj- um og söguleikjum. Jafnframt þessu hefur Al- menna bókafélagið gefið út heildarútgáfu aö Shakespear- es þýðingum Helga Hálfdán- arssonar. Eru komin út fimm bindi af átta og er áætlað að útgáfu Ijúki 1900. Samkomu- lag er milli Sjónvarpsins, Helga Hálfdánarssonar og Al- menna bókafélagsins að nota þýöingar Helga við útsend- ingu leikritanna. Aö kveldi nýársdags 1988 veröur fyrsta Shakespeare- leikritið á dagskrá Sjónvarps. Það er Rómeo og Júlía. Sýn- ing þess hefst kl. 21.40. í rangri veröld „í rangri veröld“ nefnist bók eftir Hrafnhildi Valgarös- dóttur sem Frjálst framtak hefur gefiö út. í bókinni eru ellefu smásögur. Hrafnhildur er kunn sem barna- og ungl- ingabókahöfundur og hlaut nýlega fyrstu verðlaun í sam- keppni um slíkar bækur. Þetta er hins vegar fyrsta bókin sem hún skrifar og ætluö er fullorönum. I frétt frá Frjálsu framtaki segir aó efnistök Hrafnhildar séu á margan hátt óvenjuleg. Frásagnarmáti hennarer meitlaður og án orökrúös. Hún gefur lesendunum næma innsýn í hugarheim ogjt> líf söguhetjanna en skilur jafnfram eftir margar spurn- ingar sem lesendum er eftir- látiö að svara. „í rangri veröld“ er 120 bls. aö stærð, prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar og bundin hjá Arnarfelli. 1. janúar nálgast með staðgreiðsiu opinberra gjalda. Það er afar mikilvægt að allir launamenn og launagreiðendur þekki rétt sinn og skyldur í hinu nýja kerfi. Menn eru því hvattir til að kynna sér málið vel og leita upplýsinga séu þeir í óvissu. HVAÐ FELSTÍ STAÐGREÐSLU? (staðgreiðslu eru skattar dregnir af öllum launum við hverja útborgun. Þar með talið eru hvers konar greiðslur, hlunnindi og orlof. Staðgreiðslan tekur yfir alla skatta og gjöld, sem áður voru álögð á launamenn, nema eign- arskatt sem áfram verður innheimtur eftir á. ÚTREIKNINGUR OGINNHEIMTA STAÐGREÐSLU Launagreiðandi annast útreikning stað- greiðslu starfsmanna sinna, innheimtir hana og skilar til innheimtumanns mánaðarlega, einnig af eigin launum. Launamaður getur ekki sjálfur skilað staðgreiðslu vegna launa frá launagreið- anda. Sama skatthlutfall, 35.2%, er notað við afdrátt af öllum launum óháð upphæð þeirra. Skatturinn er því ekki stighækkandi. FRÁDRÁTTUR í STAÐGREBSLU Allir launamenn fá árlegan persónu- afslátt sem dreginn er af staðgreiðslunni. Per- sónuafslættinum er skipt jafnt á alla mánuði ársins og er 14.797 krónurfyrir hvem mánuð á tímabilinu janúar-júnf 1988. Sjómenn og hlutráðnir landmenn fá sér- stakan sjómannaafslátt 408 krónur á dag janúar-júní 1988, sem ekki kemur fram á skatt- kortinu. Námsmerm fá hærri persónuafslátt yfirsumarmánuðina. Vaxtafrádráttur verður afnuminn en til bráðabirgða verður þó veittur afsláttur til þeirra erfestu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu bygg- ingu þess til eigin nota 1987 eða fyrr og hefðu að óbreyttu notið vaxtafrádráttar. Þessi afsláttur verður veittur í allt að 6 ár, frá og með 1988. BÆTUR Bamabætur með hverju bami innan 16 ára aldurs verða greiddar á 3ja mánaða fresti og skiptast jafnt á milli hjóna (sambýlisfólks). Húsnæðisbætur eru greiddar þeim sem kaupir eða hefur byggingu ibúðarhúsnæðis 1988 eða síðar í fyrsta sinn eða til eigin nota einnig þeim sem keyptu eða byggðu í fyrsta sinn 1985-1987 ef þeir nutu ekki vaxtafrádrátt- ar á þeim tíma. Réttur til bótanna varir í 6 ár, frá og með upphafsári.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.