Alþýðublaðið - 24.12.1987, Page 7

Alþýðublaðið - 24.12.1987, Page 7
Fimmtudagur 24. desember 1987 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir ÍSRAELSKI JÁRN- HNEFINN Rithöfundurinn Kirsten Thorup hefur heim- sótt Gaza og Vesturbakkann. Hún hefur séð og upplifað hin ómannúðlegu skilyrði, sem Palestínumenn búa við. ísraelskur hermaður athugar skilríki ungs palestinumanns. Þaö, sem hefur mest áhrif á þann sem feröast um her- setnu svæöin, er miskunnar- leysið sem ísraeiska her- námsliöiö sýnir Ralestínu- mönnum, og „járnhnefa-póli- tíkin“ veldur eölilega ótta. Þaö úir og gruir af hermönn- um á strætunum. Þeir standa jafnvel uppi á flötum húsþök- unum meö vélbyssur og sjón- auka, til að fylgjast með öliu sem fram fer. „Ég er alltaf dauöhrædd, þegar ég geng eftir götun- um“, segir ung stúlka sem greinarhöfundur hitti á aöal- skrifstofu miö-austurs kirkju- ráðsins I GAza. „Jafnvel þó maður hafi ekki komið ná- lægt pólitík, getur maöur aldrei veriö öruggur. Sé maö- ur nærstaddur þar sem eitt- hvaö kemur fyrir, eru allir Ralestinumenn umsvifalaust handteknir og farið meö þá í aðalstöðvar hersins. Ég er meira að segja hrædd í rúminu þegar ég ætla aö fara aö sofa, um aö verða sótt af hermönnum. Ef einhver er tekinn fastur um- kringja þeir allt hverfið til aö hræða fólkið. Viö erum öll talin sek þegar eitthvaö kem- ur fyrir. Þá er sett á okkur út- göngubann, þó eru þaö fjöl- skyldur þeirra sem grunaðir eru, sem harðast veröa fyrir baröinu á hermönnunum." Samira Samira, sem er búsett ( þorpi nálægt Jerusalem varð fyrir slíkri fjölskyldu-hegn- ingu. Eiginmaöur hennar haföi aldrei starfað i pólitík, samt var hann grunaöur um að vera stuðningsmaður PLO- samtakanna (frelsishreyfing- ar Palestínumanna). Ástæö- an: nokkrir vinnufélagar hans höföu verið handteknir, og hann sjálfur haföi verið í Sýr- landi i heimsókn hjá ættingj- um. Eftir handtöku eigin- mannsins, var Samira og börnum hennar skipað aö pakka því nauðsynlegasta á hálftíma og yfirgefa húsiö, vegna þess aö það ætti að sprengja húsiö í loft upp. Hún neitaði aö hlýöa skipun- um hermannanna og sagðist mundi verða áfram í húsinu með börnin sín (þrjá drengi og fimm telpur, sú yngsta þriggja mánaða) og sagöi hermönnunum að þeir gætu þá sprengt þau öll meö hús- inu. Mucktarinn (þorpsstjór- inn, valinn af stjórnvöldum í ísrael) var þá kallaöur á vett- vang. Hann reyndi að útskýra fyrir Samira alvöru þessa máls, en hún neitaöi aö yfir- gefa húsiö. Hermennirnir uröu taugaóstyrkir og sent var eftir háttsettum yfirmönn- um í hernum. Þetta endaöi svo með því aö hermennirnir létu sér „nægja“ að innsigla húsið. Vegna handtöku eigin- mannsins var sett útgöngu- bann á alla þorpsbúa. Engir þorðu að hýsa Samira og börnin af ótta við hefndarað- gerðir ísraelskra yfirvalda. Loks fengu þau inni í vöru- geymslu sem kaupmaður í þorpinu átti og það var ekki fyrren hálfu öðru ári seinna, sem leyfi fékkst til að opna húsið og hún gat farið heim með börnin. Vatnsbólið hafði einnig verið innsiglað og yfir- völd í ísrael neituðu ósk um opnun þess, þartil Rauði Krossinn skarst í leikinn. Alþjóða Kirkjuráðið i austur- Jerúsalem útvegaði Samira Rithöfundurinn Kirsten Thorup. saumavél svo hún gæti unnið fyrir sér og börnunum, með- an eiginmaðurinn sat í fang- elsi. Israelsmenn yfirheyrðu hana daglega og reyndu að fá hana til að segja frá ein- hverju, sem maður hennar átti að hafa gert og sögðu henni að maður hennar hefði játað allt! En Samira lét ekki bugast og sagði mann sinn saklausan. Eiginmaðurinn sat í fang- elsi i fimm ár, (án réttarhalda) en var svo látinn laus. Sex mánuðum seinna var hann aftur handtekinn og sat þá inni í eitt og hálft ár. Þá loks var hann dreginn fyrir herrétt og sýknaöur vegna skorts á sönnunum. Fangelsisvistin fór illa með eiginmanninn, hann hryggbrotnaði þegar fangaverðir hoppuðu á baki hans. Jámhnefinn „Járnhnefapólitíkin“ veldur ekki aðeins ótta, hún æsir til mótþróa. Ótrúlega margir Palestínumenn sem greinar- höfundur hitti höfðu verið fangelsaðir eða áttu ættingja sem höfðu verið fangelsaðir. Greinarhöfundur og sam- starfsmenn hennar heim- sóttu fjölskyldu í Beach Camp búðunum ( Gaza. Hún hafði til umráða tvö herbergi fyrir þrettán manna fjölskyldu. Elsta dótt- irin Sahar skýrði frá því að herbergi drengjanna væri oft- ast autt, því þeir væru yfir- leitt i fanglelsi. Bróðir henn- ar, Ahmed tuttugu og tveggja ára hafði komið heim nokkr- um dögum áður, eftir þriggja ára fangelsisvist. Þegar hann var spurður af hverju hann hefði setið inni, svaraði hann blátt áfram: „Ég er meðlimur i PLO“. Hann sagði að átján fyrstu dagarnir í fangelsinu færu í það að reyna að þvinga fram játningar. Meðan á þvi stendur eru fangarnir oft lamdir og þá helst á þá staði á líkamanum sem ekki eru áberandi, svo sem á iljarnar og undir hönd- unum. Ahmed lauk samtalinu með þv( að segja: „Þegar við vorum börn vorum við hrædd við ísraelsku hermennina en við erum það ekki lengur.“ Sahar, sem hefur starfaö i fangelsisbaráttunni síðan 1971 og allt í allt setið í fang- elsi í níu ár heldur áfram: „Fyrir hernámið 1967 voru PLO-samtökin ekki mjög þekkt. Nú nýtur PLO stuðn- ings meirihluta palestínsku þjóðannnar. Við viljum endur- heimta land okkar. Við viljum oeta sagt með sanni „Ég er Pdlestínumaður. Við munum leysa vandamál okkar sjálf og kærum okkur ekki um Huss- ein konung sem fulltrúa okk- ar. Palestínumenn (Jordan mega ekki einu sinni kalla sig palestínumenn. Hinni svokölluðu þróunaráætlun Hussein fyrir landið á vestur- bakka Jordan og Gaza, er stjórnað af Israel og Banda- ríkjunum, sem eiga að fjár- magna hana. Við erum ekki hryðjuverkamenn, við berj- umst fyrir því að fá að búa i friði í okkareigin landi. Israel verður að hraða samningum við okkur, áður en það er of seint. Þeir geta ekki drepið okkur öll og ekki er öruggt að Israel verði alltaf svona öflugt." Hryöjuverkamenn Palestínumönnum á her- numdu svæöunum finnst ver- öldin hafa brugðist þeim, þar með talin hin arabalöndin. Það var sameiginlegt með öllum sem talað var við, úr öllum stéttum — að þeir litu á PLO sem fulltrúa sina og að stjórn PLO ætti að vera samningamenn fyrir palest- ínsku þjóðina. Viömælendur voru sárir vfir þeirri alhæfingu, að allir Palestínumenn væru hryðju- verkamenn. Það, að læknir i flóttamannabúðum reynir að bæta um betur á heiIbrigöis- sviðinu gerir hann ekki að hryðjuverkamanni. Bóndinn, sem neitar að yfirgefa jört5 sína og láta hana í hendur gyöinga sem nema land, er ekki hryðjuverkamaður, svona mætti lengi telja. Þetta fólk er að reyna að halda í rétt sinn til að lifa eins og það á heimtingu á. Myndu ekki flestir bregðast til varnar ef það ætti að svipta þá aleig- unni og reka þá burt frá heimilum sínum? (Det frí Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.