Alþýðublaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.01.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. janúar 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Fátœktin í Chile KOLA- SAFMAR- ARNIR Aðeins einu sinni á ævinni hefur Isabel tíu ára gömul, bragðað mjólk. Það var þegar hún heimsótti ömmu sína, sem býr í sveitinni og á eina kú. Ekkert hinna barnanna, sem á hverjum degi koma i húsa- kynni stéttarfélags þeirra, sem vinna við kolagröft í Lota, hafa nokkru sinni bragðað mjólk. Það er ekki aðeins mjólk, sem börnin í Lota fara á mis við, þau fá einnig mjög lítið að borða. í Lota og nágranna- bænum Coronel ríkir fátækt og skortur. Ástandið er í rauninni neyðarástand og hefur verið lengi. Coronel og Lota eru svo- kallaðir kolgrafarbæir, og eru staðsettir nokkrar mílur suð- ur af Concepcion í suður- hluta Chile. Fátækt og neyð er ekki nýtt fyrirbæri á þess- um slóðum þvi grafara — samfélagið svokallaða, hefur alltaf verið hornreka í þjóðfé- laginu. Efnahagur kolgrafara — samfélagsins er alltaf að versna. Á dögum stjórnar Allende forseta var starfsem- inni bjargað með ríkisstyrkj- um. Velferöarríkiö sem hvarf Þegar rikisstjórn Allende sat við völd f Chile, var landið á góðri leið til velferðar þar sem ríkið hafði komið á mikl- um félagslegum endurbótum, einnig í efnahags og atvinnu- málum. Nú má segja að svo til algjört öryggisleysi ríki í félagsmálum og þróunin orð- ið i öfuga átt eða tíu til tutt- ugu ár aftur í tímann. Aðgerð- arleysi ríkisstjórnarinnar nú, gerir það að verkum að hver verður að bjarga sér eins og best hann getur. Félagsleg þjónusta svo sem menntun, heilsugæsla, tryggingar og eftirlaunasjóð- ir, eru nú að hluta rekin af einkaaðilum og afleiðingarn- ar eru augljósar. Ólæsi er 9,6 prósent í Coronel og tólf pró- sent í Lota. Einn af hverjum fjórum ganga í skóla í Coron- el og einn af hverjum fimm i Lota. Fyrir 65 prósent ungl- inga á aldrinum 15 til 17 ára, er menntun tómt mál að tala um. Þeir verða að hjálpa fjöl- skyldum sínum við að ná endum saman með einhvers- konar „óopinberri“ vinnu. Talið er að 65.000 þús. af 150.000 þús. íbúum þess- ara tveggja borga líði skort. Neyðarvinna I þessum tveimur bæjarfé- Iögum eru tólf prósent í alls- konar neyðarvinnu á vegum hins opinbera þar sem mán- aðarlaun eru 3000 pesos, sem nægir fyrir einu kílói af brauði á dag, öðru ekki. Einn strætisvagnamiði á Coronel og Lota kostar fimmtíu pesos og það segir sig sjálft að ferð með strætisvagni er „luxus“ sem fólk í neyðarvinnu getur ekki leyft sér. Neyðin kennir naktri konu að sþinna og fyrst ekki er vinnu að fá, eru það sífellt fleiri sem reyna að safna kolamolum. Karlmenn konur og börn safna steinkolum sem skolast uþp í fjöruborð- ið, unglingar stela kolum úr járnbrautarvögnum og flutn- ingabílum. Viö sitjum í stofunni hjá Patricio Omar G. í Coronel, hann er atvinnulaus tuttugu og tveggja ára gamall. Eina atvinnan sem hann hefur fengið í sínu lífi, er við snún- inga i frystihúsi og vinnan er það ótrygg, að margir mánuð- ir geta liðið, þegar enga vinnu er að fá. Þessi vinna er yfirleitt aðeins þrír til fjórir dagar í einu. Þegar Patricio fær ekki vinnu fær hann ekki laun, og hann sem langar svo aö gifta sig og stofna heimili. Patricio hefur fundið leið til þess að komast af. Þegar dimma tekur, treður hann þremurstórum strigaþokum vanlega niður með buxna- strengnum. Við fylgjumst með Patricio í vinnunni. Patricio er „perrero". Þegar / suðurhluta Chile eru kol, það sem allt veltur á. Jafnvel börnin þurfa að erfiða til að endar nái saman. einhver stóru flutningabíl- annasem hlaðnireru kolum, verður að skipta niður í fyrsta gir í brattri brekku, hleypur Patricio til og treður kolum sem mest hann má í striga- pokana. ( þetta sinn voru það aðeins nokkrar sekúndur sem hann gat „unnið“. Vakt- maður fylgdist með og mið- aði byssu ógnvekjandi á Pat- ricio. „Perreros" hafa oft ver- ið skotnir svo Patricio lét ekki segja sér það tvisvar að forða sér. Stundum gengur þetta miklu betur og Patricio getur jafnvel fyllt tvo sekki. Hann fær 300 pesos fyrri sekkinn, það er ekki mikið til að hætta lífi sínu fyrir. Valkostir eru fáir ef nokkrir og hvað gerir maður ekki fyrir ástina? Ótti í Coronel er örvilnun fólks- ins orðin slik, að fólk er farið aö grafa eftir kolum við sínar eigin dyr. Djúp undirgöng hafa myndast þvers og kruss undir húsunum. Fókiö bók- staflega grefur grunninn und- an fótum sér. Það er orðið beinlinis hættulegt að búa ( sumum þeirra, þar sem stórar sprungur hafa komið í veggi og gólf. Raoul Enriques Fernandez fer öðruvísi að. Hann hittum við rétt utan við Coronel, þar sem hann ásamt fleirum höfðu grafið sig 15—20 metra undir mjúka leirmold- ina. Þetta getur líka verið hættulegt eins og Raoul fékk að reyna, þegar þak „jarð- gangnanna” hrundi yfir hann og félagar hans urðu að draga hann undan hrúgunni. Tré á þessum slóðum eru höggvin og það skapar enn meiri hættu á hruni i þessum frumstæðu grafgöngum. Sex klukkustundir á dag þræla þeir við að ná „svarta gullinu". Nestið, smástykki af brauði og vatnsflaska. Á heimili Raoul eru 22 munnar að metta. Vinnuslys í þessari „vinnu" eru tíð, 23 fórust á fyrstu átta mánuðum ársins 1987. Kolasafnararnir. Á Playa Blanca í Lota, leggja smábátar að landi drekk- hlaönir kolum. Meðfram langri ströndinni standa kon- ur og börn og nokkrir karl- menn í köldum sjónum upp í mitti. Þau halda á löngum málmstöngum með háf og reyna að „fiska“ smá kola- mola, selja þá síðan kaup- anda, sem græðir helmingi meira á kolunum en þeir sem söfnuðu þeim. Raoul Campos Gonzales er 46 ára og hefur stundað þessa vinnu i 20 ár, aðra vinnu hefur hann ekki haft. Á góðum degi getur hann unn- ið sér inn 240 pesos með 10 — 12 klukkustunda vinnu. Mariel er aðeins 14 ára og er ein af þeim mörgu ungl- ingum, sem varð að hætta í skólaog gerast kolasafnari. Frá morgni til kvölds stendur hún í köldu vatninu og „fisk- ar“, lætur kolin í smáhrúgur og ber svo að loknu dags- verki sekkina, sem geta vegið allt upþ i 40 kíló til kauþand- ans. Hún tekur sér smá hvíld um miðjan daginn, hleypur heim til sín og sest viö sjón- varpsskjáinn og gleymir erfiðleikum sinum um stund, við að horfa á sápuóperu. (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.