Alþýðublaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. janúar 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Fókið skelfur úr kulda í Rúmeníu, nýjar reglur banna fólki að hita upp íbúðir sínar yfir tólf gráður. Matar- skammtur er lítill, kjöt nœstum ófáan- legt. Þetta ástand er í landi sem hefur allt til að bera svo vel- sœld mœtti ríkja. Landinu er illa stjórnað af Nicolae Ceausescu, sem vill að litið sé á sig sem guð. Nú er þolin- mœði fólks á þrot- um. Rúmenskt málverk af Nicolae Ceausescu og Elena konu hans, á þvl llkjast þau guölegum verum. Staðreyndin er, aö mikil óstjórn rlkir I land inu RÚMENÍA VONLEYSISIHS Gráar göturnar i Búkarest veröa æ litlausari. Götuljós loga ekki, bannað aö aka einkabilum og lltiö um almenningsvagna. Kommúnistaflokkur Rúme- niu hélt ráðstefnu á dögun- um, þá fyrstu i fimm ár. Ekkert sem þar kom fram bendir til þess að von sé á endurbótum. Ceausescu vís- aði á bug óskum um endur- bætur, að visu samþykkti hann smávegis launahækk- anir vegna óróa á nokkrum vinnustöðum. Þaö gagnar lit- ið því sáralítið er hægt að kaupa vegna vöruskorts. Ceausescu viðurkenndi að ekki hefði tekist að fram- fylgja fimm ára áætluninni eins og æskilegt heföi verið, en benti ekki á neitt sem gæti gert hlutina þægilegri. Aftur á móti sagði hann að enn meiri sparnaðaryrði að gæta í orkumálum og eyðslu á hráefnum á næstu árum. Kommúnistaflokkur Rúme- nlu hefur föst tök á þátttak- endum á ráðstefnu flokksins. Undir langri ræðu Ceausescu stóðu þátttakendur oft á fæt- ur, klöppuðu og hrópuðu „hetjan Ceausescu, lengi lifi hann og Kommúnistaflokkur Rúmeníu". Flokkurinn kallar gjarnan áratuga stjórn Ceausescu, „gullna tímabilið". Hætt er við að sagnaritarar muni kalla þetta tímabil eitthvað allt annað. Trúlega verður þess minnst sem tímabils mikillar óstjórnar Nicolae Ceausescu og fjölskyldu hans. Fjölskyldu veldi Ceausescu er sex.tíu og niu ára gamall og hefur verið við völd síðan árið 1967. Á eftirmann hans hefur lítið verið minnst, en helst hafa þótt koma til greina Elena eiginkona hans eða sonur hans Nicu, en þau hafa bæði verið áberandi í valdakerfinu, Ceausescu hefur sannarlega borið mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni. Yfir fimmtiu fjölskyldumeðlimir hafa verið í lykilstöðum í flokknum og í stjórnkerfinu! Ceausescu hefur komið á einskonar persónudýrkun á sjálfum sér, líkastri þeirri sem leiðtogar í Norður —- Kóreu hafa skapað í kringum sínar persónur. Hann lætur hylla sig við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Á sínum tíma naut hann vissra vin- sælda og menn kenndu ráð- gjöfum hans um allt sem af- laga fór. Nú virðist annað hljóð í mönnum. Óánægðir verkamenn fara í mótmæla- göngur og hrópa „niður með einræðisherrann", og „við heimtum brauð“. Árekstrar og uppþot Mest hefur borið á uppþot- um I borginni Brasov. Verka- menn í verksmiðjunni „Rauði fáninn", en þar eru framleidd- ir vörubílar, fóru í mótmæla- göngur þegar þeim var til- kynnt að laun þeirra yrðu lækkuð af því aö framleiöslu kvóta hefði ekki verið náð. Ástæðan fyrir því var: skortur á hráefnum, skortur á vara- hlutum og stanslausar trufl- anir í rafmagnsspennu. Verkamennirnir héldu til miðborgarinnar, veltu lög- reglubíl, kveiktu í ráðhúsinu og réðust til inngöngu í aðal- skrifstofur kommúnista- flokksins. Þetta er fjórði veturinn þar sem tilfinnanlegur orkuskort- ur gerir vart við sig. Það get- urorðið nístandi kalt í Rúme- niu, byggingar eru þar yfir- leitt lélegar og næðingur í húsunum. Bannað er að hafa nema eina 30 watta Ijósaperu I hverju herbergi, óleyfilegt er að nota heimilistæki. Gas, til eldunar er skammtað og fæst aðeins smástund á degi hverjum. Ekki er hlýindum fyrir að fara á vinnustöðum og á skrifstofum sitja menn kappklæddir og jafnvel meö vettlinga á höndum. Matarskortur í Rúmeníu er ströng matar- skömmtun, og er Rúmenía eina landið i Evrópu, sem hefur haft matarskömmtun síðastliðin tuttugu ár. Skammturinn af brauði er 300 grömm á dag, kjöt fæst ekki og erfitt að fá mjólk. Bannað er að nota einka- bila, götuljós slökkt og fáar ferðir almenningsvagna. Varla er hægt aö tala um menningarlíf eins og ástand- iö er i dag. Sjónvarpið sendir út einn og hálfan tíma á dag — og er efnið að mestu hrós um Ceausescu! Það sem er alveg á hreinu hjá stjórnvöld- um er- rikið krefst þess að hver kona fæði fjögur börn svo áætlun um fjölgun þjóð- arinnar standist.! Auöugt land Frá náttúrunnar hendi er Rúmenía ákaflega auðugt land. Rúmenía er eina landið i Austur—Evrópu, að undan- skildum Sovétríkjunum, þar sem bæði finnst olía og gas. Landið er einnig auðugt af kolum og ýmsum málmum og i Transsylvaníu er gnægð timburs. Suðurhluti landsins er að mestu frjósamar slétt- ur, sem ef vel væri á málum haldið gætu fætt bæði þjóð- ina sjálfa og einnig alfað er- lends gjaldeyris með útflutn- ingi. I Rúmeníu ræður Stalinis- minn ríkjum. Samyrkjubú sem bændur eru skyldugir til að reka, gefa ekki nóg af sér i landbúnaðarvörum. Einhliða áhersla á þunga — iðnaö ger- ir illmögulegt að efnahagslíf- ið geti dafnað eðlilega. Stjórnvöld senda matvæli og orku til útlanda, til að borga niður erlendar skuldir, á meðan þjóðin verður að bíta i það súra epli að hafa ekki sjálfsagðar neysluvörur. Það má segja að jafnvel i ýmsum þróunarlöndum í Afríku og Asiu hafi þegnarnir það betraen í Rúmeníu nú- tímans. Þó er það sýnu verst, séð með augum gestkomandi, að þjóðin virðist hafa glatað voninni um betra Iff. (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.