Alþýðublaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 8
*T* tfliYl 681866 MLÆjæ æ 1 HUBUBI9 “ 'SINGAR 5ÍMI 1866 SAMNINGAR í SKUGGA VERKFALLA Útlit er fyrir hörð átök á vinnumarkaðnum á næst- unni. Töluvert ber á milli i viðræðum verkalýðshreyfing- arinnar og vinnuveitenda. Engar kröfugerðir hafa verið settar fram, en Ijóst sé að framfærsluvisitafan hafi hækkað um rúmlega 7% og sumir hópar launafólks þurfi allt að 15% hækkun. Sjó- mannasambandið ákvað að biða með uppsögn samninga m. a. vegna tilkomu stað- greiðslukerfis skatta. Fjögur aðildarfélög innan þess hafa þó lausa samninga. Viðræður eru i gangi milli ríkisins og kennara um vinnutíma og vinnutilhögun hjá kennurum. Önnur starfsmannafélög rikisins eru með samninga til næstu áramóta og flest bæjarstarfsmannafélög til áramóta 1989/1990. Ólína Ólafsdóttir. „VIL FÁ KAUPHÆKKUN“ „Að sjálfsögðu vill maður kauphækkun í komandi kjara- samningum. Það hefur eng- inn efni á að lifa á þessum launum. Ég vildi helst komast hjá verkföllum, en ef farið verður út í verkföll mun ég taka þátt í þeim,“ sagði Ólína Ólafs- dóttir í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Nú um áramótin lauk gildistíma fjölmargra kjara- samninga. Sem dæmi má nefna að öll aðildarfélögin innan Alþýðusambands ís- lands eru með lausa samninga. Samkvæmt heimildum Ai- þýðublaðsins innan verka- lýðshreyfingarinnar stefnir í hörð átök á vinnumarkaðnum eins og málin standa núna. Aflað yröi heimilda til verk- falla og svo gæti farið aö vinna stöðvaðist víða þegar kæmi fram í febrúarmánuð. Rætt hafi verið við vinnu- veitendur allt sl. ár bæði á meðan góðærið stóð yfir og eins eftir að syrta tók í álinn og að ekki virtist yfir miklu að sitja. Engar formlegar kröfugerðir hafi verið settar fram, en mikið rætt um hvernig jafna megi það mis- gengi sem orðið hafi á milli Páll Jónsson. „REIDUBÚINN í VERKFALL“ „Það er ekki spurning um að vilja kauphækkun, heldur er spurningin hve mikið við fáum,“, sagði Páll Jónsson verkamaður í Dagsbrún. „Ertu reiðubúinn að fara í verkfall til að ná fram hækk- un?“ „Já, ég er alveg reiðubúinn til þess, við höfum dregist svo langt aftur úr í launum." hópa. Greinilegt sé að mikið beri á milli. Samningar muni snúast að langmestu leyti um beinar launahækkanir. Framfærslu- vísitalan hafi hækkað um rúmlega 7% og að til væru þeir hópar sem þyrftu allt að 15% hækkun. I dag hefst miðstjórnar- fundur ASÍ og gæti verið að stefnan skýrðist frekar að honum loknum. Ljóst er að samningar muni fara fram í skugga verk- falla eða jafnvel að verkföll þurfi að koma til áður en samkomulag náist. Samningar Sjómannasam- bands Islands voru uppsegj- anlegir með mánaðarfyrirvara um áramótin, en meirihluti félaga vildi bíða með upp- sögn. Þó voru fjögur félög innan sambandsins sem Sigrún G. Óskarsdóttir. „VERKFALL NEYDARÚRRÆÐr „Ég hefði ekkert á móti launahækkun, það veitir auð- vitað ekki af henni," sagði Sigrún G. Óskarsdóttir í Verkakvennafélaginu Fram- sókn. „Ég er ekki sérlega hlynnt verkfalli, en það er auðvitað neyðarúrræði." sögðu upp samningum. „Við erum að taka upp staðgreiðslukerfi skatta og meö tilliti til þess þótti viss- .ara að bíða og sjá hvernig það reyndist," sagði Óskar Vigfússon formaðurSjó- mannasambandsins í samtali við Alþýðublaðið. Sagði hann aó samningar þeirra fram- lengdust um sex mánuði í einu sé þeim ekki sagt upp og gætu þeir því sagt þeim upp 1. júní n. k. Svo til öll félög opinberra starfsmanna eru með samn- inga til næstu áramóta, þó eru kennarar með lausa samninga. Indriði H. Þorláksson skrif- stofustjóri í fjármálaráðu- neytinu sagði í samtali við Alþýðublaðið að Hið íslenska kennarafélag væri með lausa samninga og Kennarasam- Hafliöi Jóhannesson „Hneyksli“ „Það er ekkert skilyrði að fá beinharða peninga út úr næstu samningum, það er ýmislegt fleira sem kemur til. Einhvernveginn verða kjör okkar að batna. Það er hneyksli að við sem vinnum við fiskvinnslu, höfuðatvinnu- veg þjóðarinnar skulum ekki bera meira úr býturn." „Ég erekki tilbúinn að farað verkfall. Þau skila aldrei neinu til verkalýðsins," sagði Hafliði Jóhannesson verkamaður í Dagsbrun. band íslands væri með „leys- anlega“ samninga. Sagði hann að viðræður væru í gangi við kennara og snerust þær aðallega um vinnutíma og vinnutilhögun þeirra og hafi nefndir sem unnu að því að skoöa þau mál skilað áliti. „Við erum að ræða þau mál.“ Sagði Indriði að of snemmt væri að segja til um gang samninganna, ýmsir möguleikar væru í þessum málum og skoðanir mismun- andi. Flest bæjarstarfsmannafé- lög hafa gert samninga til áramóta 1989/1990, en endur- skoðunarákvæði eru í þeim samningum. Meðal þeirra bæjarstarfsmannafélaga sem gerðu slíka samninga eru starfsmenn Reykjavíkurborg- ar, Akraness og fleiri. Dagrún Jóhannsdóftir „Kýs samninga- leiðina“ „Það er að sjálfsögðu höfuðskilyrði að fá hækkun launa, þetta eru engin laun sem maður hefur í dag. Það lif- ir enginn af Sóknartaxta." „Ég hef ekki hugleitt verk- fallsleiðina sérstaklega. Ég kysi frekar að reyna að ná samningum án þess að til verkfalla komi, en ef sú leið bregst tæki ég þátt í verkfalli," sagði Dagrún Jóhannsdóttir- Starfsmannafélaginu Sókn. STEFNIR í HATRÖMM ÁTÖK Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja segir að nú þegar þurfi að krefjast alft að 24% hækk unar á launum og að krafan geti orðið um 30% næstu mánaðamót. Mikið beri á milli samningsaðila og að ailt útlit sé fyrir hatrömm átök á vinnumarkaðnum. Sagði Jón staðreyndina vera þá að mikið bæri á milli samningsaðila, sérstaklega hvað varðaði hina lægst laun- uðu s. s. fiskvinnslufólk. Sú launahækkun sem krefjast yrði strax væri um 24%. Þar af væru 15—20% tilkomin vegna fastlauna- samninga sem ýmsir hafa notið aðrir en fiskvinnslufólk og einnnig hafi framfærslu- vísitalan hækkað um a. m. k. 7% frá því síðasta „rauða strik“ var dregið í launanefnd og einnig hafi væntanleg gengisfelling einhver áhrif. „Það er víst búið að lofa einhverri gengisfellingu allt að 15%. Ríkisstjórnin virðist ekki þora að taka þá ákvörðun alveg eins og er, sennilega eru þeir að reyna að kýla kvótann og fleira i gegn áður.“ Þá væru ótaldar sölu- skattsaðgerðir ríkisstjórnar- innar, sem fullyrt væri að kostuðu landsmenn ekki neitt. Þessar aögerðir komi til með að bitna á þeim sem minnst mega við því eins og t. d. barnafjölskyldum„Maður þarf aö borga skatt af barna- bótum, manni finnst sem ver- ið sé að rétta með annarri segir formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja hendinni, en taka með hinni.“ Líkur væru á að krafan um mánaðamótin gæti numið allt að 30%, og taldi Jon að erfitt yrði að ná þvi fram. Góðærið virðist hafa horfið um leið og samningaviðræð- ur hófust. „Komi ekki eitthvað sér- stakt til, stefnir allt I hat- römm átök og verkföll." n 1 2 3 r 4 5 □ V 6 □ 7 8 9 10 □ 11 □ 12 13 J □ í * Krossgátan Lárétt: 1 hrædd, 5 fljót, 7 tvi- hljóöi, 8 innheimta, 10 til, 11 starf, 12 múli, 13 gamla. Lóörétt: 1 fátæk, 2 kóf, 3 sem, 4 álappi, 5 refsing, 7 lán, 9 vangi, 12 þegar. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 slæmt, 5 eftir, 6 nag, 7 þó, 8 dugnaö, 10 at, 11 urr, 12 arma, 13 tolla. Lóörétt: 1 staut, 2 ligg, 3 ær, 4 tjóöra, 5 endast, 7 þarma, 9 nurl, 12 al. • Gengið Gengisskráning 2. — 6. janúar 1988 Bandarikjadoilar Sterlingspund Kanadadollar Dðnsk króna Norsk króna Sænsk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark ítölsk lira Austurr. sch. Portúg. escudo Spanskur peseti Japanskt yen Kaup Sala 36,310 36,430 66,302 66,521 28,087 28,180 5,7861 5,8042 5,7294 5,7483 6,1454 6,1657 9,0707 9,1007 6,5803 6,6020 1,0636 1,0671 27,2772 27,3673 19,7929 19,8583 22,3604 22,3339 0,03023 0,03033 3.1617 3,1721 0,2703 0,2712 0,3275 0,3286 0,28579 0,28674 • Ljósvakapunktar •RUV 22.00 í skuggsjá — Með allt á þurru. Fjallað verður um áfengisvandann og sýnd ís- lensk sjónvarpsmynd frá Áfengisvarnaráði. • Ljósvakinn 19.00 Létt og klassískt. • Bylgjan 14.00 Skallaþopp Ásgreirs Tómassonar. • Stöí 2 22.50 Kardinálinn. Mynd um irskan kardinála í vafasöm- um viðskiptum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.