Alþýðublaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 1
VORUVERÐ HÆKKAR STRAX segir Ingibjörn Hafsteinsson formaöur Félags matvörukaupmanna. Söluskattur leggst strax á vörur en tollalœkkanir koma ekki fram fyrr en síðar. Söluskattshækkunin tekur gildi í dag. Við hana leggst söluskattur m. a. á þá mat- vöru sem hefur verið laus við þann skatt og eins mun vara sem í haust var hækkuð með 10% söluskatti hækka enn og bera framvegis 25% sölu- skatt. Allar vörur hækka í dag að undanskildum landbúnaðar- vörum. Þær eiga ekki að hækka þó að á þær verði lagður söluskattur, þar sem niðurgreiöslur verða auknar. Fjármálaráðherra hefur gert ráð fyrir því að vöruverð muni ekki leiða til hækkunar á framfærsluvísitölu, þar sem ýmsar vörur lækki i verði við lækkun tolla, sem tóku gildi á nýju ári. Ingibjörn Hafsteinsson for- maður Félags matvörukaup- manna segir þó að ýmsar vörur muni hækka verulega í verði þegar í dag, þó að gert sé ráð fyrir því að þær muni lækka vegna tollabreytinga síðar meir. Ástæðan er sú að tollalækkanirnar munu ekki koma fram fyrr en heildsalar hafa fengið nýjar sendingar í hús og kaupmenn njóta lægri innkaupa þar af leið- andi. Hins vegar falli sölu- skattur umsvifalaust á allar vörur í verslunni. Og þar með vörur sem hafa verið keyptar á hærra verði hjá heildsölum en verður i framtíðinni, þegar tollalækkunin fer að segja til sín. „Okkur ber að standa skil á söluskatti af öllum vörum frá og með 7. janúar,“ segir Ingi- björn Hafsteinsson. „Viö komum til með að setja sölu- skatt strax á vöru sem á svo eftir að lækka næst þegar við fáum hana. Við þessu er ekkert aö gera. Ég veit aö vörur eru þegar farnar að berast til kaup- manna á lækkuðu verði frá heildsölum," segir Ingibjörn. Stjórn Félags matvöru- kaupmanna hélt fund í gær vegna fyrirhugaðra breytinga. Sagði Ingibjörn formaðurfé- lagsins að loknum fundi að enn virtist ýmislegt óljóst um vöruverðslækkunina, sem verður vegna tollalækkana, en það væri þó Ijóst aö vörur hækkuðu verulega i verði þegar í dag, 7. janúar — Ingi- björn taldi ákaflega óheppi- legt aö leggja söluskattinn á á þrettándanum. Kaupmenn yrðu að vinna i aukavinnu, skólafólk væri horfið inn í skólana. Hið sama hefði reyndar verið upp á teningn- um í haust, þegar 10% skatt- urinn var lagður á. Það gerö- ist um verslunarmannahelgi. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins draga margir í efa að fyrirhuguð verðlækkun vegna tollalækkana muni skila sér í jafn mikilli lækkun og fjármálaráðuneytið hefur reiknað með. Ráðuneytið ætli t. d. að álagningarhlutfall í verslun muni ekki breytast þó að innkaupsverð lækki. Hætt er við segja heimildarmenn aökaupmenn vilji sömu krónu- tölu til sín og áður og þess vegna muni vöruverð ekki lækka að sama skapi. Al- þýðublaðið mun fylgjast með verði í búðum. í helgarblað- inu mun t. d. birtast saman- burður úr tveimur stærstu vöruverslunum landsins. SAMKOMULAG UM KVÓTA- FRUMVARPIÐ Aflahámark báta undir 6 lestum verður hœkkað og banndögum fœkkað í gær var allt útlit fyrir að samkomulag hefði náðst á milli stjórnarflokkanna um af- greiðslu kvótafrumvarpsins. Samkomulagið felur i sér breytingar á 10. grein frum- varpsins, sem fjallar um smá- báta. Að öðru leyti er ekki um neinar stórbreytingar að ræða. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins hefur sam- komulag náðst um töluverða rýmkun á 10. grein frumvarps- ins. Aflahámark báta undir 6 lestum verður hækkað nokk- uð og banndögum fækkar frá því sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Talið er víst að fljótlega muni ganga að afgreiða frum- varpið eftir samkomulagið sem tókst í gær, þótt ein- staka stjórnarliðar kunni enn að krefjast frekari breytinga. Það reynist mörgum erfitt að skilja allar þær skattkerfisbreytingar sem orðið hafa að undanförnu. Það eru ekki bara skattkortin sem valda mönnum heilabrotum, heldur einnig breyttar reglur um söluskattsskylda aðila. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkisskattstjóra eru daglega ný nöfn að bætast á söluskatts- skrána. A-mynd/Róbert. Söluskattsbreytingarnar 1. september: SKÝRSLUM FJÖLGAÐ UM TVÖ ÞÚSUND Taliö er aö söluskattsskyld- um aðilum hafi fjðlgað um rúmlega 2000 frá því 1. sept- ember s. I. er ný lög tóku gildi um söluskatt á þjónustu verkfræðinga, lögfræðinga, arkitekta og fteiri hópa sem áður voru undanþegnir sölu- skatti. Að sögn Jóns Guð- mundssonar hjá embætti Ríkisskattstjóra voru út- sendar skýrslur í nóvember 11.406, en i ágúst s. I. 9.358. Þeim fjölgaði þvi um 2048 fyrsta mánuðinn eftir að lög- in tóku gildi. Að sögn Jóns er enn ekki vitað nákvæmlega hvað þessi aukning þýðir á ársgrundvelli, en það ætti að skýrast nánar seinni hluta þessa mánaðar þegar skýrslum hefur verið skilað inn fyrir desember. í september var söluskatt- ur ákveðinn 10% en verður 12% (dag. RUMENIA VON- LEYSISINS FRALEIT AÐGERÐí LANDRÚNAÐI 3 STRIÐ Á VINNU- MARKAÐI?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.