Alþýðublaðið - 14.01.1988, Page 3
Hmmtudagur 14. janúar 1988
3
FRÉTTIR
Ríkisstjórnin:
OLLUM RADIIM VERÐI REITT
GEGN ÓÞARFA VERDHJEKKUNUM
Verðlagsstofnun leyft að grípa til tímabundinnar hámarksálagningar ef þörf
krefur.
A fundi ríkisstjórnar á
þriöjudag var fjallad um þær
veröbreytingar sem fylgt hafa
í kjölfar breytinga á tollum
og vörugjöldum, söluskatt-
skyldu og niðurgreiðlsum,
sem gildi tóku um áramótin.
ítrekaði rikisstjórnin tilmæli
þau er viðskiptaráðherra
beindi til Verðlagsráðs, að
það beitti öllum þeim ráðum
sem lög leyfa til þess að
tryggja að skattalækkanir
skiluðu sér að fullu i lækkun
verðs til neytenda. Jafnframt
að hækkun vöruverðs vegna
skattbreytinga fari hvergi
fram úr því sem hækkun
skatta gefur tilefni til.
í samtali við Alþýðublaðið
sagði Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra: „Með þessu
og frekari aðgerðum viljum
við tryggja að hagsmunir
neytenda verði ekki fyrir borð
bornir. Skattabreytingar eiga
þess vegna ekki að verða
skálkaskjól til verðbreytinga,
sem þær hafa ekki gefið til-
efni til.“
Viðskiptaráðherra sendi
Verðlagsráði bréf um að.það
beitti öllum ráðum, þar með
talinn timabundin ákvæði um
hámarksálagningu, til þess
að tryggja að skattalækkanir
skili sér í iægra vöruveröi til
neytenda. Ennfremur hafði
ráðherra sent verðlagsráði
bréf í byrjun desember þar
sem óskað var eftir því að
Verðlagsstofnun gerði sér-
stakar kannanir á vöruverði I
tengslum við þessar breyt-
ingarog kæmi niðurstöðum
jafnharðan á framfæri opin-
berlega. Var þetta mál rætt 1
.Verðlagsráöi um miðjan
desember.
Á miðnætti i gær var húsið við Tjarnargötu 11, sem elli- og félagsmáladeild Reykjavikurborgar hefur haft
aðsetur í, flutt af þeirri lóð á gömlu Tivolilóðina í Vatnsmýrinni, þar sem það mun standa á einhvers konar
uppistöðum. í gær unnu menn að þvi að ganga frá grunninum, undir flutninginn. A-mynd/Róbert.
Frá Jóhanni Möller fréttaritara: SÍglufjÖrðUr:
MISSA 20-25
MANNS ATVINNU?
HÆKKANIR
HJÁ PÓSTI
0G SÍMA
15. janúar n.k. hækkar
póst- og símaþjónusta að
meðaltali um 20%. Einstakir
liðir hækka mismunandi, en
stofngjald síma hækkar úr
5.500 kr. í 6.650 kr., ársfjórö-
ungsgjald úr 641 kr. í 775 kr.
og verð á teljaraskrefi úr 1,56
kr. í 1,90 kr.
?
Fjöldi innifalinna skrefa er
óbreyttur og með sama fyrir-
komulagi og áður.
Flutningsgjald innan sama
símstöðvarsvæðis hækkar úr
2.750 kr. f 3.325 kr.
Stofngjald farsfma hækkar úr
5.500 kr. f 7.300 kr. og árs-
fjórðungsgjald úr 641 kr. I 850
kr. Mfnútugjald hækkar úr
7,80 kr. f 10,35 kr.
Söluskattur er ekki innifal-
inn f framangreindum gjöld-
um.
Þjónustugjöld til útlanda
hækka minna. Þannig hækka
t.d. sfmtöl til Danmerkur,
Noregs og Sviþjóðar úr 38 kr.
á mfn. f 45 kr., sfmtöl til Bret-
lands úr 43 kr. f 51 kr. Sfmtöl
til Bandarlkjanna hækka úr
85 kr. f 92 kr. og til Kanada úr
77 kr. f 80 kr.
Sem dæmi um hækkun
póstburöargjalda má nefna
að 20 gr bréf innanlands og
til Norðurlanda hækkar úr 13
kr. f 16 kr., og til annarra
landa ( Evrópu úr 17 kr. ( 21
kr. Innborgunarglróseðill
hækkar úr 20 kr. f 25 kr. Inn-
rituð blöð og timarit undir 20
gr hækka úr 2,40 í 4,00 kr. og
undir 100 gr úr 2,40 f 4,50 kr.
Húsnæðislögin:
REGLUGERÐIN
TIL SKODUNAR
Félagsmálaráðuneytið
hefur, samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins, lokið við
gerð reglugerðar sem varðar
útlán Húsnæðisstofnunar rik-
isins. Reglugerðarinnar hefur
verið beðið með töluverðri
eftirvæntingu. Lffeyrissjóð-
irnir vilja m.a. vita þann tón
sem þar er gefinn f hús-
næðislánakerfinu áðuren
þeir ganga til samninga um
skuldabréfakaup. Reglugerð-
in mun vera til nánari umfjöll-
unar hjá flokkunum.
Stjórn Sölustofnun Lag-
metis mun í dag taka fyrir
umsókn nýstofnaðs fyrirtæk-
is á Siglufirði, Sild hf. á yfir-
töku gaffalbita-samnings við
Sovétrikin, sem Sigló hf.
hafði. Þessi gaffalbitafram-
ieiðsla hefur verið starfrækt
hér i Siglufirði i aldarfjórð-
ung.
Hluthafar Sfldar hf. eru
Kristján Jónsson og Co. á
Akureyri, Verkalýðsfélagið
Vaka Siglufiröi, Siglufjarðar-
bær og starfsmenn sem unn-
ið hafa hjá Sigló hf. Fái hið
nýja fyrirtæki framleiðslurétt-
in á gaffalbitum sem Sigló
hf. hafði, hyggst félagið hefja
almenna hlutafjársöfnun og
reisa hér hús undir starfsemi
sfna er veiti 25—30 manns
atvinnu eins og Sigló gerði í
gaffalbitaframleiöslunni.
Núverandi eigendur Sigló
hf. seldu öllum að óvörum
gaffalbitavélar og fram-
leiðsluréttinn á gaffalbitum
til Sovétríkjanna rétt fyrir jól-
in kaupfélagsfyrirtæki á Höfn
í Hornafirði, og var starfsfólki
sem þar vinnur ekki sagt frá
sölunni, né heldur atvinnu-
málanefnd Siglufjarðar fyrr
en sölusamningurinn hafði
verið undirritaöur. Núverandi
eigendur Sigló hf. keyptu
fyrirtækið af rfkissjóði 17.
des . 1983 á vildarkjörum.
Þá undirrituöu þeir eftirfar-
andi skuldbindingu m.a. við
seljandann, rlkissjóð. „Kaup-
andi lofar að starfrækja
rækjuvinnslu og sildarniður-
lagningu áfram í hinum
keyptu eignum. Hann lofar
einnig að skapa eins mikla
vinnu og honum er frekast
unnt á Siglufirði, bæði við
frystingu, niöursuðu og nið-
urlagningu. Kaupandaer Ijós
sá megin tilgangur seljanda
að tryggja atvinnuástandið á
Siglufiröi sem allra best og
lofar að vinna f þeim anda.“
Bréfaskipti hafa farið fram
á milli fjármálaráðuneytisins
og iðnaðarráðuneytisins um
þessa sölu og i svari fjár-
málaráðuneytisins frá 18.
des. sl. er eftirfarandi tekið
fram.
1. Ráðuneytið telur óæski-
legt aö atvinnutækifæri á
þessu sviði verði flutt frá
Siglufirði og telur að það
sé ekki i anda kaupsamn-
ingsins frá 17. desember
1983.
2. Fjármálaráðuneytið bendir
á, að nýstofnaö er fyrir-
tæki á Siglufirði sem lýst
hefur áhuga á að haida
umræddum rekstri áfram
þar i bæ.
3. Ráöuneytið vill undirstrika
að sala á þeim tækjum og
búnaði sem hér um ræðir
felur á engan hátt I sér
sjálfkrafa yfirfærslu á
framleiðslurétti á gaffalbit-
um sem Sigló hf. og fyrir-
rennari þess fyrirtækis
hefur haft á hendi á Siglu-
firöi á þriðja áratug.
í lok bréfsins beinir fjár-
málaráðuneytiö þvf til iönað-
arráðuneytisins aö það kanni
til hlftar alla möguleika á far-
sælli lausn málsins.
Með þessar staðreyndir f
huga vilja Siglfirðingar ekki
trúa þvf, að stjórn Sölustofn-
unar Lagmetis stuðli að þvi
að framleiðsluréttur á gaffal-
bitaframleiðslu Sigló hf. verði
seldur úr bænum, enda væri
það ekki ( samræmi við það
meginmarkmiö sem tilgreint
er í upphaflegum kaupsamn-
ingi rfkissjóös og Sigló hf.,
það er að efla og styrkja fjöl-
breytni atvinnulffs á Siglu-
firði.
VEÐUR KOM
í VEG
FYRIR FUND
Veður kom i veg fyrir að Al-
þýðusamband Vestfjarða og
vinnuveitendur gætu haldið
samningafund í gær eins og
ráðgert hafði verið. Annar
fundur hefur verið boðaður
klukkan 14 í dag.
Jón Páll Halldórsson for-
maður Vinnuveitendafélags
Vestfjarða sagði í samtali við
Alþýðublaðiö að veður hafi
verið kolvitlaust og fundar-
menn því ekki getað komist. í
dag væri hins vegar mokst-
ursdagur og þvf væri áætlað
aö halda fund klukkan 14 f
dag.
LÖGRERG
LJÓSPRENTAÐ
í tilefni af aldrafmælis
Vestur-fslenska vikublaðsins
„Lögbergs" í Winnepeg, sem
er í dag, hefur Þjóöræknisfé-
lagið á Akureyri Ijósprentað
1. tbl. „Lögbergs" á mynda-
pappfr, en þaö kom út f
Winnepeg 14. janúar 1888.
Einnig kemur út á næstunni,
annað blað á vegum félags-
ins, „Lögberg f 100 ár“.
Verður þar saga blaösins
rakin lauslega og birtar
afmæliskveðjur frá velunnur-
um og vinum þess, bæði ein-
staklingum og fyrirtækjum.
Allur ágóði, sem verða kann,
af útgáfu blaðanna rennur til
„Lögbirtingar—Heims-
kringlu" í Winnepeg.
LÁNSFJÁRLÖG
ÞOKAST ÁFRAM
Þriðju umræðu i neðri
deild Alþingis um
frumvarp til lánsfjárlaga
lauk I gær með atkvæða-
greiðslu. Frumvarpinu var vfs-
að til efri deildar, þar sem
það verður að líkindum til
umræðu fram yfir þinghlé
sem hefst á föstudag og lýk-
ur 1. febrúar.
Frumvarpi um breytingar á
lögum um verkaskiptingu
rfkis og sveitarfélaga var hins
vegar vlsað aftur til umfjöll-
unar f félagsmálanefnd neðri
deildar, að lokinni annarri
umræðu.