Alþýðublaðið - 21.01.1988, Side 3

Alþýðublaðið - 21.01.1988, Side 3
Fimmtudagur 21. janúar 1988 3 FRÉTTIR Húsnœðislán í bankakerfið: „Hugmyndin ekkert fáránleg" — segir Þröstur Olafs- son. „Ef þaö er meginhugsunin hjá henni að það fólk sem hefur meiri tekjur fái ekki niðurgreidd lán, þá er ég inni á þvi að mismuna fólki eftir tekjum og gæti vel hugsað mér það“ sagði Þröstur Ólafsson er Alþýðubiaðið innti hann eftir hugmyndum félagsmálaráðherra, er sagt var frá i Alþýðublaðinu i gær, um að flytja hluta af verkefn- um Húsnæðisstofnunarinnar yfir í bankakerfið. Sagði Þröstur ennfremur að óvíst væri hvort bankarnir gætu staðið undir þessu, að þeirværu ekki í stakk búnir til þess. „Ég held að ef mað- ur vísar fólki yfir á bankakerf- iö núna væri alveg eins gott að vísa mönnum vestur á Hornstrandir." sagði Þröstur. „Undir eðlilegum aðstæð- um,“ sagði Þröstur, „fyndist mér hugmyndin ekkert fárán- leg, en ég held að aðstæður okkar hér á íslandi séu þann- ig að þetta gengi ekki upp.“ í fréttinni í Alþýðublaðinu í gær, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir ennfremur að þeir sem betur eru settir og byggju við fullnægjandi húsnæði myndu borga meira fyrir sín lán. Þröstur Ólafsson sagði það auðvitað skipta máli hvar hún setti mörkin. Hvort það væri við 100 þúsund eða 200 þúsund króna tekjur. „Það er alltaf viðkvæmt og erfitt að segja til um hvenær menn eigi að fá niðurgreidda vexti og hvenærekki. Þannig að það er mikið álitamál hvar félagsmálaráðherra hyggst höggva á þann hlut.“ Hvalafundur hefst í dag íslendingavinurinn Paul Watson vœntanlegur. Fulltrúar frá sjö þjóðum taka þátt i ráðstefnu sem hefst í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni „Alþjóðleg ráð- stefna um skynsamlega nýt- ingu sjávarspendýra". Full- trúarnir eru frá Færeyjum, Japan, Noregi, Sovétrikjun- um og íslandi og áheyrnar- fulltrúar verða frá Grænlandi. Að sögn Hauks Ólafssonar í utanrikisráðuneytinu hefur undirbúningur ráðstefnunnar hvilt bæði á sjávarútvegs- og utanríkisráöuneytinu. A fund- inum á að ræða um núver- andi fyrirkomulag á stjórnun veiða sjávarspendýra, aðrar hugsanlegar samstarfsleiðir, vísindarannsóknir á sviði sjávarspendýra og kynningar- starfsemi á alþjóöavettvangi. Vegna ráðstefnunnar er búist við að hinn frægi Islendingavinur Paul Watson heiðri þjóðina með nærveru sinni. Erla B. Skúladóttir er eini leikarinn í „Á sama tima“. Verkiö er sýnt í hádeginu i veitingahúsinu Mandarininn viö Tryggvagötu. HÁDEGISLEIKHÚS í MANDARÍNINN Egg—leikhúsið sýnir nýtt verk eftir Valgeir Skagfjörð. I dag frumsýnir Egg-leik- húsið „Á sama tíma“, nýtt verk eftir Valgeir Skagfjörð. Sýninginn hefst klukkan 12 á hádegi i veitingahúsinu Mandaríninn við Tryggvagötu í Reykjavík. Einn leikari tekur þátt í sýningunni, Erla B. Skúla- dóttir. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. Sýningin skiptist í tvo þætti. í fyrri þættinum er kona, sem orðið hefur fóta- skortur í lifinu. Hún á „sam- tal“ við gamla skólasystur og þær ákveða að hittast 10 ár- um síðar. í síðari þættinum segir síðan frá stefnumótinu og gerast þá hlutir sem eng- an óraði fyrir. Völundarlóð á 50 MILUIÓNIR Þeir átta aðilar er áhuga hafa sýnt á lóðinni og lóðinni Laugavegi 148, hafa frest til 5. feb. til að skila inn tilboðum. Völundarlóðin á horni Klapparstigs og Skúlagötu er til sölu á 50 milljónir og lóð Timburverslunar Árna Jóns- sonarLaugavegi 148 kostar 20 milljónir. Ákveðið hefur verið að senda þeim aðifum er áhuga hafa sýnt á lóðun- um nánari upplýsingar. 'Á fundi borgarráðs f fyrra- dag var ákveðið að senda þeim átta aðilum er sóst hafa eftir að fá að byggja á um- ræddum lóðum, nánari upp- lýsingar varðandi kvaðir og skilmála vegna lóðanna. Hafa þeir frest til 5. febrúar til að skila inn tilboðum, en þá verða tilboð opnuð. Nú er búið að rifa hús Völundar á horni Skúlagötu og Klappastigs. Lóðin er föl fyrir litlar 50 milljónir. MIÐBÆJARSKIPULAGIÐ HJÁ RÍKISLÖGMANNI Leiðrétting I viðtali við nýjan formann FUJ i Reykjavik, sem birtist ( blaðinu í gær, misritaðist nafn varaformanns félagsins. Hann heitir Arnar Berg Ólafs- son. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefur ósk- að eftir áliti og umsögn rikis- lögmanns varðandi þær at- hugasemdir sem gerðar hafa verið við miðbæjarskipulag Reykjavíkur. Eins og kunnugt er komu fram athugasemdir við skipu lagið frá einum aðila skipu- lagsstjórnar, Guðrúnu Jóns- dóttur varöandi efnis- og formsatriöi í málinu. Félags- málaráðherra óskaði eftir að skipuiagsstjórn fjallaði um málið og einnig var það sent til borgarstjórnar. „Ég ákvað að senda nokk- ur atriði sem snerta lagahlið málsins til ríkislögmanns og óskaði ég eftir umsögn og áliti hans. Og þar er skipulag ið núna,“ sagði Jóhanna í samtali við Alþýðublaðið. Fasteignagjöld í Kópavogi Hækkun mótmælt Halldór Björnsson, Furu- grund 62 í Kópavogi, hefur sent Alþýðublaðinu afrit af bréfi sem hann sendi bæjar- stjórn Kópavogs í gær. Halldór er með bréfinu að mótmæla hækkun fasteigna- gjalda i Kópavogi og sættir sig ekki við skýringar sem forseti bæjarstjórnar gefur til réttlætingar i Alþýðublaðinu i gær. „Ég undirritaður sem er greiðandi fasteignagjalds og ibúi í Kópavogi fékk um dag- inn innheimtu vegna fast- eignagjalda af ibúð í Furu- grund 62. Þegar ég sá seðil- inn brá mér illilega i brún því við samanburð við gjöld ‘87 þá höfðu þessi gjöld hækkað um ca. 62%. Ég verð að segja að þrátt fyrir að þegnar þessa lands séu ýmsu vanir í hækkunum álaga nú þessa mánuði, þá tekur steininn úr þeirri ósvífni með þessari hækkun fasteignagjalda hjá bæjar- stjórn Kópavogs. Þær skýr- ingar sem forseti bæjar- stjórnar gefur til réttlætingar í Alþýðublaðinu eru svo fáránlegar að engu tali tekur — í því sambandi er rétt að benda á að ekki rekur Kópa- vogur slökkvilið eða sjúkra- hús og til þessa dags hefur varla veriö hægt að tala um að í Kópavogi sé sundlaug. Þá er rétt að benda ykkur á ef þið skylduð ekki vita það að til skamms tíma var varla hægt að tala um frambæri- legt gatnakerfi í bænum. Ég hefði nú haldið að flokkar sem kenna sig við félagshyggju gengju ekki fremstir i því að hækka álög- ur á íbúana í slikum mæli og gert er með þessari hækkun. Ég vil harðlega mótmæla þessari ósvífnu hækkun og krefst þess að hún verði tek- in til endurskoðunar til lækk- unar álagningunni." Skátamót í Ástralíu Skátarnir komnir heim „Þetta var bara ósköp venjulegt islenskt sumar- veöur — rok og rigning. Þvi fylgdu reyndar þrumur og eldingar, en þaö var bara skemmtilegra. Viö vorum þvi úti í leikjum á meöan Malasiubúar og aðrir grófu sig niöur í skjól,“ sagöi Guö- jón Sigfússon skáti í samtali viö Alþýöublaöiö i gær. Guö- jón var i hópi 115 skáta sem komu heim i gær aö loknu alþjóðlegu skátamóti í Ástr- aliu, þar sem fulltrúar voru mættir frá 93 þjóölöndum. Skátar lögðu upp í ferðina á þorláksmessu og héldu jól- in í 35 þúsund feta hæð yfir Sovétríkjunum. Mótið fór síð- an fram stutt frá Sidney í Ástralíu. Yfir hátíðirnar voru sagöar fréttir af miklu veðri sem gekk yfir á þessum slóð- um og að mótshald hefði m.a. raskast. Guðjón gerði hins vegar lítið úr þvl og kallaði það íslenskt sumarveður. Sagði hann ferðina hafa heppnast vel í alla staði og móttökur andfætlinga góðar: „Þetta er elskulegt og vin- gjarnlegt fólk,“ sagði Guðjón.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.