Alþýðublaðið - 21.01.1988, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.01.1988, Síða 4
4 Fimmtudagur 21. janúar 1988 Amnesty HERFERÐ TIL HJÁLPAR BðRHUM íslandsdeild Amnesty International mun nú og á næstu vikum taka þátt í al- þjóðlegri bréfaskriftarherferð til stuðnings þeim börnum sem eru fórnarlömb mann- réttindabrota. Þær upplýsing- ar sem Amnesty Interna- tional hefur undir höndum sýna að sakleysi og barn- æska veitir börnum enga vörn gegn misnotkun valds. Næstu daga munu birtast í Aiþýðublaðinu upplýsingar um börnin og hverjum áskor- anir skal senda. Argentína Gustavo og Martin Ross- etti eru tíu ára gamlir tvíbur- ar. Þeir fæddust 22. maí 1977 á sjúkradeild Olmos-fang- elsis í borginni La Plata, þar sem móöir þeirra, Liliana Irma Ross de Rossetti, 21 árs gömul, var í haldi á laun. Nokkrum dögum eftir fæð- inguna voru tvíburarnir teknir frá móður sinni. Ekkert er vit- að hvar Liliana er niður kom- in né hvað varð um hjúkrun- arkonuna sem tók á móti tví- burunum og „hvarf“ síðan. Árið 1984 komust samtök, mynduð af ömmum týndra barna, að því að drengirnir bjuggu í Buenos Aires, skráð- ir sem synir aðstoðaryfir- manns Alríkislögreglunnar þar og konu hans. Raunveru- legur faðir tvíburanna lagði fram ákæru fyrir rétti og gaf hann út tilskipun um að gerð yrði erfðafræöikönnun til að ganga úr skugga um uppruna drengjanna, en þá flúðu Miarahjónin til Paraguay. Fað- irinn fór fram á að hjónin yrðu framseld en kröfunni var hafnað og stjórnvöld í Para- guay hafa neitað að skila börnunum. Áskorunum skal beint til: Exmo. Sr. Presidente de la Republica General de Ejército Alfredo Stroessner Palacio de Gobierno Asunción, PARAGUAY SMÁFRÉTTIR Frá aðalfundi Ítalíufélagsins ÍTALÍA. Guðlaug Jónsdóttir, Ásgeir Eben- esarson, Karl Steingrimsson, Friðrik Ásmundsson Brekkan og Sigurður V. Dementz. Ný stjórn Ítalíufélagsins Nýlega var haldinn aðal- fundur í ÍTALÍU —- ítalsk-ís- lenska félaginu á íslandi og var m.a. kjörin ný stjórn fyrir starfsárið 1988/1989. Formað- ur var kjörinn Friðrik Ás- mundsson Brekkan, varafor- maður Steinar Árnason, gjaldkeri Erna Hjaltalín. Aðrir í stjórn félagsins eru: Magnús Skúlason, Soffía Gísladóttir, Karl Steingríms- son, Björgvin Pálsson, Sig- urður V. Dementz og Júlíus Vífill Ingvarsson. Markmið félagsins er að vinna að menningarsamskipt- um íslands og Ítalíu í sam- Rannsóknarráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1988 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstakingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1988 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tækni- sviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni, - fiskeldi, - upplýsinga- og tölvutækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - matvælatækni, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, - líkindum á árangri • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í fram- kvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum. vinnu við m.a. aðalræðis- mannsskrifstofu Ítalíu hér á landi og viðeigandi aðila á ítallu. Félagið mun og beita sér fyrir að farið verði í árlega menningar og matarferð til Ítalíu auk þess mun félagið hlúa að þeim auknu ferðatil- boðum sem ferðaskrifstofur hérlendis bjóða fram og reyna að örva þátttöku í Italíuferöir almennt. Félagið mun og gangast fyrir matar- kvöldum/matarkynningum í veitingastaðnum DJÚPIÐ einu sinni í mánuði og verður slíkt ítalskt matarkvöld með fjórréttuöum matseðli að minnsta kosti, n.k. sunnudag 24. janúar kl. 19.30. Þeim, sem vilja taka þátt verða að panta borð hjá veitingastaðn- um Hornið/Djúpið fyrir fimmtudagskvöldið 21. janú- ar. Félagið er öllum áhuga- mönnum um menningarsam- skipti þessara landa opið. Þeir sem vilja gerast félagar er bent á að hafa samband við einhvern ofanritaðra. Matvöru- kaupmenn mótmæla Félag matvörukaupmanna segir félagsmenn hafa brugð- ist við söluskattsbreytingum af fullum heiðarleika á þeim stutta fyrirvara, sem fjármála- ráðherra veitti. Alþýðublaöinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá fé- laginu: Félag matvörukaupmanna mótmælir harðlega þeim ásökunum sem að undan- förnu hafa birtst í fjölmiðlum í garð matvörukaupmanna vegna söluskattsbreytingar- innar. Sérstaklega átelur fé- lagið ummæli ráðherra, við- skiptaog fjármálaráðherra um kaupmenn og vísar öllum aðdróttunum þeirra í garð kaupmanna á bug. Félagiö telur það mjög alvarlegt ef ráðamenn þjóðfélagsins eru að ásaka heila starfstétt um óheiða- leika I þvl skyni að fria sjálfai sig sök. Félagið telur að félags- menn hafi brugðist við sölu- skattsbreytingum af fullum _heiðarleika á þeim stutta 'fyrirvara, sem fjármálaráð- herra veitti. „Til að byrja með“ „Til að byrja með“ nefnist nýtt fræðslurit fyrir útflytj- endur, sem kom út á vegum Útflutningsráðs íslands nú fyrir skömmu. Ritið inniheld- ur leiðbeiningar um fyrstu skrefin I útflutningi og er ennfremur hugsað sem kynn- ingarrit fyrir þá aðila sem vilja hefja útflutning, og fyrir starfsmenn sem hafa ekki áð- ur starfað við útflutning. Einnig getur það nýst sem hluti af kennslugögnum í skólum, þar sem fjallað er um markaðs- og útflutnings- mál. „Til að byrja með“ er liður f útgáfuröð leiðbeiningarrita fyrir útflytjendur sem Útflutn- ingsráð hyggst standa fyrir. Áður hefur komið út „Hand- bók útflytjenda", sem Bún- aðarbanki íslands gaf út í samráði við Útflutningsráð. Kostnað við útgáfu „Til að byrja með“ annaðist Iðnþró- unarsjóður og sá Hulda Krist- insdóttir, viðskiptafræðingur um útgáfuna. Frá utanríkis- ráðherrum í tilefni fundar forseta Mið- Amerfkuríkjanna sem haldinn var i San Jose höfuðborg Costa Rica nú fyrir skömmu, hafa utanrfkisráðherrar Norð- urlandanna sent frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu, er lýsir einlægum stuðningi þeirra við friðaráætlun Mið-Ame- ríkuríkjanna. Þeirfagna áframhaldandi viðleitni í samræmi við friðaráætlunina til eflingar lýðræðis, sátta og gagnkvæms trausts. í til- kynningu frá utanríkisráðu- neytinu segir ennfremur að það sé mikilvægt að öll riki, sem hafa tengsl eða hags- muna að gæta á svæðinu, virði hin þjóðréttarlegu grundvallaratriði sem friðar- áætlunin hvílir á. „Vilja Mið- Ameríkuríkjanna til að leysa vandamál sín án utanaðkom- andi íhlutunnar verður að virða.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.