Alþýðublaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. janúar 1988 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Mordechai Vanunu, hefurgefiö skýrslu um áform ísrael í kjarnorkumál-W um. Skýrslan birtist í breska blaðinu „Sunday Times“. Nú á hann von á™ höröum dómi. HETJA EÐA SVIKARI? r I Jerúsalem standa nú yfir réttarhöld, sem mikil leynd hvílir yfir. Aðalpersónan er ísraelskur kjarnorku- frœðingur. Hann er ákœrður fyrir föðurlandssvik, vegna þess að hann sagði frá hinni umfangsmiklu framleiðslu ísraela á kjarnorkuspren gjum Réttast væri að fólk sendi kjarnorkufræðingnum Morde- chai Vanunu nýárskveðjur með þakklæti fyrir hugrekkið sem hann sýndi, þegar hann sagði frá hættulegu kjarn- orkusprengjunum sem faldar eru á leynilegum stöðum undir Negev eyðimörkinni. Felustaðurinn eraðeinsí nokk- urra kílómetra fjarlægð frá Sadoma við Dauðahafið, þar sem Jahve biblíunnar hegndi hinum óguðiegu Sodoma og Gomorra. Umhugsunarverð söguleg tilvitnun. I október á árinu sem leiö voru honum veitt friöarverö- laun í Stokkhólmi, svo ein- hverjir kunna að meta þessa viðleitni hans. Stuönings- menn hans I ísrael eru einnig farnir að hafa sig í frammi, og hafa sett Vanunu—máliö á oddinn i friöarhreyfingunni í ísrael. Þó er orðrómur um, að Vanunu sé grunaöur um að vera leynilegur sendimaöur leyniþjónustunnar I ísrael. Hvernig getur það átt sér stað? Getur það hugsast að ísrael hafi viljandi látið „leka“ út þessar leynilegu upplýs- ingar til þess eins að setja svo sendimanninn ( gapa- stokkinn? Tœknin er fyrir hendi Allir, sem eru sérfræðingar ( kjarnorkumálum eru sam- mála um að ísrael hefur alla burði til að framleiða kjarn- orkusprengju. Það hefur hinsvegar ekki verið staðfest hvort þeir hafi raunverulega framleitt hana. Tæknilega séð geta ísrael- menn sagt að þeir séu ekki fyrsta landið í Mið—Austur- löndum sem vinni að gerð kjarnorkusprengja. Getur ekki hugsast að ríkisstjórnin í Tel Aviv vilji gjarnan að her- ská nágrannaríki viti að sprengjurnar séu fyrir hendi i neðanjarðarbyrgjum tilbúnar til notkunar? Sumir fréttaskýrendur segja að hvort sem Vanunu vissi eða vissi ekki að hann væri notaður af leyniþjón- ustu hersins þá hafi hann þjónað hagsmunum ísrael. Lokkaður í gildru Frá þvf í Libanon—strföinu 1982, hafa hernaðarsérfræð- ingar í ísrael vitað, að arablsk skyndiárás með langdrægum eldflaugum, t.d. frá Sýrlandi gæti lamað allt varnarkerfið á hálftíma. Ef andstæðingar ísrael eiga yfir höfði sér ógn- ina um gjöreyðingu eru sann- arlega ekki eins miklar Kkur á slíkri árás. Mordechai Vanunu vann ár- um saman sem tæknifræð- ingur við Dimona—stöðina í Negev—eyðimörkinni. Þar tók hann með leynd myndir af framleiðsluhlutum og í Dimona-stöðinni í Negev-eyðimörkinni, vann Vanunu í mörg ár. birgðum. Skyndilega sagði hann starfi sínu lausu og flutti til Ástralíu. Hálfu ári seinna skaut honum upp á síðum „Sunday Tirnes" í Bret- landi þar sem birtar voru bæði myndir og upplýsingar. leyndardómsfull kona sem kallaði sig Cindy og sagðist vera bandarfskur ferðamaður af gyðingaættum, tældi hann í gildru. Hann var sendur til ísrael, þar sem hann hefur síðan setið í einangrunar- klefa í fangelsi. Með því að segja Morde- chai Vanunu vera létt ruglað- an friðarsinna, hafa ísraels- menn sloppið við að gefa al- þjóðlegum kjarnorkunefndum og vestrænum ríkisstjórnum skýrslu. Opinberlega er látið svo að ísrael séu ekki með kjarnorkusprengju, óopinber- lega vita menn hið gagn- stæða, og er jafnvel talið að þeir eigi fleiri en 100 sprengj- ur. Bláeygð friðardúfa Friðarsinnar (ísrael telja að Vanunu sé svikari en hetja og aö hann sé ekki friðar- dúfa, aðrir telja hann blá- eygöa friðardúfu. Friðarsinn- ar segja að með gerðum sín- um hafi Vanunu bægt frá kjarnorkuvá með því að fletta ofan af valdhöfum í ísrael. Þeir segja, af lítilli rökvísi, að því meira sem umheimurinn veit um kjarnorkubrölt ísra- elsmanna, því minni líkur séu á því að ísrael noti kjarnorku- sprengjuna. Ætli (srael hefði nokkrar áhyggjur af áliti um- heimsins, ef til kastanna kæmi. Það gefur auga leið að það er vonlaust fyrir ísrael að reyna að fela karnorku- sprengjur sínar eftir að Vanunu hefur birt myndir af því sem leynist í neðanjarðar- geymslum undir Negev-eyði- mörkinni. Á sama hátt og það er vonlaust fyrir Bretland að reyna að halda leyndum þeim upplýsingum sem Peter Wright birti í bók sinni „Spycatcher", með því að banna útgáfu bókarinnar í Bretlandi. Tugir þúsunda ein- taka eru í umferð í Bretlandi og jafnvel bókasöfn lána bók- ina út. Að líkja saman ísrael og Bretlandi passar ekki á öllum sviðum. í Stóra-Bret- landi geta menn veitt sér þann munað að birta ( blöð- um neikvæðar fréttir um leyniþjónustu landsins, þvi Bretland er lýðveldi á friðar- tímum. Á striðstímum aftur á móti, eins og kom fram í stríðinu um Falklandseyjar, kom í Ijós hvað ákveðin ríkis- stjórn getur gert til að loka munni pressunnar. í ísrael, sem á i stöðugum stríðum og erjum við ýmis arabalönd, er hernaðarleg ragnarrök nálæg ógnun, og flestum ísraelsmönnum finnst það sjálfsagt að stjórn- völd hafi kjarnorkusprengju í handraðanum og sjá ekkert athugavert við að pólitíkus- arnir á toppnum reyni að leyna því. Hætt er við því að þessi hópur mótmælenda gegn kjarnorku (friðarsinnar) ( ísra- el verði ekki að sterkri þjóð- arhreyfingu á okkar dögum. Einmitt þessvegna þykir það hreint ekki ótrúlegt að þessum „leka“ Vanunu hafi verið stjórnað ofan frá, jafn- vel þó Vanunu hafi ekki vitað það. Við rætur Sodoma er vaf- inn bannfærður, einnig sann- leikurinn. (Arbeiderbladet.) /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.