Alþýðublaðið - 28.01.1988, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 28.01.1988, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 28. janúar 1988 UHIIINMI Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaðs: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúöur Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaöaprent hf., Slðumúla 12. Askriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakió virka daga, 60 kr. um helgar. PÉTUR VÍSAR VEGINN Samningar hafa tekist um kaup og kjör milli Alþýðusam- bands Vestfjarða, Vinnuveitendafélags Vestfjarða og Vinnumálasambands samvinnufélaganna. Samið hefur verið til næstu áramóta. Vestfjarðarsamningurinn svo- nefndi felur í sér 7,5% hækkun frá undirritun og samtals 13% hækkun á árinu. Helsta nýmæli samningsins er að horfið er frá bónuskerfinu og tekið upp hlutaskiptakerfi sem þýðir að þeir sem vinna við sömu einingu í fyrirtæki fá sama kaup. Ákvæði eru um endurskoðun á hlutasamn- ingnum í maí. í forsendum samningsins er reiknað með að verðbólga náist niður í 14—15% á þessu ári, en til trygg- ingar eru svokölluð „græn strik“, 1. júní og 1. október, verði þróun verðlags áannan veg en segir til um í forsend- um samningsins. Þá verður launaliður sjálfkrafa laus ef samkomulag næst ekki um launaliðinn. Grunnkaupið hækkar um 5% frá undirritun eða um 1500 krónur. Nám- skeiðaálag hækkar úr 1700 krónum í 2600 krónur. Hækk- anir verða á launum eftir starfsaldri. Samningsbundnar kauphækkanir verða 1. apríl og 1. ágúst. Forystumönnum verkalýðsfélaganna á Vestfjörðum með Pétur Sigurðsson í farabroddi ber að hrósa fyrir ábyrga kröfugerð og eftirtektarvert frumkvæði sem hlýtur að verða fyrirmynd Verkamannasambandsins og aðilarfé- lagaþess. Kröfugerð Péturs Sigurðssonarog félaga bygg- ist nefnilega á þeirri einföldu hagfræði að gera hagstæða samninga sem bæta kjör verkafólks án þess að stefna greiðslugetu frystihúsa og atvinnufyrirtækja í voða og koma þannig í veg fyrir neikvæða keðjuverkun sem aftur kallar á margvíslegar björgunaraðgerðir er teflir útflutn- ingi og efnahagslífi þjóðarinnar í voða. Þess vegna er samningagerðin á Vestfjörðum raunsæ og ábyrg sem tek- ur mið af afkomu þjóðarinnar allrar og leggur sitt af mörk- um til að halda verðbólgunni í skefjum. Pétur Sigurðsson og félagar hans vita mætavel að óhófleg kröfugerð og verkföll er vísasta leiðin til að magna upp verðbólguna á nýjan leik með tilheyrandi afleiðingum fyrir launþega og heimilin í landinu. Þó segja megi að verkalýðsfélögin á Vestfjörðum hafi ákveðna sérstöðu þar er félagar þess eru að mestu leyti fiskvinnslufólk og sú sérstaða einfaldi að vissu leyti allasamningagerð, erþó Ijóst aðhér hefurverið sýnt ákveðið frumkvæði sem verkalýðsfélög um land allt geta ekki horft framhjá. En það er einnig Ijóst að þótt kjarasamningar séu fyrst og fremst mál aðila vinnumark- aðarins, getur ríkisvaldið ekki setið auðum höndum. Ríkisvaldið verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar gegn verðbólgunni til að mynda með nióurskurðí f fjárfesting- um ríkisins og að hvetja sveitastjórnir til hins sama. Ríkis- valdið getur ennfremur létt á vanda frystihúsa með endur- greiðslum á uppsöfnuðum söluskatti, skuldbreytingum og öðrum tilfærslum sem auðvelda rekstur þeirra meðan náðer niðurverðbólgu, þennslu og vöxtum og kaupmáttur launþega tryggður. Slíkt samspil aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins er heppilegasta, farsælasta og skynsam- legasta Iausnin. Hin leiðin, sem felur í sér átök á vinnu- markaði, verkföll og uppsprengdar kaupkröfurer hins veg- ar vísasta leiðin til glötunar fyrir launþega jafnt sem vinnuveitendur. ONNUR SJONARMIÐ HINAR nýju hugleiðingar Alþýðubandalagsins um breyttar áherslur í afstöðinni til veru íslands í Atlantshafs- bandalaginu og veru banda- ríska hersins á Miðnesheiði og inngöngu i EBE, hafa sannarlega vakið miklar geðsveiflur í flokknum. Þor- grímur Starri Björgvinsson blæs nokkra tóna í herlúður- inn í grein sem birtist í Þjóð- viljanum í gær undir yfir- skriftinni „Skammdegisrutl“. Þar tekur Þorgrímur Starri einkum Svavar Gestsson og Ólaf Gíslason blaðamann á Þjóðviljanum til bæna. Þor- grímur Starri skrifar: „Svo bregðast krosstré , sem önnur tré. Tveir ágætir vinir mínir, sem ég hef síst viljað væna um ótryggð við málstað og baráttu her- stöðvaandstæðinga — og Al- þýðubandalagsins undir kjör- orðinu ísland úr Nató, herinn burt! — hafa látiö í sér heyra með furðanlegum hætti á siðum Þjóðviljans. Hér á ég viö þá Svavar Gestsson og Ólaf Gíslason. Um áramótin birtir Þjóðvilj- inn viðtal við Svavar, þá ný- kominn frá Ameríku, þar sem hann meðal annars þáði kaffiboð hjá Nató. Þar sagði hann gestgjöfum að ef við réðum, Allaballar, þá gengi ísland úr Nató, og létum her- inn fara, en gaf í skyn að þeir fengju góðan tima tii að pakka niður. Ekki veit ég hvað sú kurteisi á að þýða. Því ekki að segja að þeir yrðu að hypja sig um hæl. Síðan fer Svavar minn blessaður að bollaleggja um nánara samstarf og sam- stöðu við Vestur-Evrópu. Ætli við yrðum ekki að vera áfram i Nató og heist að ganga í EBE, ef við ættum að komast i kompaní við þann fúla kratisma i bland við frjáis- hyggjuóskapnað járnkerling- arinnar í Bretlandi? Er ekki þeim löndum stjórnað eftir frjálshyggjuboðorðunum bandarisku, þar sem lif og dauði ráðast fyrst og fremst af spákaupmennsku kaup- hallanna, það er að segja í þágu peninganna, ekki fólks- ins? Og hverjir draga eins lapp- irnar, þegar risaveldin eru að stíga fyrstu skrefin til afvopn- unar, og ráðamenn Vestur- Evrópu? Hver er meiri kjarn- orkuskelfir í dag en Mitterr- and Frakklands-krati, sem svífst einskis í kjarnorkuvig- búnaði? Á meðan almenning- ur þessara landa knýr ekki sína vaidsmenn til gagn- gerðrar stefnubreytingar, sit- ur sist á okkur í Alþýðu- bandalaginu að reyna að troðast inn í það kompaní. Þegar sú stórpólitiska breyt- ing hefur átt sér stað horfir málið öðruvísi við.“ Og Þorgrímur Starri mess- ar áfram uns hann kemst aö þeirri niðurstöðu að hinar nýju áherslur forystumanna Alþýðubandalagsins í utan- ríkismálum séu eflaust ein- hver skammdegisfirra: „Grein Ólafs Gislasonar, með yfirskriftinni: ísland úr Nató! Herinn burt! Hvað svo? skal ég ekki vera langorður um. Það hafa aðrir tekið pilt- inn í karphúsið fyrir það rugl, og er það vel. Við ykkur báða, kæru fé- lagar, vil ég að lokum segja þetta: Ég vil leita góðgjörn- ustu leiða tii að finna skýr- ingar á þessum óheppilegu skrifum ykkar um þessi mikilsverðu mál, skrifum, sem nú í kvöld hafa verið gerð skil af fjandmönnum okkar í Ríkisútvarpinu, þar sem matreidd eru ykkar orð á þann vég að Alþýðublanda- lagið sé endanlega búið að leggja fyrir róða andstöðu við hersetu og Natóaðild. Sáuð þið þetta ekki fyrir? Gerið þið ykkur ekki grein fyrir afleið- ingunum? Hvað ætlið þið nú að gera? Auðvitað náðu þeir svo að hafa samband við nýja formanninn, Ólaf Ragnar, þar sem hann var samþykkur vit- leysunni. Nema hvað? Og nú kemur mín góð- gjarna skýring á ykkar glappaskoti, sem þið eigið áreiðanlega eftir að sjá eftir. Þótt síðar verði. Ég hef per- sónulega reynslu af því, og það hafa fleiri, hversu mikið andlegt álag íslenska skammdegið er, meira segja hverjum andlega heilbrigðum mannj. Jafnt í draumum, sem í vöku sækir þá oft á hugann alls konar rugl, meiri og minni hringavitleysa, sem ég vil kalla skammdegisrutl. Við þessu er ekkert að segja, bara taka þvi, þetta lagast lika með hækkandi sól. Að- eins eitt ber að varast, og það er það að segja engum lifandi manni frá þessu skammdegisrutli hugans, hvað þá láta slíkt á þrykk út ganga. En það var nú einmitt ykkar yfirsjón, hitt var ykkur ósjáifrátt, svo sem mér og öðrum.“ Og þannig fyrirgefur Þor- grímurStarri þeim félögum glappaskotið þangað til ann- að sannast. En þá lætur Starri í Garði eflaust í sér aft- ur heyra. OÐÐUR Ólafsson aðstoð- arritstjóri Tlmans skrifar oft einkar athyglisverðar greinar og athugasemdir í blað sitt undir heitinu „Vítt og breitt“. í gær fjallar Oddur um hvernig markaðskerfið misnotar sér skattkerfisbreytingar ríkis- stjórnarinnar og hvernig Starri i Garði álítur að skamm- degið hafi ruglað forystulið Al- þýðubandalagsins í utanrikismál- um. stjórnarandstaðan tekur und- ir þær aðgerðir, eflaust meira og minna ósjálfrátt og án þess að hugsa. Oddur skrifar: „Matarskattsfárið, sem stjórnarandstaðan hleypti af stað til að klekkja á rikis- stjórninni, er orðið að undar- legu samspili kaupahéðna og þeirra sem þykjast alltaf vera að vernda hag hinna verr settu. Ósvifnir útúrsnúningar og lygi i sambandi við sölu- skattsjöfnunina er komin á það stig að Verölagsstofnun verður að grípa til sinna ráða til að leitast við að leiða hið sanna í Ijós. Verðhækkanir hafa farið langt, langt fram úr því sem nemur söluskattinum og kaupmenn og stjórnarand- staða æpa í einum kór, að allt sé þetta matarskattur fjármálaráðherra. í fyrradag var meðalverð á íslenskum gámafiski 56 krón- ur kílóið á markaði í Bret- landi. Heil ýsa en hausuð kostaði sama dag 170 krónur kg í fiskbúð í Reykjavík. Með sameiginlegu átaki kaupsýslumanna og stjórnar- andstöðu er verðmunur af svona stærðargráðu skýrður meö matarskatti rikisstjórnar- innar. Eitt af skringilegheitunum varðanda fiskverð er að það er iðulega hærra á frjálsu mörkuðunum hérlendis en það sem fæst fyrir fiskinn þegar búið er að flytja hann með ærnum kostnaði til út- landa. Tollalækkanir koma seint og illa fram í vöruverði, þótt undantekningar séu þar á. Tollahækkanir og vörugjöld eru ekki eins svifasein að hafa áhrif á verðlagið þegar svo ber undir. Ekki kæmi á óvart þótt kaupsýslumenn bæru fyrir sig óskaplegu örlæti i kaup- greiðslum þegar að þvi kem- ur að lágtollavaran kemur á markað, en i Ijós kemur að verðið er sist lægra. En stjórnarandstaðan mun æpa: matarskattur, matarskattur þegar bið verður á verðlækk- un á rafmagns- eða gúmmí- vörum. Og neytendur munu haida áfram að borga fjármögnun- arkostnað offjárfestinga kaupsýlsunnar og margróm- uðum matarskatti einum kennt um.“ Einn með kðffinu Hérerein lítil saga af rithöfundinum og húmoristan- um Mark Twain: Dag einn gekk Twain yfir til nágranna síns sem átti gott bókasafn og spuröi hvort hann gæti lánað sér ákveöna bók. — Bókina á ég, en þú verður aö lesa hana á staön- um, því ég læt aldrei frá mér bækur. Þaó eru reglur hússins, svaraði nágranninn. Nokkrum dögum síöar birtist nágranninn í gættinni hjá Mark Twain og spurði hvort hann mætti fá sláttu- vélina að láni; hann þyrfti aö slá garðinn sinn. — Ég á sláttuvél, en þú veröur aö nota hana á staön- um. Það eru reglur hússins, svaraði rithöfundurinn aö bragði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.