Alþýðublaðið - 28.01.1988, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 28.01.1988, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 28. janúár 1988 Hrafnkell Ásgeirsson skrifar: OPIÐ BRÉF TILSVEINS GUÐBJARTSSONAR, FORSTJÓRA SÓLVANGS, FINIIHTUGS Sveinn Guðbjartsson. Eg óska þér og fjölskyldu þinni hjartanlega til hamingju meö þessi merku tímamót í lífi þínu. Það var í fyrstu viku janúar, að ég hitti einn af vinum okk- ar úti á götu, fyrir utan póst- húsið. Þú manst eftir að hafa heyrt, að gömlu karlarnir á fyrri áratugum þessarar aldar stóðu undir gaflinum á Hansenshúsinu og þar voru fréttir dagsins sagðar og eftir það „runnu“ þær um bæinn. Sumir vilja segja, aö póst- húshornið hafi tekið við þessu hlutverki gaflsins á Hansenshúsi, en nóg um það. En þessi vinur okkar sagði við mig: „Heyrðu, veistu, að einn virtasti íhalds- maður í þessum bæ, verður fimmtugur síðar í mánuðin- um.“ Ég hélt nú, að ég vissi það, enda væri þegar búið að bjóða mér í afmælið. Við þetta atvik rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir tveimur til þremur árum sagði ég þér, að á fimmtugsafmæli þínu myndi ég skrifa til þín í Al- þýðublaðinu. Mér er bæði skylt og Ijúft að framkvæma þetta loforð. Þegar höfðingjar eiga af- mæli skal þess minnst á verðugan hátt. Yfirleitt þegar afmælis- barna er minnst I blöðum eru ættir þeirra raktar svo langt sem skrifarinn kann og getur flett upp á. Þetta ætla ég ekki að gera, við látum DV um það eða einhvern annan. Ég þekkti foreldra þína og man eftir systkinum þínum og ýmsum afkomendum þeirra. Að fara aftar kann ég ekki, en veit þó, að Jón H. Guðmundsson aðalkrati I Kópavogi, er móðurbróðir þinn. Ég man að sem krakki fór ég með filmu úr kassamynda- vélinni minni til Dísu í Kassa- húsinu til framköllunar. Móð- ur þín sá um myndasmlðina með sóma, enda pabbi þinn í skiprúmi hjá útgerð Einars Þorgilssonar og hafði því ekki tíma til að sinna slíkum hlutum. Fyrst man ég eftir þér í Kaldárseli 1946. Þú varst ári eldri en ég, þóttir prúður og ást hafragrautinn þinn á morgnana umyrðalaust. Mér er það mjög minnistætt, þeg- ar Jón Mathiesen kom akandi á hálfkassabíl á hverjum morgni með matinn fyrir lið- ið. Karlinn var vinsæll hjá strákunum enda mikill barna- vinur. Strax í barnaskóla minnist ég þess, aö þú hafir verið far- inn að snúa þér að félags- málum. Þegar fór að vora, breyttust leikir okkar í frímin- útum i skólanum. Eitt vorið var mikill áhugi fyrir badmin- ton. Var spilað af krafti á bak við barnaskólann, enda var skjól þar allgott. Eitt sinn eft- ir slíkar frimínútur var tími i mínum bekk í íslandssögu, kennari Hallsteinn heitinn Hinriksson, íþróttakennari. Strax í upphafi tima sneri Hallsteinn sér að okkur strák- unum og sagði alvarlegri röddu við okkur: „Ég sá ykkur vera að spila badminton hér áðan. Þetta líkar mér ekki, þar sem þessi leikur er að- eins fyrir kvenfólk og gamal- menni.“ Ég er nú ekki alveg viss um, að svona yfirlýsing- ar myndu falla í kramið í dag hjá kvenfólkinu. En nóg með það, mér skilst að sviþaðar yfirlýsingar hafi Hallsteinn gefið í þínum bekk. Þá var það, að bú beittir þér fyrir stofm'.n fótboltafélagsins Ernir. I félagi þessu voru meðal annarra Björn Ólafs- son, Kjartan Jóhannsson, Þorsteinn Kristinsson í Bergen o. fl. Hver félagsmað- ur lagði fram 25 aura, sem notaðir voru til þess að kaupa fótbolta. Ekki var fót- boltafélag þetta langlíft, en ég man nú ekki hvers vegna. Leiðir skildust eftir barna- skólaog skyldunám í Flens- borg, þar sem þú lagðir fyrir þig útvarpsvirkjun en ég fór langskólanámsleiðina. Eg átti síðar viðskipti við þig, þegar þú rakst útvarpsviðgerðafyrir- tækió og minnist ég þess,að þú varst mikill fagmaður í greininni. Síðan vil ég segja, að kunningsskapur okkar hafi endurnýjast þegar ég settist í heilbrigðisráð Hafnarfjarðar, en þú varst þá orðinn starfs- maður ráðsins og heilbrigðis- fulltrúi í Hafnarfirði. Eins og þú manst, stoppaði ég stutt við í þessu ráði. Ég sagði mig fljótlega úr því, mér lík- aði ekki setan þar. Eftir að þú fórst aftur að vinna í bænum, varst þú aftur kominn inn í hringiðu bæjar- lífsins. Þú fórst að ýta þér áfram eins og vera bar, beittir þér fyrir stofnun ýmissa fé- laga, fórst I framvarðarsveit Sjálfstaeðisflokksins í Hafn- arfirði. Ýmsir halda því fram, að á tímabili hafir þú verið einn af hugmyndafræðingum íhaldsins í Hafnarfirði. Þú hefur setið í meiriháttar nefndum fyrir flokk þinn, situr nú til dæmis í rafveitu- nefnd undir stjórn Sigurðar Emilssonar. Ég hef engan heyrt kasta í þig steinum vegna framkvæmdastjórnar þinnar á Sólvangi. Aftur á móti eru menn sammála því, að þú rekir stofnunina meö myndarbrag. Guðmundur Árni hefur sagt mér, að þú standir þig „helvíti vel“ á Sól- vangi. Það er ekki alltaf auð- velt að umgangast gamla fólkið og sinna því. Þetta fólk hefur lokið vinnudegi sfnum eftir erfiði og svita og það á kröfu til okkar, að því sé veitt sómasamleg aðhlynning í ell- inni og að munað sé eftir því. Þessu hefur þú munað eftir. Þótt allir viti, hvar þú ert „plaseraður i pólitík" hefur þú ekki vigtað vini þína og kunningja eftir því, hvort þeir séu fhald, kratar, kommar og hvað þetta heitir nú allt sam- an. Stjórnmálabaráttan hefur breyst með árunum. Harkan hefur minnkað. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmál- unum einé og annars staðar. Hins vegar kemur það alltaf betur í Ijós, að menn veröa að taka tillit til vilja almenn- ings. það er ekki hægt að bruna áfram eins og „ego- isti“, án þess að horfa til vinstri eða hægri. Þegar um þýðingarmikil mál er að ræða, geta flokkar ekki söðlað um í einu vetfangi. Þaö verður að hyggja m. a. að því sem sagt var fyrir kosn- ingarnar. Sagan endurtekur sig alltaf með vissu millibili, á margan hátt. — Meirihlut- inn f bænum okkar hefur á þessari öld færst á milli aðal- pólanna í bænum, krata og íhalds, með nokkuð vissu millibili, og þá þeirra einna eða í samvinnú við aðra flokka. Lítum til baka, Sveinn, og þá sérðu, að fyrir 1926 höfðuð þið yfirráð í bænum. Síðan taka kratarnir við og eru við völd, fyrst einir og sfðan í samvinnu við aðra, til um 1960. Þá kemur ykkar tími aftur og eruö þið næstum óslitið við völd til ársins 1986. Þá er aftur söðlað um og kratarnir aftur komnir með völdin í sínar hendur og nú undir stjórn Guðmundar Árna. Það er merkilegt út af fyrir sig, að allir 5 bæjarfull- trúar kratanna eru yngri en við og sumir miklu yngri. Ég átta mig ekki enn á því, að svona hafi málin þróast, þar sem ég lít á þig enn sem ungan mann, hvað þá mig, sem er ári yngri en þú. Varð- andi kynslóða,skiptin sagði einhver fróður maður eftir kosningarnar, aö fhaldiö virt- ist hafa gleymt kynslóða- skiptunum. Ég ætla að koma mér beint að efninu. Ég hefi nokkuð lengi ætlað að koma á blað endalokum Baejarútgerðar Hafnarfjarðar. íhaldið hafði alla tíð veriö andstætt þessu fyrirtæki og vildi leggja það niður. Hins vegar var afstaða Framsóknarog Félags óháðra borgara allt önnur. Þessir flokkar sögðu við kosningarnar 1982, að þeir vildu efla fyrirtækið. Menn geta auðvitað og eiga að breyta um skoðanir, þegar forsendur gjörbreytast. Af- stað flokka verður hins vegar að byggjast á lýöræðislegum vinnubrögðum. Þegar risi, sem er búinn að lifa á 6. ára- tug, og hefur gert sig veru- lega gildandi í atvinnu- og stjórnmálum allt tímabilið, er felldur, hlýtur að myndast dynkur. Þessi dynkurvar það sterkur, að hann sópaði út úr bæjarstjórn 2 stjórnmála- flokkum í Hafnarfirði, Félagi óháðra borgara og Framsókn- arflokknum. Þú kannt að spyrja, hvers vegna þetta sé skoðun mfn. Ég minnist þess, hversu leynt aðgerðin fór, og hversu ólýð- ræðisleg vinnubrögðin voru. Mér var hugsað til komm- anna, sem menn hafa í gegn- um árin hamast á fyrir ólýð- ræðislega starfshætti. Aldrei hefði þeim dottið í huga aö standa svo að málum. Ég mætti sem áheyrandi og áhorfandi áfund bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar, þegar þessi mál voru afgreidd. Mér fannst ömurlegt að sjá hversu kirfi- lega íhaldið hafði stungið fulltrúum Framsóknar og Óháðra borgara ofan í rass- vasann. Kom minnihlutinn með tillögur út af forminu til þess að málinu gæti verið vísað til lýðræðislegrar með- ferðar, voru þær umsvifalaust felldar. Árni Grétar vakti gaumgæfilega yfir fulltrúun- um. Það frýrenginn Árna vits. Hann vissi það.að ef eitt- hvað yrði slakað á, væri hætta á því að liðið hlypi út undan sér. Þegar ég sat þarna, Svenni, og fylgdist með af- greiðslu málsins, kom mér í huga saga, sem ég hafði heyrt nokkrum árum áður. ís- lenskur þingmannahópur var á ráðstefnu erlendis. Þeir sátu á 1. bekk í salnum. í hvert skipti, sem gengið var til atkvæöa, sneri einn full- trúinn sér við, áður en hann greiddi atkvæði. Hinir spurðu, hverju þetta sætti. Hann svaraði að bragði, að hann vildi sjá, hvernig Banda- ríkjamenn greiddu atkvæði, þar sem hann ætlaði að greiða atkvæði eins og þeir. Nú er Einar vinur okkar Mathiesen fluttur út á Álfta- nes. Þetta var stutt gaman hjá honum að vera flokksfor- ingi. Ég hélt einhvern veginn, að hann væri þaó mikill gafl- ari, að honum myndi aldrei koma til hugar að yfirgefa bæinn okkar. Einhver orðhitt- inn maður sagði svo ég heyrði, að á þessum tímum nýyrða, afruglara og annars nýmetis, mætti segja að Einar væri farinn að afgaflar- ast, eftir að hann flutti út á Álftanes. Ég held, að við ættum að snúa okkur að léttara hjáli. Það var stórmerkilegt fram- tak hjá þér, þegar þú stóðst fyrirstofnun Föstudags- klúbbsins í A Hansen. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá hinu venjulega amstri. Þar sem þú mættir ekki siðastlið- inn föstudag, fóru fram lífleg- ar umræður um það, á hvern hátt félagsskapur þessi geti sýnt þér sóma. Mér kemur ekki á óvart, þótt bæjarfóget- inn sé þegar byrjaður að semja ræðu fyrir hófið. Jæja, vinur sæll, nú er komið að enda þessa bréf- korns til þín. Fyrirtæpu ári síðan, eftir að þú komst heim af spítalanum, færðum við hjónin þér3 fallegar, rauðar kratarósir. Þremurvikum síð- ar hafðir þú á orði við mig, að rósirnar hefðu staðið miklu lengur en þú hafðir átt að venjast af rósum. Ég svaraði því til, að það væri mjög auð- skilið, jarövegurinn hér í Firð- inum væri sérstaklega frjó- samur til ræktunar rósa. Nú er ég búinn að biðja hann Ásmund í Dögg að hafatil- búnar fyrir mig 9 rauðar rósir í dag, sem við hjónin ætlum að gefa þér, eina rós fyrir hvern áratug, sem þú hefur lifað og 4 fyrir næstu 4 ára- tugi. verði ég skki staddur í þessu lífi á 90 ára afmæli þínu, ætla ég að biðja hann Guðmund Árna eða einhvern annan að bæta á þig rósum. Eins og höfðingjum sæmir, efnir þú til mannfagnaðar á þessum timamótum. Um leið og við hjónin sendum þinni ágætu konu, Svanhildi Ing- varsdóttur, og afkomendum bestu kveðjur og árnaðar- óskir, tilkynnum við þér, að við ætlum að mæta i hófi þínu í Skútunni kl. 5 í dag. Lifðu heilL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.