Alþýðublaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 2
2
Föstudagur 5. febrúar 1988
ÁLÞYBUBIMD
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Umsjónarmaður
helgarblaös:
Blaöamenn:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blaö hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Þorlákur Helgason
Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigriður Þrúöur Stefánsdóttir.
Þórdis Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Slöumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60
kr. um helgar.
ALLT ER ÞA ÞRENNT ER
„Der skal to til,“ segja spakir Danir. Þetta hafa flestir
skilið réttum skilningi. Stundum þarf að vísu þrjá til og þá
vandast málið.
Þrír aðilar mynduðu ríkisstjórn fyrir réttum 7 mánuðum.
Jón Baldvin Hanniblasson hafði farið fram áað Framsókn
hvíldi sig a. m. k. eitt kjörtímabil, en það fór samt svo að
málefnasamningur varð til og ríkisstjórn ýmissa hags-
munaaðila og ólíkra sjónarmiða leit dagsins Ijós.
Meirahefurgengiðááþessum sjömánuðum en lengst-
um áður í þjóðfélaginu. Því reið mjög á að ríkisstjórnin
stæði við sitt til að mæta breyttum aðstæðum. Það hefur
meðal annars orðið að taka á því að þjóðartekjur minnka
og verðbólga vex. I starfsáætlun ríkisstjórnarinnar voru
meginþættir efnahagsstefnunnar markaðir:
Að ná verðbólgu niður á næstu árum miðað við veró-
bólgu í helstu viðskipta- og samkeppnislöndum.
Að jafna viðskipti við útlönd.
Að draga úr erlendum skuldum hlutfallslega.
Að auka innlendan sparnað.
Síðast en ekki síst ætlaði ríkisstjórnin að eyða halla
ríkissjóðs ánæstu þremurárum. í samræmi viðsjónarmið
hagvitrustu manna var ákveðið að ná hallalausum ríkis-
sjóði á einu ári í stað þriggja. Undir þessi sjónarmið hefur
m. a. Ragnar Arnalds stjórnarandstöðuþingmaðurog fyrr-
um fjármálaráðherra, tekið og talið gæfuspor til þess að
ná niður verðbólgu. Það kom í hlut þess ráðherra sem
digrustu sjóðum ræður að glíma við reiknisdæmið sem
fyrir hann var lagt.
Því miður hafa ráðherrar Framsóknarflokksins ekki skilið
alltaf að allterþáþrennter. í pólitískum leikhafaþeirskot-
ið sér undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að sitja með öðr-
um í ríkisstjórn. Steingrímur hefuroftaren einu sinni kom-
ið af fjöllum. Nægir að minnast á vaxtamálin. Steingrímur
hefur varað við „frelsi“ markaðarins og háum vöxtum.
Hann gleymirþví gjarnan að það varóvart ríkisstjórn þessa
sama Steingríms Hermannssonar sem kom á frjálsum
vöxtum. Háirvextireru vissulegamerki þessað verðbólga
er of há í landinu. Og það er heldur ekki gæfulegt að ríkið
þurfi að reyna að ná í peninga hjá almenningi með ríkis-
skuldabréfum og bjóðavexti af bréfunum í samkeppni við
verðbréfamarkaðinn. Við það sþennast nefnilega vextir
upp. Að skapa sér vinsældir með því að finna að einu og
öðru sem ríkisstjórnin hefur sameiginlega ætlað sér að
nátökum á, eru óheilindi og ekkert annað. Nýjastadæmið
er úr sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld. Jóhann Einvarðsson
þingmaður Framsóknar vísaði aðspurður, kaupleigukerf-
inu allt að því á bug, taldi að ekki bæri að bæta við nýju
kerfi á önnur fyrir. Það er eins og \a\smenn Framsóknar-
flokksins hafi aldrei lesiö málefnasanmang ríkisstjórnar
Þorsteins Pálssonar. Það erþví nokkuirt j^eöiefni að lesa
leiðara Tímans í gær og sjá að ritstjóm Tt'mans gengur
fram fyrir skjöldu og boðar skilning á stefnu ríkisstjórnar-
innar. Leiðarahöfundur segir m. a.: „Stjórnarflokkarnir
hafa reynt eftir föngum að efla samneyslu, en sæta ádeil-
um vegna innheimtu á fé til almannaþarfa.
Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna skilur og veit að
beint samband er á milli skattlagningar og samneyslu.
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings þessa fólks.“
Væri betur að ráðherrar Framsóknarflokksins læsu
málgagn sitt spjaldanna á milli til þess að glöggva sig á
því sem þegar hefur verið ákveðið að framkvæma í ríkis-
stjórninni, og er þá kannski von til að ráðherrarnir verði
ekki stikkfrí í nánustu framtíð.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
ÞJÓÐIN á auölind þá sem
fiskurinn í sjónum er. Mörg-
um hefur fundist stinga í stúf
við þessa staðreynd að ein-
staklingum skuli afhentur
ókeypis aðgangur að af-
rakstri þessarar þjóðareignar
eins og nú gerist meö veiði-
leyfum kvótakerfisins.
Gylfi Þ. Gíslason og Þor-
kell Helgason prófessorar
skrifa athyglisverða grein um
fiskveiðistefnu í Morgunblað-
ið 29. janúar. Grein sem ber
heitið Gjald fyrir veiðileyfi í
stað gengisfellingar."
Höfundar vilja að greitt sé
fyrir veiðileyfin í sameigin-
lega sjóði landsmanna og
engar hömlur verði settar á
viðskipti með leyfin.
„Kjarni málsins er ofur ein-
faldur. Ef ekki væri höfð
stjórn á sókn í fiskistofnana,
sem eru heista auðlind ís-
lendinga, mundu þeir skerð-
ast og virði auðlindirnar
minnka. Ríkisvaldið eitt hefur
aðstöðu til þess að takmarka
heildarsóknina. Og þjóðin í
heild á þessa auðlind. Það
hefur raunar nú verið tekið
fram i hinum nýju lögum um
fiskveiðstjórnun, sem sett
voru i byrjun þessa árs.
Takmörkun heildarsóknar
eykur afla þeirra fiskiskipa,
sem veiðileyfin hljóta, þegar
til lengdar lætur, miðað við
þaö, sem átt hefur sér stað
við meiri sókn. Þessi aukni
afli, sem siglir í kjölfar
sóknartakmörkunarinnar, hef-
ur það auðvitað í för með sér,
að veiðileyfin eru verðmæt.
Verðmæt réttindi eiga menn
ekki að fá ókeypis. Þá er ver-
ið að mismuna þegnunum.
Fyrir veiðiréttindin á aö
greiða eiganda auðlindarinn-
ar, þjóðinni allri.“
Prófessorarnir benda á að
veiðileyfin hefi gengið kaup-
um og sölum og veiðileyfi
hækki verð skipanna.
„Það er aðeins vitnisburð-
ur um, að veiðileyfin eru
verðmæt og þá um ieið stað-
festing á því, að rangt er af
eiganda auðíindarinnar að af-
henda þau ókeypis.“
Rökin fyrir gjaldi af veiði-
leyfi eru tvenns konar að
mati Gylfa og Þorkels:
Annars vegar myndi það
hafa i för með sér hag-
kvæmari sókn, þar sem veið-
in myndi smám saman kom-
ast í hendur þeirra, sem
heföu hagkvæmastan rekst-
ur. Hins vegar væri komið i
veg fyrir þaö þjóöfélagslega
ranglæti, sem í þvi felst aö
afhenda einstaklingum eða
félögum verðmæti ókeypis
og svipta eiganda þannig
afrakstri af eign sinni.
Höfundar virðast telja það
óeðlilegt að útvegurinn skuli
einn njóta auðs fiskimið-
anna. Áætla þeir að verð-
mæti veiðileyfa við botnfisk-
veiðar hafi numið 3—4 millj-
örðum króna á sfðasta ári.
Þykir höfundum rétt að at-
huga hvort ekki megi koma í
veg fyrir gengisfellingu m. a.
vegna bágrar afkomu fisk-
vinnslunnar.
„Með hliðsjón af þeim sér
stöku aðstæðum, sem nú er
um að ræða í íslenskum
Prófessorarnir Gylfi Þ. Gislason
°g—
öll eiqi verðmætin i sjónum en
ekki eigendur fiskiskipaflotans.
„Egg eru kjörin heilsufæöa,“ segir
Geir bóndi Gunnlaugsson í Kópa-
vogi og andmælir innflutningi á
þeim.
efnahagsmálum og sérstak-
lega innan sjávarútvegsins,
mætti þá ekki láta þessa
aukningu þjóöartekna, sem
sóknartakmörkunin hefur i
för með sér og fram kemur i
verðmæti veiðileyfannna,
haldast innan sjávarútvegs-
ins, þannig að með engu
móti verði sagt, að gjald fyrir
veiðileyfi sé skattur á sjávar-
útveginn? Það mætti gera
með því aö láta gjaldið renna
í sérstakan sjóð og ráðstafa
honum í þágu fiskvinnsiunn-
ar. Einfaldast væri að gera
það með þvi að nota tekjur
sjóðsins til þess að greiða
bætur á útfluttar sjávarafurð-
ir. Útflutningur þeirra nam á
síðastliðnu ári um 40 millj-
örðum króna. Veiðileyfagjald-
ið, sem miðaðist við fullt
markaösverð aflamarks, gerði
þvi kleift að greiða allt að
12% bætur á útfluttar sjávar-
afurðir. Fyrrgreindar upplýs-
ingar um afkomu fiskvinnsl-
unnar benda þó til þess, að
ekki sé þörf nema hálfra
þeirra bóta til þess að rétta
við afkomu hennar.
Við þetta þarf þó ýmsu að
bæta. Taka verður skýrt fram,
að þetta er ekki æskileg
framtíðarskipan."
Og framtíðina sjá þeir í
öðru Ijósi. Þá kemur að hinu
marg fræga jafnvægi þjóðar-
búskaparins:
„Þetta virðist framkvæm-
anlegt um skeið. Jafnframt
yrði að vinna að því, að
smám saman myndaðist slíkt
jafnvægi í afkomu veiða og
vinnslu, að veiðileyfagjaldið,
afgjald þeirrar auðlindar, sem
fólgin er í fiskstofnunum við
landið, geti gengið til eig-
enda þessarar auðlindar,
þjóðarheildarinnar og hún
notaði það til þess að hafa
hemil á verðbólgu og treysta
efnahagslíf sitt.“
BAKARAR segjast geta
lækkað kökur um eina millj-
ón á mánuði, ef þeir fái að
flytja inn egg frá útlöndum.
Neytendasamtökin vilja
draga úr almætti land-
búnaöarráðherra sem nú virð-
ist eiga að verðleggja egg,
kjúklinga og kartöflur eftir
formúlu 6 manna nefndar.
Ýmsir kveða sér hljóðs vegna
þessa máls.
Geir Gunnlaugsson bóndi
á Lundi i Kópavogi er ekki
sama sinnis:
„Þær eru orðnar risháar
öldurnar á neytendamörkuð-
unum og þær brotna nú mest
á þeim, sem minnst hafa
fengið í sinn hlut við fram-
leiöslustörfin og þó framleitt
neysluvöru, sem er sú lang-
ódýrasta á neytendamarkaðn-
um. Hún er einnig sú holl-
asta og úrgangsminnsta,
ekkert roð og engin bein.
Eggin eru kjörin heilsu-
fæða fyrir börn og gamal-
menni og ódýrasta áleggiö
sem er á boðstólum."
„Hvernig má þá vera
mögulegt að fá egg keypt í
Hollandi fyrir 32 krónur kíló-
iö? Ef til vill segir það nokkra
sögu að íslenski bóndinn
þarf að greiða 20 krónur fyrir
hvert kíló af fóðri samkvæmt
verðlagi í dag með kjarnfóð-
urgjaldi. Er þá eftir að breyta
fóðrinu í egg með öllu sem
til þarf að kosta svo sem
útungun, ungaeldi, daglegri
vinnu og loks kemur til
sortering, pökkun og dreif-
ing.
Komi til innflutnings þess-
ara afurða er vísast að rétt-
sýn stjórnvöld muni styðja is
lenska alifuglabændur til
jafns við þaö sem gert er er-
lendis. Gætu íslendingar þá
væntanlega bætt eggjum og
kjúklingum á lista niður-
greiddra landbúnaðarafurða
til útflutnings.
Bankastarfsmönnum hefur fjölgaö mjög undanfarin
ár. Viöskiptavinur kom inn í ónefndan banka á Lauga-
veginum og spurði:
Hvað vinna eiginlega margir hérna?
Gjaldkerinn svaraði um hæl:
Svona um það bil helmingur.
kaffinu