Alþýðublaðið - 05.02.1988, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 5. febrúar 1988
DROG AÐ EFNISSKRA
USTAHÁTÍDAR 1988
Drög að efnisskrá Lista-
hátiðar 1988 voru kynnt í
vikunni. Fjöldi listamanna
kemur fram, þar á meðal
ýmsar stórstjörnur sem
ekki hafa áður komið fram
hér á landi. Listahátið fer
fram i Reykjavík dagana
4,—19. júni næst kom-
andi.
Verndari Listahátíðar er
forseti íslands Vigdís
Finnbogadóttir. Heiðurs-
forseti er Vladimir
Ashkenazy, en hann kem-
ur einnig fram á einleiks-
tónleikum á hátíðinni. For-
maður fulltrúaráðs lista-
hátíðar er Birgir ísleifur
Gunnarsson menntamála-
ráðherra og varaformaður
er Davíð Oddsson borgar-
stjóri. Framkvæmdastjórn
skipa: Jón Þórarinsson
tónskáld formaður, Valur
Valsson bankastjóri vara-
formaður, Karla Kristjáns-
dóttir deildarstjóri í Lista-
safni íslands, Arnór
Benónýsson forseti
Bandalags islenskra leik-
ara og Gunnar Egil son
skrifstofustjóri Sinfóniu-
hljómsveitar íslands.
Framkvæmdastjóri hátíð-
arinnar er Rut Magnússon
og blaðafulltrúi er Sonja
B. Jónsdóttir.
Alþýðublaðið kynnir hér
drög að efnisskrá hátíðarinn-
ar, en sem gefur að skilja
hefur endanleg dagskrá enn
ekki verið fastmótuð og þvi
ekki hægt að segja til um
tímasetningu einstakra dag-
skrárliða. Þannig á t.a.m. enn
eftir að ná samningum við
rokkhljómsveitir, þó ákvörðun
hafi verið tekin um slíkan
dagskrárlið.
Norræn konkretlist á.veg-
um Listasafns íslands. í
tengslum við sýninguna flyt-
ur Folke Lalander fyrirlestur
um norræna konkretlist.
Chagall-sýning i Listasafni
íslands.
Maðurinn í íslenskri mynd-
list 1965-1985. Sýning áveg-
um Kjarvalsstaða á verkum
ísl. myndlistarmanna.
Sýning FÍM á grafík eftir
David Hockney.
Minimalismi í list, sýning
Nýlistasafns á verkum eftir
Donald Judd og Richard
Long.
Sýning Arkitektafélags ís-
lands I Asmundarsal.
Bóka- og facsimile-sýning í
Stofnun Árna Magnússonar.
Sýning ísl. heimilisiðnaðar.
Sýning Textílfélagsins í
Á Listahátiö verður m.a. Chagall-sýning i glæsilegum húsakynnum Listasafns íslands.
Norræna húsinu verður byrj-
uð á undan Listahátíð. Á sýn-
ingunni flytur Daniel Graffin
fyrirlestur á vegum SÍM og
Alliance Francaise.
Þegar textílsýningunni lýk-
ur hefst í Norræna húsinu
sýning á verkum sænsku
listakonunnar Lenu Kronkvist
á vegum Norræna hússins.
Sýning á verðlaunamynd-
um úr kvikmyndakeppni fer
væntanlega fram um helgina
11.—12. júní.
Tónlist
Fílharmoníuhljómsveitin
frá Poznan í Póllandi, Fíl-
harmoníukórinn frá Varsjá og
sólistar Pólskt Requiem eftir
Krzysztof Penderecki undir
stjórn tónskáldsins. Tónleika-
stjórnandi Wojciech Michnie-
wski.
Vladimir Ashkenazy: Ein-
leikstónleikar.
Sinfónluhljómsveit Íslands,
stj. Petri Sakari, eins. Jorma
Hynninen, baritón.
Sinfóníuhljómsveit íslands,
stj. Gilbert Levine, eins.
Debra Vanderlinde, coloratúr
sópran.
Guarneri strengjakvartett-
inn.
Sarah Walker, mezzo sópr-
an og Roger Vignoles, píanó-
leikari.
Stéphane Grapelli Trio.
Norræni kvartettinn. ,
Svava Bernharðsdóttir, lág-
fiðla og Anna Guðný Guö-
mundsdóttir, píanóleikari.
Kolbeinn Bjarnason,
flautuleikari.
Kammersveit og einleikar-
ar, stj. Hákon Leifsson.
Á jörðu ertu kominn,
kantata eftir Gunnar Reynir
Sveinsson og Birgi Sigurðs-
son.
Popptónleikar.
Þjóðleikhúsið: Frumsýning
á Marmara eftir Guðmund
Kamban.
Teatre de l’Arbre, Yves
Lebreton, látbragðsleikari.
Bókmenntakynning og
brúðuleikhús.
Dagskrá helguö Steini
Steinarr.
Black Ballet Jazz.
ísl. dansflokkurinn.
Fiðluleikarinn Stéphane Grapelli, en hann kemur fram ásamt triói á
Listahátið 1988.
HÚSNÆÐISBÆTUR TIL ÞEIRRA
SEM KAUPA f FYRSTA SINN
Þann 29. janúar sl. gaf fjár-
málaráðherra út reglugerð
um húsnæðisbætur. Sam-
kvæmt reglugerðinni eiga
þeir rétt á húsnæðisbótum
sem eignast í fyrsta sinn
ibúarhúsnæði til eigin nota á
árinu 1988 eða siöar.
Rétturtil húsnæðisbóta
stofnast á því ári sem maður
eignast íbúðarhúsnæði. Rétt-
ur til húsnæðisbóta stofnast
aðeins einu sinni fyrir hvern
mann og varir í sex ár.
Húsnæðisbætur skulu
greiðast út 1. ágúst ár hvert, í
fyrsta sinn 1. ágúst 1989
vegna íbúðar sem maður
eignast á árinu 1988. Þó
skulu húsnæðisbætur sem
maður á rétt á samkvæmt
ákvæðum til bráðabirgða II I
lögum nr. 92/1987 greiðast út
í fyrsta sinn 1. ágúst 1988.
Þeir sem eiga rétt á hús-
næðisbótum samkvæmt
nefndu bráðabirgðaákvæði II
eru þeir sem hafa eignast
íbúðarhúsnæði (fyrsta sinn á
árunum 1984—1987 og njóta
ekki vaxtafrádráttar í stað
fasts frádráttar á þeim árum.
Til að öðlast húsnæðis-
bætur þarf að sækja um þær
með umsókn til skattstjóra
sem skal skilað með skatt-
framtali á næsta ári eftir að
réttur til þeirra stofnast. Þeir
sem eiga rétt á húsnæðisbót-
um vegna þess að þeir hafa
eignast íbúðarhúsnæði I j
fyrsta sinn á árunum
1984—1987 skulu sækja um
húsnæðisbætur fyrir 15. m-
ars n.k. til skattstjóra. Um-
sóknareyðublöð munu liggja
frammi á skattstofunni eftir
1. mars n. k.
Húsnæðisbætur eru
42.484 kr. á ári fyrir hvern /
mann miðað við verðlag I /
desember 1987. Hjón og
sambýlisfólk, sem er skatt-
lagt sem hjón, fá hvort um
sig húsnæðisbætur. Þau fá
því samtals 84.968 kr. Áður
en húsnæðisbætur verða
greiddar út 1. ágúst 1988
munu þær hækka I samræmi
við mismun sem verður á
lánskjaravísitölu sem I gildi
er hinn 1. desember 1987 og
þeirrar sem í gildi verður 1.
júní 1988.