Alþýðublaðið - 09.02.1988, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 09.02.1988, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 9. febrúar 1988 t MINNING t ÁGÚST STURLAUGSSON f 14. maí 1899 — d. 1. febrúar 1988 í dag, 9. febrúar, verður til moldar borinn Ágúst Stur- laugsson frá Fjósum í Laxár- dal, Dalasýslu. Hann var fæddur að Öxl í Breiðuvíkur- hreppi á Snæfellsnesi, þar sem foreldrar hans bjuggu þá, en fluttist ungur með þeim inn í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Ásta Lilja Kristmannsdóttir frá Litla-Vatnshorni og Sturlaug- ur Jóhannesson frá Sauðhús- um. Ágúst var þriðji í röð níu systkina. Kristmann var elst- ur, síðan Jóhannes, þá Ágúst, sem hér er kvaddur, fýlagnús, Sigurjón, Liljaog Áslaug, sem dó á öðru ári. Nokkrum árum síðar fæddist stúlka, Áslaug Friömey. Yngstur var Kristján. Þessi stóri systkinahópur er nú all- ur horfinn yfir móðuna miklu. Var Ágúst síðastur að kveðja. Fyrir aldamót voru erfiðir tímar hjá alþýðufólki i Dala- sýslu. Systkini Ástu Lilju fluttu ásamt fleira fólki vest- ur um haf og ungu hjónin, foreldrar Ágústs voru um tíma að hugsa um aö fara þangað líka. Af þvi varð þó ekki. Þau settu saman bú og fljótlega komu börnin hvert af öðru. Gústi frændi, eins og við kölluðum hann alltaf, ólst upp við takmörkuð efni hjá góðum, bókhneigðum for- eldrum sem lásu húslestra lenguren almennt tíðkaðist og ólu börn sín upp við heið- arleika og samvizkusemi. Upp úr fermingu fór Gústi til sjós, fyrst með frænda sínum Kristmanni, skipstjóra í Stykkishólmi. Frá 17 ára aldri fór hann á vertíðir til ver- stöðvanna á Suðurnesjum og gekk þá mest alla leiðina með sjópokann sinn. Þrautseigja hans var ótrú- lega mikil, enda mun ekki hafa veitt af í þá daga. Við undruðumst sögur hans, svo látlausar sem þær voru. Ein þeirra greindi frá þvi er 18 ára unglingurinn kom að vestan á leiö i verið — til Grindavík- ur. Hann veiktist af Spönsku veikinni á leiðinni, en áfram hélt hann þó veikur væri. Hann stansaði eina til tvær nætur á hverjum áningarstað og ioks tókst honum að kom- ast á sjóinn eftir að lungna- bólgan var um garð gengin. Eftir nokkurra ára sjó- mennsku á árabátum og skútum veiktist hann af berklum og dvaldi í nokkur ár á berklahælum, lengst á Kristnesi í Eyjafirði. Þar kom þolgæði Ágústs aftur að góðu gagni og náði hann fullri heilsu. Þegar foreldrar hans fóru að eldast hugsuðu þau Ágúst og systir hans Lilja um bú foreldra sinna og önnuðust þau af alúð árum saman. Ásta Lilja lést 77 ára gömul árið 1946 en Sturlaugur 79 ára árið 1952, bæði heima að Fjósum. Fyrir 30 árum fluttust þau systkinin, Gústi og Lilja til Reykjavíkur. Þau bjuggu að Hraunteigi 15 og héldu heimili saman uns Lilja dó fyrir tæpum 10 árum. Lilja, sem einnig hafði þurft að berjast við berkla á æskuár- um sínum, var fremur heilsu- litil en hugsaði um heimilið meðan Gústi vann almenna vinnu, lengst af hjá Reykja- víkurborg. Um helgar brá Gústi sér á hestbak enda átti hann góða hesta og hafði yndi af. Hann tók mikið af Ijósmyndum og tók margar góðar myndir á gömlu kassa- vélina sína. Hann las mikið af Ijóðum, sérstaklega Ijóð Davíðs Stefánssonar, Stefáns frá Hvítadal og Jóhannesar úr Kötlum. Jóhannes úr Kötl- um var Dalamaður, vel kunn- ugur þeim systkinum og heimsótti þau oft. Eftir að Lilja dó var Gústi oft einn og einmana. Hann varð þvi feginn er hann fékk inni á Hrafnistu í Reykjavík. Þar var hann í sínu hverfi og gat framan af gengið heim í íbúð sína á Hraunteignum. Hugurinn var þó oft vestur í Dölum. Gústi var mjög barngóður og hændust börn okkar að honum. Eftir að bróðir hans Kristján dó 1974, gegndi Gústi hlutverki afans í fjöl- skyldu okkar. Hann vann oft í Teigahverfinu síðari ár starfs- ævi sinnar og fyldi honum þá oft hópur ungra barna sem kölluðu hann afa. Hlýlegt og rólegt fas hans, fullkomlega æðrulaust hlaut að laða að honum börn. Gústi var veit- andi alla sína ævi. Hann kom ávallt færandi hendi og tók vel á móti gestum. Aldrei kvartaði hann né bað um neitt sér til handa. Hann var þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Við viljum flytja þakkir öllu því góða starfsfólki á Hrafnistu i Reykjavík sem annaðist hann af alúð og hlýju eftir að fjör hans tók að þverra síðustu árin. Nú þegar hann er horfinn finnst okkur að heilum kafla úr íslandssögunni sé lokið. Þessi heilsteypti, látlausi al- þýðumaður var góður fulltrúi kynslóðar sem ólst upp við kjör sem okkur virðast að sumu leyti hafa verið ótrú- lega hörð. Af þessum kjörum mótaðist þrautseigja hans, en jafnframt æðruleysið og manngæzka, sem við nutum ríkulega. Blessuð sé minningin um Gústa frænda. Hvili hann í friði við hlið Lilju systur sinn- ar. Sigurlaug Kristjánsdóttir Ingólfur S. Sveinsson SMÁFRÉTTIR Breytingar á akstri SVR Helgarakstur Strætisvagna Reykjavíkur, SVR, breyttist að nokkru í gærdag, 8. febrúar. Vagnar á leiðum 2,3,4,5 og 15A munu aka niður Lauga- veg, mánudaga — föstudaga til kl. 13.00 og laugardaga til kl. 11.00 á sama hátt og hefur verið áður. Frá kl. 13.00, mánudaga-föstudaga (Kl. 11.00 laugardaga) aka þeir hins vegar frá Hlemmi um Skúlagötu án viðkomu að Lækjartorgi. Sérstakur vagn, merktur HLEMMUR-MIÐBORG ekur niður Laugaveg frá ofan- greindum timatil kl. 18.30 mánudaga — föstudaga en til kl. 17.00 á laugardögum. Eftir að akstri Laugavegs- vagnsins lýkur á sunnudög- um og öðrum helgidögum aka engir vagnar niður Laugaveg frá Hlemmi. Kvefið trónar á toppnum Að öllum likindum er ekki til sá íslendingur, sem ekki hefur fengiö kvef, enda er þetta einn algengasti sjúk- dómur hér á landi. Enda fór það svo að fjölmargir Islend- ingar kvöddu gamlapxXÓ með kvefi og voru í desémber 887 skráð tilfelli af kvefi. Tala þessi kemur frá skýrslu 7 lækna og Læknavaktarinnar sf. og samkvæmt henni er annars konar kvef næst á vin- sældalistanum þ.e.a.s. iðra- kvef, þess konar sjúklingar voru 77. Upp úr því fer sjúk- dómstilfellum að fækka, 55 voru með lungnabólgu, 37 fengu smitnæma þvagrásar- bólgu, Clamydiu 16 hlaupa- bólu, og 12 voru með influensu og hálsbólgu. Með aðra sjúkdóma voru 10 manns eða færri. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingardeildar óskar eftir tilboöum í framleiðslu og flutning á gleri. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fri kirkju- vegi 3, Reykjavík gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 25. feb. n.k. kl. 11. - INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik ÚTBOÐ Norðausturvegur um Hafra- lónsá í Þistilfirði Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í of- angreint verk. Lengd vegarkafla2,0 km, fyll- ingar 36.000 m3 og burðarlag 7.000 m3. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verðaafhent hjá Vegagerö rík- isins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 10. febrúar n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrri kl. 14:00 þann 29. febrúar 1988. Vegamálastjóri RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKiSINS Rafmagnsveitur ríkisins óskar eftir tilboðum í eftir- farandi: RARIK-88001: Nýbygging verkstæðis- og geymslu- húss í Ólafsvík. Opnunardagur: Miðvikudagur 24. febrúar 1988, kl. 14:00. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Ramagns- veitna ríkisins við Sandholt 34, Ólafsvík og Lauga- veg 118, Reykjavík frá og með miðvikudeginum 10. febrúar 1988 gegn kr. 5.000 skiltatryggingu. Tilboðum, skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Ólafsvik fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „RARIK-88001 Húsnæði í Ólafsvík". ÚTBOÐ Alþýðuflokksfélag Húsavíkur Félagsfundurverðurhaldinn á Hótelinu miðvikudag- inn 10. febrúar n.k. kl. 20.30 Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga 2. Fjárhagsáætlun bæjarins 3. Önnur mál. Stjórnin. KRATAKOMPAN OPIÐ HÚS Miðvikudaginn 10. febrúar n.k. verður opið hús í Félagsmiðstöðinni Hverfis- götu 8—10. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra mætir á fundinn. Komið, spjallið og spáið í pólitíkina. Alþýðuflokkurinn Borgarfulltrúi Alþýðuflokksins Bjarni R Magnússon verður við á skrifstofu Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10 á þriðjudögum frá kl. 10-12. Alþýðuflokkurinn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.