Alþýðublaðið - 09.02.1988, Síða 7
Þriöjudagur 9. febrúar 1988
7
ÚTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
EKKJUR Á
BÁLKÖSTINN
Ef hún hefði verið sönn „sati“, hefði
kviknað í bálkestinum sjálfkrafa. Hin unga
Roop Kanwar sat í bálkestinum með höfuið
eiginmannsins í örmum sér, mágur hennar
tendraði eldinn og áhugasamir áhorfendur
létu sig ekki vanta.
Eftir ekkjubrennuna í ind-
verska ríkinu Rajastan, hafa
komiö upp deilur um þessa
óhugnanlegu viðburði „sati“.
Þeir sem eru andvígir ekkju-
brennum reyna að sýna fram
á að það er ekki neitt krafta-
verk sem er að gerast, heldur
sjálfsmorð eða blátt áfram
morð, og þvi beri að refsa
þeim sem að þessu standa.
Rétt fyrir jól voru sett ný
ströng lög, sem banna „sati“.
Þrátt fyrir þaö er ekki eining í
þjóöfélaginu um þetta.
Á síöustu tíu árum hafa
verið skráö 13 tilfelli af ekkju-
brennum í þremur sambands-
ríkjum Indlands. Hvaö mörg
tilefelli sem ekki eru skráö
veit enginn, en vitað er aö í
mörgum afskekktum sveitum
og þorpum er þetta viötekin
venja. Pressan ásakar lög-
reglu og yfirvöld á þessum
stöðum og segir þau taka
þátt í ósómanum. „Sati“ hef-
ur veriö ólöglegt síöan áriö
1929 þegar Bretar réöu í Ind-
landi.
Sterk öfl
Umbótasinnar benda á, aö
ekkjubrennur séu ekki ein-
angraö fyrirbæri og að þeir
sem aöhyllast þær segi þær
hluta af þjóöarmenningunni.
í Indlandi eru ekkjur ákaflega
varnarlausar og eru settar á
neösta þrep þjóöfélagsstig-
ans.
Konur eru yfirleitt ekki hátt
skrifaðar í þessum fylkjum
og þaö eru ekki eingöngu
ekkjur sem eru brenndar lif-
andi. Kerfisbundió ofbeldi
gegn konum, felur meöal
annars í sér brúðarbrennur,
og þá er verió aö mótmæla
of litlum heimanmund frá fjöl-
skyldu brúðarinnan Ennfrem-
ur eru bæöi nýfædd stúlku-
börn og litlar stúlkur iöulega
drepnar. Á þetta er litið sem
löglegan kraftaverkadauöa í
mörgum þessara fylkja. Lög-
reglan horföi aðgeröarlaus á,
þegar 3-4 þúsund manns
horföu á bálför Roop Kanwar.
Um það bil 300.000 þús.
manns komu saman i þorp-
inu 13 dögum eftir aö Roop
Kanwar var brennd, til aó
halda upp á atburðinn! Yfir-
völd gripu heldur ekki í taum-
ana þá, þrátt fyrir aö hæsti-
réttur Rajastan haföi lagt
oiatt bann við samkomunni.
Nefnd, sem berst fyrir áfram-
haldandi „sati“ skipulagói
fjöldagöngu sem um 50.000
þús. manns tók þátt í.
Göngumenn hrópuöu takt-
fast: „Sál Roop Kanwar mun
lifa aö eilífu". Loksins, þrem-
ur vikum eftir bálförina for-
dæmdi Rajiv Gandhi ódæðið.
Helgiathöfn
Hvernig er hægt aö rétt-
læta ekkjubrennur? Þeir, sem
eru í forsvari fyrir stuönings-
menn „sati“ eru úrefri stétt-
um i Rajastan — tveir lög-
fræöingar, blaðamaður og
auðugur forstjóri í útflutn-
ingsversluninni. Formaöur
samtakanna Narinder Singh
Rajawat, er ungur kaupsýslu-
maóur sem klæöist á vest-
ræna visu. Kona hans er há-
skólamenntuð í stjórnmála-
fræöi. Hún segir: „Roop
Kanwar gekk í eldinn af fús-
um og frjálsum vilja, undir-
gefin eiginmanni sínum. Slik
undirgefni hlýtur aö vera frá
guödóminurrLkominn. Sati er
þess vegna kraftaverk og
þýðingarmikið innan hindú-
ismans". Konan sem sagði
þessi orö er sem sagt há-
menntuð og víðförul.
Hof, til minningar um ekkj-
ur sem láta lítið á bálinu,
voru reist um allt Indland á
miööldum. Þangaó streyma
heittrúaöir hindúar í þeirri
von að hin látna „sati“ geri
kraftaverk, ekkjurnar látnu
gegna því sama hlutverki og
dýrlingarnir innan kaþólsku
kirkjunnar.
Aftur fær frú Harsh
Rajawat oröið: „Andstaða viö
sati er þessvegna talin árás á
hindúismann og hlutverk
hans í því aö viðhalda hefó-
um samfélags okkar og koma
í veg fyrir að tískubylgjur rífi
heföir okkar upp meö rótum“.
Milljóna viðskipti
í efnahagslegu tilliti táknar
sati milljónaviöskipti. Þorp,
þar sem ekkja „tekur þá
ákvöröun" aö ganga á bálið,
verður einskonar minni út-
gáfa af Lourdes, staöur sem
pílagrímar heimsækja árlega
svo skiptir þúsundum.
Stærsta satihofið í Indlandi
er Rani Sati í Rajastan, það
var reist til minningar um sati
á fjórtándu öld. Þetta hof
veltir á hinni árlegu „kjöt-
kveöjuhátíö“ rúmlega fimm
milljónum rupees. Fylkis-
stjórnin hjálpar til með því að
lýsa yfir, þremur opinberum
helgidögum.
Styrktarmenn sati-hof-
annnaeru úr.helstu fjölskyld-
um í viöskiptalífinu. Má þar
nefna iö.n jöfurinn Birla, Modi-
samsteypuna stóru og sjálf-
an blaðakónginn Goenka
sem berst gegn Rajiv Gandhi
I mörgum héruðum i indversku
þjóðfélagi er litið á ekkjubrennur
sem löglegan, sjálfsagðan krafta-
verkadauða, og hundruð þúsunda
manna flykkjast að til að vera vitni
að atburðinum.
í öllum góðum málum sem
hinn síðarnefndi vill vinna aö.
Baráttan gegn sati
Kvenréttindakonur hafa
gert áætlun um baráttuna
gegn sati. Mörg kvenna-
samtök hafa hafið meö sér
samstarf og telja konurnar að
það nauðsynlegasta til aö
byrja meö sé aö ryója rök-
færslum stuðningsmanna
sati úr vegi.
„Af íúsum og frjálsum
vilja“ hefur ekki trúverðuga
meiningu í þjóðfélagi þar
sem konur eiga aö vera
undirgefnar og er oftast
stjórnaö af öörum. Sjálfs-
morö er eitt, en aö á þaö sé
litið sem óskahlutverk kon-
unnar er annaö. Sjálfsmoró
vegna undirgefni viö látinn
eiginmann er villimannsleg
hefð, ríki sem telur sig vera á
braut framfara á að sjá til
þess aö slikur ósómi veröi
upprættur.
Fyrir 150 árum síöan var
samskonar hreyfing gegn
sati í gangi og sömu rök sett
fram og nú. Þaö var á ný-
lendutímabilinu og þá var
það fólk úr indversku miö-
stéttunum, sem beitti sér
gegn sati ásamt breskum
yfirvöldum. Þetta gaf góða
raun sérstaklega i Bengal-
héraðinu og er taliö aö áriö
1861 hafi verið tímamótaár
þar um slóðir því þá hafði
tekist að útrýma sati. Þótti
þaö tíðindum sæta að jafnvel
Rajput-konur af furstaættum
í Udapiur í Rajastand, þver-
neituöu að ganga á bálið.
(Arbeiderbladet.)