Tíminn - 22.10.1967, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 22. október 1967,
TÍMINN
arihús í byggingu, endubbygg-
ing útibús K.Þ. í suðurbænum,
bókabúð kaupmanns og lítið
hús fyrir fornbóksölu og skó
verkstæði. Þá er unnið við
byggingu félagsheimilis og í
sambandi við það er hótel. Þá
e,r á árinu búið að byggja
feikna mikla vöruskemmu, sem
Kísiliðjan h.f. á. Þa'ð hús stend
ur á uppfyllingu innan hafn-
argarðsins við Húsavíkurhöfn
og er 2002 fermetrar og vegg-
hæð 6 metrar. Húsvíking-
ar eiga von á nýjum gjald-
anda til sveitarsjóðs, þar sem
er sölufélag Kísilgúrsins, en
heimiii þess er á Húsavík.
Verið e,r að koma upp vönd-
uðu sjúkrabúsi. Hefur það ver-
ið í smíðum þrjú síðustu ár og
verður væntanlega fullgert á
næsta ári. Loks er til frásagn-
ar, að byrjað er á fyrsta á-
fanga safnahúss, sem Jóhann
Skaptason sýslumaður og bæj-
arfógeti á Húsavík beitir sér
fyrir að reist er. Er hugmynd-
in að þar verði með tíman-
um menningarstöð Þingey-
inga: Aðalbókasafn þeirra,
skjalasafn, ' náttúrugripasafn
sjöminjasafn o.fl. Þessa bygg-
ingu kostar sýslufélögin í þing
eyjarþingi. Húsavíkurkaupstað
ur og ríkið eftir því, sem það
fæst til, ennfremur áhuga-
menn. Sá áfanginn, sem byrj-
að er á, er ætlaður bókasafn-
inu. En merkilegt bókasafn,
sem Þingeyingar eiga, er fyrir
hendi, stofnað 1889 af frum-
herjum kaupfélagsins.
Þá er í byggingu mjög vand-
að íþróttasvæði yzt í bænum
á skemmtilegum stað. Á hon-
um var byxjað 196'ö og er mik-
ið vandað til hans. Væntan-
lega verður liann dýrmæt eign
fyrir æskufólk Húsavikurkaup-
staðar. Skammt frá íþrótta
svæðinu er myndarleg sund
laug, hituð með laugarvatni,
sem dælt er neðan úr fjöru,
úr heitri uppsprettu, sem kem
ur þar undan hakkanum. í
sambandi við sundlaugina er
gufubaðstofa.
Borað hefur veriö eftir heitu
vatni, einkum í Laugardal á
Húsavíkurhöfða. Fundizt hef-
ur heitt vatn, sem gizka má á
að nægi bænum, en áböld vant
ar til fullrari könnunar og fé
til virkjunar eins og stendur.
Hitaveitumöguleikar á Húsavdk
eru meðal kosta staðarins.
Sjávarútvegurinn er aðalat
vinnuvegur Húsvíkinga, hafn-
armannvirki eru þar mikil og
útgerðarmannvirki. Fiskiðju
samlag Húsavíkur h.f. er aðal-
vinnslustöð sjávarafurðanna.
K.Þ. er stærsti hluthafinn og
Húsavikurkaupstaður annar
stærsti hluthafinn. Hefur þetta
fyrirtæki aukið mjög húsa- og
vinnslutækjakost sinn aö und-
anförnu.
Telja má, að góður fiskafli
hafi verið á Húsavík á þessu
ári. Hjá Fiskiðjusamlaginu var
tekið á níóti 800 lestum meira
en á sama tíma í fyrra, þ.e.
um mánaðamót sept. — nóv
Á þessu ári hafa gengið til
fiskjar 7 þilfarsbátar 8—23 1
Íesta og 52 trillur. Smábátaút-
gerðin hefur reynzt Húsavík
mjög farsæl og atvinnulífi stað
arins mikilsverð.
í agústmánuði lagði maður
einn upp afla sinn fyrir 77
þús. kr. Hann reri einn á
trillu sinni og er þetta gott
mánaöarinnlegg og góð út-
flutningsvara.
Fimm bátar frá Húsavík;
200—320 lesta, eru á síldveið-
um og oft nefndir í fréttum.
Þrjá þessara báta eiga bræð
urnir Stefán og Þór Péturs
synir. Þeir eru stærstir útgerð-
armenn staðarins. Og þennan
fagra haustdag voru þrír síld-
arbátar komnir með síld,
fyrstu síldina til söltunar, sem
um munar á þessu sumri. Síld-
in var söltuð í húsi.
Síldarbræðslan á Húsavik
vinnur 200 mál á sólarhring.
Hún hafði framleitt 430 lestir
af fiskimjöli til septemberloka
og dálítið af síldarmjöli og
lýisi.
Iðnaður er töluvert mikiil á
Húsavík. Má þar nefna mjólk-
uriðnað K.Þ. brauðgerð, pylsu
gerð, einnig á vegum K.Þ.,
ennfremur málmiðju og bif-
reiðaviðgerðir. Nokkrar tré-
smiðjur eru á Hésavík, hús-
gagnaverkstæði, steinsteypu
verkstæði, vélsmiðjur og bif-
reiðaverkstæði, verktakafyrir
tæki, málarameistarar, raf-
virkjameistarar o.s.frv. Manni
sýnist, að margir kunni þar
vel til verka.
Landbúnaður var mikill á
Húsavík en dregst riú óðum
saman .Engin kýr var sjáan-
'anleg og kaupa allir mjólk í
Mjólkursamlagi K. Þ. Sauðfé
áttu margir, en talið er, að
eftir haustið í haust muni þeir
verða fremur fáir. Gerð var
gangskör að því að flytja bé-
peningshús úr bænum og rýma
fyrir öðrum byggingum. í sum-
ar lét bæjarstjörn brenna nokk
ur slík hús eða kofa, en hafði
áður valið búfjáreigendum
stað. Þetta varð hitamál og
skal framikvæmdin hvorki löst-
uð né lofuð. Búifjáreigendum
verða að lúta einihverjum regl-
um í sambýlinu við þéttJbýlið,
en mörgum er það dýrmætt
að eyða frístundum sínum í
hesthúsi eða fjárhúsi. Hestum
fjölgar á Húsavík og kann ég
ekki frá því að segja, hvort
því fylgir menning eða ó-
menning á þeim stað.
Slátrun var í fullum gangi
og verður lógað 37 þús. fár
hjiá K.Þ. í hinu gamla slátur-
húsi, sem byggt var 1931. K.Þ.
er nú að byggja stórt , kjöt-
frystihús sunnan við bæinn og
hefur undirbúið þar byggingu
nýtízku slátunhúss, sem seink-
ar vegna lánsfjárkreppunnar.
Menn ræddu um, að dilkar
væru vænni í haust en í fyrra
e.t.v. einu kg. þyngri til jafn-
aðar. Eins og þá stóð var
hæsta jafnaðarvigt dilka hjá
Kára Pálssyni á Húsavík, um
18 kg. á 20 dilkum.
Tún eru mikil á Ilúsavdk og
þau voru vel ræktuð með fisk-
úrgangi. En þetta er liðin tíð.
í sumar leigðu margir Húsvík-
ingar bændum tún sín til
slægna og kom það sér vel fyr-
ir þá, sem urðu'fyrir miklum
kalskemmdum á heimaténum.
Eins og áður er að vikið, er
verzlunin veigamikill þáttur
atvinnulífsins í Húsavík, enda
verzlunarsvæðið stórt. K.Þ. hef
ur mikinn meirihluta verzlun-
arinnar á sínum vegum. Rek-
ur það útibú í bænum og út
um sveitir. bæði í Reykjadal,
Mývatnssveit og að Brúum í
Aðaldal. Enn fremur í Flatey
á Skjálfanda. Kaupfélag Þing-
eyinga er mikill aflgjafi á Húsa
vík og á félagssvæöi sínu. Það
greiðir og meira en þriðjung
af samtölu allra aðstöðugjalda,
sem bæjarfélagið hefur í tekj-
ur og þar fyrir utan eru svo
hin ýmsu fyrirtæki, sem félag-
ið á meira eða minna í.
Ýmiss konar menningarleg-
ur félagsskapur starfar á Húsa
vík, svo sepn kórar, lúðrasveit,
leikfélag, taflfélag, kvenfélag,
rotary- og lionsklúbbar og
Fraiwhald á bls. 11.
Skrifstoful o g sölubúSahús KÞ fyrir miSju. Til hægri er „Formannshús'.
Sundlaugin á Húsavik.
Nýja sjúkrahúsið á Húsavik í byggingu. Gamla sjúkrahúsiS til hægri.
Síldarbátar við bryggju og hin mikla vöruskemma Kísiliðjunnar.
\