Tíminn - 22.10.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.10.1967, Blaðsíða 6
TÍMINN GuSlaugur Rósinkranz þióCleikhósstiórl við Þfóðleikhúslð. mmmmmmm—m^mmmm^mmmmm^mmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmrnmm—mmi^^mmmmmmmmi^mmmmmmmmmm^^^^^^^m Mtnn og málefni 6 _________________________ 4000 sýningar í Þjóðleikhúsi ÞjóðleiMiúsið er ein þeirra stofnana, sem við setjum traust okkar á um viðhald og eflingu íslenzkrar menningar. Bygging þess var lengi heit ósik og það var á sínum tíma byggt af litl- um efnum en myndarskap og djörfung. Það hefur nú starfað í sautján ár og hefur á þeim tíma boðið upp á 4000 sýning- ar eða yfir 230 sýningar á árL LeiMiúsgestir eru orðnir rúm- lega hálf önnur milljón, og sýn- ingarverkefni þess eru yfir tvö hundruð innlend og erlend. Þjóðleikhúsið hefur á þessu skeiði sýnt flest hin beztu leik- húsverk íslenzk frá fyrri árum, og 24 ný íslenzk leikrit, svo að nærri liggur að álykta, að það hafi orðið sterkur aflgjafi nýrr- ar leikritunar. En þýðing Þjóð- leikhússins til grósku í þessari listgrein er ekki aðeins í þessu fólgið, heldur miklu víðtækari. Það hefur flutt okkur nýja strauma í leiklist, fært okkur heim á íslenzkt svið ný og göm- ul öndvegisverk, sem við hefð- um ekki átt kost að njóta án þess. Það hefur hleypt lífi í leik starfsemi utan veggja sinna, stutt beint og óbeint leikstarf um allt land. Með tilkomu Þjóð leikhússins hefst alveg nýtt blómaskeið í þessari listgrein hér á landi með margfalt stærri sjóndeildarhring en við höfð um áður. Það hefur beint huga ungs fólks að leiklistinni, hjálp að þvf til menntunar og boðið því tækifæri. Rekstur Þjóðleikhúss er dýr, og stærri þjóðir en íslending- ar þurfa að leggja þjóðleikhús- um sínum til ærið rekstrarfé. Raunar má fullyrða, að íslenzka þjóðleikhúsið hafi verið rekið af milkilli hagsýni jafnframt þvi sem slík hagsýni varð því ekki óhæfilega þröngur stakkur. Ekki er vafi á því, að þetta er að þakka óvenjulegum dugnað- arimanni og hagsýnum leikhús- stjóra, Guðlaugi Rósinkranz, og það starf hans á þessari fyrstu göngu Þjóðleikhússins verður seint fuUmetið. Alvarlegt mál, sem þarf rannsóknar við Síðustu dagana hafa dagblöð- in skýrt frá óvenjulegu og al- varlegu máli, sem áreiðanlega þarf rannsóknar við. Það er mál færeysku stúlkunnar á skóla- heimilinu Bjargi, sem rekið er af Hjálpræðidhemum og nýtur ríkisstyrks. í frásögn blaðanna, sem höfð er eftir stúlkunni og fleiri, kemur fram svo viður- styggileg mynd af ótrúlegu at- ferli, að ekki þyrfti nema hluti þess að vera sannur til þess að ástæða væri til ítarlegrar og opinberrar rannsóknar. Hér skal þessi saga ekki rakin en bent á, að fyrir rekstri þess- um stendur heittrúarflokkur, sem talinn hefur verið vinna í anda miskunnar og hjálpsemi og er þvi trúað fyrir ýmsum verkefnum af því tagi í góðri trú. Óverjandi er þó með öllu, ef rétt er, að skólaheimili þetta hafi verið rekið án alls eftirlits sálfræðinga eða skólamanna af erlendu fólki með litla eða enga viðurkennda sérmenntun og að þar séu viðhafðar refsingar ó- lögráða unglinga, sem í sið- menntuðum löndum er ekki beitt á opinberum vistheimilum eða skólastofnunum nema und- ir eftirliti sálfræðinga, lækna eða uppeldisfrömuða. Þess er að vænta, að opinberir aðilar láti nú fara fram ítarlega rann- sókn á þessu skólaheimili og birti sanna mynd um ástandið þar og komi í veg fyrir frek- ari óbótaverk þar, ef svo reyn- ist, að biblíunni sé þar beitt sem hnútasvipu á unglinga. Verðhækkanirnar bitna á barna- fjölskyldunum Hinar miklu verðhækkanir, sem á eru skollnar vegna þeúýra ráðstafana ríkisstjómarinnar að fella niður niðurgreiðslur svo nemur á fimmta hundrað mllj- óna á ári, bitna nú illa á heirn- ilunum og barnafjölskyldurnar finná sérstaklega fyrir þeim. Að vísu er það rétt, að niðurgreiðsl ur landbúnaðarvara voru orðn- ar mjög miklar, og vel gat kom- ið til álita að minnka þær, ef hlutur heimilanna var bættur til jafnræðis á annan hátt. Og þrátt fyrir verðhækkanirnar er það svo, að íslenzkar búvörur, svo sem mjóik, kjöt og smjör eru enn beztu og ódýrustu vör- urnar, miðað við gæði, sem hægt er að láta á matborðið, og vafaiítið skilja neytend- ur það. Eigi að síður hljóta kaup búvara eitthvað að minnka vegna þess að fjárhag- ur fólks þrengist, en vonandi ekki í stórum stíl. Augljóst er, að þessar ráðstafanir ríkis- stjómarinnar koma mjög haxt niður á bændum ékki síður en launafóIkL Vegna mikniar kjöt framleiðslu á þessu ári er al- veg vonlaust að grundvallar verð náist, og verður þar um beina kaupskerðingu hjá bænd um að ræða, því að mikíð mun vanta á, að fullar útflutnings- bætur fáist á það kjöt, sem flutt verður út. Hornakórall ríkis- stjórnarinnar. Þjóðleikhúsið sýnir íslenzkt leikverk eftir unga höfunda um þessar mundir, og nefnist það Homakórall. Ríkisstjórnin setti einnig sinn Homakóral á svið, þegar Alþingi kom saman, og atburðarás í þessum tveimur verkum svipar á margan hátt saman. í Þjóðleikhúsinu er vandræðapersónu sleppt lausri á íslenzku heimili og stafa af henni þungar búsifjar, og hið sama gerist í leikhúsi ríkis- stjómarinnar. Sendimaður rík- isstjórnarinnar með hom og hóf er setztur að borði hverrar f jölskyldu í landinu. Það má raunar teljast furðu- legt tiltæki hjá ríkisstjórninni, að ætla sér að sækja 750—800 milljónir króna beint inn á heimili íslenzkra fjölskyldna, aðallega á matborð þeirra, til þess að jafna halla ríkissjóðs á komandi ári og ætlast til þess, að þjóðin taki þessar byrðar á £ig möglunarlaust. Ríkisstjórn- in ætlast meira að segja til þessa/án þess að nokkur litur sé sýndur á sparnaði á heimili þess, sem féð á að fá — ríkis- heimilinu. Hún ætlast til þess- arar fórnar án þess hún endur- skoði í nokkru stefnu sína og ráðstafanir. Og jafnframt játar hún, að þetta leysi raunar alls ekki þann vanda, sem mestur er, vandræði atvimnuveganna. Hún telur það á borð berandi, að þessi vandi ríkissjóðs stafi aðeins af verðfalli sjávarafurða og minni afla, þó að hvert mannsbam viti, að sjávarútveg- urinn var kominn á rífcið á uppgripaári áður en verðfall fór að hafa nokkur teljandi á- hrif, og þetta sannar áþreifan- lega ásamt mörgu öðra, að meg invandinn stafar af rangri og hættulegri stjómarstefnu um árabil, stefnu og aðgerðum, sem hafa brennt afrakstri góðæris fyrir atvinnuvegunum svo að þau þoldu enga bára, þegar kula tók. En með sérstökum blekkingaráðstöfunum til þess að fela vandræðin fram yfir kosningar, jók stjómin enn á vandann, svo að hann er nú enn verri við að fást, heldur en í fyrra, og mun auðvéldara hefði verið að snúast gegn hon- um þá þegar en núna, þegar alt er gersamlega komið í þrot. Atvinnulífið fyrst Framsóknarmenn drógu ekki af því fyrir kosningamar, hve geigvænlegan vanda þjóðinni væri stefnt í með skemmdar- verkum ríkisstjómarinnar og þeir fengu ófögur nöfn hjá tals mönnum ríkisstjórnarinnar fyr- ir það að segja þjóðinni, hvers hún mætti vænta eftir kosning- amar, þegar svikastífla ríkis- stjórnarinnar brysti. Þeir gerðu sér þá, og gera sér enn, fylli- lega ljóst, að vandamálin eiga sér miklu dýpri rætur en verð- fall og aflaleysi, og einmitt þess vegna eru þau sérstaklega erf- ið viðfangs og þjóðin komin á yztu nöf, og það sem verst er, að vandræðin af þessari röngu stjórnar stefnu um langan tíma m-unu enn skella á þjóðinni á næstu mánuðum og missirum, ef ekki tekst nú með sterku og SUNNUDACfOR 22. oktðber H0L sameiginlegu átaki að stenana á að ósi. Framsóknarmenin hafa því sett þá kröfu fram, að bjargar- ráðstafanir við atvinnulífið verði að ganga fyrir öðru. Það verði að sýna þá röfcvísi í vinnu brögðum að ráðast að rótum vandans. Að sinna fjáilþörf rík- issjóðs einhliða með beinum á- lögum á almenning er að fara aftan að hlutunum, enda ligg- ur í augum uppi, að menn vita alls ekki, hver fjárþörf ríkis- sjóðls verður, eða hvernig er heppilegast að leysa hana fyrr en vitað er, hvaða leiðir verða farnar til bjargar atvinnuvegun- um. Raunhæfur samn- insgrundvöllur Það verður að teljast spor 1 rétta átt, að ríkisstjóxinln hefnr fallizt á að leggja framrvarpi slnu við akkeri í tfu daga og nota þann tíma tQ þess að kynna sér betnr viðhorf stétt arsamtakanna til mála og hafið viðrœðor við ASÍ og Bandalag starfsmanna nQris og bæja'. ASÍ hefur þegar haldið ráð- stefnu um málið, og í ályktun hennar er lagður skynsamleg- ur og raunhæfur grandvöllur að viðræðunum. Þar er megin- álherzla Iögð á, að málin verði leyst án beinnar kjaraskerðing- ar og gert að ófrávfkjanlegu skilyrði, að tengsl verðlags og launa verði ekki rofin, eins og er raunar kjaminn í tillögum ríkisstjórnarinnar. í annan stað er lögð áherzla á stuðning við atvinnulífið og í þriðja lagi und irstrikuð sú staðreynd, að fram- kvæmd þessara mála sé og verði pólitísk og því eisi þingflokk- amir að eiga jafnframt viðræð- ur um lausn þessara móla. Nú reynir á það, hvort rfkis- stjórnin kemur til þessara sam- starfsviðræðna við aðra utan þiiigs og innan með einlægan betranarvilja, eða hún er aðeins að freista þess að blekkja aðra til stuðnings við sínar tillögur. Framsóknarmenn leggja á það höfuðáherzilu, að í þeim mikla vanda, sem þjóðin er nú komin í, dugi ekkert minna en þjóðarsamstaða um skynsamleg ar úrlausnir og víðtækt sam- starf um björgunarstarf, þar sem atvinnuvegimir séu efst á blaði. Nú reynir á, hvort ríkis- stjórnin gerir sér þetta ljóst, eða hvort hún heldur áfram um vonlaus klif og hrapandi fell síns lánlétta ferils. Nýr umboðs- maður Tímans á Egilsstöðum Ari Sigurbjörnsson, ' af- greiðslumaður, Bjarkahlíð 5, Egilsstöðum hefur tekið að sér umboð fyrir Tímann. Eru viðskiptamenn blaðsins á staðnum beðnir að snúa sér tU hans með málefni, er varða Tímann. Tíminn þakkar fráfarandi umboðsmanni á EgUsstöð- um, Magnúsi Einarssyni, í skrstj. fyrir ágæt störf fyr 1 ir blaðið sl. 5 ér. f r—■ mmmmmmmmmmJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.