Alþýðublaðið - 16.03.1988, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1988, Síða 3
Mióvikudagur 16. mars 1988 3 FRÉTTIR AUSTURSTRÆTIUNUIR ÞAK? Endanleg ákvörðun hefur ekki enn verið tekin en bygging glerþaks yfir Austurstrœti er til alvarlegrar athugunar í Borgarstjórn. Ef vel tekst til með „Austurstrœtisþakið“ getur framtíðin jafnvel orðið þak yfir Laugaveginn og þar áframhaldandi upp úr. Það er nú til alvarlegrar athugunar í Borgarstjórn Reykjavíkur aö byggja gler- þak yfir Austurstræti. Endan- leg ákvörðun hefur ekki verið tekin en veriö hefur til skoð- unar tillaga að sliku þaki. Ef vel tekst til gæti jafnvel fariö svo að samskonar þak verði byggt yfir Laugaveginn. Bjarni P. Magnússon, full- trúi Alþýðuflokks í Borgar- stjórn, sagði í samtali við blaðið að enn væri ekkert ákveðið í þessum efnum en að þetta væri í alvarlegri at- hugun. Skoðuð hefði verið mjög skemmtileg hugmynd um byggingu glerþaks er næói yfir allt strætið, en væri að öðru leyti ekki lokað. „Þetta er meira hugsað sem skjól fyrir rigningu og mun einnig gefa götunni skemmti- legan blæ“ sagði Bjarni. Engin ágreiningur hefur verið um þetta mál í Borgar- stjórn. Sagði Bjarni að reynd- ar væru ekki allir Borgar- stjórnarmenn búnir að sjá tillögunaen í Borgarráði hefði engin hreyft andmæl- um. Engin kostnaðaráætlun hefur verið lögð fram en að sögn Bjarna verður bygging þaksins ekki eins dýr og margir gætu haldið. Ef vel tekst til með „Austurstrætis- þakið“ getur svo farið að byggt verði áframhaldandi þak yfir Laugaveginn og jafn- vel áfram upp úr. Borgarráð um Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi: TÖKUM UNDIR SJÓNAR- MIÐ ALMANNAVARNA‘ íúú segir Bjarni P. Magnússon, fulltrúi Alþýðuflokks Á fundi Borgarráðs i gær- dag var tekin sú ákvörðun að taka undir tilmæli Almanna- varnaráðs, þar sem það bein- ir þeim tilmælum til forsvars- manna Áburðarverksmiðjunn- ar að flytja ekki inn meira ammoníak fyrr en búiö verður að byggja nýjan geymi. Einn- ig var ákveðið að veita ekki byggingarleyfi fyrir nýjum geymi fyrr en niðurstaða hag- kvæmisúttektar liggur fyrir. Trúnaðarmenn sjö verkalýðs- félaga hafa hins vegar sent Borgarstjóra bréf þar sem segir að ef leggja á verk- smiðjuna niður eða gera henni ókleift að starfa, jafn- gildi það að 150 störf við framleiðsiu í borginni hafi verið lögð niður. „Almannavarnarráð bannar verksmiðjunni ekki að flytja inn ammoniak en ætlast greinilega til að það verði ekki gert og viö tökum undir það,“ sagði Bjarni P. Magnús- son, fulltrúi Alþýðuflokks í Borgarráði. Sagði hann jafn- framt að Borgarráð færi fram á það við ríkisstjórnina að hagkvæmisathugun verði gerð og þegar niðurstaða þess efnis lægi fyrir myndi borgarráð ákveða hvort veita skuli byggingarleyfi nýs ammoniaksgeymis eða ekki. Trúnaðarmenn sjö verka- lýðsfélaga hafa sent Borgar- stjóra bréf þar sem m.a. segir að í öllum þeim stórorðu yfir- lýsingum, sem komið hafa fram í fjölmiðlum, um hvort og nvenær leggja eigi Aburð- arverksmiðjuna niður vegna öryggis íbúa Reykjavíkur, hafi enginn látið sig skipta, hvað yrði um það fólk er starfaði í verksmiðjunni. Margir hefðu unnið þar alla sína starfsævi og gæti reynst erfitt eða ómögulegt að fá aðra vinnu. „Ef leggja á verksmiðjuna niður eða gera henni ókleift að starfa, jafngildir það að 150 störf viö framleiðslu í borginni, hafi verið lögð niður“ segir í bréfinu. Það er jafnframt álit starfs- manna að óhætt sé að leyfa notkun núverandi geymis, með þeim skilyrðum sem Vinnueftirlitið telur viðun- andi, þar til nýr geymir er full- byggöur því aö gerðar hafi verið ráðstafanir í því að hafa ammoníaksbirgöir i lágmarki. Jón Bragi Bjarnason sem nú situr á Alþingi i fjarveru Jóns Sigurðssonar flutti i gær jómfruarræðu sina. Mælti hann fyrir frumvarpi til laga um þjóðfund um nýja stjórnarskrá. Ræöa Jóns Braga verður birt i heild sinni i Alþýðublaðinu á morgun. Arsreikningur Flugleiða samþykktur: UM 15 MILLJONA HAGNAÐUR Afkoma Flugleiöa versnaöi á árinu 1987 um rúmlega 400 milljónir og varö hagnaður tæpar 15 milljónir. Heildar- veltan nam um 8 milljörðum og var veltuaukningin tæp 20% á milli ára. Stjórn Flug- leiöa og forstjóri komu saman til fundar i gærdag og samþykktu ársreikning fé- lagsins. Afkoma félagsins versnaði á árinu um 420 milljónir og varð hagnaður 14,5 milljónir króna. Rekstrartap án fjár- munatekna og gjalda var 194 milljónir en hins vegar var hagnaður upp á tæpar 277 milljónir árið áður. Breytingin á milli ára er því neikvæð um 544 milljónir. Hagnaður nú stafar af hagnaði er varð af sölu eigna um 239 milljónir. í árslok var bókfært eigið fé Flugleiöa 1.184 milljónir króna. Heildarvelta fyrirtækisins nam 8,2 milljörðum og varð veltuaukningin milli ára 19,8%. Heildarfarþegafjöldi var 13,6% meiri en árið 1986. Á aðalfundi Flugleiða sem verður haldinn 22. mars n.k. mun stjórnin leggja til að greiddur verði 10% arður, og að hlutafé verði aukið um 50% með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins hækki úr 315 í 472,5 milljónir króna. Samningaviðrœður. SÆTTIR SATTA- SEMJARA I Reykjavík funduöu ríkis- sáttasemjari og fulltrúar Alþýðusambands Suöurlands og Verkalýðsfélags Vestur- lands ásamt Snótarkonum og Verkalýðsfélögum úr Vest- mannaeyjum i gærdag. Á Norðurlandi og Austurlandi hefur ríkissáttasemjari hins vegar skipað tvo aðstoðar- sáttasemjara til að stjórna samningaviöræðum. Alþýðusamband Suður- lands, Verkalýðsfélag Vestur- lands funduðu meö ríkis- sáttasemjara í gærdag og einnig Verkalýðsfélag Vest- mannaeyjaog Verkakvennafé- lagið Snót í Vestmannaeyj- um. Þegar Alþýðublaöið fór i prentun stóð fundurinn enn yfir. Á Ncrðu og Austurlandi hefui uh'-...iittasemjari hins vegar fengið til liðs við sig þá Sigurð Eiríksson, sýslu- mann á Eskifiröi og Asgeir Pétur Ásgeirsson, héraðs- dómara á Akureyri til aö stjórna samningaviðræðum atvinnurekenda og Alþýðu- sambands Austurlands og Al- þýðusambands Norðurlands, en þær fara fram á Egilsstöð- um og Akureyri. Næsti samningafundur hjá Austfirð- ingum hefur þegar verið boðaður á morgun, fimmtu- dag. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: HALUNN 30 IHILUONIR1987 Stefnt að því að fara af daggjöldum á föst fjárlög. Samkvæmt bráðabirgðatöl- um var hallinn á rekstri St. Jósefsspitala i Hafnarfirði 19% fyrir s.l. ár, og er þaö svipað og hefur verið undan- farin ár. I krónum talið var tapið 30 milljónir, en spítal- inn er rekinn með daggjöld- um. Hallinn á rekstri Sjúkra- húss Neskaupstaðar var 9 milljónir 1987 og segir fram- kvæmdastjórinn þar, að útlit sé fyrir a.m.k. 13 milijóna króna halla á þessu ári. i samtali við Alþýðublaðið segir Árni Sverrisson fram- kvæmdastjóri St. Jósefs- spítaia í Hdínarfiroi. að begar 14 sjúkrahús fóru á föst fjár- lög, i janúar 1987, úr dag- gjaldakerfi, hafi hallinn verið um 20% gegnumgangandi og einnig hjá þeim. Bráða- birgóatölur spítalans í dag sýna um 19% halla, „þannig að við erum á svipuðum stað og undanfarin ár“. Segir hann það hjálpa sjúkrahúsunum sem eru á föstum fjárlögum að þau fá hallann greiddan á mjög skömmum tíma, 1-2 mánuð- um og geti þ.a.l. hreinsað upp vanskilaskuldir. Með daagjaldakerfinu sé hins vegar greiðslum jafnað á 8 mánuði og því ekki hægt að greiða vanskil jafn hratt. Megnið af vanskilaskuldum hjá sjúkrahúsunum séu vegna Lyfjaverslunar rikisins og opinberra gjalda, s.s. launaskatts. „Ég held að daggjöld hafi ekki verið leiðrétt eitt eða neitt undanfarin ár, í hlutfalli við það sem rekstur sjúkra- húsanna hefur breyst. Það var talað um að sjúkrahús- vísitalan sem var notuð, væri algjörlega úrelt, og ég held að sú staðreynd að sjúkra- húsin hafa almennt veriö rekin með 20% halla segi sina sögu.“ Segir Árni að bókhaldið sé í endurskoðun og bráða- birgðauppgjörið séu brúttó- tölur. „Tapið fyrir árið 1987 er í krónum talið 30 milljónir." Segir hann að stefnt sé að því að fara á föst fjárlög næstu áramót. Sjúkrahúsið á Neskaup- stað er á föstum fjárlögum, og segir Kristinn Ivarsson framkvæmdastjóri sjúkra- hússins í samtali við Alþýðu- blaðið að hallinn á siðasta ári hafi verið u.þ.b. 9 milljónir og jafngildi það tæplega 9% af veltunni. Einnig vanti óbættan halla frá árinu 1986 upp á 2.5 milljónir. „Mér sýn- ist að ef heldur fram sem horfir, þá verði ekki undir 13 milljón króna halli á þessu ári.“ Segir hann að ekki sé hægt að skera starfsemina frekar niður, farið sé eins vel með peningana og hægt sé. „Við getum engan veginn hent þessu fólki út sem hér er inni, það er bara ekki hægt. Það lengist bara skuldahalinn og menn verða bara skuldseigari fyrir vikið. En við erum búin að fá 5 milljónir af hallanum 1987 greiddan," segir Kristinn Ivarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.