Alþýðublaðið - 16.03.1988, Page 6
6
Miðvikudagur 16. mars 1988
SMÁFRÉTTIR
Dregiö úr afmælisleik Samvinnuferöa-Landsýn.
Sumarfrí fyrir
10 krónur
í tilefni af tíunda starfsári
Samvinnuferða-Landsýnar
efnir ferðaskrifstofan til
afmælisleiks fyrir farþega
sína. Af þeim sökum munu
10 fjölskyldur fá sumarleyfiS'
feröir sínar fyrir 10 krónur á
mann.
Síðast liðinn fimmtudag
dró Hlín Hlöðversdóttir út
fimm númer úr staðfestum
bókunum í fyrri umferð SL
afmælisleiksins. Þau númer
er út voru dregin voru:
147753, 134953, 126969,
137553 og 139009. í lukku-
pottinn duttu fimm manna
fjölskylda frá Selfossi á leið f
Sæluhús í Hollandi, tvær
stúlkur úr Reykjavík og hjón
úr Kópavogi sem fara til
Rimini, tveir strákar frá Höfn
í Hornarfirði á leið til Rhodos
og þriggja manna fjölskylda
frá Húsavík, sem ætlar til
Mallorca.
Dregið verður úr seinni
umferð afmælisleiksins þann
10. maí, og það eru fimm
númer eins og áður.
Verðbréfaþing
íslands:
Kosningar
Kosið var til stjórnar Verð-
bréfaþings Islands, 29. febrú-
ar sl. en samkvæmt reglum
um þingið skulu þingaöilar,
aðriren Seðlabankinn, kjósa
þrjá fulltrúa I stjórn og fer
atkvæðamagn eftir viðskipta-
vinum þeirra undangengin ár.
Seðlabankinn tilnefnir síðan
tvo fulltrúa.
Stjórnin er nú skipuð þeim
Eirfki Guðnasyni, formanni,
Sveinbirni Hafliðasyni, báöir
frá Seðlabanka íslands,
Gunnari H. Hálfdánarsyni frá
Fjárfestingarfélagi íslands
hf., Helga Bachmann frá
Landsbanka íslands og Pétri
Blöndal, varaformanni frá
Kaupþingi hf.
Nýr þingaðili
Stjórn Verðabréfaþingsins
samþykkti hinn 3. mars sl.
Útvegsbanka íslands hf./verð-
bréfadeild, sem þingaðila.
Fyrir utan hann eiga nú Fjár-
festingarfélag íslands, Kaup-
þing h.f., Landsbanki Islands,
Samvinnubanki íslands,
Seðlabanki íslands, Spari-
sjóður Hafnarfjarðar, og Verð-
bréfamarkaður Iðnaðarbanka
íslands hf. aðild að þinginu.
Nýskráning
skuldabréfa
Stjórn þingsins hefur einn-
ig samþykkt til skráningar
eftirtalda skuldabréfa flokka:
Skuldabréf Landsbanka ís-
lands í 3. fl. 1987. Skuldabréf
Landsbanka íslands f 5. fl.
1987. Skuldabréf Landsbanka
íslands f 6. fl. 1987. Skulda-
bréf Sl'S í 1. fl. 1987. Spari-
skírteini ríkissjóðs i 1. fl. A
1987 til 2 ára. Spariskírteini
ríkissjóðs í 2. fl. D 1987 til 2
ára. Spariskírteini ríkissjóös í
2. fl. A 1987 til 6 ára.
Afhenti trún-
aðarbréf
Fundur með þing-
mönnun Reykjaness
Fundur meö þingmönnum Alþýðuflokksins í
Reykjaneskjördæmi veróur haldinn í kvöld, miö-
vikudag 16. mars, kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu í Hafn-
arfirði.
Alþýðuflokkurinn
m REYKJKMÍKURBORG «1
r- *** H '*•*>
Acuucvt Stödcci
Borgarverkfræðingur
í Reykjavík
Tæknifræðingur óskast til starfa á Mælingadeild
Reykjavíkurborgar nú þegar eða frá 1. júní n.k.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar
og St.Rv.
Upplýsingar gefur Ragnar Árnason,
Skúlatúni 2, sími 18000
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á VESTFJÖRÐUM
Framkvæmdastjóri
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum vill
ráða framkvæmdastjóra. Starfið getur verið laust nú
þegar eöa eftir nánara samkomulagi.
Æskilegt er talið að umsækjendur séu félagsfræð-
ingar, félagsráðgjafar eða hafi uppeldisfræðilega
menntun, en reynsla af störfum fyrir fatlaða kemur
einnig til greina, þegar ráða skal í starfið.
Aósetur svæðisstjórnar er á ísafirði.
Upplýsingar um starfið gefur formaður svæðis-
stjórnar, Magnús Reynir Guðmundsson í símum 94-
3722 og 94-3783 (utan vinnutíma).
Umsóknarfrestur er til 31. mars 1988.
Umsóknirskulu sendartil formanns svæðisstjórnar,
pósthólf 86 ísafirði.
ísafirði, 7 mars 1988
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Vestfjörðum
Tómas Á. Tómasson,
sendiherra afhenti Erich
Honecker, formanni ríkisráös
þýska alþýðulýöveldisins,
trúnaðarbréf sitt sem sendi-
herra íslands í þýska alþýðu-
lýðveldinu með aðsetur í
Moskvu þann 4. mars s.l.
KRATAKOMPAN
Alþýðuflokkskonur
Norrænt
kvennaþing
Norrænt kvennaþing verður haldið í Osló 30. júlí —
7. ágúst n.k. Það er haldið að frumkvæði Norður-
landaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar.
Alþýðuflokkskonur verða með verkefni á þinginu í
samvinnu viö systraflokka okkar á Norðurlöndum.
Verkefnið köllum við „Konur og vinnutími".
Kynningar- og undirbúningsfundur verður haldinn í
Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnarfirði fimmtu-
daginn 17. mars n.k. kl. 20.30.
Mætið vel og takið þátt í undirbúningnum og komið
sem flestar með til Osló. Allarvelkomnarsem áhuga
hafa á málefninu, hvort sem þær eru ákveðnar í að
fara eða ekki.
Samband Alþýðuflokkskvenna.
Alþýðuflokksmenn á Vesturlandi
Góugleði
Alþýðuflokksfélögin á Akranesi og í Borgarnesi
halda Góugleði í Kiwanishúsinu á Akranesi laugar-
daginn 19. mars n.k.
Húsið verður opnað kl. 19.30 og verður á boðstólum
matur, drykkur, söngur, glens og gaman.
Diskótekið Dísa stjórnar dansinum.
Þátttaka tilkynnist eigi síðaren 15. mars í síma 11306
(Edda), 11470 (Gíslína), og 71791 (Jóhanna).
Stjórnirnar.
Opið hús — Umhverfis-
mál
í Félagsmiðstöðinni Hverfisgötu 8-10, miðvikudag-
inn 16. mars kl. 20.30. Að þessu sinni verður fjallað
sérstaklega um umhverfismál.
Efni fundarins:
1. Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræð-
ingur flytur fyrirlestur sem nefnist skipulag.
2. Meðlimir umhverfismálanefndar Alþýðuflokks-
ins stýra umræðum um umhverfismál.
Mætum öll.
F.U.J. í Reykjavík
Almennur félagsfundur verður haldinn í Bókarkaffi
(Garðastræti 17) fimmtudaginn 17. mars kl. 20.30
(hálf niu).
Dagskrá:
1. Kosning í nefndir
2. Starfsemi félagsins
3. Önnur mál
Allir F.U.J. meðlimir hvattir til aö koma.
Stjórnin.
Flokkstjórn —
Sveitarstjórnarmenn
Sameiginlegur fundur flokkstjórnar og sveitar-
stjórnarmanna Alþýðuflokksins verður haldinn á
Hótel Loftleiðum, laugardaginn 26. mars n.k. kl.
11-16.
Fundarefni: Samskipti ríkis og sveitarfélaga.
Skrifstofa Afþýðuflokksins.