Alþýðublaðið - 16.03.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 16.03.1988, Side 7
Miðvikudagur 16. mars 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Tveir drengir, annar Arabi hinn gydingur leika sér saman i fótbolta, óþekkt i ísrael. Það sem er þó ennþá markverðara, þeir eru bekkjarfélagar. VIN INNANUM HATRIÐ Neve Shalom/Wahat Al-Salam, er verkefni hugsjónar. Þar mœtast gyðingar og arabar sem jafningjar. Á myndinni eru tveir dreng- ir aö spila fótbolta, það ætti ekki að teljast til tiðinda en þetta eru þó stórtíðindi! Ann- ar þeirra er gyðingur.hinn arabi, að þeir skuli leika sér saman er svo óvenjulegt í ísrael að það gæti hvergi átt sér stað nema í Neve Shalom. Neve Shalom heitir einnig Wahat al-Salam, bæði nöfnin þýða það sama, „vin“ (oasis), það fyrra er á hebresku hið siðara á arabisku. Neve Shalom er ekki stór vin, tæþir 50 hektarar og þar eru ekki skuggsælir trjálund- ar eöa liðandi lækir. Neve Shalom er að mestu leyti grjót og þurrir vellir og er staðsett milli Tel Aviv og Jerusalem. Sú tilraun sem þarna er verið að gera á sér ekki hlið- stæðu. Þessi tilraun er gerð af einkaaðilum og markmiðið með henni er, jafnvel þó ekki takist að fá araba og gyðinga til að elska hvorir aðra, að fá þá til að hætta að óttast hvor annan. Óskadraumur Neve Shalom er óska- draumur, hugsjóna markmið, sem jafnvel nútímalegar og félagslega hugsandi Israels- menn horfa á með efa- semdaraugum. „Bull“, segja þeir, „það verður aldrei friður hér í ísrael milli íbúanna, gyðinga annarsvegar og araba hins- vegar. Israel hefurverið sjálfstætt ríki í 40 ár. Ísraelsríki varð til eftir langa göngu heim til „fyrirheitna landsins" — Palestínu — sem gyðingar stofnuðu á öldinni sem leið. Allar götur síðan hafa gyð- ingar og arabar lifað saman — sem nágrannar — sem fjandmenn og allan þennan tima hefur ríkt einhverskonar stríðsástand. Fordómar Nú á tímum, þegar þeir eru fleiri sem flytja úr landi (unga fólkið) en þeir sem gerast innflytjendur, eru öfgamenn til hægri að hafa pólitisk áhrif í slauknum mæli. Það vantar hugarfarsbreytingu hjá unga fólkinu, og að látið verði af þeim fordómum sem gyðingar og arabar hafa gegn hvor öðrum og er arfur frá fyrri kynslóðum. „Það má kalla þetta mann- lega fáfræði, sundurgrein- ingu sem nær til beggja átta, sem kemur þó verst niður á aröbum, af því aö þeir hafa ekki sömu borgaralegu mannréttindi og gyðingar", segir Rayek Rizek, en hann er leiðbeinandi í stærsta verk- efni Neve Shalom „Skóla frið- arins“, sem í öllum slnum einfaldleika — hefur það að markmiði að unglingar af gyðingaættum og arabaætt- um, frá sömu svæðum í ísrael, kynnist hvor öðrum. „Þeir eru nágrannar, en hafa aldrei talað saman. í uppeldi sínu hefur þeim verið kennt að óttast og tor- tryggja". „Markmið okkar er að vera einhverskonar málamiðlari: Að reyna að fá unga gyðinga og araba til að snerta hvor annan. Að fá þá til að skilja að báðir hóparnir hafa sömu þrár, drauma og vonbrigði. Ef þetta tekst, er það stórt skref I sömu átt“, segir Rayek, en hann er þalestínumaður. ísrael er í friðsamlegri sambúð við Egyptaland og einnig Jordaníu og ýmis önn- ur arabalönd. Það er öfugsnúið, en aðal- óvinurinn virðist vera arabar sem eru í rauninni samlandar þeirra. „Við erum ekki að reyna að sanna eitt eða neitt og tölum ekki um, að eitt sé rétt og annað rangt“, segir eiginkona Rayek, Diana sem einnig vinnur við „Skóla friðarins", sem er nú bæði virtur og viðurkenndur í ísrael. Það búa 70 manns í Neve Shalom (helmingurinn börn). „Hér höfum við okkar efna- hagslíf. Við erum arabar, gyö- ingar og kristnir en samein- umst um vonina um að lifa I friðsamlegri sambúð — og sýna fram á að það sé hægt“, segir Rayek. „Skóli friðarins" fær ekki fjárhagslegan stuðning frá ríkisstjórn ísrael, stuðningur- inn kemur að mestu frá út- löndum. I skólanum er fyrstu dögunum hagað þannig: Reynt er að fá börnin til að komast í samband hvort vió annað. Ungir gyðingar og ungir arabar eru settir í sam- starfshóp og reynt er að fá þá til að leysa frá skjóðunni um sína hagi, um fjölskyldur og daglegt líf. „Við vitum aðeins um fá dæmi þess aö varanleg vin- átta hafi myndast milli ungra araba og ungra gyðinga, sem hafa verið saman á nám- skeiði — og engin dæmi um rómantísk ástarævintýri. Það er ekki það sem við erum að vinna að — við viljum brjóta gat á múr þagnarinnar", segir Diana. Akœrur „Fyrirfram fordómar eru hrikalegir", segir Rayek um unglingana. „Arabísku ungl- ingarnir kalla gyðingana „ágjarna", „níska“ og „morð- ingja". Gyðingarnir segja araba vera „dýrslega" og að þeirséu „hryðjuverkamenn“, og alltaf í fleirtölu. „Það er einkennandi fyrir unglinga af gyðingaættum, að þeir sjá araba fyrir sér sem ógnandi fjölda — ekki sem einstaklinga", segir Rayek. „Þetta er dagblööunum að kenna. Það er mikið um vopnuð átök hér í ísrael — morð og árásir. Eins og blöð- in segja frá, er auðvelt að hafa áhrif á ungar sálir og koma því inn hjá þeim, að það séu aðeins gyðingar sem gráti sína látnu. I hvert sinn sem arabi er drepinn, eru langar útskýringar um ástæð- una fyrir morðinu. Aftur á móti ef gyðingur er drepinn er hann „fórnarlamb hryöju- verka". „Ég ákæri menntunarkerfið í þessu landi fyrir að stuðla að áframhaldandi ótta og fá- fræói milli araba og gyðinga. Hér i Neve Shalom höfum við engar væntingar um að geta breytt hugsunarhætti araba og gyðinga. Takmark okkar er og við erum ánægðir ef það tekst, að fá þá til að skiptast á skoðunum. Það álítum við spor í rétta átt“. (Det fri Aktuelt.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.