Alþýðublaðið - 19.03.1988, Side 15

Alþýðublaðið - 19.03.1988, Side 15
Laugardagur 19. mars 1988 15 VARLA TÖLUNA 25! Hvers vegna kemur talán 25 aðeins tvisvar sinnum í Lottóinu þegar búiö er aö draga 64 sinnum i Lottóinu, en talan 4 tuttugu sinnum? Þetta var niöurstaðan 13. febrúar. Þá höfðu 51 orðið milljónamæringur í leiknum og eignaraðilar íslenskrar Getspár fengið 265 millj- ónir i sinn hiut. Alls starfa 21 hjá fyrirtækinu. var fram á Alþingi 8. mars s.l. svo og umræðu um löggild- ingu starfsgreinarinnar. Jafn- framt er harmað að ekki skuli hafa verið haft samráð við félagið um útfærslu frum- varpsins, þar sem ákveðin ákvæði þess stangist á við áratuga hefðir er viðgengist hafa við sölu notaðra bif- reiða. í tilkynningu frá Félagi Bif- reiðasala segir, að t.a.m. séu ákvæði um upplýsingaskyldu bifreiðasala um ástand bif- reiða þar sem bifreiðasalinn sé gerður ábyrgur fyrir ástandi þeirra. Einnig að það væri ákvæði um söluþóknun bifreiðasala er gerði það að verkum að rekstrargrundvöll- ur fyrir bifreiðasölur væri ekki fyrir hendi. Jafnframt að hið opinbera sjái um að bif- reiðasölum sé gert kleift að starfa eftir frumvarpinu verði það að lögum. Þrjú prests- embætti laus Biskup (slands hefur nú auglýst þrjú prestsembætti laus til umsóknar og er um- sóknarfrestur til 14. aprll 1988. Embættin eru: Fellsmúli i Rangárvallaprófastsdæmi (Skarðs, Hagaog Marteins- tungusóknir) þar þjónaði sr. Hannes Guðmundsson um skeið en hann lést 23. janúar sl. Bólstaðarhlíöarprestkall í Húnavatnsprófastsdæmi (Bólstaðarhlfðar, Bergstaða, Auðkúlu, Svínavatns og Holtastaðasóknar). Þetta prestkall hefurverið prest- laust um skeið en fengið þjónustu af nágrannaprest- um. Auk þessa er embætti æskulýösfulltrúa þjóðkirkj- unnar auglýst laust til um- sóknar og verður ráðið í em- bættið frá 1. mal 1988. Sr. Guðmundur Guð- mundsson, sem hefur gegnt embætti æskulýðsfulltrúa í tæp tvö ár, hefur sagt því lausu og hyggst fara til kristniboösstarfa í Afríku á vegum Sambands íslenskra Kristniboðsfélaga. Fimm fata- hönnuðir sýna í Kringiunni Fimm íslenskir fatahönn- uðir kynna ullarfatnað f búð Rammagerðarinnar í Kringl- unni dagana 18.-30. mars. Hönnuðirnir eiga það sam- eiginlegt að fara nýjar leiðir í meðferð ullarinnar og leggja áherslu á að íslendingar fari aftur að ganga I eigin peys- um. Þarna gefst tækifæri á að sjá þær nýjungar og þá fjöl- breytni sem einkennir hönn- un ullarfata nú. Hönnuðir eru Hulda Kristln Magnúsdóttir og Gunnhildur Ásgeirsdóttir frá Álafossi, Ásta Björnsdótt- ir og Birna Þórunn Pálsdóttir frá Arblik og Þórdls Krist- leifsdóttir frá Drífu. íslenska ullarpeysan og markaðssetning hennar er- lendis var á sínum tíma mikið afrek. Lopapeysan erorðin heimsþekkt vara með gott orðspor, en fyrir allnokkru var fyrirséð að þróa þyrfti nýja hönnun ef íslenski ullariðn- aðurinn ætti að halda stöðu sinni erlendis og ekki síður á innanlandsmarkaði. Ef lands- menn eru hættir að kaupa innlenda framleiðsluvöru, eins og ullarpeysuna, er það ótvíræð vlsbending um að endurnýjunar sé þörf. Undan- farið hafa nokkrir hönnuðir sem starfa hjá ullarfyrirtækj- unum sett sér það mark að hanna flikur sem bæði höfði til okkar íslendinga og kaup- enda erlendis. Árangurinn sést á þessari sýningu. Opið hús hjá Orkustofnun í tilefni af Norrænu tækni- ári verður „Opið hús“ á Orku- stofnun sunnudaginn 20. mars 1988 milli kl. 13 og 17 þar munu starfsmenn kynna starfsemina og hluta þeirra verkefna sem verið er að fást við þessa stundina. Orkustofnun, sem varð 20 ára á síðasta ári, sinnir rann- sóknum á eðli og skilyrðum til nýtingar orkulinda á is- lensku yfirráðasvæði, rann- sóknum á orkubúskap þjóð- arinnar, auk þess sem hún er ríkisstjórn til ráðuneytis í orkumálum. A Orkustofnun starfa nú um 100 starfsmenn, með fjöl- þætta menntun og reynslu á hinum ýmsu fræðasviðum er varða rannsóknir á og undir yfirborði jarðar. Meðal þess sem fólki gefst kostur á að sjá og reyna eru sérútbúnir mælingabílar, smíði og viðhald rafeinda- mælitækja, tæki til efna- greininga á heitu og köldu vatni, greining borkjarna og bergsýna í smásjám, töluvúr- vinnsla gagna vegna olíuleit- ar á hinu umdeilda Hatton- Rockall svæði, rekstur varmadælu, hvernig jarð- fræðikort eru búin til, brugð- ið upp svipmyndum frá starf- semi vatnamælinga og rann- sóknum virkjunarstaða, gerð grein fyrir ýmsum þáttum i orkubúskap þjóðarinnar og margt fleira. Ekki haft sam- ráð við félagið Á stjórnarfundi Félags Bifreiðasala sem haidinn var 9. mars s.l. var ályktað að fagna frumvarpi þvi sem lagt Sigrún Stefánsdóttir er forstöðu- maður fjarkennslunefndar. FJARKENNSLA í SJÓNVARPI í dag hefjast i sjónvarpi til- raunir með skipulegt fjar- kennslunám. Fjarkennsla getur verið með ýmsu móti, en það starf sem nú er verið að hrinda af stokkunum fyrir forgöngu menntamálaráðuneytisins verður einkum af þrennu tagi. í fyrsta lagi verður um að ræða kennslu í tilteknum námsþáttum á ýmsum stig- um skólakerfisins, til áfanga- eða lokaprófs eftir atvikum. í öðru lagi verða álmennir kynningarþættir en einnig mjög sérhæft efni, einkum tengt atvinnulifinu. í þriðja lagi verður boðið upp á al- menna fræðsluþætti sem ekki miðast við tiltekinn hóp þátttakenda. Dagskrá tilraunasending- anna næstu vikurnar verður af ýmsu tagi og mikil breidd i efnisvali. Nefna má sérstaka þætti fyrir grunnskólanem- endur vegna samræmdu próf- anna í vor, þætti um vágest- inn eyöni, þætti um skáklist, landafræði íslands fyrir grunnskóla, garðrækt og fleira. MUNDI Myndasaga um sköllóttan karl. Höfundur: Kristján Jón Guönason. y þiLt r LOv £ 6£st & <3 O oC» kV'1

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.