Alþýðublaðið - 22.03.1988, Síða 2
2
Þriðjudagur 22. mars 1988
MltBLMH)
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaóur
helgasblaös: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir
og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
LAND HINNA
MIKLU ANDSTÆÐNA
Þvi er oft hampað í bæklingum fyrir erlenda ferðamenn,
að ísland sé land hinna miklu andstæðna. Þá er að sjálf-
sögðu átt við margbreytilega náttúru landsins. Þessi ofan-
greinda lýsing, „land hinna miklu andstæðna,“ á þó alveg
jafn vel við innri byggingu landsins. Andstæðurnar í þjóð-
lífinu eru miklar og stundum eru þversagnirnar svo sterk-
ar, að erfitt er að láta málin ganga upp í eina heild. Það er
til að mynda sláandi að mitt í hinum miklu kjaradeilum
sem nú geisa um land allt með samningaþrefi í landsfjórð-
ungum, virðist eyðslan og peningaflóðið aldrei meira. Því
hefur verið slegið fram að veislunni sé lokið, nú sé komið
að skiladögum og núverandi ríkisstjórn sé með Alþýðu-
flokkinn í broddi fylkingar að hreinsa veislusalinn og
koma eðliiegu mannlífi á að nýju. Að vissu leyti er þetta
rétt. Skattkerfisbreytingarnar hafa endurbætt tekjuliði
ríkissjóðs og staðgreiðsla skatta og stórbætt söluskatts-
kerfi hafa gert fjármagnsstreymið frá skattgreiðendum til
ríkisins greiðara og réttlátara. Samt er enn langt í land
hvað varðar upprætingu skattsvika og skattlagningu
eigna og fyrirtækja. En sú breyting er einnig á leiðinni
sem mun skila enn réttlátara kerfi og skilvirkara. En þrátt
fyrir staðgreiðslukerfið og harða daga að loknum jólum
með kjarasamninga og kröfur um hækkandi taxta ásamt
meiri launajöfnun í þjóðfélaginu, virðist sem lánsaustrið
úr bönkum og lánastofnunum haldi áfram og eyðsla hafi
engin takmörk í hugum manna. Eyöslufylleríið virðist vera
ekki ætla að taka enda.
Eða hvernig er hægt að útskýra stóraukin útlán banka á
fyrstu mánuðum þessa árs þrátt fyrir þá raunvaxtastefnu
sem ríkir í landinu og sem ætti að virka í þveröfuga átt?
Hvernig er hægt að útskýra hinn gegndarlausa fjáraustur
í bilakauþ, ferðalög og heimilistæki? í laugardagsblaði
Alþýðublaðsins var greint frá því aó þúsundir íslendinga
ætli nú um páskana til útlanda og allar ferðir séu löngu
uppbókaðar fyrirfram. Þá er einnig skýrt frá því í sömu
fréttaskýringu að flestallar sumarferðir ferðaskrifstof-
anna séu einnig uppseldar. í fréttaskýringunni segir jafn-
framt að fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri bregði sér
til sólarlanda og til annarra erlendra staða í fríum. Feröir
erlendis eru með öðrum orðum ekki neinn yfirstéttalúxus
heldur hvunndagsviðburður alþýðuheimila. Hvaða sögu
segir það okkur? Það segir okkur meðal annars þá sögu
að fjárráð almennings eru mun meiri en hinar opinberu
taxtatölur gefa til kynna í kjarasamningum. Með öðrum
orðum: Hér á landi ríkir tvöfalt launakerfi. Hið opinbera
kerfi sem metið erá lágmarkstöxtum og hið óopinbera þar
sem alls kyns ofanálegg eru týnd til, til að drýgja magra
láglaunataxta. Ofan á hið tvöfalda launakerfi leggst síðan
aukavinnuþrældómur í öðrum störfum sem enn drýgja
tekjur heimilanna og auðvitað er í dag reiknað með því að
á hverju heimili vinni bæði hjónin úti. Harkið við samn-
ingaborðið er því farið að minna á skrípaleik þar sem báð-
um aðilum er Ijóst, að ekki er um rauntekjur að ræða held-
ur einhverja viðmiðunartaxta. Þó er enn til það fólk á ís-
landi sem fær einungis greitt samkvæmt lægsta taxta og
það segir sig sjálft að slík laun eru langt undir afkomu-
mörkum. Tvöfalt launakerfi seturennfremuralla viðmiðun
úr skorðum. Verðbólga, háir raunvextir og launaskrið eru
aðrir þættir sem einnig rugla alla raunverulega viðmiðun.
Þetta eru nokkrar skýringar á því hvers vegna ísland er
land hinna miklu andstæðna.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Leiðarahöfundur vest
firska fréttablaðsins veltir því
fyrir sér í síðasta tölublaði,
hvers vegna landsbyggðin og
höfuðborgarsvæðið deili. í
forystugreininni segir:
„Hvað veldur þeirri um-
ræðu sem átt hefur sér stað
af og til, um þensluna á höf-
uðborgarsvæöinu og fólks-
flótta af landsbyggðinni? Eru
landsbyggðarmenn að öfund-
ast út í velgengni höfuðborg-
arinnar og nágrennis, hversu
vel þeim hefur tekist við
stjórnun á sínum málum.
Þannig spyrja eflaust þeir
sem vilja ekki líta raunhæf-
um augum á þróun mála. En
svo er þó ekki, við á lands-
byggöinni erum ekki aö finna
neitt að því að vel gangi á
höfuðborgarsvæöinu. Reykja-
vík er jú höfuðborg allra
landsmanna. Þar er öll yfir-
stjórn landsins staðsett
ásamt öllum þeim stórglæsi-
legu byggingum, sem hýsa
menningarverðmæti og pen-
inga landsmanna, s.s. Seðla-
bankinn, Listasafn islands,
Þjóðarbókhlaðan og fleira,
byggt fyrir fjármuni allra
landsmanna.“
Síðan skrifar leiðarahöf-
undur:
„Nei það er siöur en svo
aö við séum aö öfundast út
af velgengni þeirra. Það er
ööru nær. Það sem viö erum
að finna aö er mismunur
þeirra fjármuna sem við öfl-
um með gjaldeyristekjum
okkar og þess sem skilar sér
aftur í formi íslensku krón-
unnar. Við erum að finna að
því gífurlega fjárstreymi sem
á sér stað frá landsbyggðinni
til höfuðborgarinnar.
Hver stórfjárfestingin á
fætur annarri ris á höfuð-
borgarsvæöinu, fjármögnuö
með erlendum lántökum og
það er með erlendum gjald-
eyri sem sjávarútvegurinn og
fiskvinnslan afla að megin
hluta, en fá ekki rétt verð fyr-
ir. Gjaldeyrinn er á útsölu fyr-
ir þjónustugeirann á höfuð-
borgarsvæöinu og að því er-
um við að finna. Fiskvinnslan
á í miklum rektrarörðugleik-
um nú og spurning hversu
lengi fyrirtækin í þessari
grein geta starfaö við
óbreyttar aðstæður. Hér er
um lífsspursmál að ræða.
Hvar ætlar þjóðin að fá gjald-
eyri þegar enginn er til að
afla hans. Hvernig ætla þeir
sem hafa farið út í offjárfest-
ingu meö erlendum lántökum
að standa i skilurn."
Og síðan víkur sögunni aö
fjárfestingarfélögunum. Höf-
undur forystugreinar skrifar:
„Höfuöborgarbúar myndu
ekki samþykkja þvílíkt órétt-
læti ef þeir ættu í hlut. Þvi
ætti landsbyggðin þá að
samþykkja slikt óréttlæti
sem röng skráning gjaldeyris
er. Frjálshyggjupostularnir
vilja gefa allt frjálst, hvað
veldur því að þeir samþykkja
ekki frjálsa skráningu gjald-
eyris? Fjárfestingafélögin
hafa sprottið upp hvert á fæt-
ur öðru i höfuðborginni, því
frjálsræði skal ríkja á pen-
ingamarkaðnum og aldrei
hefur þenslan orðið eins mik-
il og nú. Nægir peningar til
hjá fjárfestingafélögunum á
okurvöxtum fyrir illa stæo
fyrirtæki í sjávarútveginum
og fyrir almenning til ofióf-
legrar eyðslu. Aldrei hefur
sala bifreiða verið meirii né
sala annarra lúxusvara. Fjár-
festingafélögin eru ný af nál-
inni og því ekki komin
almenn reynsla á rekstur
þeirra. Það er eins og lántak-
endur hafi ekki áttað sig á
þeim gifurlega kostnaði sem
þessi fyrirtæki taka fyrir lán-
veitinguna. Peningarnir eru
orðnir svo dýrir aö þaö er
ekki fyrir hvern sem er að
taka lán i dag. Krafa sjávar-
útvegsins, fiskvinnslunnar,
sjómanna og fiskvinnslufólks
er að það fái að njóta sama
réttmætis og peningamark-
aðirnir, að það fái það sem
því ber fyrir gjaldeyrisöflun
sína. Búið og basta. Því að
veita einum frjálsræöi en
öðrum ekki? ”
I nýjasta hefti af Félagsblaði
Bandalags kennara skrifar
formaóur HÍK, Wincie
Jóhannsdóttir grein sem ber
heitið ,,Er skólastarf einhvers
virði?" Þar segir hún meðal
annars: 1
„Þekkingar- og tæknibylt- j
ingin hefur gert menntun að
hornsteini allra atvinnuvega. >
Um allan hinn vestræna heim
hefur athygli ráðamanna á
liðnum misserum beinst í rík-
ara mæli að skólum og skóla-
starfi. Oft hefur veriö sett
fram hávær gagnrýni og nei-
kvæð. („Börn læra ekkert i
skólum lengur!“ „Þjóöin er i
voða, skólarnir hafa brugð-
ist!“). Oft hefur lika komið í
Ijós að ástandið er siæmt.
Það er ekki aðeins á íslandi
sem skortur hefur verið á
menntuöum og sérhæföum
kennurum. Hann hefur gert
vart við sig frá Kyrrahafi í
vestri til Svartahafs i austri.
Skólar og kennslustörf hér-
lendis hafa fengið sinn
skammt af umræðunum og
gagnrýninni. Nefnd á nefnd
ofan hefur unnið skýrslu á
skýrslu ofan. Þær hafa eink-
um verið tvennskonar: Þær
sem lýsa athugun á innra
starfi skólans (skýrslur
menntamálaráðuneytisins
um kennslu í stærðfræði og
móðurmáli, OECD-skýrslan)
og hinar, sem fjalla um
kennarastarfið og starfskjör
kennara (skýrsla um endur-
mat 1985, skýrslur starfs-
kjaranefndar 1988). Niöur-
stöður skýrslnanna hafa
samt eiginlega allar verið á
eina lund: Skólastarf er ekki
eins og það þyrfti að vera.
Fagmennska og starfskjör
kennara eru ekki eins og
skyldi, Og jaað stefnir í enn
meira óefni."
Og Wincie heldur áfram að
ræða um fagmennskuna:
„Umræðurnar um fag-
mennskuna hafa orðið há-
værari og háværari. Árið 1986
voru samþykkt á Alþingi iög
um lögverndun á starfsheit-
unum grunnskólakennari og
framhaldsskólakennari. Þessi
lög fólu í sér yfirlýsingu um
að kennsla væri starf sem til
þyrfti fagmenntun, starf sem
krefðist fagmennsku. Og
þessi lög voru i sama anda
og niðurstaðan hafði orðið
með öðrum þjóðum: Skóla-
starf er undirstaða nútíma-
menningar og verða þvi
aðeins viðundandi að til þess
veljist hæfasta fólk sem völ
er á.
Það er fróðlegt fyrir kenn-
arastéttina að hugleiða nú,
þegar bæði kennarafélögin
efna til atkvæðagreiðslu um
verkfallsboðun, hvernig við-
brögöin við skýrslunum og
lögunum hafa í raun verið.
Þrátt fyrir allar yfirlýsingar
ráðamanna bólar hvergi á
alvarlegum tilraunum til þess
að bæta aðbúnaö skólanna
og skapa þær aðstæður sem
nauðsynlegar eru til þess að
frjótt og þróttmikiið skóla-
starf geti farið fram.
Þrátt fyrir lög um lögvernd-
un er lagt fyrir þaö þing sem
nú setur frumvarp til laga um
framhaldsskóla þar sem gert
er ráð fyrir að fela skóla-
nefndum alla stjórn á faglegu
starfi skólanna. Hvergi er í
þvi frumvarpi gerð tilraun til
að tryggja faglega menntun
nefndarmanna. Þaö á kannski
aö duga að framkvæmda-
stjóri nefndarinnar, skóla-
meistarinn, hafi fagmenntun!
Þrátt fyrir niðurstöður
starfskjaranefndar og beinar
tillögur virðist samninga-
nefnd rikisins enn í dag ekk-
ert umboð hafa til þess að
semja um breytt kjör kenn-
ara. Þó átti fulltrúi fjármála-
ráöherra sæti í nefndunum
og stóð að því meö öðrum
nefndarmönnum að semja
nákvæma lýsingu á störfum
kennara. Og fyrrverandi fjár-
málaráöherra, Þorsteinn Páls-
son, og fyrrverandi
menntamálaráöherra, Sverrir
Hermannsson, fóru ekki dult
með þá skoðun sína að starf
þessara nefnda myndi stór-
bæta kjör kennara. Til þess
væru nefndirnar stofnaðar.
Kennarastéttin hefur löngu
sýnt það og oft að hún er
seinþreytt til vandræða. Síð-
ast hefur þetta komið fram i
undanfarandi þriggja mánaöa
samningavinnu. Það eru
skilnings- og gæfulitlir ráða-
menn sem halda að kennarar
Hins íslenska kennarafélags
blási til verkfalls ár eftir ár
sér til skemmtunar.
Eigi skólakerfið ekki að
hrynja til grunna á næstu
misserum þurfa kennarar að
fá skýr en einföld skilaboð.
Yfirvöld menntamála i ráðu-
neytunum tveim verða að
sýna svart á hvítu að þau telji
skólana nauðsynlega aö gera
þeim kleift að keppa við
almennan vinnumarkað um
bestu starfskrafta sem völ er
á. Flóknara er það ekki.“
Skrifar Wincie Jóhanns-
dóttir, formaður Hins ís-
lenska kennarafélags.
Einn
með
kaf fínu
Fín frú í bænum undirbjó mikla veislu fyrir helstu
broddborgarana. Hún réó sér meðal annars þjónustu-
stúlku sem átti aö þjóna gestunum. Þegar stúlkan var
mætt á staðinn sagði frúin virðulega:
— Og svo verður þú að muna það, að þegar þú geng-
ur um beina máttu ekki vera með neina skartgripi á þér.
— En ég á enga skartgripi frú, svaraði stúlkan. En
þakka þér samt fyrir að vara mig við!