Alþýðublaðið - 22.03.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 22.03.1988, Page 6
6 Þriðjudagur 22. mars 1988 SMÁFRÉTTIR Þær koma á Listahátíð Fyrir milligöngu Skífunnar hf. hafa tekist samningar viö bresku hljómsveitina „The Blow Monkeys" og „The Christians" um aö þær spili hér á Listahátíð 16.-18. júní i sumar. Báðar þessar hljóm- sveitir eru vel kunnar í popp- heiminum og íslendingum að góðu kunnar. „The Blow Monkeys" var stofnuð 1984. Forsprakki hennar er söngvarinn og gítarleikarinn Dr. Robert Howard, en auk hans eru i sveitinni Neville Henry saxó- fónleikari, Tony Kiley tromm- ari og bassaleikarinn Mick Anker. Hljómsveitin hefur gefið út þrjár breiðskífur, „Limping for a generation", 1984, „Animal magic“ 1986 og „She was only a grocer’s daugh- ter“ 1987. Meðal laga hljóm- sveitarinnar sem komist hafa á vinsældalista hér og er- lendis má nefna „Digging our scene“, „Wicked ways“ og „It doesnt have to be this way“. Þess má að lokum geta að hljómsveitin vinnur nú að nýrri breiöskífu sem mun koma út nú í sumar. „The Christians” var stofn- uð í Liverpool 1985 af þremur bræðrum er hétu Christian. Síðar bættist Henry Priest- man í hópinn og einn bræðr- anna hætti. Hljómsveitin er nú skipuð þeim Garry A. Christian, söngvara, Russel Christian, saxófónleikara og Henry Priestman, hljóm- borðs- og gítarleikara. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar leit dagsins Ijós í október á síðasta ári og hlaut mikiö lof gagnrýnenda. Meðal laga Húsafriðunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum til húsafriðunar- sjóðs, sem stofnaður var með lögum nr. 42/1975, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa, húshluta og annarra mannvirkja, sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september n.k. til Húsafriðunarnefndar, Þjóðminjasafni íslands, Box 1489, 121 Reykjavik á eyðublöðum, sem þar fást. Húsafriðunarnefnd Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við grunnskóla Umsóknarfrestur til 15. apríl. Austurlandsumdæmi: Staða skólastjóra og grunnskólakennara við Fella- skóla. Staða skólastjóra við grunnskólann í Breiðdals- hreppi. Norðurlandsumdæmi eystra: Staða skólastjóra vió Grunnskólann í Svalbarðs- hreppi N-Þingeyjarsýslu. Staða yfirkennara við Grunnskólann á Dalvík. 1/2 sérkennarastaða við Grunnskólann í Önguls- staðahreppi. Stööur grunnskólakennara við grunnskólana Akur- eyri, meðal kennslugreina íslenska, stærðfræði, danska, enska, íþróttir, samfélagsfræði, raun- greinar, mynd- og handmennt, tónmennt, heimilis- fræði og sérkennsla, Húsavik, meðal kennslugreina sérkennsla, erlend mál, stærðfræði, tónmennt, myndmennt og viðskiptagreinar, Dalvik, meðal kennslugreina íslenska, stærðfræði, danska og íþróttir, Olafsfirði, hlutastaða í eðlis- og líffræði, - Hrisey, meöal kennslugreina iþróttir, tónmennt og mynd- og handmennt, Hrafnagilshreppi, Svalbarðs- hreppi, Þórshöfn, meðal kennslugreina íþróttir og handmennt, og Stórutjarnaskóla, meðal kennslu- greina íþróttir, smíðar og enska. Norðurlandsumdæmi vestra: Stöður skólastjóra við grunnskólana Hólum og • Akrahreppi. Stöður grunnskólakennara við grunnskólana Siglu- firöi, meðal kennslugreina íþróttir, raungreinar og samfélagsfræði, Sauðárkróki, meðal kennslugreina tónmennt og danska, Blönduósi, meðal kennslu- greina mynd- og handmennt, Hvammstanga, meðal kennslugreina raungreinar og stærðfræði, Staðar- hreppi í V-Húnavatnssýslu, Höfðakaupstað, meðal kennslugreina íþróttir, mynd- og handmennt, Hofs- ósi, meóal kennslugreina mynd- og handmennt, - Ripurhreppi, Haganeshreppi, Laugarbakkaskóia, - meðal kennslugreins yngri barna kennsla, Vestur- hópsskóla, meðal kennslugreina smíðar og hand- mennt, Húnavallaskóla, meðal kennslugreina stærðfræði og raungreinar, Varmahliðarskóla og - Steinsstaðaskóla, meðal kennslugreina hand- mennt. Menntamálaráðuneytið. „The Christians” sem notið hafa vinsælda má nefna „Forgotten town“, „When the fingers point“, „Hooverville'1 og „Ideal World“. Ljósmynda- sýning í Lists- stofu Um þessar mundir stendur yfir sýning á 18 Ijósmyndum eftir Svölu Sigurleifsdóttur í Listsstofu Bókasafns Kópa- vogs. Ljósmyndirnar eru teknar á seinustu 6 árum á ísafirði og á Hornströndum. Myndefnið er fjöll, fuglar, sjór og fiskar og eru þær svart-hvítar litað- ar með olíulitum. Svala er fædd 1950 á ísa- firði og hlaut hún myndlistar- menntun sína hér heima, á Noröurlöndum og í Banda- ríkjunum. Hún hefur haldið sýningar hér heima og er- lendis. Opnunartimi sýningarinnar er sami og bókasafnsins, mánudaga til föstudaga kl. 9-21 og laugardaga frá 11.00-14.00. Ljósmyndasýning- in stendur yfir til 15. apríl og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Stuðningur við Palestínumenn Félagið Ísland-Palestina krefst þess að íslensk stjórn- völd setji fram mótmæli við ísraelsstjórn vegna fram- ferðis ísraela á hernumdu svæðunum í Ghaza og vest- urbakka Jórdanár, og fylgi þeim eftir á alþjóðavettvangi. Meðal annars með því að krefjast þess af Bandarikja- stjórn, sem veitt hefur ísra- elsstjórn stuðning, að hún knýi á um að hryöjuverkum linni og að Palestínumenn á hernumdu svæðunum geti notið réttar síns. Og að Islensk stjómvöld taki þegar frumkvæði að stjórnmálasambandi viö PLO. Auk þess að íslensk stjórn- völd leggi lóð á vogarskálar friðar og mannréttinda til handa þessu langhrjáða fólki og bjóði aðstöðu hér á landi fyrir alþjóðaráðstefnu með þátttöku allra deiluaðila um málefni Mið-Austurlanda. Frumvarp í undirbúningi um Fóstur- skólann Menntamálaráðherra hefur nýlega skipað nefnd til þess að endurskoða lög nr. 10/1973 um Fósturskóla íslands og ganga frá frumvarpi til laga er tekur til menntunar fóstra, þar með talin framhalds- menntun þeirra. Ennfremur á frumvarpið að taka til menntunar annars starfsliðs, sem vinnur á dag- vistarstofnunum og á nefndin að gera tillögur um hvar slíkt nám ætti að fara fram og hvaða starfsréttindi fylgi náminu. Formaður nefndar- innar er Guðmundur Magnús- son, aðstoðarmaður mennta- málaráðherra ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga- deildar, óskar eftir tilboðum i lokafrágang að frá- töldum innréttingum Heilsugæslustöðvarinnar að Hraunbergi 6. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 12. apríl kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik KRATAKOMPAN Fundur á Akureyri Opinn fundur með Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- málaráðherra og Árna Gunnarssyni, alþingismanni verður haldinn miðvikudaginn 23. mars n.k. kl. 20.30 á Hótel KEA. Alþýðuflokkurinn Reykvíkingar Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson verðaáopnum fundi áHótel Loft- leiðum fimmtudaginn 24. mars n.k. kl. 20.30. Alþýðuflokkurinn Kratakaffi í Reykjavík Næsta Kratakaffi verður miðvikudagskvöldið 13. apríl n.k. Nánar auglýst síöar. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði Opið hús í Alþýðuhúsinu öll mánudagskvöld og fimmtudaga frá kl. 17.30-19.30. Næstkomandi fimmtudag verða bæjarfulltrúarnir Valgerður Guðmundsdóttir og Jóna Osk Guðjóns- dóttir að taka á móti gestum og gangandi. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði Fundir Alþýðuflokksins Fundur á Siglufirði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra ásamt Jóni Sæmundi Sigurjónssyni þingmanni halda fund á Hótel Höfn þriðjudaginn 22. mars n.k. kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðuflokkurinn. Flokksstjórn — Sveitarstjórnarmenn Laugardaginn 26. marz n.k. verður haldinn sameigin- legur fundur Flokksstjórnar og sveitarstjórnarmanna Alþýðuflokksins. Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum frá kl. 11-16. Dagskrá: Kl. 11-12, Stjórnmálin í dag - næstu verkefni. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra. Kl. 12-13, Léttur hádegisverður. Kl. 13-16, Samskipti ríkis og sveitarfélaga. Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi. Almennar umræður. Alþýðuflokkurinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.