Alþýðublaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.03.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. mars 1988 7 ÚTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir DAUÐASVEITIR Amnesty Inter- national, ákœrir Honduras fyrir víðtœk brot á mannréttindum. Dauðasveitir eru aftur komnar upp á yfirborðið í Honduras, enn eitt dæmið um kúgunina sem þar við- gengst. Amnesty Internation- al siær þessu föstu í nýrri skýrslu, sem þeir sendu frá sér á dögunum um þetta land í Mið-Ameríku. „í Honduras eiga sér stað alvarleg og mjög útbreidd brot á mannréttindum, ástæðulausum handtökum, pyntingar og misþyrmingar", eins og segir í skýrslunni. Amnesty International hef- ur snúið sér til ríkisstjórnar Honduras, og farið fram á að ríkisstjórnin beiti sér fyrir rannsókn á þremur morðum, sem talið er að hafi verið framin af dauðasveitunum í janúar s.l. Eitt fórnarlamb- anna var einn af leiðtogum CODEH, sem er félagsskapur í Honduras er berst fyrir mannréttindum. Sá var ný- kominn heim frá Costa Rica þar sem hann hafði lagt fyrir Mannréttindadómstólinn sannanirgegn ríkisstjórninni í Honduras, fyrir að bera ábyrgð á mannshvörfum. For- maðurCODEH hafði einnig fengið morðhótanir. Talið er að leyniþjónustan Bataljon 3-16 beri ábyrgö á þeim morðum sem dauða- sveitirnar fremja. Hin opin- bera leyniþjónusta lögregl- unnar DNI er einnig talin eiga hlut aö máli í flestum til- fellum þegar um yfirgang er að ræða. Amnesty International hef- ur á síðastliðnum tveimur ár- um fengið æ fleiri upplýsing- ar um handtökur óbreyttra borgara, sem hafa verið ólög- lega lengi i varðhaldi og hafa ekki fengið að hafa samband við umheiminn. Eftir að hafa verið látnir lausir hafa margir þeirra kvartað yfir þvi að þeir hafi verið pyntaðir. Vitni hafa lýst barsmíðum, að mönnum séu gefin raflost og kynferð- islegar árásir. Svo virðist sem bundið sé fyrir augu þeirra sem sitja inni, reglulega og um langan tima. Það eru aðallega verka- lýðsleiðtogar, iðnaðarmenn, Stúdentar, bændurog þeir sem berjast fyrir mannrétt- indum, sem eiga handtökur og árásir yfir höfði sér. Marg- ar handtökur hafa átt sér stað þegar verkföll eru í gangi, þegar bændur krefjast landréttinda og þegar her- menn ráðast gegn frelsis- sveitum. Pyntingar Skýrsla Amnesty Inter- national fjallar meðal annars um Doris Benevides Tarrius tuttugu og níu ára sálfræð- ing, sem „hvarf“ í tæpar þrjár vikur, eftir að hafa verið handtekin af DNI leyniþjón- ustu lögreglunnar. Leyniþjónustan heldur þvl fram, að hún hafi verið í sam- bandi við frelsishóp, og vildu fá hana til aö játa. Þegar hún neitaöi var hún hengd nakin upp í málmbjálka og sfðan voru henni gefin raflost í fæt- ur og brjóst. Eftir það var sparkað í hana, hún var lamin og að endingu var henni nauðgað. Á meðan á öllu þessu gékk, var bundið fyrir augu hennar. Fyrstu dagana var henni haldið í aðalstöðv- um DNI í San Pedro Sula, en seinna var hún flutt á óþekkt- an stað. Allan tímann neitaði DNI að hún væri i þeirra vörslu. Eftir tæplega þriggja vikna misþyrmingar var Doris Tarri- us sleppt lausri. Það var bundið fyrir augu hennar og hún sett út úr bíl í götu sem er rétt hjá sendiherrabústað Mexico, í höfuðborginni Tegucigalpa. DNI hótaði að myrða hana, ef hún væri ekki horfin úr landi innan 24 klukkustunda. Doris býr nú f útlegð í Mexico. Dauðasveitirnar í Hondur- as voru einkar athafnasamar á tímabilinu 1981-84. Amnesty International skýra nákvæmlega frá handtökum, morðum og árásum á þessu tímabili og segja þessar að- farir hafi verið unnar í sam- vinnu Bataljon 3-16 og contra- skæruliða þeirra, sem hafa aðsetur í Honduras en berj- ast gegn ríkisstjórninni í Nicaragua. Fyrrverandi meðlimur Bataljon 3-16, hefur borið vitni um, að hann og margir fleiri hafi verið þjálfaðiraf Bandaríkjaher í Bandaríkjun- um árið 1981. Hann sagði jafnframt að mikil leynd hefði verið í sambandi við þessa þjálfun. Amnesty International seg- ir þessa miklu hreyfingu á dauöasveitunum nú, beri þess augljóslega merki að ástand í mannréttindamálum í Honduras, fari hríðversn- andi. Ríkisstjórn í Honduras hef- ur ekki ennþá sagt álit sitt á skýrslunni, sem hlýtur óneit- anlega að koma sér óþægi- lega fyrir ríkisstjórnina með tilliti til friðaráformanna í Miö-Ameríku. Ríkisstjórnin í Honduras virðist ekki á nokkurn hátt, gera sig líklega til að sýna í verki að hún hugsi sér að fara eftir þeim áformum sem Mið-Ameriku friðarsamning- arnir gerðu ráð fyrir. Þetta er einkum áberandi í sambandi við hina 12.000- 15.000 Contraskæruliða sem í sjö ár hafa barist gegn ríkis- stjórn Nicaragua, frá bæki- stöðvum í Honduras. í friðaráætlun Mið- Ameríkurikjanna segir, að ekkert ríki megi hafa erlendar baráttusveitir á umráðasvæöi sinu. Eftir þessu aö dæma, ætti Honduras að losa sig við Contraliðana hið bráðasta. Það hefur ekki gerst og sýnir þetta berlega að ríkisstjórnin i Honduras hefur enga stjórn á Contraliðum. Eftir skýrslu Amnesty International að dæma, hefur ríkisstjórn Honduras heldurekki neina stjórn á lögregluyfirvöldum né heldur á hernaðaryfirvöld- um. (Det fri Aktuelt.) Dauöasveitir eru að verki í Honduras, landi þar sem fá- tækt er útbreidd og mannrétt- indabrot algeng.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.