Alþýðublaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 26. mars 1988 UMRÆÐA Umræða Jóhanna Sigurðardóttir ráðherra skrifar JAFNAÐARMENN KVENNALISTANS „Það getur öllum verið Ijóst að trúnaðurinn við fólkið, málstað jafnaðarstefnunnar og mína eigin samviska er mér miklu meira virði en ráðherrastóllinn. Það væri ekki spurning í mínum huga, hvað ætti þar að hafa forgang,“ skrifar Jóhanna Sigurðardóttir m.a. í umræðu- grein sinni. Þegar staðan í stjórn- málum er metin um þessar mundir er fróð- legt að leiða hugann að þeirri skoðanakönnun sem birtist nýlega, sem sýnir að Kvennalistinn er samkvœmt henni orðinn stœrsta stjórn- málaaflið á Islandi. Ég hika ekki við að fullyrða að hér er á ferðinni alvarlegasta áminningin sem hin hefðbundnu stjórnmála- öfl í landinu hafa fengið. Lítum á þaö hvað þessi skoðanakönnun eða niður- staða hennar í raun endur- speglar. Hún endurspeglar kröfu fólksins um breyttar áherslur í landspólitíkinni. • kröfu fólksins um jafnrétti og réttlæti í þjóðfélaginu, • kröfu fólksins um meiri félagshyggju við lands- stjórnina, • kröfu fólksins um að stjórnmáiamenn standi ábyrgir gjörða sinna, og standi við orð sín, • kröfu fólksins um að langur vinnudagur geti skilað þvi að fólk eigi fyrir brýnustu framfærslu heimilanna og þak yfir höfuöið. Kannske endurspeglar þessi skoðanakönnun fyrst og síðast kröfu fólks um heiðarleika i stjórnmálum og kröfu um ný og breytt vinnu- brögð. Uppreisn og mótmœli fólksins í raun markar þessi skoðanakönnun tímamót, því hún er uppreisn og mótmæli fólksins gegn stjórnmála- öflunum í landinu. Fólkið mótmælir mikilli misskiptingu tekna og eigna í þjóðfélaginu, sem stjórn- völdum hefur ekki tekist að breyta. Það mótmælir samtrygg- inga- og gróðaöflunum í þjóðfélaginu, þar sem blind gróðahyggja hikar ekki við að troða á þeim veikari ef hagn- aðarvonin er annars vegar. Fólk er að mótmæla því að þurfa sífellt að borga brús- ann af mistökum stjórnmála- manna, sem birtist í sífelldri offjárfestingu, og flug- stöðvar-, hafskips- og útvegs- bankamistökum. Fólkið mótmælir ástand- inu í húsnæðismálum — ekki hvað sfst ástandinu í húsnæðismálum á lands- byggðinni og húsnæðismál- um unga fólksins sem gert er að biða i 3 ár eftir húsaskjóli þegar það er að hefja bú- skap — og það mótmælir ástandinu í húsnæðis- og vistunarmálum aldraðra og fatlaðra. Það mótmælir nauð- ungaruppboðum og upplausn fjölda heimila vegna ástands í húsnæðismálum. — í þessu efni hvílir mesta ábyrgðin á ráðherra húsnæðismála, sem vissulega hefur ekki neitt heilt kjörtímabil til að leysa þessi mál því þar veröur að vinna hratt. Allt það sem ég hér hef lýst, brýst út f þeirri skoöana- könnun sem fram kom á dög- unum og það kristallast allt f andúð og andófi gegn hefð- bundnu stjórnmálaöflunum í landinu — ekki bara gegn stjórnarflokkunum heldur einnig stjórnarandstöðuflokk- unum meö einni undantekn- ingu þó. Fólk er að mótmæla stjórnmálaöflum, sem þvf finnst að taki allar ákvarðanir út frá mælistiku reiknings- stokkanna — en manneskjan sjálf gleymist. íleit að trúverðugu stjórnmálaafli Allt er þetta svo gert f nafni þess að ná niður verð- bólgunni og bæta kjörin og sjá til betri framtíðar fyrir fólkið — ekki síst láglauna- fólkið. — Samt finnst lág- launafólkinu einhvern veginn að það sitji alltaf jafnsett eftir — og að fórnir þess séu til einskis. Áfram sé sóað í botnlausa hit óráðsíunnar. Fólk er bæði vonsvikið og þreytt og ég skil það vel. Staðreyndin er sú að það hefur orðið alvarlegur trúnað- arbrestur milli fólksins og . stjórnmálaaflanna í þjóðfé- laginu, — þar er enginn undanskilinn. Þetta er sú staðreynd sem birtist okkur í þessari skoð- anakönnun og hana ber stjórnmálamönnum að viður- kenna. Framhjá þessari stað- reynt geta stjórnmálamenn ekki litið. Stjórnmálamenn verða að skilja að það þýðir lítið að hreykja sér af verkum sfnum ef fólk finnur það ekki f kjörum sínum, aðbúnaði og aðstæðum. Stjórnmálamenn sitja jafnvel uppi með það að hafa tekið vonina um betri framtíð af fólkinu. Staðreyndin er sú að fólk er í leit að trúverðugu stjórn- málaafli, sem hefur réttlæti og jafnrétti í öndvegi — afli sem sýnir fólki heiðarleika — afli sem metur fólkið eins og manneskju — afli sem skynjar veruleikann f þjóðfé- laginu — afli sem ræðst gegn misréttinu í hvaða mynd sem það birtist — afli sem stendur og fellur með málstaðnum — afli sem meinar í einlægni, — afli sem er trútt sínum málstað og sínu fólki — afli sem seturekki mælistiku reikn- ingsstokksins á alla skapaða hluti, heldur tekur ákvörðun útfrá veruleikanum og mann- eskjunni — og horfir líka á aðstæður okkar minnstu bræðra þó erfiðlega ári f efnahagsmálum. Lftum á þá flokka sem kenna sig við félagshyggju. Alþýðubandalagið hefur á undanförnum árum verið að grafa sína eigin pólitísku gröf. í fyrsta lagi vegna inn- byrðis sundurþykkju og valdabaráttu og í öðru lagi vegna þess að Alþýðubanda- lagið hefur með gjörðum sínum ( stjórn — og stjórnar- andstöðu reynst ótrúverðugt og ábyrgðarlaust stjórnmála- afl, það gerir og segir eitt í stjórn og annað f stjórnar- andstöðu. — Það hefur m.ö.o. fallið á prófi heiðarleikans og þess að vera það trúverðug- asta afl sem fólkið sækist eftir og er sífellt að leita að. Það uppsker nú eins og til var sáð. Skýringin á stórsókn og fylgisaukningu Kvennalistans er ekki sú að þær hafi betri lausnir á vandamálunum sem við er að glíma, eða að stefnuskrá þeirra í velferðar- málum sé betri eða meiri en annarra félagshyggjuflokka. Nei, staðreyndin er ósköp einföld. Hún er ekki ein- göngu sú að þær hafi aldrei axlað ábyrgð við landsstjórn- ina heldur einnig að fólki finnst þær trúverðugar og heiðarlegar I pólitíkinni og þær meini það sem þær segja. Fólki finnst það ekkert annað skjól hafa að flýja í. Og því finnst að Kvennalist- inn hafi þær áherslur í stjórn- málum sem stór hluti þjóðar- innar hefur verið að leita eftir hjá öðrum flokkum um langan tíma, en ekki fundið þegar á reynir. Skoðanakönn- unin er einmitt krafa fólksins um breyttar áherslur og meiri félagshyggju við landsstjórn- ina. Fólk sem nú flykkir sér um Kvennalistann er ekkert annað en jafnaðarmenn — fólk sem aðhyllist hugsjónir okkar jafnaðarmanna — fé- lagshyggju, en finnur nú um stundirekki skjól í Alþýðu- flokknum. Þessu veróur að breyta og Alþýðuflokkurinn verður aö taka mið af þessari staðreynd. Hœttumerki sem Al- þýðuflokknum ber að taka alvarlega Fólk hafði miklar vænt- ingar til Alþýðuflokksins þegar hann fór nú í ríkis- stjórn og gerði eðlilega til hans stórar og miklar kröfur. Alþýðuflokkurinn hafði harka- lega gagnrýnt Framsóknar- flokkinn og Sjálfstæðisflokk- inn í fyrri rfkisstjórn og gjörðir þeirra. Alþýðuflokkur- inn var í harðri andstöðu við þessa flokka og það sem þeir stóðu fyrir. Því var Ijóst að Al- jpýðuflokkurinn tók mikla áhættu að fara inn f rfkis- stjórn með þessum tveimur flokkum. Út af fyrir sig er enn of snemmt að kveða upp nokkurn Stóradóm um það hvort stjórnaraðild Alþýðu- flokksins hafi verið áhætt- unnar virði eða hvort Alþúðu- flokkurinn fái hrundiö stefnu- málum sfnum í framkvæmd í þessu samstarfi svo viðnun- andi sé. Hitt er engu að sfður Ijóst og það verða Alþýðu- flokksmenn aö gera sér grein fyrir að kjósendur Alþýðu- flokksins hafa með réttu eða röngu ekki séð þann mun á Alþýðuflokknum annars vegar og Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum hins vegar sem þeir höfðu vænst. Ef fólkið — kjósendur Al- þýðuflokksins sjá engan mun á Alþýðuflokknum annars vegar og Sjálfstæðisflokkn- um og Framsóknarflokknum hins vegar þá er það hættu- merki sem Alþýðuflokksfólk um allt land hlýtur að taka alvarlega. Alþýðuflokknum ber skylda til að taka þessa skoðana- könnun alvarlega, þegar hann hefur skv. þessari niðurstöðu misst nær helming af fylgi sínu frá síðustu kosningum. Alþýðuflokkurinn á að spyrja sig þeirrar spurningar af hverju fólk skv. skoðanakönn- uninni hefur snúið baki við flokknum. Og Alþýðuflokkur- inn á að draga af því lærdóm. Alþýðuflokkurinn má aldrei falla í gröf Alþýðubandalags- ins sem ótrúverðugt stjórn- málaafl. Orð eins og að axla ábyrgð og að þora eru merk- ingarlaus í augum fólksins, ef þau kosta að vikið sé af braut hugsjónaog baráttu- mála — og trúnaði við fólkið er fórnað. Það nægir ekki að benda á að Alþýðuflokkurinn hafi verið blóraböggull fyrir allar óvinsælar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar meðan hinir hafa verið stikkfrfir, þó það sé vissulega hluti skýringar- innar. — Vissulega hefur for- maður flokksins borið hitann og þungann af mikilli kerfis- breytingu f skatta- og tolla- málum, sem ég tel að þó síðar verði — að flestir telji að hafi verið skynsamlegar sérstaklega vegna þess að j hún einfaldar skattkerfið og tryggir betri skattskil. Og , vissulega er það mikilvægt fyrir alla efnahagsstjórn að skila hallalausum fjárlögum á fyrsta starfsári rfkisstjórnar- innar, þegar lagt var upp með það í stjórnarsamstarfinu að ná niður hallanum á tveim til þremur árum. En það má spyrja hvort það hafi verið of dýru verði keypt fyrir þá málaflokka sem Alþýðuflokk- urinn hefur lagt áherslu á t.a.m. húsnæðismálin og mikilvægan tekjustofn fyrir landsbyggðina sem er Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga svo dæmi séu nefnd. Erindi Alþýðuflokksins í ríkisstjórn Það má vera að skynsam- legt sé að gera þær áætlanir að Alþýðuflokkurinn eigi fyrri hluta kjörtfmabilsins að moka flórinn og hreinsa til eftir viðskilnað sfðustu stjórnarflokka og svigrúm fáist fyrst til að framkvæma eitthvað af þeim velferðar- málum sem Alþýðuflokkurinn stendur fyrir á sfðari hluta kjörtfmabilsins. En við þessar aðstæður og f sam- starfi við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflckkinn getur Framhald á bls. 20

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.