Alþýðublaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 26.03.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 26. mars 1988 21 TÓNLIST Gunnar H. Ársælsson skrifar Bjössi Basti i finu formi. AB-mynd G.H.Á. Fimmtudagskvöldiö 17. mars voru haldnir rokktón- leikar í Hótel Islandi, númer tvö í sögu hússins. Aldrei datt undirrituöum í hug aö þetta myndi nokkurn tímann gerast. Kannski vantar Ó.L. seðla nú á þessum síðustu og verstu, hver veit, það ger- ist svo ótrúlega margt I þess- um heimi. Tónleikar þessir voru haldnir í minningu Divine, magnaöasta kynskiþt- ings sem uþpi hefur veriö á plánetunni Jörö. Hann/hún (Divine) heiörar nú skaparann meö nærveru sinni. Smekk- leysa sm/sf stóö fyrir þessum tónleikum sem byrjuðu, seint aö vísu, á því aö kynnir kvöldsins steig á sviðið íklæddur pilsi, topp og sjúsk- uöum skóm meö pinnahæl- um. Að sjálfsögöu var dreng- urinn með væna hárkollu. Hann kynnti fyrsta atriði kvöldsins, Dórotheu diskó- drottningu sem hann kvað vera virðulegan bankastarfs- mann á daginn en síðan um- turnast þegar kvölda tæki og breytast í „the biggest drag queen in town“. Dórothea „söng“ síðan meö miklum glæsibrag lag Donnu Summer, Love to Love you Baby, viö fádæma undir-tektir áhorfenda sem voru um fimm hundruð þetta kvöld. Þá var það komið á hreint, Divine var þarna, allavegana í anda og „þervertískt" andrúmsloft fyllti Hótel Stormsker,??? afsakió, ísland. Fyrsta hljómsveit á svið var Bleiku Bastarnir með Bjössa Basta í broddi fylking- ar. Hann var klæddur í þver- röndóttar buxur, leðurjakka og með derhúfu á kollinum. Bastarnir leika svokallað sækabillý (samruni orðanna sækadelía og rokkabillý) og ferst það einkar vel úr hendi. Krafturinn var mikill I tónlist B.B. en samt fóru þeir félag- arnir aldrei yfir markið og var virkilega gaman að sjá þá og heyra því hljóðfæraleikurinn var með miklum ágætum og sviðsframkoma Bjössa Basta þannig að maður má hafa sig allan við til þess að fylgja honum eftir. Bleiku Bastarnir sþiluðu mestmegnis efni sem ekki hefurverið gefið út á plötu, ekki ennþá. Þeir spil- uðu alltof stutt, aðeins í tæp- ar 20 mínútur. Eftir innskot a la Divine tölti unglingasveitin Sogblettir fram í sviðsljósið og var þetta I fyrsta skipti sem undirritaður sá þá á sviði með nýjan söngvara, Grétar nokkurn (ekki Örvars- son). Sogblettir eru hljóm- sveit sem spilar pönkrokk vegna llkamlegraog andlegra þarfa. Tónlist sem reynir á hljóðhimnurnar fyrst og fremst. Ég skil þessa drengi mætavel. Það er gaman að fá útrás fyrir tilfinningar slnar á þennan hátt. Gaman að vera ungur og reiður þó ég skildi varla orð af þvl sem söngvar- inn gusaði út úr sér I hljóð- nemann. Sogblettir verða seint Sykurmolar íslenskrar dægurtónlistar. Fyrst þurfa þeir að taka út andlegan og líkamlegan þroska og söngvarinn að láta raddbönd- in ná fullri lengd. En loksins kom að’i. Sykur- molarnir, landsins frægasta hljómsveit að kántrýsveitinni Týrol undanskilinni, hófu að berja tól sín og tæki. Ljós- myndarar, þar á meðal undir- ritaður þyrptust að og hófu að mynda í gríð og erg. Með- ferðis á sviðinu höfðu „Mol- arnir“ forkunnarfagra styttu sem ég trúi staðfastlega að sé sykurmolagyðjan. Kyngi því hver sem vill. Svikari (Traitor) af Cold Sweat, 12 tommunni hljóm- aði fyrst og síöan var keyrt I Mótorslys, Vatn og T.V. Þá kom Deus eða Guð. Þetta er næsta smáskífulag Sykur- molanna og kemur út þann 11. apríl n.k. Það er einskonar sambland af Cold Sweat og Afmæli, inniheldur hinn fág- aða blæ Afmælis en hefur jafnframt hinn mikla kraft Cold Sweat. í kjölfarið af Deus kom svo Cold Sweat og síðan Dísill sem ég felli mig ekki allskostar við. Afmæli var næst á dagskrá og tóku áhorfendur vel við sér þegar það byrjaði að hljóma. En það klikkaði. Hljóðnemi Bjarkar neitaði að gera skyldu sína og varð hljóm- sveitin að byrja lagið upp á nýtt eftir að Einar Örn redd- aði vandamálinu. Þetta var eins og hnifsstunga í bakið, virkilega blóðugt. En Afmæli klikkaði líka á annan hátt. Björg gat varla sungið það svo vel væri og, það er sorg- legast af öllu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef Björk er að tapa röddinni. Það sem eftir lifði tónleik- anna spiluðu „Molarnir" ein- göngu efni sem er nýtt af nál- inni og verður væntanlega á þeirra fyrstu breiðskífu, Life’s too good, sem kemur út 25. april í Bretlandi. Þetta er virkilega spennandi efni sem hér er á ferðinni og vill undir- ritaður meina að eftir útkomu plötunnar komi virkilega til með að reyna á þolrif hljóm- sveitarinnar. En Sykurmolarn- ir samanstanda af fólki sem búið er að reyna margt í hin- um margvíslegustu hljóm- sveitum. Það hefur líka bæst einn í hópinn, hljómborðs- leikarinn Einar Melax sem án efa kemur til með að styrkja hljómsveitina frekar en hitt enda flinkur á þær svörtu og hvítu. Sykurmolarnir stóðu vel fyrir sínu þetta kvöld. Sigtryggur trommari og Bragi bassaleikari mynduðu sterk- an grunn sem Þór Eldon gítarleikari og Einar Melax skreyttu eftir kúnstarinnar reglum. Ofan á þetta bættist svo hið einstæða raddþar Björk 8g Einar Örn. Persónu- lega hef ég aldrei skilið til fullnustu hvers vegna þessar raddir þassa svona vel sam- an, þær bara gera það. Að lokum skulum við æfa eitt JÆJA, JÆJA? Sigtryggur „molatrymbill" í dulargervi. AB-mynd G.H.Á.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.