Alþýðublaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.04.1988, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 7. apríl 1988 SMÁFRÉTTIR Innsiglingin til Raufarhafnar 16 milljón króna dýpkun- arfram- kvæmdir Lokió hefur nú verið viö aö grafa og flytja burtu 2000 rúmmetra úr innsiglingunni til Raufarhafnar. Dýpkunarframkvæmdir hófust f ágúst og lauk í októ- ber á sl. ári en viö mælingu reyndust smá höft vera i inn- siglingu sem nú er búiö aó fjarlægja. Alls voru.grafnir úr höfninni um 60.000 rúm- metrar og er innsigling og aðalhöfn nú yfir 7.5 metrar á dýpt. Hiö nýja dýpkunarfélag á Siglufirði sá um verkið en Hafnarmálastofnun sá um allar mælingar og úttekt. Dýpkunin kostaði um 16 milljónir króna sem Raufar- hafnarhreppur greiddi meö lánsfé og eigin fé. Loforö fyrir greiðslu á hluta ríkis hefur fengist á næstu tveim- ur árum. Sumarnám í uppeldis- og kennslu- fræðum Á undanförnum árum hefur ööru hverju verið unnt aö stunda nám í uppeldis- og kennslufræöum viö Háskóla íslands aö sumarlagi, auk reglubundins vetrarnáms. í byrjun var um aö ræöa nám sem skipulagt var sérstak- lega fyrir starfandi kennara, en undanfarin fjögur ár hafa námskeið sem kennd eru að sumrinu til veriö skipulögö meö sama hætti og nám- skeið aö vetrinum til og hefur námið verið opiö jafnt reyndum kennurum sem stúdentum. Hægt er að taka meginhluta námsins á tveim sumrum, taka má allt námiö á hálfum vetri auk sumars og einnig er hægt aö dreifa því á eitt sumar og heilan vetur. Sumariö 1988 verða kennd eftirtalin námskeið: „Hagnýt kennslufræði" (5 ein) frá 30. maí til 15. júní og er próf tekið þann 23. júní og „Mat og skólastarf" (3 ein) nám- skeiðið stendur frá 29. júní til 12. júlí. Próf 20. júli. Hluti þessa námskeiðs er „Kennsla", þ.e. námskeið i nýsitækni 24. júní, 27. júní og 28. júní, annar hluti er „Dæmikennsla", sem er 16 stunda námskeið. Farnar verða tvær vettvangsferðir og fjallað um undirbúning og skipulag æfingakennslu. Nám þetta er ætlað þeim sem þegar hafa lokið há- skólaprófi eða eru í háskóla- námi. Námskeiðaskráning fer fram í nemendaskrá há- skólans 11. apríl til 15. apríl kl. 10-12 og 13-15. Næsta haust verður nám- inu breytt talsvert og því vill félagsvísindadeild Háskóla íslands benda þeim nemend- um, sem lokið hafa hluta af náminu í uppeldis- og kennslufræðum en eiga ofan- nefnd námskeið eftir á að betra er fyrir þá aðila að Ijúka náminu áður en breytingarnar ganga i garð. Þær felast í því að verklegi þátturinn stækkar, bætt verður við námskeiðum í kennslufræði sex námsgreina og fræðileg námskeið minnka. Höfundur Ijóðabókarinnar, Jón Stefánsson. „Með byssu- leyfi á eilífðina“ Út er komin Ijóöabókin „með byssuleyfi á eilíföina" eftir Jón Stefánsson. Er þetta fyrsta Ijóðabók höfundar, en hann hefur áður birt Ijóð í blöðum og timaritum. Bókin er 44 blaðsíður og inniheldur 33 Ijóð. Höfundur er útgefandi en setningu, prentun og bókband annaðist Prentstofa G. Benedikts- i sonar. Verðlaun upp á 200.000 krónur í tilefni af 90 ára afmæli Æskunnar efnir Stórstúka íslands til skáldsagnakeppni. Verðlaun verða kr. 200.000 að viðbættum venjulegum rit- launum. Handritum skal skila á skrifstofu Stórstúku ís- lands, Eiriksgötu 5, 101 Reykjavík, merktum dulnefni, fyrir 1. júni næstkomandi. Askilin er réttur tii að taka hvaða handriti sem er, eða hafna öllum, ef dómnefnd telur ekkert handrit verð- launahæft. Norræn bókbandslist í Norræna húsinu Norræna bókbandskeppn- in 1987 er bakgrunnurinn að sýningunni í bókasafni Norræna hússins 9.-10. apríl 1988. Þetta er í ellefta skipti sem þessi keppni fer fram á Norð- urlöndunum, en i fyrsta skipti sem íslendingar taka þátt i henni. Bækurnar hafa verið til sýnis í höfuðborgum Norðurlandanna að undan- förnu og er Reykjavík síðasti áfangastaðurinn. Sýndar eru 66 bækur sem skiptast í 4 flokka, sem eru alskinn, skinn á kjöl og horn, pappírsband og shirtings- band. Auk þess 10 sett af hliðarpappír. Dómnefndin er skipuð einum dómara frá hverju Norðurlandanna, nema ís- landi, og einum grafískum hönnuði. Markmiðið með þessari keppni er að hvetja handbók- bindara til listrænnar sköp- unar og vekja þannig athygli á handverki bókbindara, einnig sem listgreinar, en með þvi móti er ef til vill von til þess að handverkið lifi af i hinum tæknivædda prent- iðnaöi. „Norræn bókbandslist'1 er haldin á vegum Félags bóka- gerðarmanna (FBM) i sam- vinnu við Norræna húsið. Samhliða þessari norrænu sýningu fer fram sýning í anddyri Norræna hússins á íslenskum bókum sem bóka- útgefendur hafa sjálfir valið til sýningar með tilliti til út- lits og hönnunar, sérstaklega bókbandsins. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir best unnu bækurnar. Jafnframt verða sýndir ýmsir merkir prentgripir svo sem Guðbrandsbiblía i ýms- um útgáfum og bókbandi og sitthvað fleira. Þemadagur í tréiðnaði Nýsköpun og sjálfvirkni í húsgagna- og innréttinga- iðnaði er viðfangsefni þema- dags Iðntæknistofnunar í tré- iðnaði, sem haldinn verður fimmtudaginn 7. april i Borg- artúni 6 og hefst kl. 13.00 Á þemadeginum segir Guðni Jonsson, Stálhús- gagnagerð Steinars hf. frá vöruþróun í fyrirtækinu og fjallar um markaðsmál og frekan samvinnu á vettvangi Form ísland. Ari Arnalds, Verk- og kerfisfræðistofunni, sem hannaði tölvustýringar hjá Tré-X, Keflavik og Eiríkur Þorsteinsson, Iðntæknistofn- un, fjalla um reynslu af tölvu- stýringum og framtiðarmögu- leika og Hallgrimur Guð- mundsson kennari fjallar um fagnám fyrir ófaglærða, hvernig það verður flutt inn í fyrirtækin. Þemadeginum lýkur með heimsókn til Krist- jáns Siggeirssonar hf. þar sem gestir skoða húsgagna- verksmiðjuna. Þemadagurinn er opinn öllu áhugafólki um þessi efni. m VINNUSKÓLI W REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkurauglýsireftir leiðbeinendum til starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími er frá 1. júní til 1. ágúst n.k. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verk- stjórn og þekkingu á gróóursetningu, jarðrækt o.fl. störfum. Til greina koma V2 dags störf. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, sími 623340. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Vinnuskóli Reykjavíkur. Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Þaö ert rfeí sem situr undir stýri. IUMFERÐAR 'RÁÐ ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða ökum af skynsemi! UMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.