Alþýðublaðið - 14.04.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 14.04.1988, Page 6
6 Fimmtudagur 14. apríl 1988 SMÁFRÉTTIR Hildur Hálfdánardóttir (t.h.) af- hendir fyrir hönd Soroptimista Önnu Þruði Þorkelsdóttur (t.v.) formanni stjórnar RK-hússins ágóðann af fjáröflun. Soroptimista- samtökin styrkja Rauða- krosshúsið Sunnudaginn 20. mars sl. héldu Soroptimistasamtökin fjölskylduskemmtun á Broad- way til styrktar starfsemi RK- hússins aö Tjarnargötu 35, en það er neyðarathvarf fyrir börn og unglinga. Á skemmtuninni komu fram góðir skemmtikraftar og sýningarfólk sem allt tengd- ist samtökunum á einhvern hátt. Má þar nefna ein- söngvarakvartett, Valgeir Guðjónsson söngvara og lagasmið, jassballetstúlkur og tískusýningu sem félags- konur önnuðust af glæsi- brag. Skemmtunin var öll hin glæsilegasta, vel skipulögð og vel sótt af gestum. Allt meðlæti var heimabakað og voru hlaðborðin sérlega glæsileg. Mánudaginn 29. mars 1988 afhentu Soroptimistaklúbb- arnir síðan ágóðann af skemmtuninni kr. 251.000 for- manni stjórnar RK-hússins sem þakkar hér fyrir. Kópavogsbær veitir ferða- styrk á Norrænt kvennaþing Jafnréttisnefnd Kópavogs vill minna á að nú eru tæpir 4 mánuðir þar til Norræna kvennaþingið í Osló hefst, en það fer fram dagana 30. júll til 7. ágúst, á háskólasvæð- inu í Blindern. Norræna kvennaþingið er öllum opið. Þar verður dregin fram mynd af lífi og starfi kvenna á Norðurlöndum og fjallað um allt sem þeim við- kemur. í Osló verða konur frá öllum Noröurlöndum með fyrirlestra, ýmiss konar sýn- ingar, tónlist og alls konar upþákomur. Þá verður einnig fjallað sérstaklega um friðar- mál og kjör kvenna á vinnu- markaði. Ætla Islenskar konur sér virkan og stóran þátt I þinginu. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að veita farar- styrk til þeirra kvenna i Kópa- vogi sem hyggjast fara á þingið og hafa ekki aðgang að styrkjum annars staðar frá. Umsóknir um fararstyrk þurfa að berast Skólaskrif- stofu Kópavogs, merktar Jafnréttisnefnd fyrir 1. maí. Ennfremur bendum við kon- um á ferðasjóð Norræna kvennaþingsins en markmið- ið með sjóðnum er að styrkja þær konur sérstaklega sem hvergi fá styrk annars staðar frá. Fyrir 15. apríl þurfa þær sem ætla á þingið í leigu- flugi og/eða vilja láta útvega sér gistiaðstöðu að láta vita. Þess má geta að fargjaldi er mjög stillt i hóf eða kr. 11.500. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Fram- kvæmdanefnd Norræns kvennaþings sem hefur að- setur hjá Jafnréttisráði, Laugavegi 118d, 105 Reykja- vik. Síminn þar er 91-27877/ 27420 og hikið ekki við að leita ykkur frekari upplýs- inga. Um stofnút- sæði og annað kartöfluútsæði Nú fer í hönd sá tími þegar kartöfluræktendur kaupa sér útsæði til niðursetningar í vor. Með reglugerð landbún- aðarráðuneytisins nr. 66/1987 um kartöfluútsæði var því komið á, að einungis þeir framleiðendur sem hafa til þess sérstakt leyfi, mega af- henda útsæði til almennrar sölu og dreifingar. Markmiðið með þessum hömlum er einkum að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdóms- ins hringrots og meindýrsins kartöfluhnúðorms, en þessir skaðvaldar eru veruleg ógnun við kartöfluræktun í landinu. Slík útsæðisleyfi hafa nú um 60 framleiðendur. Undanfarin 40 ár hefur far- ið fram svokölluð stofnrækt- un á kartöfluútsæði. Mark- miðiö með henni er að fá fram afkasameiri og heil- brigðari stofna af mikil- vægustu afbrigðunum. Fag- leg yfirstjórn á stofnræktinni er nú í höndum þriggja manna „Útsæðisnefndar", sem starfar á vegum land- búnaðarráðuneytisins. Rann- sóknastofnun landbúnaðar- ins hefur eftirlit með heil- brigði stofnútsæðis. Unnið er að því að draga úr tíðni hinna ýmsu sjúkdóma og mjög ná- kvæm prófun gerö til að úti- loka að hringrotssmit geti borist með stofnútsæði. Far- in er eftirlitsferð um stofn- ræktargarða siðla sumars og útsæðið er einnig skoðað í geymslum framleiðenda í marsmánuði. Nú eru um 14 sérhæfðir útsæðisframleið- endur í stofnræktinni og eru þeir allir við Eyjafjörö. Heitið „stofnútsæði“ máeinungis nota yfir útsæði af afbrigð- unum: Bintje, Gullauga, Helgu og Rauðum íslensk- um, sem framleitt er í stofn- ræktun hjá þessum útsæðis- framleiðendum. Það á að koma fram á merkimiðanum að um stofnútsæði sé að ræða. Sú grundvallarregla gildir að þar sem hringrot eða kart- öfluhnúðormur hefur fundist eða sé rökstuddur grunur um þessa skaðvalda, er óheimilt að afhenda öðrum ræktanda útsæði þaðan. Sé slíkur grunur ekki fyrir hendi, eru bein útsæðisviðskipti milli ræktenda heimil án sérstaks leyfis og þá á þeirra eigin ábyrgð. Eitthvað hefur borið á því að ræktendur án útsæðis- leyfis auglýsi í staðarblöðum útsæði í heimasölu. Vara verður við slíkum útsæðis- kaupum. Ekki er hægt að meta gæði útsæðis eftir útliti einu saman. Ekki sést á kartöfl- unum hvort þær bera smit alvarlegra sjúkdóma. Alls ekki skal setja niður að- keyptar matarkartöflur heldur eingöngu kartöflur sem seldar eru sem útsæði. Það útsæði sem völ verður á hjá dreifingaraðilum er því tvenns konar, annars vegar stofnútsæði og hins vegar annað útsæði. Á höfuð- borgarsvæðinu verður stofn- útsæði fáanlegt hjá: Ágæti, Siðumúla 34; Blómavali, Sig- túni; Mata, Sundagörðum 10 og Sölufélagi garðyrkju- manna, Skógarhlíð 6. Dreif- ingaraðilar og stærri fram- leiðendur geta snúið sér til Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar á Akureyri með pantanir í stofnútsæði. Tölvudagar í Félagsmála- skólanum 25. apríl - 4. maí. Menningar og fræðslu- samband alþýðu býður fé- lagsmönnum aðildarfélaga Alþýöusambandsins að sækja svokallaða tölvudaga ( Ölfusborgum 25. aprfl - 4. mai n.k. Tölvudagar eru nýr þáttur i starfi Félagsmálaskólans i Ölfusborgum, en á undan- förnum árum hefur MFA hald- ið ýmis sérnámskeið í Ölfus- borgum auk hins almenna náms í Félagsmálaskóla al- þýðu. Námskeiðið Tölvudagarnir skiptist í þrjá námsþætti, sem hver um sig stendur í þrjá daga. Á fyrsta hluta nám- skeiðsins 25.-27. apríl verður fjallað um einkatölvur, M.S. Dos stýrikerfið og helstu jaðartæki þess. Ritvinnsla (Orðsnilld) og fjárhagsbók- hald verða einnig tekin fyrir í þessum hluta námskeiðsins. í öðrum þætti námskeiðs- ins 28.-30. apríl verður á ný rætt um einkatölvuna, en í framhaldi af því er umfjöllun um gagnagrunn (D.base 111+) og töflureikni (Visi- calc). Síðasti námsþátturinn er svo helgaður móðurtölvu líf- eyrissjóöanna að Suður- landsbraut 30 í Reykjavík. Námsefni er m.a. uppbygging og notkun félagsskrár, at- vinnuleysisbætur, reglur, rétt- indi og tölvuvinnsla, prentun og tölvupóstur. Nánari upplýsingar um tölvudaga eru veittar á skrif- stofu MFA í Reykjavík. Sunnlenskar konur and- mæla bjór 58. ársfundur Sambands sunnlenskra kvenna haldinn að Heimalandi, V-Eyjafjalla- hreppi dagana 19.-20. apríl 1986, skorar á háttvirt Alþingi að fella framkomið frumvarp um að leyfa bjórsölu í land- inu. Fundurinn óttast þær af- leiðingar sem þetta frumvarp hefur, ef samþykkt verður. Það skal tekið fram að árs- fund S.S.K. sitja fulltruar frá öllum kvenfélögum úr Árnes- og Rangárvallasýslu og ríkti algjör samstaða um áskorun þessa. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina í Ólafsvík. 2. Staöa hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Egilsstöðum. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina á Þingeyri. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina á Þórshöfn. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina í Hafnarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð- ina í Kópavogi. 9. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöð Eskifjarðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið 14. apríl 1988. KRATAKOMPAN SUJ í líkamsrœkt Hittumst í sturtunni í Engihjalla! Ungkratar eru þeirrar skoðunar að heilbrigð sál þrífist best í hraustum líkama. Þess vegna hefur verið ákveðið að hittast reglulega í Æfingamiöstöðinni í Engihjalla, klukkan 12 á laugardögum. (í sama húsi og Kaupgarður). Bjarni P. Magnússon, borgarfull- trúi, verður sérstakur heiðursgarpur á fyrstu æfingunni á laugardaginn kemur. Siðar er ráðgert að bjóða Bryndisi Schram, en ekki fyrr en SUJ-félagar verða komnir í betra form. Alþýöuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aðalfundur og bæjarmálaráðsfundur verður haldinn að Goðatúni 2, Garðabæ mánudaginn 18. apríl kl. 20.30. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.