Alþýðublaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. apríl 1988
3
FRÉTTIR
Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja:
STRÍÐSflSTAND í EYJUM
„Frjálshyggjuliðið hjá Vinnuveitendum semur aldrei, “ segir Jón, „það setur heldur heilu
byggðarlögin á hausinn. “
t
„Það er eiginlega striðs-
ástand hérna eins og er. Yfir-
vinnubannið er þungt á at-
vinnurekendum og þaö er
ekkert víst að við þurfum aö
gera meira, en það kann auð-
vitað að vera að þeir séu að
manna sig upp í mótaðgerð-
ir,“ sagöi Jón Kjartans for-
maður Verkalýðsfélagsins í
Vestmannaeyjum í samtali
við Alþýðublaðið i gær. Jón
segir ennfremur að „frjáls-
hyggjuliðið“ hjá vinnuveit-
endum semji aldrei. Það setji
heldur heilu byggðarlögin á
hausinn.
Á sameiginlegum fundi á
miðvikudagskvöld felldu
Snót og Verkalýðsfélagið til-
boð vinnuveitenda um Akur-
eyrarsamning. Samskonar til-
boð var hins vegar samþykkt
á Akranesi. í Eyjum héldu fé-
lögin sameiginlegan fund og
greidd voru 105 atkvæði með
samningnum en 150 á móti.
Deila félaganna í Eyjum og
vinnuveitenda er á borði
sáttasemjara, en í gær hafði
ekki verið boðaö til fundar.
Reiknað er með að félögin
fjalli um stöðuna á fundum
stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs I dag. Ekki var Ijóst í
gær hvaða vinnubrögð yrðu
af hálfu vinnuveitenda.
„Þórarinn V. þenurtálknin
alltaf í hvert skipti sem þetta
láglaunafólk þrýstir á um
hærri samninga. Viðkvæðið
er: Verðbólga, verðbólga og
aftur veröbólga, — en svo
eru þeirra menn fremstir í
þessu launaskriði. Síðan
þurfa menn að grátbiðja fólk
um að skrifa undir samninga
frá þeim. Maður er orðinn
leiður á því að skrifa undir
samninga sem fólk vill ekki
líta við.“
Jón Kjartansson sagði
ennfremur að Þórarinn yrði
að fara spila einhverja aðra
plötu. „Fyrir þessa hörðu af-
stöðu Vinnuveitendasam-
bandsins er að myndast hálf-
gert stríðsástand í landinu.
Ef þessi ríkisstjórn ætlar að
standa undir nafni, þá veröur
hún að gjöra svo vel að griþa
einhversstaðar inn í þessa
hringavitleysu. Því þetta
frjálshyggjulið hjá Vinnu-
veitendasambandinu semur
aldrei, það semur aldrei. Það
setur heldur heilu byggðar-
lögin á hausinn."
SKELJUNGUR
SÆKIR UM
LÓÐ
Olíufélagið Skeljungur h.f.
hefur lagt fram umsókn fyrir
borgarráö um lóö undir
bensínstöö sem fyrirtækiö
hyggst reisa í Grafarvogi.
Samkvæmt skipulagi á
svæðinu er gert ráð fyrir nýrri
tengibraut frá Vesturlands-
vegi, austan við Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins, að
ibúðarhverfinu og hefur
Skeljungur augastað á lóð
þar á milli fyrir litla hverfis-
stöð. Fyrir er í Grafarvogi ein
bensínsala Olís við Gullin-
brú.
UPPSKERU-
HÁTÍÐ í
HANDBOLTA
Það er gamall og góður siður
að gleðjast að unnum sigri. í
kvöld ætia handboltamenn
og -konur að halda uppskeru-
hátið að lokinni einhverri
eftirminnilegustu vertíð í
handknattleikssögunni. 1.
deildar lið karla og kvenna
standa að hátíðinni, sem
hefst kl. 19 í kvöld í veitinga-
húsinu Broadway í austurbæ
Reykjavíkur.
Verðlaun verða veitt þeim
sprækustu af báðum kynjum,
bestu dómarar verða valdir
og brugðið á leik fram eftir
kvöldi. Þegar síðast fréttist
höfðu hálft þúsund miða
selst og komast áreiðanlega
færri að en vilja, því miöur.
Að lokinni verðlaunaafhend-
ingu verða miðar seldir á
dansinn, en miðasala á fyrri
hluta hátíðarinnar eru aðeins
seldir 1. deildarfólki og fá-
einum gestum.
VIÐSKIPTARÁÐHERRA í KRATAKAFFI
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra mætti í Kratakaffi í fyrrakvöld i Félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu og ræddi um efnahagsmálin,
bankana, viðskiptamálin og horfur í pólitíkinni. Mikið var spurt og spjallað um skiptst á skoðunum. Kratakaffið er ávallt heitt á hverju miðvikudags-
kvöldi í Félagsmiðstööinni á Hverfisgötunni. A-Mynd/G.T.K.
Skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna af Húsnœðisstofnun:
ÆTTU AÐ KAUPA FYRIR 6.1
MILLJARD í ÁR
I svari félagsmálaráðherra,
Jóhönnu Sigurðardóttur, viö
fyrirspurn Alexanders Stef-
ánssonar um skuldabréfa-
SIGRÍÐUR BERGLIND RAÐUNEYTISSTJORI
Forseti Islands hefur i dag
samkvæmt tillögu félags-
málaráðherra skipað Sigríði
Berglindi Ásgeirsdóttur
sendiráðunaut, til að vera
ráðuneytisstjóri í félagsmála-
ráðuneytinu frá 1. september
1988 að telja.
Umsóknarfrestur um em-
bætti ráðuneytisstjóra í
félagsmálaráðuneytinu rann
út 25. mars s.l. Umsækjendur
voru níu. Einn þeirra óskaði
nafnleyndar, en hinir eru
þessir: Dögg Pálsdóttir, deild-
arstjóri, Hólmfriður Snæ-
björnsdóttir, deildarstjóri,
Húnbogi Þorsteinsson, skrif-
stofustjóri, Ingimar Sigurðs-
son, deildarstjóri, Jón Ingi-
marsson, skrifstofustjóri, Sig-
ríður Berglind Ásgeirsdóttir,
sendiráðunautur, Sigríður
Ingvarsdóttir, héraðsdómari
og Þórhildur Líndal, deildar-
stjóri.
Sigríður Berglind Ásgeirs-
dóttir er fædd 15. janúar
1955. Útskrifaðist úr laga-
deild Háskóla íslands 1978
og hlaut Master of Arts
gráðu í alþjóðasamskiptum
frá háskólanum í Boston
1985. Hún fékk leyfi til mál-
flutnings fyrir héraðsdómi
1986. Hinn 1. janúar 1979 var
hún ráðin fulltrúi í utanríkis-
ráðuneytinu, síðan sendiráðs-
ritari í Bonn 1981-1984 og
sendiráðunautur í Stokk-
hólmi frá 1984.
kaup lifeyrissjóða sem dreift
hefur verið á Alþingi, kemur
fram að Seðlabankinn áætlai
að ráðstöfunarfé lífeyris-
sjóðanna á þessu ári sé 11.1
milljarður króna og því ættu
skuldabréfakaup sjóðanna af
Húsnæðisstofnun á árinu að
nema um 6.1 milljarða króna
ef þeir kaupa fyrir 55% af
ráðstöfunarfé sinu eins og
lög gera ráð fyrir.
Miöað við áætlanir Seðla-
bankans um ráðstöfunarfé
sjóðanna fyrir árin 1989 og
’90 ættu lífeyrissjóðirnir að
kaupa skuldabréf af Húsnæð-
isstofnun fyrir um 7.4
milljarða árið 1989 og um 8.6
milljarða 1990.
Kemur fram í svari ráðherra
að erfitt reynist að afla upp-
lýsinga hjá sjóðnum sjálfum
um raunverulegt ráðstöfunar-
fé þeirra og hvernig kaupum
verði hagað. Meirihluti lífeyr-
issjóðanna hafa gert samn-
inga um skuldabréfakaup í ár
og á næstu tveimur árum.
Segir í svarinu að þeir sjóðir
sem keyptu skuldabréf fyrir
lægra hlutfall af ráðstöfunar-
fé sínu en þeir sömdu um,
verði að leiðrétta það á
þessu ári. Nú vantar 394
milljónir uppá að sjóðirnir
standi við skuldbindingar
sinar fyrir síðasta ár.