Alþýðublaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 1
 STOFNAÐ 1919 Föstudagur 15. apríl 1988 L 70. tbl. 69. árg Halldór Asgrímsson um óstjórnina í ferskfiskútflutningi: MIKIÐ ÁBYRGÐARLEYSI SUMRA ÚTVEGSMANNA Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, segir að hluti útvegsmanna hafi sýnt mikið ábyrgðarleysi við fersk- fiskútflutning að undanförnu. „Þeir hafa enga ástæðu til þess að verða hissa þegar þeir fá lagt verð. Þeir geta í mörgum tilfellum gefið sér það sjálfir fyrirfram. Það er allt að því að hvarfli að manni, að sumir aðilar vilji frekar selja fiskinn á lægra verði erlendis heldur en flytja hann á milli staða hér innan- lands,“ sagði Halldór í sam- tafi við Alþýðublaðið í gær. Halldór sagðist lengi hafa verið óánægður með skipan mála. Það væri hins vegar þeir sem stunduðu útflutn- ingana sem bæru mestu ábyrgðina. „Þeir hika ekki við að senda fisk út á þennan markað jafnvel þó að þeir viti að þeir fái lágt verð. Síðan er hátt verð á þessum mörkuð- um oft notað til þess að knýja á um hærra fiskverð til fiskverkunar innanlands. Þar af leiðandi eru þeir sem fisk- inn kaupa hér á landi ekki jafn reiðubúnir til þess að taka þátt i því, að ábyrgðinni sé alveg varpað yfir á stjórn- völd.“ í bókun númerö um frí- versiunarsamning íslands og - EB, er kveðið á um að við innflutning til rikja banda- lagsins á kældum eða frystu karfa, þorski, ufsa og ýsu skuli gilda það viðmiðunar- verð sem EB ákveði. í krafti þessa ákvæðis bannaði utan- rikisráðuneytið útflutning á Þýskalandsmarkað dagana 18. mars til 11. apríl s.l., vegna þess að séö var fyrir að verð félli niður fyrir gild- andi verð EB. Ákvörðun utan- ríkisráðuneytisins var tekin eftir að ósk þess efnis hafði komið fram á fundi sjávarút- vegsráðherra og hagsmuna- aðila. Það gerðist hins vegar á svipuðum tíma aö flutt var taumlaust út á Bretlands- markað með þeim afleiðing- um að verð féll. Á sama tíma var mikill hráefnisskortur á ákveðnum svæðum innan- lands. „Það hefur verið farið út í öfgar og sýnt að ákveöinn hluti útvegsmanna starfar af miklu ábyrgðarleysi." Halldór sagði að menn hefðu viljað grípa fram fyrir hendurnar á þessum mönnum og raunar væru stjórnvöld skuldbundin því að reyna að koma í veg fyrir að farið yrði niður fyrir lágmarksverð sem gilti innan EB. Halldór benti á að þessi flötur hefði komið upp varð- andi Þýskalandsmarkað og sagðist alveg eins eiga von á að eitthvað svipað gerðist varðandi Bretlandsmarkað- inn. „En auðvitað vilja menn helst að viðkomandi aðilar hafi stjórn áeigin málum.“ „Miðað við það hversu þetta mál hefur verið heitt er ekki nema viðeigandi að ég sé heitari en aðrir sem hér eru staddir," sagði Daviö Oddsson borgarstjóri sem kvaðst hafa stigið upp úr veikindum til aö reka fyrstu skóflustunguna að framvkæmdum viö byggingu ráðhússins viö Tjörnina. Nokkur hópur manna kom saman við Tjarnarendann kl. 16 i gær þegar borgarstjóri stakk í grunn ráðhússins. Nokkur stemmning rikti yfirathöfn- inni, jarðarfararmars hljómaði úr nálægum hátalara og hávær sprengin kvað við i nánd við greftrunarstaðinn. Samtökin Tjörnin lifi lýstu þvi þegar yfir að þau bæru enga ábyrgð á þessum hvelli og lögreglan telur að hér hafi aðeins pústkerfi i bifreið átt hlut að máli. Viðstöddum varð þó æriö bylt við. Ljósm. Jim Smart. Dagsbrún: ÞRÝSTIR Á UM KAUPLEIGU Skorar á Alþingi að samþykkja frumvarpið á þessu þingi. Á aöalfundi Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, sem haldinn var í fyrradag, var að tillögu stjórnar samhljóða samþykkt að fagna fram- komnu frumvarpi á Alþingi um kaupleiguíbúðir, og skor- að á Alþingi að sjá til þess að frumvarpiö verði að lögum á þessu þingi, svo hefjast megi handa um byggingu kaupleiguíbúða. „Dagsbrún tekur þessa af- stöðu vegna þess að við teljum að með þessu fyrir- komulagi sé verið að ganga til móts við þá sem verstu aðstöðuna hafa og reyna nýjar leiðir I þessum málum. Ef það eru ekki verkalýðsfé- lögin sem eiga að stuðla að þessu, þá veit ég ekki hverjir eiga að gera það,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Guðmundur segir að málið verði einnig tekið upp á vett- vangi Verkamannasambands- ins, á stjórnarfundi þess i dag. I ályktun Dagsbrúnarer lýst yfir áhyggjum vegna hús- næðisvanda fólks hér á landi i dag. „ Margt fólk er ofurselt himinháum húsaleigugreiðsl- um með hárri útborgun og ótryggu húsnæði, og þeir hópar sem eitt sinn lenda í vítahring húsaleigumarkaðar eiga sífellt erfiðara með að komast þaðan út. Þörfinni fyrir öruggt og ódýrt leigu- húsnæði hefur aldrei verið sinnt, og uppsprengt verð á ibúðarhúsnæði, með hærri útborgunarhlutfalli en annars staðar þekkist, er sá veruleiki sem blasirvið launafólki i dag.“ Þá segir í ályktuninni að skortur á leiguhúsnæði hamli atvinnuuppbyggingu margra sjávarplássa úti á lands- byggðinni með ófyrirsjáan- legum afleiðingum fyrir þjóð- félagiö. Aðalfundurinn fagnar því framkomnu frumvarpi og skorar á Alþingi að sjá til þess að frumvarpið um kaup- leiguíbúðir verði að lögum á þessu þingi, svo hefjast megi handa um uppbyggingu kaupleiguíbúða. Guðmundur sagði að ekki ætti að þola mönnum að vera með skæting i þessu máli, án þess að ræða það á skyn- samlegum nótum. „Þetta er dýpra mál en það. Húsnæðis- vandinn er i ótrúlega mörg- um tilfellum orsök óhamingju hjá fólki. Þetta mál snertir því almennu verkalýðsfélögin öðrum fremur. Það eru fyrst og fremst félagsmenn þeirra, sem eigavið harðan kost að búa. Síðan eiga aðilar úti á landsbyggðinni að veita þessu öflugan stuðning til þess að styrkja stoðir at- vinnulífs í byggðarlögunum," sagði Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dags- brúnar og Verkamannasam- bandsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.