Alþýðublaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.04.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. apríl 1988 5 FRETTASKYRING Haukur Holm skrifar SVIPTINGAR HJÁ Það verður ekki bara afgreiðslufólk sem fer í verkfall, ef ekki semst fyrir nœsta föstudag, því fjölmargar stéttir starfa innan VR. Allsherjarverkfall hefur verið boðað hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur eftir viku. Tvívegis hefur samn- ingatilboð verið fellt, en það er þó ekki talið benda til van- trausts á stjórn félagsins. Erfitt verður þó fyrir hana að koma með þriðja tilboðið, því það liti ekki vel út ef það yrði fellt líka. Staða vinnuveitenda er líka erfið, því ef þeir gefa eftir við verslunarfólk, flæddi yfir þá skriða annarra félaga sem vildu fá meira i sinn hlut. Eins og kunnugt er hafa fé- lög verslunarmanna viða um land verið að greiða atkvæði um kjarasamning. Allflest þeirra hafa fellt hann, en einna mesta athygli vekur að stærsta félagið, Verslunar- mannafélag Reykjavíkur er nú á skömmum tíma búið að fella tvö samningstilboð. Sér- staða VR er nokkur. Til að byrja með var félagið samtök launþegaog atvinnurekenda, en um eða upp úr 1950 varð félagið að launþegasamtök- um. Það hefur þróast mjög.í félagslega átt og er öflugt, enda hefur það yfir digrum sjóðum að ráða. Einnig felst sérstaðan í því að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur löngum átt sterk ítök í félaginu. Það að samningstilboð skuli vera fellt í tvígang, er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir, að tiltölulega óvenju- legt er að samningar séu felldir í félaginu, miðað við mörg önnur verkalýðsfélög. Fyrirkomulag atkvæða- greiðslunnar var með nokkuð öðrum hætti en venjulega, þ.e. á nokkrum vinnustöðum auk skrifstofu VR, í stað stórs opins félagsfundar þar sem fjallað er um samning- inn og slðan greidd um hann atkvæði. Um 2500 manns greiddu atkvæði um þetta samningstilboð, sem er um fjórðungur félgsmanna VR, og er það mikil þátttaka, þvl oft eru það aðeins 100 til 200 manns sem mæta og taka af- stöðu. Má gjarnan álykta að þessi aukna virkni félgas- manna sé að einhverju leyti fólgin í hinu breytta fyrir- komulagi. Laugardagslokunin of- metin eða óánœgja með forystuna? Mikil áhersla hefur verið lögð á að stytta opnunartfma verslana og að þær yrðu lok- aðar á laugardögum í sumar. Eftir það tilboö sagði Magnús L. Sveinsson for- maður VR að fólk hafi ekki treyst því að þetta næði fram að ganga og því fellt. Jón Ás- bergsson forstóri Hagkaups sagði hins vegar í samtali við Alþýðublaðiö 8. aprll s.l. að kynningu á þessu ákvæði hafi verið mjög ábótavant hjá VR. í tilboðinu sem fellt var í fyrradag hafði hins vegar náðst samkomulag um að verslanir yrðu lokaðar á laug- ardögum í sumar og unniö yrði að framtíðar fyrirkomu- lagi á opnunartíma verslana. Þá vaknar spurning hvort þessi þáttur samninganna hafi verið ofmetinn? „Já, vegna þess að launin voru þau sömu, launaliðurinn var svotil algjörlega óbreytt- ur,“ segir Birna Þórðardóttir i samtali við Alþýðublaðið. Magnús L. Sveinsson hefur sagt að hann telji það ekki vantraust áforystu félagsins að tilboðin skuli vera felld. Segir hann að þetta séu þó skilaboð til hennar um að gera betur. Aðspurð um hvort það sé ekki léleg forysta sem komi tvisvar með tilboð sem eru felld, segir Birna að svo megi segja, en á móti sé hægt aö spyrja hvers konar félag það sé sem velji sér svona forystu ár eftir ár. „Þetta er allavega í fyrsta skipti sem það gerist að það er sagt nei innan VR við ein- hverjum samningum eða öðru sem forysta félagsins kemur með.“ Aðilar sem Alþýðublaðið ræddi við innan verkalýðs- hreyfingarinnar töldu, líkt og Magnús L. Sveinsson, að fólk hafi fellt tilboðin vegna óánægju með sln laun og kjör. Launin séu á bilinu 30 til 40 þúsund krónur á mán- uði, og fólk sætti sig ekki við svona lág laun lengur. „Ég held að það sé fyrst og fremst það, að það eru stórir hópar innan VR sem eru á þessum beru töxtum, og samkvæmt þessum samning- um sem er búið að fella f tvf- gang er gert ráð fyrir launum á bilinu 35.200 og upp í 45.000 krónur eftir tíu ár hjá sama atvinnurekanda og það er einfaldlega ekki hægt að lifa af þessum launum," segir Birna Þórðardóttir. Erfið staða Vinnuveitendur hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að hækka kaup enn frekar, enda gefi þeir eftir við verslunarmenn, megi þeir eiga von á að fá yfir sig skriðu af öðrum félögum sem fara fram á það sama. Enn er vinnudeilan í Vest- mannaeyjum óleyst. Segja þeir að frekari hækkanir leiði aðeins til aukinnar verðbölgu og þjóðarframleiðslan ráði ekki við meira. Kaupmáttur hafi aldrei verið meiri og þeir geiði hæsta kaup í heimi, en kröfur fólks um lifsgæði hafi hins vegar aukist, þannig að lengra sé milli launa og óska en áður. Verslunarmenn eru svo til einir á báti nú, þannig að staða þeirra er ekki of sterk, en þess ber þó að gæta að innan VR starfa margar stétt- ir og sumar þeirra geta beitt þrýstingi eins og t.d. félags- menn hjá Flugleiðum og víðar. Einnig er forystu VR settar skorður, þvf það væri i meira lagi neyðarlegt fyrir hana að leggja fram samn- ingatilboð í þriðja sinn sem yrði fellt. Verkfall? Allsherjarverkfall VR er boðað þann 22. apríl n.k. Ekki er gott að segja hversu reiðu- búið fólk er til að fara í harðarog kannski langvinnar aðgerðir, ýmsir eru á þeirri skoðun að langan tíma gæti tekið að vinna upp það tekju- tap sem af löngu verkfalli hlytist, en einnig sé kominn tfmi til að sýna atvinnurek- endum að full alvara sé að baki þeirra krafna sem settar eru fram. „Verkfall er undir atvinnurekendum komið, ef þeir ætla að vera svona stífir, og pumpa öllum sínum pen- ingum í að byggja verslunar- : hallir I stað þess að borga fólki almennileg laun, þá er ekkert annað að gera þvl miður. Það fer enginn af gamni slnu út í verkfall', segir Birna Þórðardóttir. Skiptar skoðanir eru um hvort til verkfalls kemur. Ýmsir eru trúaðir á að það sé óumflýjanlegt. Einn heimild- armaður Alþýðublaðsins innan verkalýðshreyfingarinn- ar taldi þó, með tilliti til íhaldsáhrifa innan félagsins, að vilji væri hjá mönnum að „settla“ málin. Taldi hann allar forsendur benda til þess að reynt yrði allt til að ná samninnum. Hugsanlegt væri að reynt yrði að komast að einhverju samkomulagi bak við tjöldin, því staðan væri slæm hjá báðum aðil- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.