Alþýðublaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 2
2
Þriójudagur 19. apríl 1988
nmniBimin
Útgefandi: Blaö hf.
Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Umsjónarmaður
helgasblaðs: Þorlákur Helgason
Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir, Omar
Friðriksson, og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Dreifingarsimi um helgar: 18490
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60
kr. um helgar.
Vinsældalisti
stjórnmálanna
Pólitiskar vinsældir viröast ekki vera í neinu hlutfalli viö
skynsemi eöaheilindi þeirrarstefnu sem stjórnmálaflokk-
arflytjaeöaframkvæma. Skoðanakannanir hafasýnt ótrú-
lega miklar og tíðar sveiflur á fylgi stjórnmálaflokka. Og
þaö er engu líkara en aö dagdraumar og óskhyggja ráöi
feróinni fremur en jaröbundin rökhyggja, þegar almenn-
ingur kýs flokk í skoöanakönnun. Þaö hefur sýnt sig aö
auglýsingamennska og lýðskrum á mun greiöari leiö aö
hjörtum kjósenda en pólitísk stefnumótun eöa efndir
kosningaloforöa. Þaó er til aö mynda athyglisvert aö þeir
flokkar sem mest hafa gert út á gagnrýni og tilfinningar,
hafa náö mun betri árangri en þeir flokkar sem hafa
stöðugleika og stefnufestu aö leiðarljósi. Fyrir síöustu
kosningar til Alþingis tók til dæmis Framsóknarflokkur-
inn stórstökk áfáum vikum fyrir kosningar, frá lágum fylg-
istölum í skoðanakönnunum til góðra kosningaúrslita.
Ástæóan fyrir snöggum árangri var rándýr og umfangs-
mikil auglýsingabrella, þar sem engin stefnumótun var
lögö til grundvallar, en lögð áhersla á að lemja einföldum
frösum eins og „klettinum í hafinu" inn í hausinn á fólki.
í núverandi stjórnarsamstarfi hefur Alþýöuflokkurinn tek-
iö stjórnarsáttmálann og ábyrgö ríkisstjórnarinnar af
mestri alvöru. Alþýðuflokkurinn bjóst ekki viö miklum
hrósyróum eöa húrrahópum fyrir aö takast á viö alvarleg-
an efnahagsvanda sem samstarfsaðilarnir, Framsóknar-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skildu viö eftir eitt
mesta góðæri íslenska lýðveldisins. Alþýöuflokkurinn
sýndi festu, viljaog mikla ábyrgð viö að skila hallalausum
fjárlögum; viö aö taka ríkisfjármálin föstum tökum og
gjörbylta tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs. Enda upþskar
Alþýöuflokkurinn aöeins pólitískaróvinsældir um tímaog
dalandi fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. En Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur einnig glataö fylgi en kannski á
öörum forsendum, en Framsóknarflokknum hefur tekist
aó halda nokkurn veginn fylgi sinu. Þaö hefur flokkurinn
gert meö því aö sitja hjá í ríkisstjórnarsamstarfinu og
fleyta rjómann af vinsælum málum ríkisstjórnarinnar en
víkja frá í þeim málum sem ekki eru líkleg aö skapa ríkis-
stjórninni vinsældir. Annaö dæmi: Kvennalistinn hefur
vaxið jafnt og þétt í skoðanakönnunum, ekki síst síðan
ríkisstjórnin tók viö. Vinsældir flokksins viröast einkum
byggjast á tilfinningaríkri gagnrýni á ríkisstjórnina í staö
málefnalegra og ábyrgra hugmynda. Annar flokkur, Borg-
araflokkurinn, hlaut mikið fylgi viö síðustu alþingiskosn-
ingar sökum tilfinningasveiflu kjósenda sem vottaöi for-
manni flokksins samúð sína með þá meðhöndlum sem
hann hlaut hjá Sjálfstæðisflokknum. í dag er Borgara-
flokkurinn nær þurrkaöur út af hinu pólitíska korti.
Ástæðan: Borgaraflokkurinn erekki lengur í sviösljósinu
og hefurekki átt inngöngu í fjölmiölasirkusinn.
Þaöerisjálfu séralvarlegt íhugunarefni þegarniðurstöð-
ur skoðanakannana sýna að lausafylgi stjórnmálaflokka
telur nú um helming allra kjósenda. Þaö þýðir aö fólk hall-
ar sér í minna mæli en áöur upp aó grundvallarstefnu.
Pólitísk hugmyndafræöi á meö öörum orðum ekki upp á
pallborð almennings í dag. Dægurflugur og einstök upp-
hlaup í fjölmiðlum viröast höfóameiratil kjósendaen hug-
myndafræöi. Pólitík er því aö veröa eins og hver önnur
markaðsvara. Stjórnmál, þjóöhagsleg velferð og ábyrgö,
svo og pólitísk ákvöröunartaka gengur nú kaupum og
sölu. Hinn pólitíski vinsældalisti sem skoðanakannanirn-
ar hafa skapaö, er farinn aö móta viöhorf og vinnubrögð
stjórnmálaflokkana í ríkum mæli. Þaö leiðir meðal annars
til þess aó hagsmunum þjóðarinnar er fórnaö fyrir stund-
arvinsældir. Þessi þróun er háskaleg.
BRÉF FRÁ LESENDUM
Af hverju er föngum
mismunað af
fullustunefnd?
Mig langar aö gera fyrir-
spurn til fullustunefndar
fanga, af hverju er gert upp á
milli fanga? Sumir fangar fá
náóun á helming og þeir eiga
kannski hvergi höföi sinu aö
halla þegar þeir koma út. En
aðrir fangar sem hafa staðið
sig mjög vel og verið öðrum
til fyrirmyndar inni i tangeisi,
fá neitun. Þó svo að þeir eigi
bæði fjölskyldu og heimili,
þegar þeir koma út. Og jafn-
vel bíður vinna eftir þeim
líka. Hvernig væri að það
væri tekið tillit til þess? Ég
held að það megi fara að
breyta hugarfarinu hjá þeim
sem eru í þessari nefnd eða
jafnvel stokka upp og setja í
hana yngri menn. Ég er að-
standandi eins af þeim föng-
um sem fengu synjun á
helming. Hans bíður fjöl-
skylda og mjög gott heimili.
Einnig bíður hans góð vinna.
Ég bara spyr, hvers eiga
þessir menn að gjalda og
fjölskyldurnar? Má ekki
hjálpa þeim sem vilja verða
nýtir þjóðfélagsþegnar á ný?
Ég óska eftir svari frá ykkur
sem fyrst hér á síðunni.
Ein reið
(3169-4140)
ÖNNURSJÓNA RMIÐ
TIMINN birti um helgina
athyglisverðar skoðanir konu
sem nú hefur yfirgefið
jaróneska vist. Hér er um að
ræða bersögul skriftarmál
Ólafar hinnar riku á Skarði
sem blaðið segir að séu á
mörkum að vera prenthæf
enn þann dag í dag. Og því
næst birtir málgagn Fram-
sóknarmanna skriftarmálin.
En grípum niður í skriftarmál
Ólafar Loftsdóttur hinnar ríku
á Skarði á Skarðsströnd eins
og þau koma fyrir í Tímanum
um helgina:
„Því að þótt ég viti að ein
en engin önnur sé réttleg
sambúö karls og konu aö
karlmaður á konukviði liggi,
með hverri aöferð að ég var
oftlega í nálægö míns bónda,
þá afneytti ég allt eins mörgu
sinni þeirrar aðferöar þannig
að stundum lágum viö á hlið-
ina bæði. Stundum svo aö ég
horfði undan en hann eftir,
fremjandi í hverri þessari
samkomu holdlega bliðu
með blóðsins afkasti og öll-
um þeim hræringum liða og
lima okkar beggja, sem ég
mátti og þá samtengjandi.
Þar meö blautlega kossa og
atvik oröanna og átekning
handanna og hneiging líkam-
ans í öllum greinum."
Og áfram:
„Einkanlega hefi ég mis-
gert eigi síður, minn kæri
faðir, að ég hef oftlega í blíð-
læti verið með aöra karl-
menn, það er aö skilja í koss-
um, faðmlögum, gleðilegum
orðum og léttlátum augna til-
renningum, i umspenningum
og nákvæmri líkamanna sam-
komum og í átekningum
handanna og margháttuðum
viðvikum þeim er full blíöa
mátti af gerast. Og þó aö
meö Guðs Drottins forsjá og
þeirri minni ástundan aö eigi
skyldi ég af þess háttar
manni saurgast, og þó að ég
hefði við sjálfa hórdómsins
framning og framkomu getn-
aðarlimanna frí verið, þá hefi
ég allt eins af fyrrsögðum
bliðskap ruglast með sjálfri
mér og það hefur losnað sem
ég átti að halda burt af
geymslu mins kviðar og í
óskaplegan staö komið. Og
hvílík synd mér er þetta, legg
ég hana upp undir miskunn-
ardóm Drottins míns og yöur
föðurlegt umdæmi í Guðs
nafni...“
Þetta er nokkuð svæsinn
lestur. Það er einna helst að
tengja þessi skriftarmál við
boðaðan miðstjórnarfund
Framsóknar um næstu helgi
og játningar þær sem ráð-
herrar flokksins og aðrir
forystumenn verða að hafa
uppi fyrir miðstjórnarmönn-
um.
NÝLEG frétt um að fyrir
dyrum séu breytingar á starf-
semi Fteykjaskóla i Hrútafirði,
varð gömlum nemenda skól-
ans, Árna Bergmann ritstjóra
tilefni til langra vangaveltna
um hlutverk og örlög héraðs-
skóla á íslandi. Umfjöllun
hans birtist í Þjóðviljanum
um slðustu helgi og var að *
mörgu leyti skemmtileg og
fróðleg. Grípum niður í texta
Árna þar sem hann fjallar um
eigin reynslu af skólalífinu í
Reykholtsskóla:
„Sá sem þetta skrifar kom
í hérðasskóla árið 1947, þaö
var í Reykholti. Sá timi var
enn blómaskeið héraðsskól-
anna að því leyti til, að að-
sókn var mikil og enginn ef-
aðist um framtíð þeirra. En
allt var hvunndagslegra orðið
náttúrlega en í þeim hátiða-
ræðum og sigursælum skóla-
skýrslum sem að ofan er
vitnað til. Héraösskólar voru
æ meira að líkjast þriggja
vetra gagnfræðaskólum hvar
sem væri á landinu, flestir
reyndu við landspróf til að
eiga aðgang að menntaskóla
ef vildi eða öðru framhalds-
námi. Þó hafði ýmisleg sér-
staða varðveist frá frumbýl-
ingsárunum. Hugsjónin um
samtvinnun bóknáms og
verkmenntunar lifði enn i því,
að meiri alvara var í handa-
vinnu og smiðum en í bæjar-
skólum: meira að segja klauf-
ar meö alltof marga fingur á
höndunum smiðuðu sér
koffort eða bókaskápa. Þaö
var sungið heilmikið og byrj-
Árni Bergmann tekur upp hansk-
ann fyrir Reykjaskóla i Hrútarfiröi
og aöra héraðsskóla.
að fvrir kennslu á morgnana:
Faðir andanna og Ó mig
gleöur sveit að sjá þig enn.
Iþróttalíf var feiknamikið meö
endalausum áskorunum milli
bekkja, landshluta og jafnvel
kynja í handbolta eða boð-
sundi: eitt sinn skoruöu
minnstu strákarnir á stærstu
stelpurnar í handbolta (við
unnum). Fyrirlesarar komu og
töluðu um siðgæöiö og eil-
ífðina. Þórir skólastjóri las
kvöldsögu."
Og áfram minnist Árni
gömlu skóladaganna:
„Menn læröu vitanlega
sína algebru, landafræði og
sögu. En náttúrlega lærðu
menn mest á því að vera í
heimavist; það áleitna náb.ýli
sem við vorum i þrjú til sex
saman í herbergi var blátt
áfram feiknaöflug lexía í
mannlegum samskiptum og
þá kannski ekki síst í því, hve
skemmtileg vináttan getur
verið og fjandskapurinn
þungbært erfiði. Við læröum
líka aö umgangast hitt kynið
eins og vonlegt var — ekki
barasta i vangadansi og
merkilegum faðmlögum út í
skoti, heldur og i jafnréttis-
vinnu viö nauðsynlegustu
heimilisstörf. Við deildum
með okkur jafnt, strákar og
stelpur, borðstofuvinnu,
skúringum og þvottum og
ekki síst höfðum við strákar
gott af þessu. Sá pjakkur
sem gat varla tínt bein úr
fiski þegar hann kom undan
verndarvæng móður sinnar á
hausti var farinn að stífa
skyrtur um voriö eins og fara
gerir.“
Kannski héraðsskólanna
hafi aldrei verið meira þörf en
nú?
Einn
me5
kaffinu
Einhverjir sjónvarpsáhorfendur muna sjálfsagt eftir
þætti Ómars Ragnarssonar, þar sem hann heimsótti
forneskjulegan einsetumann, er hélt til á eyðibýli í
Álftafiröi vestra ásamt heilli hjörö af hundum.
Á fundi sóknarnefnda og presta á Súðavík á síöasta
hausti sat séra Baldur í Valsfirði aö kaffidrykkju viö hliö
konu einnar, er spurði hann, hvort þaö væri ekki
áhyggjuefni, ef karlinn dæi þarna drottni sínum án þess
nokkur vissi. Séra Baldur svaraöi um hæl:
„Þá éta hundarnir hann bara og þá er hann líka
endanlega kominn í hundana."