Alþýðublaðið - 28.05.1988, Blaðsíða 7
330r ifiíTi 8S 'iup0b"í£0UGJ
Laugardagur 28. maí 1988
Ingibjörg lét draum rœtast og rekur hjúkrunarheimili fyrir aldraða
Það er friðurinn
sem fólk leitar að
Fyrir fjórum árum hófst
Ingibjörg handa. Myndarlegt
hús var byggt þar sem öllu
var fyrirkomið, en húsmóðirin
sjálf hafði ekkert afdrep. Nú
eru vistmenn ellefu konur, sú
elsta 92 ára og Ingibjörg búin
að reisa aukahús, sem á að
vera hennar. En oft er aðsókn
svo mikil að þar verður aö
koma heimilisfólki fyrir.
„Ég var ákaflega vel sett,“
segir Ingibjörg. „Við áttum
jörðina og þess vegna gat ég
látið drauminn rætast að
koma upp heimili eins og
mig hafði dreymt um.
Eg er sannfærð um að lítið
heimili eins og þetta er fram-
tíðin. Fólki finnst miklu eðli-
legra að búa á vistlegu heim-
ili en á stofnun.
Þörfin er mikil, og þess
vegna hefur það orðið þannig
að ég hef fyrst og fremst tek-
ið á móti fólki sem þarf á að-
hlynningu að halda. Það get-
ur ekki hugsað um sig sjálft.
Mikið eru einstæðingar, sem
geta ekki verið heima hjá
sér.“
Lœrðar og ólœrðar
vinni saman
„Ég skil vel að fólk sem
vinnur úti og er með gamal-
menni heima hjá sér, geti
ekki sinnt fólkinu í hjáverk-
um. Það er ekki hægt að
skilja það eftir heima.
Hvernig á kona sem kemur
heim úr vinnu að hugsa um
bæði börn og gamalmenni?
Það er óskaplegt álag.“
— Geta sjúkrastofnanirnar
ekki tekið við fólkinu? Eru
þær yfirfullar?
„Já, og þær sem eru ekki
yfirfullar, hafa ekki starfsfólk.
Það er ekki vel séð að nota
ólært starfsfólk, en það er þó
hægt að nota það í neyð. Mér
finnst það voðaleg vitleysa,
því að þessar stúlkur eru
alveg eins færar i starfinu og
hjúkrunarkonur. Ég sé ekki
ástæðu þess að ekki er hægt
að koma því heim og saman
að báðir hóparnir, lærðir og
ólærðir séu í starfi.“
Friðurinn sem fólk
leitar að
„Ég var búin að vera með
aila vega fólk á heimilinu
áður en ég setti þetta á lagg-
irnar.“
— Er þörfin jafn mikil og
þegar þú byrjaðir?
„Já, tvímælalaust."
— Hvaðan er það fólk sem
hingað kemur?
„Fyrst og fremst af sjúkra-
stofnunum í Reykjavík.
Mér fyndist eðlilegra að ég
tæki fólk úr héraðinu, en ég
verð að taka þær sem hafa
mesta þörf fyrir hjúkrun.
Ég varð t.d. að taka konu
sem var ein í sinni íbúð, og
ég vissi að hún yrði erfiður
sjúklingur. Þegar hún kom
var næringarskorturinn svo
mikill að ég varð að koma
henni á sjúkrahúsið á Sel-
fossi í viku. Hún varð að fá
næringu i æð til þess að
hressa sig við.
Þessi kona var alein í íbúð,
en kona kom til hennar með
mat — sem var ósnertur í
næsta skipti sem hún var
heimsótt."
— Þú rekur stórt heimili..
„Já, það má segja það.“
— Ertu sannfærð um að
þetta sé betra en stofnanir?
„Já, það er friðurinn sem
fólk leitar að, en finnur ekki á
stofnunum í skvaldrinu og
hávaðanum þar.
Við gerum allt sem við get-
um fyrir konurnar, en stund-
um hvarflar það að mér að
þær byndist mér of miklum
böndum. Ég held að ég megi
ekki fara frá.“
— Er eldra fólk hrætt við
að þurfa aö lenda á stofnun?
„Nei, það held ég ekki, en
þær sem hafa þurft að fara á
spítala héðan hafa spurt
mikið hvort þær megi ekki
koma aftur. Sumar hafa kom-
ið aftur en sumar farið alla
leiðina."
Dautt líf að ganga
með hendur í vösum
um götur
Reykjavíkur
— Finnst þér ekki að sam-
félagið eigi að sinna þessari
þörf í stað þess að stóla á að
til séu góðar konur eins og
þú?
„Það má kannski segja
það, en það þýðir ekkert fyrir
aðra að taka þetta að sér en
þá sem finna hjá sjálfum sér
að þeir séu tilbúnir að taka á
móti fólkinu. Það er ekki
hægt að fara út í þetta til
dæmis til þess að græða á
því. En enginn gerir það af
góðri samvisku með því
hugarfari.
Sem betur fer veit ég að
mikið er til af góðu fólki sem
vill og getur, en hefur ekki
tækifæri til þess að sinna
því. Ég gat vegna minna sér-
stæðna komið mínu áhuga-
máli í framkvæmd.
Ég segi það stundum að
bændur sem verða að flosna
upp af jörðunum og verða að
flytja buft, ættu að setja upp
stofnun í stað þess að flytja
búferlum.
Ef ég væri í þeirra sporum
vildi ég það heldur en að
þurfa að fleygja jörðinni frá
mér og fara að vinna í fiski
eða kexverksmiðju i Reykja-
vík. Mér finnst dautt Iff að
ganga með hendur í vösum
um göturnar f Reykjavfk og
fara kannski niður í frystihús
að vinna.
Það er gífurleg þörf fyrir
heimili fyrir börn, unglinga,
gamalmenni — já allar sortir.
Það er t.d. allt yfirfullt í
kvennaathvarfinu í Reykjavík,
og mikil þörf fyrir heimili
fyrir mæður sem þurfa að
hvilast með börnunum sínum
— ekki síður úti i sveit.
Ég er sannfærð um að það
væri skynsamlegra fyrir fólk
að reka svona heimili en að
yfirgefa verðlaus hús til þess
að flytja suður.“
„Ég erviss um aö fólkfæri aö hugsa sig um,ef það kynntist heimili eins
og þessu.“
Bergþóra Eggertsdóttir starfstúlka á heimilinu:
Eitt gott heimili handa öllum
Bergþóra Eggertsdótt-
ir er starfsstúlka á
Blesastöðum. Hún hef-
ur unnið á hálfan annan
áratug innan um gamalt
fólk, og finnst heimili
eins og hér til fyrir-
myndar.
„Það er ekki hægt að líkja
þessu við stofnanir. Vistfólk-
ið lítur á þetta sem sitt heim-
ili, allt er miklu persónulegra
með nánara sambandi milli
vistfólks og starfsfólks. í
rauninni erenginn munur, því
að þetta er eitt gott heimili
handa öllum.
Vonandi verður þetta í
framtíðinni hjá okkur að við
byggjum svona heimili. Það
verður miklu meiri færi-
bandavinna á stofnunum. Þar
er hugsað fyrir því að hlutirn-
ir gangi fyrir sig, rífa fólk
fram úr rúmi, þvo því og
koma því fyrir í stól. Hér er
ekki verið að hlýða klukkunni
í einu og öllu, heldur farið að
óskum og líðan fólksins
sjálfs. Fólk má vera hvar sem
er í einni stórri ibúð.
Það er ekki til í gömlu
konunum hér leiði, þeim líður
vel, og þær líta ekki á að þær
séu hér sem einhverjir þurfa-
lingar.
Eg er viss um að fólk færi
að hugsa sig um, ef það
kynntist heimili eins og
þessu — ekki síst myndu
aðstandendur skilja hvers
virði heimilið er. Sveitarfélög
skynjuðu kannski hversu vel
fer að leyfa fólki að vera á
heimaslóð i stað þess að
senda alla i bæinn. Það er
erfitt að rífa fólk upp með
rótum og flytja á stórt sjúkra-
hús i bæinn.
Maður finnur vel á stóru
stofnunum að gamla fólkið er
í biðsal, en hér eru allir eins
og ein fjölskylda. Hér fær
fólk mikla hlýju, og hver
skyldi trúa því að hér finni
gamla fólkið þá ástúð sem
það hefur aldrei fundið. Það
er hætta að mannúðlega
hliðin verði útundan á stofn-
unum. Fólk verður að geta
treyst manni.“